Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2002, Page 2
20
MÁNUDAGUR 4. MARS 2002
Sport
HK-Selfoss 26-27
0-1, 2-1, &4, 9-9,12-13, (15-13), 16-13, 20-17,
24-21, 24-24, 25-26, 26-26, 26-27.
HK:
Mörk/víti (skot/viti): Jaliesky Garcia 8/1
(14/2), Ólafur Víðir Ólafsson 4 (5), Vilhelm
Bergveinsson 4 (12), Alexander Amarson 2
(2), Óskar Elvar Óskarsson 2 (4/1), Elias
Már Halidórsson 2 (5), Amar Freyr
Reynisson 1 (1), Jón Bersi EUingsen 1 (1),
Samúel ívar Árnason 1 (1), Már
Þórarinsson 1 (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Jón Bersi,
Elías Már, Alexander).
Vitanýting: Skorað úr 1 af 3.
Fiskuó viti: Elías Már 1, Alexander 1,
Garcia 1.
Varin skot/viti (skot/viti á sig): Arnar
Freyr Reynisson 16/1 (38/6, hélt 9, 42%, 1
víti í stöng), Sigurður S. Sigurðsson 2 (7,
hélt 0, 29%).
Brottvisanir: 4 mínútur.
Selfoss:
Mörk/viti (skot/viti): Robertas Paulzolis
6/1 (7/1), Þórir Ólafsson 6 (9), Hannes
Jónsson 5/1 (10/1), Valdimar Þórsson 5/2
(11/4), Ramunas Mikalonis 4 (11), Gylfi
Ágústsson 1 (2), ívar Grétarsson (2).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Þórir 2,
Mikalonis 1, Hannes 1).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 6.
Fiskuó viti: Mikalonis 4, ívar 1, Þórir 1.
Varin skot/viti (skot/viti á sig): Gísli
Rúnar Guðmundsson 12/2 (38/3, hélt 9,
32%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson og
Gunnar Viðarsson (6).
Gœói leiks (1-10): 4. Áhorfendur: 95.
Maöur leiksins:
Ámi Þoi vardai'son. Stjömunni
Drama í daufum leik
Leikur HK og Selfoss var ekki
neitt augnakonfekt þó að úrslit
hans hafi ráðist með mjög svo
dramatískum hætti þegar gestirn-
ir stóðu uppi sem sigurvegarar.
Varnarleikur heggja liða var
mjög slakur og komu mörkin nán-
ast á færibandi.
Það eina jákvæða við vörnina
var ágætur leikur beggja mark-
varða liðanna, þeirra Arnar Freys
hjá HK og Gísla hjá Selfossi.
HK höfðu hins vegar undirtökin
í leiknum og voru aðeins þrisvar
undir i leiknum. Vel var passað
upp á Jaliesky Garcia en aðrir
leikmenn reyndu að bæta það upp
af fremstu getu. Skytturnar tvær
hjá Selfossi, Mikalonis og Paulzol-
is, hafa oft leikið betur en Paulzol-
is var þó skástur gestanna.
Þó að sigur HK-manna væri
nánast í höfn tókst Selfyssingum
með mikilli elju að komast yfir
um 5 mínútum fyrir leikslok. HK-
menn jöfnuðu og höfðu svo nægan
tima fyrir lokasókn sína og fengu
reyndar til þess tvö tækifæri þvi
Valdimar þjálfari tók leikhlé þeg-
ar 17 sekúndur voru til leiksloka.
Þegar 5 sekúndur voru eftir tók
Garcia skot, Gísli varði og gaf
boltann á Þóri sem tókst að fiska
víti þegar sekúnda var eftir. Valdi-
mar Þórisson skoraði úr vitinu
Kópavogsbúum til ómældar
gremju.
-esá
ESSO-deild karla í handknattleik um helgina:
Stál í stál
- ekkert gefiö eftir þegar Grótta/KR og KA skildu jöfn
Grótta/KR og KAmættust á Sel-
tjamamesi á laugardaginn í mikil-
vægum leik í baráttunni um sæti í
úrslitakeppninni.
KA-menn, sem höfðu tapað illa
fyrir ÍR-ingum í umferðinni á und-
an, mættu grimmir til leiks og virt-
ust staðráðnir í að fara með tvö stig
norður yfir heiðar.
