Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Blaðsíða 22
26 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 85 ára__________________________ Kristinn J. Jónsson, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði. 75 ára _________________________ Ólafur Ásgeirsson, Hjaltabakka 26, Reykjavík. 70 ára__________________________ Guörún Ásbjörnsdóttir, Lyngheiði 19, Selfossi. Jón Bjarni Þóröarson, Stigahlíð 67, Reykjavík. 60 ára__________________________ Vilhelmína Salbergsdóttir, Svelgsá, Stykkishólmi. Guömundur Baldur Jóhannsson, Vindási 2, Reykjavík. Eiríkur Hreiöarsson, Grísará 1, Akureyri. Rósa Haröardóttir, Króki 4, ísafirði. 50-ára______t___________________ Guömundur Ólafsson, Vesturgötu 8, Ólafsfiröi. Agnar Eggert Jónsson, Ásbraut 6, Hvammstanga. Einar Sölvi Guömundsson, Frostafold 127, Reykjavík. Ólafur Ingi Baldvinsson, Forsölum 1, Kópavogi. Margrét Ólafsdóttir, Miðtúni 37, ísafirði. Helgi Guömundsson, Flúðaseli 67, Reykjavlk. Helga Stefánsdóttir, Vesturási 37, Reykjavík. Guðbrandur Rúnar Leósson, Frostaskjóli 31, Reykjavík. 40ára____________________________ Magnús V. Magnússon, Furugrund 70, Kópavogi. Ingi Tryggvason, Kveldúlfsgötu 7, Borgarnesi. Sigríöur Kristín Jónsdóttir, Kóngsbakka 11, Reykjavík. Bragi Kristjánsson, Nónvörðu lOd, Keflavtk. Anna Haröardóttir, Árteigi, Húsavík. Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir, Stigahlíð 8, Reykjavík. Vytautas Narbutas, Laufásvegi 19, Reykjavík. Heiörún Kristjánsdóttir, Laugarnesvegi 38, Reykjavík. Sigurlaug R. Halldórsdóttir, Flúðaseli 90, Reykjavtk. Hólmfríöur A. Bjarnason, Sléttuvegi 7, Reykjavtk. Guörún Sigríöur Reynisdóttir, Suðurvangi 1, Hafnarfirði. Jóhanna B. Hallbergsdóttir, Grundargötu 16, Grundarfiröi. Kristján Agnar Ómarsson, Kleppsvegi 34, Reykjavík. Smáauglýsingar Allt til alls ►I550 5000 Tómas P. Eyþórsson, Kríuhóli, Eyjafjarðarsveit, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Páll Eggertsson, Lindási, Innri- Akraneshreppi, lést á dvalarheimilinu Höföa miðvikud. 13.2. Jón Sigurösson frá Stafholti, lengst af búsettur í Borgarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtud. 14.2. Betty Ann Huffman Þorbjörnsson, Skúlagötu 40a, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstud. 15.2. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 DV Páll Ásgeir Tryggvason 1982, húsmóðir. rlka í Stóra-Dal, langafa Jóns alþm. á Akri, föður, Pálma, fyrrv. ráð- herra. Móðir Ingigerðar var Ingiríð- sendiherra Páll Ásgeir Tryggvason, hrl. og sendiherra, Hlíðarhúsum 5-7, Reykjavík, er áttræður í dag. Starfsferill Páll Ásgeir fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1942, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1948 og öðlaðist hrl.