Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Síða 16
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 ^ Skoðun DV Ferðu mikið inn á Netið (Spurt á Akureyri) Ingi Gunnarsson verslunarmaður: Ég nota Netið mikið, sæki helst vefi um íþróttir og Formúluna. Þorgrímur Hallsteinsson plötusnúður: Ég fer mikið á músíkvefina. Daníel Gunnarsson nemi: Tónlistarvefina sæki ég mikið - en ég fer lítið á aðrar slóðir. Sara Sævarsdóttir afgreiðslukona: Ég hef engan áhuga á tölvum og fer lítið inn á Netið. Sævar Jónatansson fasteignasali: Helst þá sem tengjast vinnunni. Vefi íbúöalánasjóðs, banka og fleiri slíka. Sunna Sævarsdóttlr nemi: Dálítiö. Til dæmis íþróttavefi og þar sem fjallað er um tónlist og kvikmyndir. Þeysireið á þarfasta þjóninum Skyldutrygging á „ farartækin “ tímabær? Menn og meiri (hesta)menn Svelnn og Viðar Ævarssynir skrifa: Við, íbúar í Seláshverfl, höfum þurft að umbera hestamenn og búa við skítalyktina af þeim og hestun- um þeirra alla daga ársins, árum saman. Við erum orðin langþreytt á frekjunni og yfirganginum. Allt er þar á sömu bókina lært. Þessir menn vilja að við, íbúar hverfisins, víki sífellt fyrir þeim og séu gerðir brottrækir með annað sport sem við viljum stunda í grennd við heimili okkar og í hverfmu, s.s. hjólreiðar, skíða- og skautaferðir, heilsubótar- göngur að ekki sé nú talað um vél- hjóla- og vélsleðaferðir. I slíkum tól- um og tækjum má ekki heyrast ná- lægt þessum heilögu bikkjum. Þessar óöruggu skepnur, sem oft er stjómað af óhæfu fólki, geta stórslasað þá sem sitja þá, að sögn reiðmanna sjálfra, vegna þess að þeir (hestamir) eru svo viðkvæmir þegar þeir mæta hjólandi eða gang- andi fólki. Já, það er synd að segja að vitleysan ríði við einteyming. Loksins em komnir malbikaðir göngustigar fyrir fólk og þá viljum „Þessar óöruggu skepnur, sem oft er stjórnað af óhœfu fólki, geta stórslasað þá sem sitja þá, að sögn reiðmanna sjálfra, vegna þess að þeir (hestarnir) eru svo viðkvcemir þegar þeir mæta hjólandi eða gangandi fólki. “ við fá að hafa fyrir okkur tvífætling- ana. Þar á að skilja að umferð við þessar ótryggu skepnur sem eigand- inn getur hvorki treyst né hamið. Nú les maður það að hestamenn séu ekki ánægðir með þessa nýju stíga og vilja að borgin breyti og byggi ný undirgöng fyrir þá. Og al- menningur á að borga. Eins og það sé ekki nóg komið sem við borgarar erum látnir greiða fyrir þetta hobbí þeirra. Hér eru hestaleiðimar mok- aðar fyrst með stórvirkum vinnu- vélum fyrir almannafé, en göngu- stígar í hverfinu eru ekki mokaðir. Að ekki sé talað um Rauðavatnið sem er hreinsað fyrir almannafé svo hestamenn geti hleypt á því og skil- ið eftir skit og drullu á þvi. Á sama tima er ekki hægt að fá hreinsaðan smáskika fyrir skautafólk. Til að bíta svo hausinn af skömminni þá lét Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra leggja hestastíga fyrir tugi milljóna af skattfé landsmanna. Sér er nú hver vitleysan! Nei takk, hestamenn eiga að borga fyrir sina tómstundaiðju eins og við hin þurfum að gera. Víki fyr- ir okkur hinum og láti Víðidalinn nægja því við hin eigum líka okkar tómstundagaman sem við þurfum að greiða fyrir sjálf. Okkur finnst orðið timabært að skyldutryggja þessi hross, eins og bíla, mótorhjól og vélsleða, og þar sé kominn tekjustofn til að standa und- ir allri vitleysunni. í þessari göfugu og fógru „íþrótt“ er mesta slysatíðni í öllu tómstundagamninu, og þar greiöir almenningur líka kostnað- inn þegar á spítalann kemur. - Hestamenn; það er mál að linni. Bónus bjargar borgurunum Kristján Einarsson skrifar: Það vill oft gleymast í umræðunni um góðærið og svo núna niðursveifl- una, sem allir verða varir við, að