Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2002 Tilvera 3>V lí f iö Á ferð um landið Ljósmyndararnir Bjarki Reyr Ásmundsson og Arsineh Houspian frá Ástralíu eru með sýningu í Straumi, sunnan álversins. Hún inniheldur svart-hvítar myndir sem voru teknar á ferð þeirra um landið á síðasta ári. Dregið verður í happdrætti í lok sýningarinnar þar sem vinningshafinn fær mynd að eigin vali. Leikhús ■ ISLANPS ÞUSUND TÁR Nenv endaleikhúsið sýnir nýtt íslenskt leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur kl. 20 í kvöld. Verkiö nefnist íslands þúsund tár og er sýnt í Smiðjunni viö Sölvhólsgótu. Fundir B ÞJOÐERNÍ ÖG KYNÞÆltlR Sagnfræöingurinn Unnur B. Karls- dóttir fjallar um samband þjóðernis og kynþáttar á hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélagsins í Norræna húsinu milli kl. 12 og 13. B SÁLFRÆÐILEGAR SKÝRINGAR Sigurður J. Grétarsson, prófessor viö sálfræöiskor Háskóla íslands, flytur erindiö: Sálfræðilegar skýringar á morgun, miðvikudag, í Odda, stofu 201, kl. 12.05-12.55. Málstofan er öllum opin. ■ AUÐLINDAGJALDH) Ragnar Arnason prófessor flytur erindi, sem hann nefnir Auðlindagjald og skatttekjur ríkisins, á morgun, 20. febrúar, í Hagfræðistofnun, Aragötu 14, kl. 16.00. Allir eru velkomnir. Tönlist ■ EINLEIKUR A KLARINETT A háskólatónleikunum í Norræna húsinu miövikudaginn 20. febrúar nk. leikur Ármann Helgason klarínettuleikari verk eftir Stravinski, Sutermeister, Penderecki og Rivier. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og taka um þaö bil hálfa klukkustund. Aögangseyrir er kr. 500. Ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteina. Sýningar ■ ÞRJAR SYNINGAR I LISTHUSINU LAUGARDAL i Veislugalleríi og Listacafé í Laugardal eru þrjár sýningar í gangi. Sergio Vergara sýnir draumaverur. Hann þykir undir áhrifum frá Chagall, Kandinsky og Miró. Elínborg Kjartansdóttir sýnir nokkur glerverk og Blær sýnir málverk sem flest eru máluð í svörtu, hvítu og rauðu. ■ GLER OG MÓSAÍK Rósa Matthíasdóttir sýnir verk sín á Café Rue Royale í Smáralind. Hún vinnur með gler og mósaík á sérstakan hátt. ■ CARNEGIE ART AWARP í Gerðarsafni í Kóþavogi er sýningin Carnegie Art Award. Hún endur- speglar stöðu nútímamálverksins á Norðurlöndunum. B AÐASTEINN Á CAFÉ KARÓLÍNU Aðalsteinn Vestmann er meö sýningu á myndum sínum á Café Karólinu á Akureyri. Það eru akrýlverk og eitt olíumálverk. Mótífin eru flest úr næsta nágrenni listamannsins á Akureyri. ■ SVONA VARÐ BREIÐHOLTH) TIL Sýning sem sett hefur veriö upp í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, ber heitiö Byggt yfir hugsjónir. Breiðholtið frá hugmynd að verulelka. Nýsköpun í grunnskólum sem námsefni aðeins til á íslandi - segir Rósa Gunnarsdóttir, doktor í menntunarfræðum Maður íífandi Hún Rósa Gunnarsdóttir er ný- bakaður doktor í menntunarfræði með nýsköpun nemenda sem sér- grein. Þar sem hún er að líkindum fyrst allra í heiminum til að rann- saka þetta svið má telja doktorsrit- gerðina hennar til nýsköpunar og ekki nóg með það. Rósa á von á barni i sumar svo þar er nýsköpun í gangi líka! Sjálfsmyndin tók breytingum Rósa útskrifaðist úr Kennó 1993 með eðlis-,efna- og líffræði sem grunngreinar og kveðst hafa fengið vinnu strax uppi í Foldaskóla. „Þar kynntist ég nýsköpun í fyrsta skipti, sem kennaramir Gísli Þórðarson og Guðrún Þórsdóttir höfðu hrint af stað. Krakkamir í níu ára bekkjum skólans