-réttindi 1957. Páll Ásgeir varð fulltrúi i dóms- málaráðuneytinu 1948, fulltrúi í ut- anríkisráðuneytinu 1948, sendifull- trúi í Stokkhólmi 1952, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu 1956, sendi- ráðunautur í Kaupmannahöfn 1960, sendifulltrúi í Stokkhólmi 1963, fyrsti siðameistari utanríkisráðu- neytisins 1964, deildarstjóri varnar- máladeildar 1968-78, ráðunautur um varnarmál 1979, sendiherra í Noregi, Póllandi og Tékkóslóvakíu 1979, sendiherra 1985 í Sovétríkjun- um, Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverja- landi, Austur-Þýskalandi og Mongólíu, og sendiherra 1987-89 í Sambandslýðveldinu Þýskalandi, Austurríki, Grikklandi og Sviss og starfsmaður ráðuneytisins hér á landi síðan. Páll Ásgeir var formaður togara- útgerðarfélagsins Júpiters og Mars 1945 og þar til félögin hættu starf- semi, sat í stjóm Aðalstrætis 4 hf. frá 1945 og formaður þess 1984 og á meðan það starfaði, var varafor- maður stúdentaráðs HÍ 1945-46, sat í stjórn Nemendasambands MR 1946-56, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1951-52, varaformaður Starfsmannafélags stjórnarráðsins 1952-54 og formaður þess 1968-70, formaður Félagsheimilis stúdenta 1954-60, sat í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur í nokkur ár, forseti Golfsambands íslands 1970-80, var stjómarformaður Pólarminks hf. 1970-75, einn af stofnendum Lions- klúbbs Reykjavíkur 1951 og síðan ritari hans en formaður klúbbsins 1956-57 og siðan formaður hans á fjörutíu ára afmæli hreyfingarinnar 1991. Páll Ásgeir hefur unnið til fjölda verðlauna í golfkeppnum. Hann vann tvenn fyrstu verðlaun í II. flokki á landsmóti 1965, hlaut hetju- verðlaun Carnegies 1937, er stór- riddari íslensku Fálkaorðunnar auk þess sem hann hefur verið sæmdur stórkrossi konunglegu norsku Ólafsorðunnar, stórkrossi þýsku Þjónustuorðunnar, stórkrossi aust- urrísku Þjónustuorðunnar, er stór- riddari með stjömu af finnsku Ljónsorðunni, stórriddari dönsku Dannebrogsorðunnar og stórriddari sænsku Norðurstjömunnar. Fjölskylda Páll Ásgeir kvæntist 4.1. 1947 Björgu Ásgeirsdóttur, f. 22.2.1925, d. 7.8. 1996, húsmóður. Hún var dóttir Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta ís- lands, og k.h., Dóru Þórhallsdóttur forsetafrúar. Börn Páls og Bjargar eru Dóra, f. 29.6. 1947, kennari í Reykjavík, var gift Davíð Janis tölvufræðingi og eiga þau þrjá syni en maður hennar er Jens ToÚefsen, hagfræðingur hjá Flugmálastjórn; Tryggvi, f. 28.2. 1949, framkvæmdastjóri íslands- banka, kvæntur Rannveigu Gunn- arsdóttur, forstöðumanni Lyfja- stofnunar íslands, og eiga þau tvö börn; Herdís, f. 9.8. 1950, sérkennari í Ósló, gift Þórhalli E. Guðmunds- syni markaðsstjóra og eiga þau þrjár dætur; Ásgeir, f. 29.10. 1951, framkvæmdastjóri hjá Flugmála- stjóm, kvæntur Áslaugu Gyðu Ormslev og eiga þau þrjú börn; Sól- veig, f. 13.9. 1959, leikari, gift Torfa Þorsteini Þorsteinssyni, forstjóra Faxamjöls og Fiskimjölsverksmiðj- unnar í Þorlákshöfn og eiga þau þrjú böm. Systkini Páls Ásgeirs: Jóhanna, f. 29.1. 1925, fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði; Rannveig, f. 25.11. 1926, þýðandi í Reykjavík; Her- dis, f. 29.1. 1928, húsmóðir i Osló; Anna, f. 19.8.1935, kennari í Reykja- vík. Foreldrar Páls Ásgeirs voru Tryggvi Ófeigs- son, f. 22.7. 1896, d. 18.6. 1987, skip- stjóri og útgerðar- maður í Reykja- vik, og k.h., Her- dís Ásgeirsdóttir, f. 31.8. 