Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
19
r>v
Real vill
fá Owen
Forseti spænska stórliðsins
Real Madrid, Florentine Perez,
hefur lýst því yfir að hann vilji
krækja í sóknarmanninn snjalla,
Micheal Owen, sem leikur Liver-
pool.
„Okkar
stefna er að
kaupa einn
heimsklassa
fyrir hvert
leiktímabil.
Þegar við
keyptum
Zinedine Zi-
dane urðu
margir Frakk-
ar og arabar stuðningsmenn
Real Madrid. Okkur vantar
stjömu frá Englandi en þar í
landi eru að mínu mati aðeins
tveir heimsklassa leikmenn,
Owen og David Beckham, en því
miður leikur Beckham í sömu
stöðu og Luis Figo,“ sagði Perez
við fréttamenn. „Ég mun fylgjast
vel með Owen í heimsmeistara-
keppninni i sumar,“ sagði Perez
að lokum. Búist er við að ef af
kaupunum verður þurfi Real
Madrid að punga út um 7,4 millj-
arða íslenskra króna. -vbv
Magdeburg
komið á skrið
Ólafur Stefánsson átti stórleik
með Magdeburg sem sigraði
Wetzlar, 31-29, í þýsku úrvals-
deildinni í handknattleik. Ólafur
skoraði tíu mörk í leiknum og er
greinilega kominn á fullt skrið
eftir smávægileg meiðsli. Sigurð-
ur Bjamason gerði þrjú mörk
fyrir Wetzlar.
Patrekur Jóhannesson skoraði
Funm mörk fyrir Essen sem sigr-
aði Bad Schwartau, 35-27. Guð-
jón Valur Sigurðsson átti einnig
ágætan leik
fyrir Essen
og skoraði
þrjú mörk.
Gústaf
Bjarnason
gerði þrjú
mörk fyrir
Minden
sem gerði
jafntefli við
Wallau
Massen-
heim, 30-30, á útivelli.
Efsta liðiö, Lemgo, tapaði stigi
gegn Flensburg en liðin skildu
jöfn, 26-26. Nordhom er komið í
annað sætið eftir sigur á
Grosswaldstadt, 29-23. Kiel vann
síðan útisigur á Cöppingen,
23-29.
Lemgo hefur 36 stig í efsta
sætinu. Nordhom hefur 35 stig
og Kiel og Essen hafa bæði 34
stig. Flensburg er í frmmta sæti
með 31 stig og Magdeburg í því
sjötta með 27 stig en á tvo leiki
til góða.
-JKS
Duranona
á batavegi
Julian Robert Duranona,
landsliðsmaður í handknattleik,
sem hefur verið um állnokkra
hríð frá æfmgum og keppni í
Þýskalandi, er á batavegi og
hann vonast eftir að geta leikið
síðustu leiki Nettelstedt á þessu
tímabili. Duranona tognaði á
hásin en áður var hann frá í
marga mánuði þegar hásinin
slitnaði. Ef allt gengur að óskum
hjá honum er aldrei að vita
nema Guðmundur Guðmunds-
son landsliðsþjálfari sækist eftir
kröftum hans fyrir leikina gegn
Makedóníu í forkeppni heims-
meistaramótsins fyrstu vikuna í
júní.
-JKS
Ciudad Real
krækti í Ólaf
- gengur í raðir spænska liðsins vorið 2003
Ólafur Stefánsson komst um helg-
ina að samkomulagi við spænska
handknattleiksliðið Ciudad Real og
mun hann ganga til liðs við
spæsnka liðið þegar samningur
hans við þýska liðið Magdeburg
rennur út vorið 2003. Stærstu fjöl-
miðlar á Spáni sögðu frá þessu í
gær en þar kemur fram að Ólafur
hafi gert samning við Cuidad Real
til ársins 2007.
Ólafur hefur leikið síðustu sex ár
í Þýskalandi, fyrst með Wuppertal
og með Magdeburg sl. fjögur ár við
frábæran orðstír. Með liðinu varð
hann Þýskalandsmeistari sl. vor en
auk þess hefur hann orðiö Evrópu-
meistari með liðinu. Magdeburg er
komið í undanúrslit í meistaradeild
Evrópu og er til alls líklegt á þeim
vígstöðvum. Eftir tímabilið í fyrra
var Ólafur kjörinn besti leikmaður
deildarinnar.
Ólafur Stefánsson hefur skapað
nafn í alþjóðlegum handknattleik og
er af mörgum talinn einn besti
handknattleiksmaður í heiminum í
dag. Framganga hans á nýafstöðnu
Evrópumóti í Svíþjóð vakti mikla
athygli en hann varð markahæsti
leikmaður keppninnar. Mörg af
bestu liðum Evrópu hafa verið með
Ólaf undir smásjánni en hann sjálf-
ur hefur stefnt að því leynt og ljóst
að leika á Spáni áður en ferli hans
lyki. Spænska liðið Ciudad Real
lýsti því yfir eftir Evrópumótið að
það hefði mikinn áhuga á að fá Ólaf
i sínar raðir og hafa viðræður miUi
aðila staðið yfir á síðustu vikum.