Fyrri hálfleikur var þó gífurlega
jafn, nánast jafnt á öllum tölum og
einkenndist hann af afar slökum og
hugmyndasnauðum sóknarleik
beggja liða. KA-menn spiluðu mjög
grimma vöm sem kom vel út á móti
skyttum Gróttu/KR. Sérstaklega
fékk Lettinn Aleksandrs Pettersons,
sem farið hefur mikinn í liði
Gróttu/KR að undanfömu, að finna
fyrir því og eftir fimmtán mínútna
leik brugðu KA-menn á þaö ráð að
láta Jónatan Magnússon taka hann
úr umferð. Það er ekki hægt að
segja að KR-ingar hafi leyst þá skip-
an vel því sóknarleikur þeirra var
ansi tilviljunarkenndur og það var
meira fyrir viljann og sterka vörn
en góða spilamennsku í sókninni að
þeir voru aöeins tveimur mörkum
undir í hálfleik.
Grótta/KR mætti þó sterkara til
leiks í seinni hálfleik en það vom
samt sem áður KA-menn sem höfðu
frumkvæðið framan af hálfleiknum
og náðu mest þriggja marka forystu,
17-14, drifnir áfram af góðum leik
Jónatans Magnússonar. Grótta/KR
komst inn í leikinn aftur, þökk sé
Hlyni Morthens, markverði liðsins,
en hann varði frábærlega á mikil-
vægum augnablikum og kom meðal
annars í veg fyrir að KAkæmist
fjórum mörkum yfir þegar hann
varði frá Heimi Árnasyni í hraða-
upphlaupi.
Á lokakaflanum vora það síðan
Atli Samúelsson og Aleksandrs Pett-
ersons sem drógu Gróttu/KR að
landi. KA komst í 24-22 en Atli
minnkaði muninn og Pettersons
slapp úr gæslu Jónatans og skoraði
tvívegis og kom Gróttu/KR yfir,
25-24. Heimir Ámason jafnaði met-
in fyrir KA þegar rúmar tvær min-
útur vora eftir og þrátt fyrir að KA-
menn hefðu boltann síðustu mínút-
una þá tókst þeim ekki að tryggja
sér sigurinn. Þeir misstu boltann
þegar þrjár sekúndur vora eftir en
Grótta/KR klúðraði síðustu sókn-
inni og jafntefli var því staðreynd
sem verða að teljast sanngjörn úr-
slit þegar á heildina er litið.
Hlynur Morthens varði vel í
marki Gróttu/KR og Magnús Agnar
Magnússon og Davíð Ólafsson voru
sérstaklega sterkir í vörninni. Pet-
ersons var i strangri gæslu nær all-
an leikinn en náði þó nokkram
sinnum að sýna mátt sinn og megin.
Jónatan Magnússon var bestur
KA-manna, geysilega drifandi bæði
í sókn og vöm og tók af skarið þeg-
ar með þurfti. Hans Hreinsson stóð
vaktina með prýði í marki KA í
fyrri hálfleik en átti erfitt uppdrátt-
ar í þeim seinni. Heimir Árnason
var með skotræpu og hefði að
ósekju mátt sýna örlítið meiri kost-
gæfni í skotvali sínu.
„Þetta var miklu betri leikur hjá
okkur heldur en gegn lR. Menn
voru að leggja sig fram og þó að ég
hefði auðvitað viljað fara með tvö
stig héðan þá er ég sáttur við stigið.
Deildin er alveg ótrúlega jöfn og það
má ekki misstíga sig einu sinni án
þess að gjalda fyrir það. Það eru
eftir átta úrslitaleikir og við
verðum klárir í þá,“ sagði Atli
Hilmarsson, þjálfari KA, eftir
leikinn. -ósk
Kaflaskipt í Safamýrinni
- þegar Fram vann ÍBV í jöfnum leik
Augljós styrkleikamunur
- þegar Valur bar sigurorö af Víkingi
Valsmenn gerðu það sem þeir
þurftu þegar þeir fengu botnliö
Víkings I heimsókn á fóstudags-
kvöld.
Eftir ströggl í fyrri hálfleik náðu
Valsmenn að losa sig við gestina og
innbyrða 11 marka sigur, 32-21.
Það var lítið um varnir í fyrri hálf-
leik hjá báðum liðum og mikið
skorað en staðan I hálfleik var
17-15 Val í vil.
Þá fóra Valsarar að taka Guö-
laug Hauksson úr umferð og virk-
aði það vel. Nokkuð var um ráð-
leysi hjá Víkingum eftir það og
enginn sem virtist geta tekiö af
skariö.
Valsmenn sigu hægt og bítandi
fram úr eftir því sem leiö á leikinn
og styrleikamunur liðanna kom
berlega í ljós.
Hjá Val var Snorri Steinn sterk-
ur og Sigfús nýtti það sem hann
fékk úr að moða vel. Roland Era-
dze stóð sig vel að vanda í markinu
og varði m.a. þrjú vítaköst.