1895, d. 3.10. Ætt Tryggvi var sonur Ófeigs, b. í Ráðagerði í Leiru, bróður Helgu, langömmu Árna Þ. Árnasonar, skrifstofustjóra í iðnaðarráðuneyt- inu. Ófeigur var sonur Ófeigs, b. á Fjalli, bróður Sigriðar, langömmu Kristins Finnbogasonar fram- kvæmdastjóra. Ófeigur var sonur Ófeigs rika, b. á Fjalli og ættföður Fjallsættar, Vigfússonar, bróður Sólveigar, langömmu Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar hagfræðings. Móðir Ófeigs á Fjalli var Ingunn Eiríksdóttir, ætt- föður Reykjaættar, Vigfússonar. Móðir Tryggva var Jóhanna Frí- mannsdóttir, b. í Hvammi i Langa- dal, Björnssonar, b. í Mjóadal, Þor- leifssonar. Móðir Frímanns var Ingibjörg Guðmundsdóttir, b. í Mjóadal, bróður Ólafs, föður Arn- ljóts á Bægisá, langafa Arnljóts Bjömssonar prófessors. Móðir Jó- hönnu var Helga Eiríksdóttir, b. á Efri-Mýrum, Bjarnasonar. Móðir Ei- ríks var Ingigerður, systir Þorleifs ur Jónsdóttir, ættföður Skeggs- staðaættar, Jónssonar. Herdís var hálfsystir Matheu Kristínar Pálsdóttur, móður Rann- veigar Torp, móður Rannveigar, konu Sturlaugs Böðvarssonar, út- gerðarmanns á Akranesi. Herdís var dóttir Ásgeirs, skipstjóra í Reykjavík, Þorsteinssonar. Móðir Ásgeirs var Herdís Jónsdóttir, syst- ir Guðrúnar, langömmu Jóhannes- ar Nordal, og systir Margrétar, móð- ur Jóns Þorlákssonar forsætisráð- herra. Móðir Herdísar var Rannveig Sigurðardóttir, skipstjóra í Reykja- vík, Símonarsonar, bróður Krist- jáns, langafa Halls Símonarsonar blaðamanns og Sigríðar, móður Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Bróðir Sigurðar var Bjami, faðir Markúsar, fyrsta skólastjóra Stýri- mannaskólans, afa Rögnvaldar Sig- urjónssonar píanleikara. PáU Ásgeir heldur upp á daginn með fjölskyldu sinni. Fimmtugur Bjarni Ásgeir Jónsson framkvæmdastjóri í Mosfellsbæ Bjarni Ásgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri, Rein, Mosfellsbæ, er flmmtugur í dag. Starfsferill Bjarni Ásgeir fæddist á Suður- Reykum i Mosfellssveit og ólst þar upp. Hann lauk prófum sem garð- yrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum Ölfusi 1972. Bjarni Ásgeir var framkvæmda- stjóri Gróðrarstöðvarinnar Garðs- horns i Fossvogi 1971-79 og er fram- kvæmdastjóri Reykjagarðs hf. frá 1979. Hann hefur búið alla ævi i Mosfellssveit og Mosfellsbæ að und- anteknum árunum 1974-78 er hann bjó í Garðshorni í Fossvogi. Bjarni Ásgeir hefur setið í stjóm Félags garðplöntuframleiðenda, Fé- lags eggjaframleiðenda, Félags ali- fuglaframleiðenda, Félags kjúklingaframleiðenda og formaður þess frá 1989, hefur setið í Fram- leiðsluráði landbúnaðarins, í stjórn Handknattleikssambands íslands og handknattleiksdeildar Afturelding- ar í Mosfellsbæ auk þess sem hann hefur sinnt ýmsum nefndastörfum. Fjölskylda Bjarni Ásgeir kvæntist 23.3. 1985 Margréti Atladóttur, f. 27.11. 1949, húsmóður. Hún er dóttir Atla Elías- sonar, málarameistara í Reykjavík, og Ragnhildar Bergþórsdóttur hús- móður. Böm Bjarna Ásgeirs og Margrét- ar eru Atli, f. 23.4. 1985, nemi; Ragn- heiður, f. 1.1.1987, nemi. Börn Bjama Ásgeirs frá fyrra hjónabandi eru Jón Vigfús, f. 14.8. 1971, verslunarmaður á Árbakka í Mosfellsbæ, en kona hans er Svan- fríður Linda Jónasdóttir og eru böm þeirra Bjami Ásgeir og Guð- rún Saga; Sigríður, f. 23.7. 1973, bú- sett á Teigi í Mosfellsbæ; Benedikt, f. 18.8. 1978, nemi Mjölby í Sviþjóð, kona hans er Ann Sofie Lundh. Systkini Bjarna Ásgeirs eru Ásta, f. 17.4. 1950, hjúkrunarkona á Efri- Reykjum i Mosfellsbæ, maður henn- ar er Ragnar Bjömsson; Kristján Ingi, f. 30.11. 