Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2002, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2002, Síða 9
MÁNUDAGUR 4. MARS 2002 27 Sport DV q*CH ^PUBtlC Tékkinn Roman Sebrle bar sigur úr býtum í sjöþraut karla á Evrópumeistaramótinu í Vín um helgina. Sebrle, sem er heimsmethafi í tugþraut utanhúss, ætlaði sér að slá Evrópumót landa síns, Tomasar Dvoraks, en tókst það ekki þrátt fyrir mjög sterka þraut. Reuters. Evrópumeistaramótið innanhúss í frjálsum íþróttum í Vín um helgina: - Vésteinn Hafsteinsson landsliðsþjálfari ánægður með Völu og Jón Arnar Úrslit á EM í frjálsum íþróttum 1500 metra hlaup kvenna: 1. Y. Puzanova, Rússlandi 4:06,30 ra. 2. E. Iagar, Rúmeníu .... 4:06,90 m. 3. A. Turova, Hv. Rússl. . . 4:07,69 m. Þrístökk karla: 1. C. Olsson, Svíþjóð ....17,54 m 2. M. Oprea, Rúmeníu......17,22 m 3. A. Glavatskiy, Hv, Rússl. . 17,05 m 60 metra hlaup kvenna: 1. K. Gevaert, Belgíu ...7,16 sek. 2. M. Kislova, Rússlandi ... 7,18 sek. 3. G. Kokloni, Grikklandi . . 7,22 sek. 800 metra hlaup karla: 1. P. Czapiewski, Póllandi 1:44,78 m. 2. A. Bucher, Sviss.... 1:44,93 m. 3. A. Reina, Spáni .... 1:45,25 m. 4x400 metra hlaup kvenna: 1. Hvíta Rússland...... 3:32,24 m. 2. Pólland............. 3:32,45 m. 3. Ítalía ............. 3:36,49 m. 60 metra hlaup karla: 1. J. Gardener, Bretlandi . . 6,49 sek. 2. L. Francis, Bretlandi . . . 6,55 sek. 3. A. Dovgal, Úkraínu .... 6,62 sek. 4x400 metra hlaup karla: 1. Pólland .......... 3:05,50 mín. 2. Frakkland..........3:06,42 mín. 3. Spánn............. 3:06,60 mín. -ósk Jón Amar Magnússon hafhaði í fjórða sæti í sjöþraut á Evrópu- meistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss í Vin um helgina. Jón Arnar hóf keppni á fóstudags- morgun í 60 metra hlaupi og eftir frábært start kom hann í mark á fjórða besta tímanum, sjö sekúnd- um sléttum. Erki Nool kom fyrstur í mark og Tékkamir Tomas Dvorak og Roman Sebrle þar á eftir. Tvö fyrstu ógild í næstu grein, langstökkinu, var Jón Arnar heldur tæpur. Hann gerði fyrstu tvö stökk sín ógild en náði síðan að stökkva 7,50 metra í síðasta stökkinu og var augljóst að þungu fargi var af honum létt eftir það stökk. Það stökk gaf honum fimmta sætið í langstökkinu og var hann því enn í fjórða sæti eftir tvær greinar. Jón Amar skaust síðan upp fyrir Eistann Erki Nool í kúlvarpinu enda Nool slakur kúluvarpari. Jón Amar varpaði kúlunni 15,53 metra sem var þriðji besti árangurinn og komst þar með í þriðja sætið sam- anlagt. Jón Arnar náði að halda þriðja sætinu eftir síðustu keppnisgrein fyrri dags sem var hástökk. Hann stökk 1,96 metra og gerði þrjár mjög heiðarlegar tilraunir við 1,99 metra. Erki Nool stökk sömu hæð en Rom- an Sebrel, sem leiddi eftir' fyrsta dag, stökk 2,11 metra. Jón Amar náði sér síöan ekki á strik í fyrstu grein seinni dags sem var 60 metra grindahlaup. Hann