verslunarhættir hafa gjörbreyst hér á landi með tilkomu lágvöruverðsversl- ana á matvælamarkaðinum - fyrst með tilkomu Hagkaups Pálma Jóns- sonar í litla húsinu við Miklatorg, þar sem hann ruddi brautina með stór- lækkaðri verðlagningu, og síðar þegar hann jók umsvif sín annars staðar í Reykjavík - og síðan með tilkomu Bónus-verslananna sem í raun bjarga borgurunum í mörgum tilfellum, ekki síst yngri kynslóðinni sem er að koma yfir sig þaki og verður að horfa í hverja krónu ef ekki á illa að fara. „Rík ástœða er til að þakka aðilum eins og Bónus- og Hagkaupsmönnum fyrir að standa við fyrirheitið að bjóða vörur sínar á lœgra verði en hér viðgekkst á árum áður.“ Talað er um að stjórnvöld geti skipt upp eignum á markaði ef ein- hver grein í viðskiptum sýnist vera komin með yfirtökin. Þetta er fráleitt sjónarmið og gengur í berhögg við t.d. sjálfstæðishugsjón okkar og við- skiptafrelsið sem þjóðin hefur haft í heiðri. Rík ástæða er til að þakka þeim aðilum, eins og Bónus- og Hag- kaupsmönnum, fyrir að standa við fyrirheitið að bjóða vörur sínar á lægra verði en hér viðgekkst á árum áður. Ríkið hefur ekki gefið gott for- dæmi með sínu ráðslagi, hvorki í að- haldi né útsjónarsemi. Má nefna síð- ustu uppákomur hjá Landssímanum sem dæmi um það. Þeir Hagkaups- eða Bónusmenn hefðu ekki ráðið mann til fimm ára, rekið hann síðan eftir tvö ár og rétt honum svo millj- ónapakka í kveðjuskyni - allt á kostnað skattborgaranna! - Hví gefur ríkið ekki fordæmi með aðhaldi og velferð borgaranna fyrir augum, án þess að hóta velgjörðarmönnum neyt- enda? Garri Grettir og Sala Símans tekur sífellt á sig nýjar myndir og fjölbreyttari. Er nú svo komið að Síminn er að verða eitt best mannaða stórfyrirtæki landsins . hvað stjómendur varðar því ekki einasta hefur það um skeið haft þrjá forstjóra á launum, og þar af tvo í fríi, heldur kemur nú í ljós að stjóm- arformaðurinn hefur verið i fullu starfi við að stjóma fyrirtækinu lika, ýmist sem stjórnarfor- maður eða sem ráðgjafi. Garri hefur enga ástæðu til að ætla annað en að full þörf sé á þessari stjórn allri saman og sérstaklega ánægju- legt er til þess að vita að Friðrik Pálsson stjóm- arformaður skuli gefa sér tíma frá öðrum störf- um til að sinna Símanum líka. Reyndar sér Garri í ættfræðidálki DV að Friðrik er fæddur á Bjargi í Miðfirði, þeim fræga bæ þar sem Grettir Ásmundarson fæddist forðum. Er enda margt líkt með þeim Friðriki og Gretti því báðir eru þetta gríðarlegir beljakar, hvor með sínum hætti, Grettir á sviði krafta og íþrótta en Friðrik á sviði viðskipta og stjómunar. Grettistak Því ætti það ekki að koma svo mjög á óvart þegar menn heyra að Friðrik hefur tekið til hendinni hjá Símanum umfram það sem ætlast er til af honum sem stjórnarformanni. Þótt hann Friðrik sé líka í miklum verkefnum öðmm með fyrirtæki sitt, Góðráð, og starfi jafnframt sem stjómarformaður SÍF þá mega menn ekki gleyma því að hér fer Grettir íslenskra viðskipta og afköst hans mælast því ekki eins og hjá venjulegum mönnum. Og Friðrik hefur líka látið að sér kveða við að lyfta þvi grettistaki sem einkavæðing Símans er og m.a. þurft í þeirri baráttu allri að hafa undir mikinn draug sem tekið hafði sér bólfestu í fyrirtækinu og átti að standa í heil fimm ár sam- kvæmt sérstökum samningi viö sjálfan samgönguráðherrann. En líkt og Grettir lagði Glám forðum sneri Friðrik niöur drauginn Þórar- in sem enginn veit þó fyrir víst hvað gerði af sér annað en að gera stórgóðan ráðningarsamning við ráðherra. Komnir út í Drangey En nú eru þeir Friðrik og Sturla Bö. komnir út í Drangey með Símann og hafa hreiðrað um sig í því vígi líkt og Grettir og Illugi forðum. Sala fyrirtækisins er ekki lengur