Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2002, Side 28
V ▼ FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 2002 23 ára karlmaður játar á sig morðið: Var með ham- ar, kjothmf og sveðju á sér 8. manndrápið á tveimur og hálfu ári /■* p / 23 ára Reykvíkingur hefur viður- kennt að hafa banað 51 árs íbúa í Vesturbænum við Víðimel í fyrrinótt. Ungi maðurinn var handtekinn á heimili sínu í gærkvöldi grunaður um verknaðinn. Hann hefur ekki komið mikið við sögu lögreglu áður. Hins vegar þykir liggja fyrir að maðurinn hafi verið að koma úr innbroti við Ægisíðu þegar hann gekk fram á mann við Víðimel. Sá maður hafði verið í vinnu en verið samferða í bíi meö félögum sínum að Melatorgi þar sem honum var hleypt út. Þegar maðurinn mætti manninum sem var að koma úr innbrotinu við Ægisíðu skipti engum togum að brota- maðurinn réðst á vegfarandann. Ástæöur verknaðarins liggja ekki fyr- ir. Hins vegar þykir liggja ljóst fyrir að hann hafi verið undir áhrifum fikniefna. Rannsókn lögreglu hefur leitt i ljós að ofbeldismaðurinn var með kjöthníf á sér, sveðju og slaghamar. Ekki ligg- ur fyrir nákvæmlega á þessu stigi hvert af vopnunum var notað við hinn ógeðfehda verknað en miklir áverkar voru á höfði hins látna. Yfirheyrslur lögreglunnar, ná- kvæm vettvangsvinna og önnur um- Þórarinn: Stórmannlegt hjá Sturlu! „Þetta er stórmannlegt hjá Sturlu og undir þessu get ég ekki setið,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fyrr- um forstjóri Sím- ans, um þau um- mæli Sturlu Böðv- arssonar að hann hefði átt að ganga frá því að - stjórn félagsins yrði upp- lýst um málið. „Þegar fyrir lá að Ríkisendurskoðun taldi þetta fyrirkomulag eðlilegt og fyrirmæli ráðuneytisins lágu á borð- inu taldi ég að kröfunum gagnvart mér væri fullnægt. Og það er augljóst að svona mál ber forstjóri ekki upp fyrir stjórn fram hjá stjórnarfor- manni,“ sagði Þórarinn. -BG Þórarinn V. Þórarinsson. EINKAVINA VARGÖLD! fangsmikil rannsóknarvinna leiddu til þess i gær að maðurinn var hand- tekinn í gærkvöldi. Lögfræðingar lögreglunnar í Reykjavík unnu að því í morgun að undirbúa kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum fyrir Héraðsdómi Reykjavikur í dag. Morðið við Víðimel er það áttunda sem á sér stað hér á landi frá því í júlí 1999, þar af það sjötta í höfuðborginni, Reykjavík. Eitt var í Kópavogi en ann- að í Njarðvík. Síðasta manndrápið sem framið var átti sér stað í Bakka- seli í Breiðholti í október síðastliðn- um. Það mál hefur ekki verið tekið fyrir hjá dómstólum enn þá. -Ótt DV-MYND ÞÓRARINN FRIÐJÓNSSON Skáldiö meö forseta Islands Leikrit Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Sniglaveislan, var frumsýnd í London á sunnudagskvöld og heitir The Feast of Snails. Mjög góöur rómur vargeröur aö frumsýningunni og endurkoma Davids Warners á breskt leiksviö hefur vakiö mjög mikla athygli en hann leikur aöalhlutverkið. Á myndinni sést skáldiö ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta ís- lands, og Dorrit Mouissaeff, heitkonu hans, í veislu aö lokinni frumsýningu. Samgönguráðherra hafnar því að hafa brotið hlutafélagalög: Forstjórinn átti að ganga frá málinu „Friðrik hefur unnið feiknalega vel að þessum verkefnum og það er mik- ill fengur að því að hafa haft jafn- reyndan mann í þessum málum. Hann nýtur mins trausts, já,“ sagði Sturla Böðvarsson í morgun þegar hann var spurður um hvort Friðrik Pálsson nyti enn trausts hans sem stjómarfor- maður. „Það fer hins vegar ekkert á milli mála að stjómarformaðurinn og for- stjóri Símans gerðu ákveðin mistök með því að upplýsa ekki stjómina um þetta mál. Forstjóri fyrirtækisins átti auðvitað að ganga frá því að sú hlið málsins væri trygg og traust þegar hann fær bréfið frá ráðuneytinu," sagði Sturla. Samgönguráðherra er þar að vísa til bréfs sem samgöngu- ráðuneytið sendi Þórami V. Þórarins- syni varðandi það verklag að ráðu- neytið myndi