Hjá Víkingum var Guðlaugur
bestur og Þórir Júlíusson var dug-
legur að sækja á Valsvömina sem
var ekki sterk í fyrri hálfleik og oft-
ar en ekki fékk Þórir vítakast fyrir
ómakið. Það er þó áhyggjuefni fyr-
ir Víkinga hversu mikið þeir
treysta á Guðlaug sóknarlega séð.
Eftir að Valsmenn tóku hann úr
umferð var sóknarleikur liðsins
hvorki fugl né fiskur og veröur lið-
ið aö bæta úr þvi á lokakaflanum
ætli það sér að næla í fleiri stig áö-
ur en deildarkeppninni lýkur.
Trausti Ágústsson varði ágætlega í
markinu en Víkingar notuðu þrjá
markverði í leiknum.
-Ben
Fram sigraði ÍBV, 27-26, í spenn-
andi og kaflaskiptum leik í
Essódeild karla 1 Safamýrinni á
laugardaginn. Jafnræði var með
liðunum framan af fyrri hálíleik
en í stöðunni 7-6 tóku heimamenn
öll völd á vellinum, lokuöu vörn-
inni hjá sér og voru skynsamir i
sókninni og þeir uppskáru sex
marka forskot þegar flautað var til
leikhlés, 17-11. Þeir héldu sínu
fyrstu fimm mínútur síðari hálf-
leiks en misstu þá tvo leikmenn út
af á sama tíma, Björgvin fyrir brot
og svo var dæmt á bekkinn fyrir
kjaftbrúk. Þetta voru Eyjapeyjar
fijótir að nýta sér og skoruðu þrjú
mörk á þessum tveimur minútum
og héldu síðan uppteknum hætti
næstu mínútur og minnkuðu mun-
inn í eitt mark, 26-19. Þá vöknuðu
heimamenn við vondan draum og
þeim tókst að skora næstu þrjú
mörk en gestimir gáfust ekki upp
við það heldur settu fjögur mörk í
röð og jöfnuðu leikinn í fyrsta sinn
frá því í stöðunni 4-4. Lokakaflinn
var síðan æsispennandi en Fram-
arar voru alltaf á undan að skora
og það var Hjálmar Vilhjálmsson
sem skoraði síðasta mark leiksins
þegar þrjátíu sekúndur voru eftir.
Eyjamenn voru reyndar óheppnir
aö jafna ekki leikinn á lokasekúnd-
unum en þá smaii skot Mindgas
Andrisuka í þverslána og leiktím-
inn rann út. Róbert Gunnarsson,
Björgvin Björgvinsson, Lárus G.
Jónsson og Hjálmar Vilhjálmsson
fóru fyrir heimamönnum og þá
stóð Magnús G. Erlendsson sig vel í
markinu þann frekar stutta tíma
sem hann fékk. Hjá gestunum átti
Svavar Vignisson frábæran leik og
þeir Mindgas Andriuska og Petras
Raupanas áttu góða spretti. -SMS
Grótta KR-KA 25-25
0-1, 1-1, 2-1, 24, 5-5, 11-9, 11-12, 12-12
(12-14), 13-14, 13-16, 14-16, 16-17, 18-18,
19-18, 21-23, 24-24, 25-25.
Grótta/KR:
Mörk/viti (skot/viti): Magnús A. Magnús-
son 6/4 (9/5), Aieksandrs Petersons 6 (10),
Davíð Ólafsson 5/1 (7/2), Atli Samúelsson 4
(8), Gísli Kristjánsson 2 (2), Alfreð Finns-
son 1 (4), Kristján Þorsteinsson 1 (4).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 3
(Petersons, Davíð, Gísli).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 7.
Fiskuó víti: Gísli 2, Magnús A., Petersons,
Kristján, Alfreð, Atli.
Varin skot/viti (skot/viti á sig): Hlynur
Morthens 18 (43/4,14 haldið, 42%).
Brottvísanir: 6 minútur.
KA:
Mörk/víti (skot/viti): Jónatan Magnússon
8/3 (12/3), Heimir Ámason 6 (16), Andrius
Stelmokas 4 (5), Jóhann G. Jóhannsson 3
(4), Halldór Sigfússon 2/1 (5/1), Heiðmar
Felixson 2 (5), Sævar Árnason (1), Hreinn
Hauksson (1).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 3 (Jónatan,
Heiðmar, Stelmokas).
Vítanýting: Skorað úr 4 af 4.
Fiskuð viti: Halldór 2, Stelmokas, Jóhann.