á dagskrá en ljóst að nú þarf á mörgum góðum ráð- um að halda þegar ákveða á hvernig menn bregðast við því að selja ekki Sím- ann. Þau góðu ráð geta heldur ekki ver- ið ódýrari en góðu ráðin sem þurfti þeg- ar menn ætluðu að selja Símann. Þó ber nú þann skugga á að leikurinn er farinn að æsast nokkuð og ekki veit Garri hvort Þorbjöm öngull, sá er fór fyrir þeim sem vógu Gretti forðum, var rauðbirkinn og skeggjaður. Hitt er ljóst að stjómendur Símans og samgöngu- ráðherra geta átt von á aðför, enda liðsafnaður talsverður hafinn, m.a. undir merkjum Vinstri grænna sem þegar era farnir að hrópa á afsögn. Útlitið er háskalegt og Garra sýnast öll merki á lofti um að fram undan sé mikill bardagi og póli- tísk vígaferli. I því hljóta menn að spyrja að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum. CyOvrfi Halldór Blöndal og Sturla Böðvarsson Fyrrv. og núverandi samgönguráö- herra sameinuðust í örlagaríkri ráðn- ingu Landssímaforstjóra. Engin sala - engin jarðgöng Hólmsteinn skrifar: Það er loks upplýst að sala Lands- símans svo og fleiri rikisstofnana átti að standa undir framkvæmdum við jarðgangagerð í héruðum landsbyggð- arþingmanna. Og skýrist þá m.a. upp- ljóstrun samgöngu- og fjarskiptaráö- herra sem segir að það hafi í raun ver- ið fyrrv. samgönguráðherra, Halldór Blöndal, sem fastsetti ráðningu Þórar- ins V. Þórarinssonar sem forstjóra Landssímans en Sturla Böðvarsson varð að fylgja eftir, nauðugur viljugur. Staðreyndin skal því vera; engin sala Landssímans, engin jarðgöng, hvorki á Norðurlandi né á Austfjörðum. Enn barist um Kárahnjúka Magnús Björnsson skrifar: Andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar láta ekki deigan síga, þrátt fyrir ein- dregna andstöðu meirihluta kjósenda við málflutning þeirra. Þannig eru Vinstri grænir á fullu í andófinu. Og svo kemur Rikissjónvarpið til hjálpar og setur hinn vinsæla skemmtikraft og fréttamann, Ómar Ragnarsson, til að sýna okkur frá auðninni þarna eystra, fyrirhugaðan veg og brúargerð á svæð- inu. - Og það á víst ekki að sýna mikla þjóðrækni. Vegir, brýr og umferð á há- lendinu eru verk hins illa, telja and- stæðingar virkjana. - Nú kárnar því senn gamanið fari framkvæmdir af stað á hálendinu. Stórvirki ÍE Háskólaborgari skrifar: Dr. Kári Stefánsson er sannarlega eldhugi á sínu sviði og ljósárum á undan öllum hér á landi hvað varðar fram- sýni og þróun og skilvirkni í erfða- greiningu. Hann hef- ur nú komið landinu á kort með ööram þjóðum, sem vinna eftirtektarverð afrek í vísindum. Senn kemur að því að sjávarútvegur veröur ekki í fyrsta sæti hér. Hljóðn- aðar era raddir þeirra sem fordæmdu Kára Stefánsson fyrir að ætla þjóð- inni að leggja tO með sér einhvern skerf tU erfðarannsókna með því að veita aðgang aö sjúkrasögu sinni og heUbrigði. - Hús ÍE í Vatnsmýrinni er allt eitt visindaafrek, bæði að hönnun, byggingarhraða og innri starfsemi. Til hamingju! Dr. Kári Stefánsson. Hnífastúlkur ógna Hliðabúi hringdi: íbúum hér í Hlíðahverfinu stendur alls ekki á sama eftir hroðalegt atvik sem tvær stelpur stóðu að er þær rændu hverfaverslunina Hlíðakjör. Borgin er orðin líkari stórborg á mörgum öðrum sviðum en bara bUa- umferð og skemmtistöðum. Hún er oft í hers höndum af óþjóðalýð sem veður uppi í miðborginni og aUt tU úthverfanna og löggæsla er ekki full- nægjandi, það er deginum ljósara. Litlar verslanir sem hafa opna kvöld- sölu eru ekki óhultar fyrir ógnvekj- andi afbrotafólki. Dæmin um hnífa- stúlkumar sem rændu Hlíðakjör og þær sem skáru konuna í andlitið í miðborginni era ógnvekjandi og krefjast verður endurskoðunar á lög- gæslu vítt og breitt um borgina. [DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.