1957, blómaskreytinga- maður í Reykjavík; Baldur, f. 28.2. 1963 að Efstu-Reykjum í Mosfellsbæ, kona hans er Hugrún Svavarsdóttir. Foreldrar Bjarna Ásgeirs: Jón Vigfús Bjamason, f. 23.3. 1927, d. 5.5. 1990, garðyrkjubóndi að Suður- Reykjum í Mosfellsbæ, og k.h., Hansína Margrét Bjarnadóttir, f. 13.7. 1926, húsfreyja. Ætt Jón Vigfús var bróðir Jóhannesar verkfræðings, föður Ástu Ragnheið- ar alþm. Jón Vigfús var sonur Bjarna, alþm. á Reykjum í Mosfells- sveit, Ásgeirssonar, b. í Knarrar- nesi, Bjarnasonar. Móðir Bjarna ráðherra var Ragnheiður, systir Sigríðar, ömmu Hallgríms Helga- sonar tónskálds. Ragnheiður var dóttir Helga, b. í Vogi, bróður Ingi- bjargar, langömmu Kristjáns Eld- jáms forseta. Móðir Jóns Vigfúsar var Ásta, systir Guðmundar, föður Jóns, fyrrv. hreppstjóra á Reykjum. Systir Ástu var Lára, amma Láru Margrétar Ragnarsdóttur alþm. Ásta var dóttir Jóns, skipstjóra í Reykjavík, Þórðarsonar. Hansína Margrét er systir Gunn- ars, skólastjóra og hrossaræktar- ráðunautar. Hansina er dóttir Bjama, kaupmanns á Húsavík, Benediktssonar, bróður Hansínu, ömmu Jónasara Kristjánsssonar rit- stjóra. Móðir Hansínu var Þórdís, systir Bjarna, alþm. á Reykjum. Bjami Ásgeir tekur á móti vinum og vandamönnum i Hlégarði fóstu- daginn 22.2. frá kl. 19.00. Merkir Islendingar Sveinn Björnsson Sveinn Björnsson listmálari fæddist á Skál- um á Langanesi og ólst þar upp og í Vest- mannaeyjum. Hann var sonur Björns Sæ- mundssonar, innheimtumanns i Reykja- vík, og Sigurveigar Sveinsdóttur. Meðal alsystkina Sveins er Elín vefkona. Hálf- bróðir Sveins, sammæðra, er Baldur Johnsen, fyrrv. yfirlæknir. Sveinn lauk stýrimannaprófi í Reykjavík 1947, stundaði nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1956-1957 og fór listanámsferðir til ítal- íu, Frakklands og Þýskalands. Hann var sjómaður 1939-1953, var lögreglu- maður í Hafnarfirði frá 1954 og yfirmað- ur rannsóknarlögreglunnar þar um árabil. Sveinn málaði myndir frá 1949, hélt fjölda einkasýninga víða um landið og i Danmörku og tók þátt í samsýningum hér á landi, í Bandaríkj- unum og í fjölda Evrópulanda. Árið 1989 kom út bókin Veröld þín með handskrifuðum ljóðum Matthíasar Jo- hannessens og myndum Sveins við ljóð- in. Hann var lengst af búsettur i Hafn- arfirði en hafði jafnframt vinnustofu og annað heimili i Krýsuvik. Sveinn svaraði kalli listagyðjunnar og braust til myndmennta af miklum dugnaði. Myndir hans flokkast oft und- ir mjög persónulegan expressionisma þar sem náttúruöflin era ráðandi í margvíslegum skilningi. Sonur Sveins, Erlendur, hefur gert athyglisverða kvik- mynd um foður sinn, Málarinn og sálmur- inn hans, sem tilnefnd er til menningarverð- launa DV í ár. Sveinn lést 28. apríl 1987. Útför Jóhannesar Kristins Stefánssonar Mávabraut 5B, Keflavík, fer fram frá Ytri- Njarðvtkurkirkju 19.2. kl. 14.00. Jóhanna Katrín Helgadóttir, Miklubraut 50, Reykjavík, verður jarösungin frá Dómkirkjunni þriðjud. 19.2. kl. 13.30. Sigríöur G. Guðjónsdóttir, dvalarheimilinu Seljahlíö, Hjallaseli 55, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriöjud. 19.2. kl. 15.00. Smáauglýsingar rrra 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.