hljóp á 8,24 sekúndum og hafnaði í sjöunda sæti, þó ekki nema einu sæti frá hans helsta keppinaut um þriðja sætið, Eistanum Erki Nool. í stangarstökkinu náöi Nool hins vegar að komast upp fyrir Jón Arn- ar með því að stökkva 5,20 metra en Jón Amar lét sér nægja 5 metra sem hann fór yfir í fyrstu tilraun. Oröinn þreyttur Jón Amar var síðan orðinn veru- lega þreyttur þegar kom að 1000 metra hlaupinu en ljóst var fyrir þá grein að hann þyrfti að hlaupa á frá- bæmm tíma til að eiga möguleika á bronsverðlaunum. Það tókst ekki. Jón Amar hljóp metrana þúsund á 2:50,91 mínútu og hafnaði eins og áð- ur sagði í fjórða sæti með 5996 stig, 88 stigum á eftir Eistanmn Erki Nool. Tékkinn Roman Sebrle bar sigur úr býtum, fékk 6280 stig sem er und- ir íslandsmeti Jóns Amars frá 1999. Annar Tékki, Tomas Dvorak, hafn- aði í öðru sæti með 6165 stig. Vaia komst ekki í úrslit Vala Flosadóttir komst ekki í úr- slit í stangarstökkskeppninni. Vala var þó ansi nálægt því hún stökk 4,30 metra og jafnaði sinn besta ár- angur á árinu. Hún var með átta efstu þegar allar konur áttu eitt stökk eftir en þá vippuðu þær Annika Becker frá Þýskalandi og Pavla Hamackova frá Tékklandi sér yfir 4,35 metra sem var lágmarks- hæð til að komast í úrslit og því sat Vala eftir með sárt ennið. Vala stökk af miklu öryggi í fyrstu tilraun yfir 4 metra, 4, 20 metra og 4,30 metra, en tókst ekki að fara yfir 4,35 þrátt fyrir þrjár ágætar tilraunir. Stimpluðu sig aftur inn Vésteinn Hafsteinsson, landsliðs- þjálfari íslenska frjálsíþróttalands- liðsins, var sáttur við frammistöðu Jóns Amars og Völu á mótinu þeg- ar DV-Sport hafði samband við hann í Vin eftir að þau höfðu lokið keppni. „Þegar á heildina er litið er ég mjög sáttur með árangurinn. Við fórum út með lítinn hóp þar sem ekkert mátti út af bregða og þau ná bæði sínum besta árangri á árinu og stimpluðu sig aftur inn meðal þeirra bestu á þessu móti,“ sagði Vésteinn. „Ég er mjög ánægður með Jón. Hann er fjórði í sjöþrautinni og það er betra en ég þorði að vona fyrir mótið. Árangurinn á pappírunum fyrir mótið gerir það að verkum að ég er mjög sáttur við þrautina hjá honum þrátt fyrir að það hefði ver- ið skemmtilegra fyrir hann að kom- ast á pall. Það var gaman að sjá að startið hjá honum í stuttu hlaupun- um var mjög gott sem segir okkur að það er ennþá kraftur í líkaman- um hjá honum og ég er ekki í vafa um að hann á eftir að geta haldið dampi í tvö til þrjú ár í viðbót í fremstu röð.“ Tekur tíma „Vala hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarið ár hvað varða þjálfara og það tekur einfaldlega tíma fyrir íþróttamenn að venjast nýjum áherslum. Ég hef mikla trú á því að hún komi sterk inn í sumar,“ sagði Vésteinn í sam- tali við DV-Sport. -ósk Úrslit á EM í frjálsum íþróttum Sjöþraut karla: 1. Roman Sebrle, Tékklandi . . . 6280 2. Tomas Dvorak, Tékklandi . . . 