Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Qupperneq 23
27
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002_____________________________________
jjrsr Tilvera
Benecio Del Toro 35 ára
Óskarsverðlaunahafinn
frá í fyrra, Benecio Del
Toro, verður hálffertugur
í dag. Del Toro hafði i
nokkur ár verið að gera
góða hluti í kvikmyndum,
en það var fyrst í Traffic
sem hann náði alþjóðlegri frægð. Del
Toro fæddist í Púertó Ríkó og voru
foreldrar hans báðir lögfræðingar.
Hann missti móður sína þegar hann
var ungur og flutti faðirinn með fjöl-
skylduna til Pennsylvaníu. Hann
ákvað að feta í fótspor foreldra sinna
og hóf nám í lögfræði. Með náminu
tók hann tíma í leiklist og fékk bakt-
eríuna og sagði skiiið við annað nám.
Tvíburarnir (2
Gildir fyrir miövikudaginn 20. febrúar
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
I Ferðalag er í vændum
og þú ert fullur eftir-
væntingar. Þú skalt
vera viðbúinn því að
fólkið í kringum þig sé eitthvað
pirrað og stressað.
Fiskarnir (19. febr.-?0. mars>:
Dagurinn hentar vel
Itil viðskipta, sérstak-
lega ef þú ert að
fjárfesta eða selja á
nýjum vettvangi. Kvöldið verður
ánægjulegt.
Hrúturinn (? 1. mars-19. apríh:
. Þér hættir til að reyna
* að stjóma ákveðinni
manneskju umfram
það sem hún vill. Þú
verður fyrir óvæntu atviki seinni
hluta dagsins.
Nautið (20. april-20. maí):
Dagurinn verður róleg-
ur og þú ert í góðu
jafnvægi. Svo er ekki
___ um alla í kringum þig
en þú skalt ekki láta það hafa
mikil áhrif á þig.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúni);
Vinnan gengur að
' vissu leyti fyrir í dag
og það er best fyrri
þig að ljúka áríðandi
. sem fyrst.
Happatölur þínar eru 9, 17 og 23.
Krabbinn (22. iúní-22. iúií):
Ættingi þinn lætur
j heyra frá sér og það
f samtal á eftir að hafa
____ áhrif á nánustu fram-
tíð þíná. Kvöldið verður rólegt.
Happatölur þínar eru 3, 8 og 14.
Uónið (23. iúlí- 22. ágúst):
, Vinur þinn þarfnast
athygli þinnar og þú
ættir að verja meiri
tíma með honum.
ístvinir eiga saman góðan dag.
Happatölur þínar em 1, 12 og 31.
Mevlan (23. áeúst-22. sepU:
Þú gætir staðið
frammi fyrir vali á
^^r^lkmilli tveggja mögu-
^ f leika í dag og þú átt
e'rfitt með að gera upp hug þinn.
Happatölur þínar em 7, 8 og 9.
Vogin (23. sept.-23. okt.l:
J Gættu þess að fara
r*f/ varlega með peninga í
\ f dag og notaðu skyn-
r/ semina. Varastu kæm-
leysi og njóttu dagsins vel.
Happatöliu- þínar em 3, 9 og 10.
Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.):
WSj& Ekki vera svartsýnn
IV \ þó að eitthvað bregðist
m lí dag og þú missir af
góðu tækifæri. Þér
bjóðast fleiri möguleikar.
Happatölur þínar em 21, 22 og 33.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.):
----.Þú hittir fólk sem
'lífgar upp á daginn.
Varastu forvitni þar
sem hún á ekki við og
sýndu nærgætni.
Happatölur þínar em 28, 29 og 30.
Steingeitin (22. des.-19. ian.):
Einhver hefur mikil
áhrif á þig þessa dag-
ana og þú lætur við-
komandi ráðskast allt
of mikið með þig. Ekki gera neitt
gegn vilja þínum.