fengu þar að vinna að eigin hugmyndum og uppfinningum og setja þær upp í gangi verslunarmið- stöðvar. Það var stórkostlegt að fylgjast með þessu. Rótgrónir kenn- arar fóru að upplifa kennsluna á annan hátt en áður og krakkar sem sumir áttu í bölvuðu basli með sitt hefðbundna nám gátu allt í einu staðið úti á markaðstorgi og sann- fært fólk um að það sem þeim hefði dottið í hug væri eitthvað sem bráð- vantaði. Sjálfsmynd þeirra tók slík- um breytingum að það var ótrúlegt. Þau áttu hugmyndimar og voru til- búin að leita sér þekkingar úti um allt tO að láta dæmið ganga upp. Verkefnið var stutt af Reykjavíkur- borg og kennarar, nemendur og for- eldrar óskuðu eftir að þetta héldi áfram, þvi það hefði svo jákvæð áhrif. Hugmyndafræðin sem þama þróaðist er undirstaða nýrrar náms- greinar sem komin er inn í aðal- námskrá grunnskólanna hér á landi og heitir Nýsköpun, hagnýting, þekking.“ í doktorinn i bríaríi í bríaríi kveðst Rósa hafa ákveðið að reyna að skOgreina hvað gerðist við nýsköpun. „Einhvern tíma þeg- ar við Gísli vorum að tala um hvað þyrfti að gera næst tO að ýta þessari námsgrein áfram sagði ég: „Heyrðu, þú verður að koma henni inn í Kennaraháskólann og þá skal ég gera rannsókn á fyrirbrigðinu." Hálfu ári síðar var Gísli búinn að fá vinnu í Kennaraháskólanum og þá Nafnlausir bréfritarar Kolbrún Berg- jrórsdóttir skrifar. DV-MYND E.ÖL. Nýbakaöur doktor Rósa Gunnarsdóttir hefur brennandi áhuga á nýsköpun í skólum og hefur nú nóg aö gera viö aö útbreiöa þekkingu sína á þeirri grein. varö ég að standa við mitt,“ rifjar hún upp. Nú hefur hún verið við há- skólann í Leeds í Englandi síðan 1997 að vinna að doktorsritgerðinni en gerði sína rannsókn í Folda- skóla. Þar kveðst hún hafa einbeitt sér að börnunum og þeim sem um- gengust þau mest, foreldrunum og kennurunum. „Ég vOdi fá staðfest hvort breytingar ættu sér stað á börnunum við nýsköpunarvinnuna og útskýra hver ástæða þeirra breytinga væri.“ Rósa segir nýsköpun í grunnskól- um, eins og hún er sett upp hér á ís- landi ekki tO sem námsefni neins staðar í heiminum og er því spurð hvort ekki hafi verið erfitt að vinna að ritgerðinni erlendis. „Jú það gekk ekki snurðulaust. En það var gott að hafa fólk í kringum sig sem var ekki tObúið að taka við hlutun- um fyrr en ég hefði sannanir fyrir þeim. Það var það sem ég ætlaði mér og það tókst. Niðurstaðan? Ég ætla ekki að taka stórt upp í mig en þetta er ný sýn á það hvemig fólk getur lært.“ Fullt að gera í fyrirlestra- haldi Rósa hefur ekki aðeins verið að læra úti í Englandi heidur líka kenna - og auðvitað nýsköpun. Byrjaði með klúbb í einum skóla sem sonur hennar var nemandi i. Fleiri skólar fylgdu á eftir. „Ég fékk þvOík viðbrögð, bæði hjá þeim kennurum sem eru að kenna með mér og foreldrum krakkanna, ná- kvæmlega eins og hjá fólkinu hér heima þegar við vorum að byrja uppi í Foldaskóla,“ segir hún. Nú er hún að vinna í stóru Evr- ópuverkefni sem tekur tO næstu þriggja ára, því fyrsta sem er stjóm- að frá íslandi. Markmiðið er að setja upp nýsköpunamám á kenn- aramenntunarstigi og nemendastigi í gegnum fjarkennslu. „Fyrst núna er ég búin að taka niður skjöldinn og nú getur fólk farið að skjóta!" segir hún og telur opna leið fyrir þjóðir að nýta sér þá grunnvinnu sem hún hafi unnið og aðlaga að þeirri menningu sem fyrir sé á svæðinu. Hún er búin að fá boð um að halda fyrirlestra á nokkrum ráð- stefnum. Ein er í Amsterdam og fjaOar um sálfræði. Önnur í Rúss- landi um tæknimenntun og sú þriðja er í Englandi í sumar, líka á tæknimenntasviðinu. