Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002
DV
25
Tilvera ♦
Krossgáta
Lárétt: 1 kona, 4 kraft,
7 fuglar, 8 harma,
10 nísk, 12 sár,
13 mann, 14 sál,
15 gylta, 16 bás,
18 karlmannsnafn,
21 niðurlægja,
22 galla, 23 dysja.
Lóðrétt: 1 gyðja,
2 kverk, 3 glettið,
4 ávöxt,
5 geislabaugur,
6 vön, 9 gamaldags,
11 furða,
16 sjávargróður,
17 klaka, 19 skjól,
20 sefa.
Lausn neðst á síðunni.
Skák
Umsjón: Sævar Bjarnason
Heiðursmaðurmn Óli Valdimarsson
tefldi á mörgum helgarskákmótum á
vegum Jóhanns Þóris Jónssonar og
stóð sig alltaf vel, auk þess að hafa
sanna ánægju og gleði bara af því að
vera þátttakandi. Hann og Dan Hanson
heitinn voru miklir vinir en skákvinir
þurfa þó oft að mætast viö skákborðið.
Hér vann Dan aö lokum eftir að hafa
leikið þeim óvænta og óþægilega leik
sem við verðum vitni að t dag!
Hvltt: Dan Hanson
Svart: Óli Valdimarsson
Spánski leikurinn.
Helgarmót Hellissandi (3) 1981
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 d6 5. c4 Bd7 6. Rc3 Rge7 7. 0-0
g6 8. d4 Bg7 9. dxe5 dxe5 10. Bg5 f6
11. Be3 0-0 12. Rd5 Be6 13. Bc5 Hf7
14. a3 b6 15. Be3 Ra5 16. De2 Rxd5
17. cxd5 Bg4 18. b4 b5 19. bxa5
bxa4 20. Hfcl f5 21. h3 fxe4 22.
hxg4 exf3 23. gxf3 e4 24. fxe4 Bxal
25. Hxal Dh4 26. Kg2 De7 27. Bd4
HafB 28. Hfl h5 29. Hhl Hf4 30.
gxh5 Dg5+ 31. Kfl Hg4 (Stöðumynd-
in) 32. Be3 Hxe4 33. Bxg5 Hxe2 34.
Kxe2 Hf5 35. f4 gxh5 36. Hdl Kf7
37. Kf3 Ke8 38. Ke4 Hf7 39. Hbl
Kd7 40. Ke5 HfB 41. f5 He8+ 42. Kf6
Kd6. 1-0
Umsjón: ísak Öm Sigurösson
Bridge
Spil dagsins er frá fyrstu deildar-
keppninni í Danmörku. Þar kepptu
innbyrðis sveitirnar Lars Blakset og
Klaus Adamsen sem báðar hafa lengi
verið meðal þeirra sterkustu þarlend-
is. Það var sveit Blakset sem hafði
betur í þessu spili. Austur hafði veru-
lega skiptingu en valdi frekar að
spila vörnina heldur en sóknina.
Austur gjafari og allir á hættu:
4 Á4
«4-
* Á87432
* Á9753
♦ 1093
VK54
4- DG6
* G1082
4 KDG82
4» G
+ K105
* KD64
AUSTUR SUÐUR VESTUR NORÐUR
Palmund Bruun Adams. Knud
4 » 4 * pass 6 4
dobl p/h
Klaus Adamsen hefur væntanlega
búist við því, þegar hann tók upp
sínu leiðinlegu skiptingu, að sagnir
myndu einkennast af bútabaráttu.
Það kom honum hins vegar á óvart
hve fjörlegar þær voru. Sagnimar út-
skýra sig að flestu leyti sjálfar en
dobl austurs var Lightner, áhuga á
trompun. Varla er hægt að gagnrýna
Dennis Koch Palmund fyrir ákvörðun
sina að verjast, vitandi
það að hann fengi
trompslag, en það
dugði samt ekki til. Ad-
amsen fann laufútspiliö
sem Palmund trompaði
en þegar tígulnían kom
til baka tók Mathias
Bruun á kónginn, trompaði hjarta
með ásnum í spaða og tók KDG í litn-
um. Þegar trompið brotnaði voru 12
slagir tryggðir, 6 á tromp, 2 á tígul og
4 á lauf.
4 /bb
V ÁD10987632
4- 9
* -
Lausn á krossgátu ''
BOJ 08 ‘-IBA 61 ‘sst ll ‘IQS 91 ‘Bjpun n
‘Ijajn 6 ‘uto) 9 ‘ejb g ‘nuijepuEui \ ‘juiBshnBds g ‘jso z ‘sip x ijjajQoq
'BQjn gg ‘JSQI ZZ ‘BUBUIS IZ ‘JBAI 81 ‘BIJS 91 ‘JÁs'si
‘ipuB \\ ‘§8as 81 ‘pun zi ‘umBu oi ‘Bjns 8 ‘JBOds l ‘jjbui \ ‘sojp i ijjöjbi
Apótekið og
veika konan
Áreiðanlega vill enginn særa
meðborgara sinn að tilefnis-
lausu. En þetta er að gerast
alla daga og ónærgætnin birtist
okkur í mörgum myndum. Mér
var sögð saga fyrir nokkru sem
ég veit að er sönn, því er nú
verr, saga um það hvernig
ónærgætnina er jafnvel að
finna þar sem síst skyldi.
Kona um miðjan aldur fékk
skyndilega hastarlegt kvíðakast
sem hún þjáist af. Hún var
stödd i verslunarmiðstöðinni
Kringlunni snemma á þessu ári
og leitaði skjóls í apóteki á
næstu grösum. Þar bað hún um
að fá að hringja í bróður sinn
til að sækja sig.