Nemendur 7. EB í Foldaskóla
Þessi glæsilegi hópur ungmenna kom í heimsókm á DV fyrir skömmu í tengslum viö verkefni um dagblöð í skólum
sem þau hafa veriö aö vinna. Agnes Eva Siguröardóttir, Aldís Kristjánsdóttir, Baidur Þrándarson, Benedikt Magnús-
son, Eríkur Örn Þrastarson, Erna Guörún Steinarsdottir, Hildur Halldórsdóttir, Inga Sif Ingólfsdóttir, Jóhann Björnsson,
Kristján Karl Kristjánsson, Leifur Þorbergsson, Margrét Siija Siguröardóttir, Rúnar Freyr Reynisson, Sif Ragnarsdóttir,
Sigrún Sif Þórsdóttir, Sigrún Sigurbergsdóttir, Smári Þór Baldursson, Stefán Arnarson, Sunneva Ólafsdóttir, Sævar
Þrastarson, Tómas Arnar Guömundsson, Viiborg Sif Valdimarsdóttir, Þóra Björg Siguröardóttir. Kennari er Guölaugur
Hermannsson.
Yfirmenn á Skaftfellingi
Kafteinninn Guömundur Pétur Guögeirsson og stýri-
maöurinn ívar Páll Bjartmarsson. Þeir tóku á móti
þorrablótsgestum í anddyri félagsheimilisins.
Kominn til Víkur
Koma Skaftfellings til Víkur í fyrrasumar var ofarlega í
hugum þeirra sem skipuöu þorrablótsnefndina aö
þessu sinni. Hér trónir mynd af skipinu á sviöinu.
Víkurbúar blóta þorra og hafa uppi gamanmál:
Ferð Skaftfellings
landleiðina var rakin
Ekkert lát er á að landsmenn blóti
þorra. Þessi forni siður var endurvak-
inn um miðja síðustu öld, ekki síst af
veitingahúsinu Nausti i Reykjavík. í
dag er enginn félagsskapur svo aumur
að hann haldi ekki skörulegt þorra-
blót. Mýrdælingar eru í hópi þeirra
sem halda skemmtileg þorrablót sem
mikið er lagt í, og ekki bara eitt held-
ur þrjú. Á fyrsta blótið, sem haldið
var í Leikskálum í Vík, komu um 200
manns, fólk á öllum aldri, til að blóta
að gömlum og góðum íslenskum sið. í
annál blótsins komu fram ýmis bros-
leg atvik úr lífi þorpsbúa á sl.ári.
Skreytingamar i félagsheimilinu voru
allar í tilefni af komu Skaftfellings frá
Vestmannaeyjum og var ferðasagan
rakin frá Vestmannaeyjum, um upp-
sveitir Árnes- og Rangárþinga til Vík-
ur. Að loknu borðhaldi og skemmtiat-
riðum spilaði hljómsveitin Granít fyr-
ir dansi fram undir morgun.
-SKH
DV-MYNDIR SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON
Rófurnar settar í pottinn
Kristján Böövarsson, Halldór Eggertsson og Gunnar Bragi Jónsson, formaöur þorrablótsnefndarinnar.
Kidman út á líf-
ið hjá Svíum
Hollywood-stjarnan Nicole Kid-man
brá sér út á lífið við sjötta mann í
Gautaborg á laugardagskvöldið og
fékk sér í glas á frnurn veitingastað,
Brasserie Lipp. Nicole bað dyravörð-
inn um að sjá til þess að þau fengju að
vera í friði og sú varð raunin. Svíar
eru jú kurteist fólk.
Nicole er þessa dagana í Trollhátt-
an skammt þar frá að leika í nýjustu
mynd Lars von Triers hins danska.
Síðar um kvöldið yfirgaf Nicole
samkvæmið með karlmanni nokkrum
sem enginn veit hver er en menn
velta vöngum yfir hvort sé ef til vill
nýr unnusti.
Brotist inn hjá
George Michael
Breski popparinn George Michael
varð fyrir þeirri óskemmtilegu
reynslu um daginn að brotist var inn
í glæsibústað hans og þaðan stolið
mörgum góðum gripnum. Til að kór-
óna allt fór þjófurinn, eða þjófarnir,
svo á brott með þýfið í sportbíl söngv-
arans.
Bresk blöð segia að meðal annars
hafi verið stolið málverkum, skart-
gripum og fallegum fótum, auk biisins
sem er af gerðinni Aston Martin og
kostar heila formúu.
Lögreglan breska hefur ekki græn-
an grun um hver braust inn í hús
Michaels sem er í glæsihverfinu
Hampstead norður af miðborg Lund-
úna þar sem margar stjömur og ann-
ars konar fínt fólk býr.
Heitur og þurr
Tveggja laga spunatækni
flytur rakann frá líkama-
num og heldur þér heitum
og þurrum.
Sportvörugerðin
Skipholti 5, s. 562 8383