Varin skot/viti (skot/viti á sig). Hans
Hreinsson 13 (36/4, 6 haldið, 36%), Egidius
Petkevicius 2/1 (4/2, 0 haldið, 50%, eitt víti
fram hjá).
Brottvisanir: 10 minútur.
Dómarar (1-10): Bjami Viggósson og
Vaigeir Ómarsson (5).
Gœói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 165.
Maður leiksins:
Jónatan Magmisson. KA
Fram-ÍBV 27-26
0-1, 3-1, 7-6,13-7,15-10, (17-11), 17-12,20-14
20-19, 23-19, 25-25, 27-26.
Franu
Mörk/viti (skot/viti): Róbert Gunnarsson
8/4 (12/4), Björgvin Björgvinsson 5 (12),
Lárus Jónsson 4 (5), Hjálmar Vilhjálmsson
4 (9), Þorri Gunnarsson 3 (3), Guðjón
Drengsson 2 (5), Gunnar B. Jónsson 1 (1),
Rögnvaldur Johnsen (2).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 5 (Róbert 2,
Þorri, Guöjón, Gunnar).
Vitanýting: Skorað úr 4 af 4.
Fiskuð víti: Róbert 2, Lárus, Guðjón.
Varin skot/viti (skot/víti á sig): Sebasti-
an Alexandersson 6/1 (25/3, 0 haldið, 24%),
Magnús Erlendsson 6 (13/1, 3 haldið, 46%)
Brottvísanir: 10 mínútur.
ÍBV:
Mörk/viti (skot/viti): Mindaugas
Andriuska 8/1 (20/2), Svavar Vignisson 7
(8), Petras Raupanas 5 (9), Jón Andri
Finnsson 4/2 (4/2), Sigurður A. Stefánsson
2 (3), Sigurður Bragason (1), Amar
Pétursson (3).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 5 (Jón Andri
2, Andriuska 2, Svavar).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Fiskuð viti: Svavar 4.
Varin skot/viti (skot/víti á sig): Hörður
F. Ólafsson 13 (39/4, 5 haldið, 33%), Gunnar
G. Gústafsson 0 (1, 0%).
Brottvisanir: 10 mínútur
Dómarar (1-10): Hlynur Leifsson og
Anton Gylfi Pálsson (6).
Gteói leiks (1-10): 6. Áhoifendur: 104,
Maöur leiksins:
Svavar Vígnisson. ÍB\'
Valur-Víkingur 32-21
0-1, 2-2, 4-4, 6-6, 9-6, 11-8, 13-11, 16-12,
(17-15), 18-15, 21-16, 24-17, 27-20, 32-21
Valur:
Mörk/víti (skot/viti): Snorri Steinn Guð-
jónsson 10/5 (14/5), Sigfús Sigurðsson 7 (7),
Freyr Brynjarsson 5 (6), Bjarki Sigurðsson
4/1 (8/1), Davíð Höskuldsson 3 (5), Ragnar
Ægisson 1 (1), Ásbjöm Stefánsson 1 (2),
Einar Gunnarsson 1 (6), Erlendur Egilsson
(1), Patric Þorvaldsson (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 9 (Freyr 2,
Davíð 2, Snorri 2, Sigfús 2, Ragnar).
Vitanýting: Skorað úr 5 af 6.
Fiskuó viti: Sigfús 2, Bjarki 2, Snorri, Ein-
ar.
Varin skot/viti (skot/viti á sig): Roland
Eradze 21/3 (41/7, hélt 7, 51%), Pálmar Pét-
ursson 2 (3, hélt 0, 67%).
Brottvisanir: 8 mínútur.
Vikineur:
Mörk/viti (skot/víti): Guðlaugur Hauks-
son 10/4 (19/7), Bjöm Guðmundsson 4 (8),
Benedikt Jónsson 3 (5), Þórir Júlíusson 2
(6), Sigurður Jakobsson 2 (8).
Mörk úr hraóaupphlaupum: 0
Vitanýting: Skorað úr 4 af 7.
Fiskuð viti: Þórir 4, Benedikt, Atli,
Sigurður.
Varin skot/viti (skot/viti á sig): Trausti
Ágústsson 16 (38/4, hélt 6, 42%), Jón
Traustason 2 (9/2, hélt 1, 29%), Öm
Grétarsson 1 (4, hélt 0, 25%).
Brottvisanir: 8 minútur
Dómarar (1-10): Jónas Elíasson og
Ingvar Guðjónsson, (7).
Gteði leiks (1-10): 5. Áhorfendur: 90.
Maöur ieiksins: Snorri
Stcinn (iuðjónsson, V’al