6165 3. Erki Nool, Eistlandi.... 6084 4. Jón Amar Magnússon ..... 5996 Fimmtarþraut kvenna: 1. Y. Prokorhova, Rússlandi . . . 4622 2. Naide Gomes, Portúgal... 4595 3. Carolina Kluft, Svíþjóð. 4535 Kúluvarp karla: 1. M. Martinez, Spáni ...21,26 m 2. J. Olsen, Danmörku....21,23 m 3. M. Konopka, Slóvakíu . . . 20,87 m Kúluvarp kvenna: 1. V. Pavlysh, Úkraína...19,76 m 2. A. Legnante, Ítalíu...18,60 m 3. L. Koeman, Hollandi .... 18,53 m Þristökk kvenna: 1. T. Marinova, Búlgaríu . . . 14,81 m 2. A. Hansen, Bretlandi .... 14,71 m 3. Y. Oleynikova, Rússlandi . 14,30 m Hástökk kvenna: 1. M. Kuptsova, Rússlandi . . . 2,03 m 2. K. Bergqvist, Svíþjóð..1,95 m 3. D. GyorfFi, Ungverjalandi . 1,95 m Stangarstökk karla: 1. T. Lobinger, Þýskalandi . . 5,75 m 2. P. Kristiansson, Svíþjóð . . . 5,75 m 3. L. Borgeling, Þýskalandi . . 5,75 m 3000 metra hlaup karla: 1. A. Garcia, Spáni .... 7:43,89 mín. 2. A. Jimenez, Spáni . . . 7:46,49 mín. 3. J. Espana, Spáni .... 7:48:08 mín. Langstökk karla: 1. R. Fernandez, Spáni ...8,22 m 2. Y. L'amela, Spáni......8,17 m 3. P. Datchev, Rússlandi .... 8,17 m 200 metra hlaup karla: 1. M. Urbas, Póllandi .... 20,64 sek. 2. C. Malcolm, Bretlandi . . 20,65 sek. 3. R. Mackowiak, Póllandi 20,77 sek. 200 metra hlaup kvenna: 1. M. Hurtis, Frakklandi . . 22,52 sek. 2. K. Mayr, Austurríki . . . 22,70 sek. 3. G. Rockmeier, Þýskal. . . 23,07 sek. 1500 metra hlaup karla: 1. R. Silva, Portúgal . . . 3:49,93 mín. 2. J. Higuero, Spáni.... 3:50,08 mín. 3. M. East, Bretlandi . . . 3:50,52 mín. 60 metra grindahlaup karla: 1. C. Jackson, Bretlandi . . . 7,40 sek. 2. E. Lichtenegger, Austurr. 7,44 sek. 3. Y. Pechonkin, Rússlandi . 7,50 sek. 60 metra grindahlaup kvenna: 1. G. Alozie, Spáni.....7,84 sek. 2. L. Ferga, Frakklandi . . . 7,96 sek. 3. K. Bolm, Þýskalandi .... 7,97 sek. 400 metra hlaup kvenna: 1. N. Antyukh, Rússlandi . 51,65 sek. 2. C. Marx, Þýskalandi .. . 52,15 sek. 3. K. Shinkins, írlandi .. . 52,17 sek. Stangarstökk kvenna: 1. S. Feofanova, Rússlandi . . . 4,75 m 2. Y. Buschbaum, Þýskalandi 4,65 m 3. M. Pyrek, Póllandi.....4,60 m Langstökk kvenna: 1. N. Xanthou, Grikklandi ... 6,74 m 2. O. Rublyova, Rússlandi ... 6,74 m 3. L. Galkina, Rússlandi .... 6,68 m 400 metra hlaup karla: 1. M. Piawgo, Póllandi . . . 45,39 sek. 2. J. Laursen, Svíþjóð .... 45,59 sek. 3. I. Vieru, Rúmeníu....46,17 sek. 3000 metra hlaup kvenna: 1. M. Dominguez, Spáni. 8:53,87 mín. 2. C. Sacramento, Portúg. 8:53,96 mín. 3. Y. Zadorozhnaya, Rússl. 8:58,36 mín. Hástökk karla: 1. S. Strand, Svíþjóð ....2,34 m 2. S. Hoim, Svíþjóð ......2,30 m 3. Y. Rybakov, Rússlandi .... 2,30 m 800 metra hlaup kvenna: 1. J. Ceplak, Slóveníu .. 1:55,82 mín. 2. S. Graf, Austurríki . . 1:55,85 mín. 3. E. Grousselle, Frakkl. 2:01,46 mín. -ósk r> *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.