Því miður, var svarið, okkur
er bannað að lána síma, sagði
unga afgreiðslukonan. Svarið
var blákalt nei, en veiku kon-
unni bent á að uppi á næstu
hæð væri tíkallasími. Nú veit
ég að þessi unga afgreiðslukona
hefur ekki viljað særa með-
borgara sinn. En hún hafði fyr-
irmæli frá eigandanum og þeim
hlýddi hún út í algjörar öfgar.
Fólk verður að kunna að taka
eigin ákvarðanir á neyðar-
stundu. Kona sem kemur inn í
lyfjabúð í kvíðakasti veit varla
hvar hún er stödd. Hún þarf að-
stoð og hana fljótt. En það
skjól sem konan valdi reyndist
harla lítils virði. Næsta búð við
hliðina hefði e.t.v. brugðist bet-
ur við.
Ég tek það fram að almennt
er þjónusta f búðum nokkuð
liöleg, oftast ófagmannleg, en
stundum óviöunandi, bæði ófag-
mannlega og fýlulega að verki
staðið. Það þarf að mennta af-
greiðslufólk hér, í Danmörku er
það fjögurra ára nám.
Sandkorn
Umsjón: Birgir Guömundsson . Netfang: sandkorn@dv.is
Miklar bollaleggirnar eiga sér nú
stað meðal fram-
! sóknarmanna í Ár-
borg um skipan
framboðslista
þeirra fyrir bæjar-
stjórnarkosning-
amar í vor en sem
kunnugt er vikja
af velli allir þeir
sem nú eru í fram-
varðasveit flokksins í byggðarlaginu.
Meðal þeirra sem heyrast nefndir
sem líklegir kandídatar eru Snorri
Sigurfinnsson, rekstrarstjóri
Blómavals á Selfossi og áður garð-
yrkjustjóri bæjarsins, Guðmundur
Karl Guðjónsson verkfræðingur og
Ólafur Snorrason, forstjóri Rækt-
unarsambands Flóa og Skeiða. Allir
þessir kappar þykja vel til forystu
fallnir og sama gildir raunar um þá
Einar Pálsson atvinnuráðgjafa,
Bjöm Bjarndal Jónsson, formann
UMFÍ, og Amar Frey Ólafsson,
verðbréfagúrú hjá Landsbréfum,
sem búsettur er á Eyrarbakka. En
það verða líka að vera konur á fram-
boðslistanum. Margir búast við að
Hróðný Hanna Hauksdóttir, mág-
kona Guðna Ágústssonar, sem var
bæjarfulltrúi á síðasta kjörtímabili,
komi aftur. Sömuleiðis þykir Sigríð-
ur Anna Guðjónsdóttir
þrístökkvari, systurdóttir Guðna,
líkleg til stórra stökka á hinum
pólítíska vettvangi. En karlarnir
sem heyrast nefndir eru sýnu fleiri.
Margir búast við að Ingimundur
Sigurmundsson, bankastjóri Bún-
aðarbankans á Selfossi, muni hella
sér í baráttuna og Guðmundur Karl
Sigurdórsson, leikari og skrúfusölu-
maður í Húsasmiðjunni, gæti verið í
svipuðum sporum ...
Eins og fram kom í sandkomi í
gær hefur kjör-
nefnd Sjálfstæðis-
manna hug á að fá
Guðrúnu Ebbu
Ólafsdóttur til
liðs við flokkinn í
næstu kosning-
um. Er það liður í
því að efla listann
sem skólamála-
lista en Guðrún er sem kunnugt er
einn af helstu forustumönnum
kennarasamtakanna og Bjöm sem
fyrrum menntamálaráðherra verð-
ur vitaskuld mest áberandi í efsta
sætinu. Nú er fullyrt að áherslan á
skólamálaásýnd listans verði enn
meiri þvi Guðrún Pétursdóttir
eigi að vera á honum líka en Guð-
rún hefur setið I fræðsluráði og er
einn frumkvöðlanna í íslensku
menntasamtökunum sem reka Ás-
landsskóla í Hafharfirði...
Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra ætl-
ar Ijótlega að
greina frá því
hvernig hann
hyggst haga brott-
for sinni úr ráðu-
neytinu en um
þetta fjallar hann
m.a. á heimasíðu
sinni. Mikið er
rætt um hugsanlega eftirmenn
Björns í menntamálaráðuneytinu
og sýnist sitt hverjum. Þau Tómas
Ingi Olrich og Sigriður Ánna
Þórðardóttir hafa helst verið
nefnd en nú vex þeim orðrómi fisk-
ur um hrygg að hringekja kunni að
fara af stað þannig að menn muni
víxla ráðherrastólum sem endi þá
þannig að einhver nýr komi inn og
setjist í stól Sturlu Böðvarssonar.
Sturla færi þá í sjávarútvegsráðu-
neytið en Ámi Mathiesen í
menntamálin...
í tilefni nýjustu frétta af Lands-
úmamálinu kom
Sigurdóri Sigur-
dórssyni, blaða-
manni á Bænda-
blaðinu, eftirfar-
andi staka í hug
og þarfnast hún
ekki frekari skýr-
inga:
Þaó er ekkert til að taka
og telst vart siöur nýr
aó þegar krókinn þarf aó maka
þd eru góö ráö dýr.
f
Við<jetum6agtj^
akkurat hvaða spil
þú hefur með því að
líta framan í þigl
Vei6tu af hveiju þú tap-
ar? Þú tapar af því það
se6t á andlitinu á þár
hvaða spil þú ert meðl
Umm, ág
'veðja tvö C
hundruð kalli.
Myndasögur
Hætt’essu, éq er
að fara til hans!