kvitta upp á alla reikn- inga sem fyrirtæki Friðriks, Góðráö ehf., myndi senda inn áður en Síminn greiddi þá. Sturla þvertekur fyrir að þrátt fyr- ir að hann, hafi óskað eftir því við Friðrik að hann Sturla Böövarsson. ynni meira en sem nemur hefðbundn- um stjórnarfor- mennskustörfum við einkavæðingu íyrirtækisins hafi myndast ráðning- arsamningur mUli hans, sem hand- hafa eina hluta- bréfsins, og Góð- ráða með þessu. Slíkt væri enda i trássi við hlutafélagalög því eins og Áslaug Björgvinsdóttir, sérfræðingur í félagarétti, hefur bent á getur hlut- hafi ekki skuldbundið hlutafélagið. Sturla segir það því af og frá að hann hafi á einhvern hátt verið að brjóta lög. Hins vegar vill hann ekkert um það segja hvar ráðningarsamningur hafi þá orðið til við Góðráð ehf. úr því hann varð ekki til í samskiptum Góð- ráða og ráðuneytisins. Þórarinn V. Þórarinsson lýsti því yfir í DV í gær að hann hefði ekkert haft með samn- inginn að gera og stjóm félagsins hefði ekkert haft með hann að gera heldur. Sturla minnir á að haft hafi verið samband við Ríkisendurskoðun en fellst á að ríkisendurskoðandi hafi átt að vera ráðgefandi um verklag en ekki samninginn sjálfan. Sturla segir að það sé sameiginleg ákvörðun full- trúa eiganda, stjórnarformanns og for- stjóra að Friðrik samhliða stjórnarfor- mennsku vinni meira en útfærslan á því hafi átt að vera í höndum forstjór- ans og það hafi komið sér mjög á óvart að stjórnin hafi ekki veriö upp- lýst um þetta. „Það var hins vegar aldrei um neinn ráðningarsamning milli Friðriks og mín að ræða heldur gerði ég ráð fyrir að frá þessu yrði gengið innan Símans enda fékk for- stjórinn bréf þar sem sett var fram beiðni um þetta verklag og þá átti hann vitaskuld að ganga frá málinu þannig að allt væri í lagi,“ segir Sturla Böðvarsson. Sjá einnig fréttir á bls. 4, 5, 7 og leiðara á bls. 14 -BG Verð matarkörfu: Lækkaði um 5,3% Miðað við könnun sem DV gerði í 10 verslunum á höfuðborgarsvæð- inu í gær hefur verð matarkörfu lækkað að meðaltali um 5,3% síðan 24. janúar sl. þegar samsvarandi könnun var gerð. Verð körfunnar lækkaði í öllum verslununum, aUt að 9% þar sem mest var. Verðlækkunin var mest í Fjarðar- kaupum í Hafnarfirði og í Nóatúni, eða 9% eins og áður sagði, og í Sam- kaupum og 11-11 þar sem verðið lækkaði um 7%. Minnsta verðlækk- unin á matarkörfunni mældist hins vegar í lágvöruverðsverslununum Krónunni og Nettó, eða 1%, en aðal- keppinautur þeirra, Bónus, mældist með 5% lægra verð nú en í janúar- könnuninni. Verð matarkörfunnar var lægst í Bónusi og næstlægst í Fjarðarkaup- um en 9% verðmunur reyndist vera á körfunum í þessum verslunum. Hæsta verðið á körfunni var hins vegar að finna í Nýkaupi og var það 33% hærra en karfan kostaði í Bón- us. Sjá nánar á bls. 9 -ÓSB Stærsta þota Flugleiða senn tilbúin til afhendingar: Kostar svipað og eitt álver Stærsta og aflmesta þota Flugleiða er senn tilbúin frá verksmiðjunum í Renton, útborg Seattle, og kemur hingaö til lands í fyrsta sinni 19. mars. Flugvélin er af gerðinni 757-300 og tekur 227 manns í sæti. Vélin er talin hagkvæmur kostur, rekstrar- kostnaður á hvert farþegasæti er til muna lægra en á öðrum flugvélum fé- lagsins. Kannski vísa skráningar- stafimir TF-FIX til þess að einmitt þessi þota muni laga fjárhag Flugleiða í framtíðinni og vonandi að svo verði. Verðið á nýrri þotu af þessu tagi nem- ur 3-4 milljörðum króna, menn segja að það sé ekki lægra en til dæmis eitt stykki af álveri. Þota af þessari stærð er útvegar 250 manns atvinnu. -JBP ■■■ | :v' «V- -1 MYND AIRPICS Sparsöm og stór TF-FIX, hin nýja þota Flugleiöa, í fyrradag viö flugvélasmiöju Boeing í Seattle. - A l\ l\ l\ l\ ■ A A .. ft ft .. A , iGitarinní ■57 Stórhöfða 27, Æ X s. 552 2125. X t. Rafmagns gítar, x ¥ magnarT m/effekt K 'K’ól og snúra 33.900krx _ fl . A „ n n n .. n . A . fl _ A A _ Toooöoöoom ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.