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég geri eftir ágústmánuð, þvi þá á ég von á barninu," segir Rósa brosandi og bætir við: „Ég verð að láta það ganga fyrir!“ í ■ f I tyrr ett. _______ uy mai peirra hefðu getað 'haft afdnfaríkar afleiðingar fynr Reykjavikurlistann. i prófkjórmu þarf Samfyfkingarfófk aö hafa það í huga að mögulega mun borgarstjóri snúa sér til nýrra verkefna á stjórnmálasviðinu og þá yrði það verkefni annara borgarfulltrúa Reykjavikurlístans að velja efbrmanrt hennar Ef j til þess kemur, er nauðsynfegt að í hópi borgarfulltrúanna sé eínstaktingur sem | værí í stakk búinn tíl að taka við embætti borgarstjóra. Sá einstaklingur verður að koma úr okkar hópi og hafa öflekkaðan feríl til að njóta trausts samstarfsflokka Samfyikmgannnar. Reykjavík S.2.2002 Áhyggjufulfir Samfytkingarmenn Mér barst bréf á dög- unum undirritað af áhyggjufuOum samfylk- ingarmönnum. Sjálf er ég áhyggjufuOur sam- fylkingarmaður. Það gengur nefnOega ekkert hjá okkur í Samfylking- unni, kannski af því að við erum að reyna að gera öOum tO hæfis og gerum því engum tO hæfis. Samt var ég ekki sérlega ánægð með þetta bréf frá þjáningarsystk- inum mínum i flokkn- um. Fannst það reyndar mjög ósmekklegt. Þetta bréf sem mér barst snerist um prófkjör Samfylkingar en af því höföu bréfritarar miklar áhyggjur. Þeir máttu ekki tO þess hugsa að Helgi Hjörvar og Hrannar B. Am- arsson næðu endurkjöri sem borg- arfuOtrúar. Það sem vakti þó mesta athygli mína í bréfmu var sú fuU- yrðing að borgarstjóri myndi „snúa sér tO nýrra verkefna á stjómmála- sviðinu". Þá yrði að velja eftirmann borgarstjóra og því væri nauðsyn- legt að í hópi borgarfuUtrúa væri einstaklingur „sem væri í stakk bú- inn tO að taka við embætti borgar- stjóra". Þetta finnst mér merkUeg klausa því ég hef talið víst aö Ingibjörg Sól- rún muni sitja út kjörtímabUið nái hún endurkjöri sem borgarstjóri í Reykjavik. Persónulega er ég ekki tUbúin að kjósa R-listann upp á ann- að. Ég sé einfaldlega engan eftir- mann borgarstjóra í hópi annarra frambjóðenda. Mér þætti gaman að vita hvaö „áhyggjufuUir samfylk- ingarmenn" hafa fyrir sér i því að borgarstjóri sé á leið úr sæti borgar- stjóra og í landsmálin. Ég hélt að Ingibjörg Sólrún væri búin að af- greiða þetta mál í fjölda viðtala. Get- ur verið að mér skjátlist? Nú þykist ég alveg vita hvaöa ein- stakling bréfritarar telja hæfan tO að verða eftirmaður borgarstjóra. Mér hugnast sú hugmynd þeirra Ula. Jafnvont og aumingjalegt finnst mér að senda út nafnlaust bréf með svívirðingum um tvo frambjóðend- ur. Ég hef heyrt þá kenningu innan „Þetta finnst mér merki- leg klausa því ég hef talið víst að Ingibjörg Sólrún muni sitja út kjörtima- bilið nái hún endurkjöri sem borgarstjóri í Reykjavik. Persónulega er ég ekki tilbúin að kjósa R-listann upp á annað. Ég sé einfaldlega engan eftirmann borgarstjóra í hópi annarra frambjóð- enda. “ Samfylkingar að bréfið sé komið frá sjálfstæðismönnum sem svifist einskis í kosningabaráttu en heldur finnst mér það langsótt kenning. Þetta bréf get ég ekki endursent því ég veit ekki hverjir sendendur eru. | Það eina sem ég get gert er að lýsa fyrirlitningu minni á því. Og geri það hér með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.