Spænska liðið var lengi vel reiðubú-
ið að kaupa upp samning Ólafs hjá
Magdeburg og þá hefði hann byrjað
að leika með liðinu strax næsta
haust. Niðurstaða málsins varð
hins vegar sú að Ólafur kláraði
samning sinn við Magdeburg en
hann rennur út vorið 2003.
Cuidad Real stefnir hátt
Cuidad Real er eitt besta lið Spán-
ar í dag og hefur mikið uppbygging-
arstarf á síðustu árum komið liöinu
í fremstu röð. Forsvarsmenn liðsins
stefna að því að gera liðið eitt það
besta í Evrópu og verða fleiri leik-
menn keyptir til liðsins í þeim til-
gangi að ætlunarverkið gangi eftir.
Markmiðið er að vera með toppleik-
menn í hverri stöðu en liðið er mjög
sterkt fjárhaglega. í vetur hafa um-
ræður verið í gangi um að spænska
stórveldið Real Madrid keypti félag-
ið en risamir hafa mikinn áhuga á
því að reka handknattleikslið í
framtiðinni. Forsetar félaganna er
miklir mátar og verður fróðlegt að
sjá hvort þessi áform gangi eftir.
-JKS
Birkir ívar Guðmundsson og
samherjar hans í spænska hand-
knattleiksliðinu Torrevieja eru
áfram á sigurbraut. f gær sigraði
liðið Rochelambert frá Sevilla,
21-20, á heimavelli. Lokatölur
leiksins gefa ekki rétta mynd af
leiknum því Torrevieja var með
örugga forystu lengst af en gaf eft-
ir í lokin og það nýttu gestimir
sér.
Birkir ívar var í markinu allan
tímann og varði 18 skot. þetta var
fimmti leikur hans fyrir félagið og
hefur liðið ekki tapað leik síðan
hann hóf að leika með liðinu. Fjór-
ir leikir hafa unnist og jafntefli
hefur orðið í einum leik. Canal frá
Madrid, sem er í efsta sætinu með
32 stig, gerði jafntefli um helgina
og Torrevieja er í öðru sæti með 30
stig. -JKS
Sport
Hvalreki á
okkar fjörur
MikU ánægja ríkir í herbúð-
um spænska liðsins Cuidad Real
með að vera búið að fá Ólaf Stef-
ánsson í sínar raðir. Dominco
Diaz de Mera sagði í gær í sam-
tölum við Marca og Sportec að
það væri stórkostlegt að fá jafn
snjallan leikmann á borö við
Ólaf Stefánsson tU félagsins.
Þetta er hvalreki á okkar fjörur.
Júgóslavinn Veselin Vujovic,
tæknUegur ráðgjafi liðsins og
Talant Duishebaev, frægasti
leikmaður liðsins, sögðu báðir
Ólaf í fremstu röð. Alhliða leik-
maður, frábær í vörn og sókn.
-JKS
Bandarísk stúlka
til ÍS I körfunni
ÍS hefur fengið góðan liðstyrk i
kvennakörfunni en bandaríska
stúlkan Meadow Overstreet mun
leika með liðinu út tímabUið.
Overstreet er 24 ára bakvörður
og útskrifaðist úr Mississippi State
en hefur síðasta árið leikið bæði í
Grikklandi og í Englandi þar sem
hún lék síðast.
Overstreet er góður skotmaður
og kemur tU með að fyUa skarð
SteUu Rúnar Kristjánsdóttur sem
sleit krossbönd í síöustu viku.
Overstreet ætti að geta leikið
sinn fyrsta leik í kvöld þegar ÍS
leUtur úrslitaleik um
deUdarmeistaratitUinn við KR í
Kennaraháskólanum. -ÓÓJ
Ólafur Stefánsson lék storkostlega á Evrópumóti landsliöa í Svíþjóö. Mörg
lið lýstu yfir áhuga aö fá þennan snjalla leikmann í sínar raöir. Spænska liöiö
Cuidad Real hreppti íslendinginn. DV-mynd Pjetur
Birkir Ivar varði vel
Hagnaður af eigin-
legum rekstri HSÍ
45. ársþing Handknattleikssam-
bands íslands var haldið um helg-
ina í íþróttamiðstöðinni í Laugar-
dal. Færri tUlögur lágu fyrir þing-
inu en oft áður, eða 14. Helstu tU-
lögur voru þær að jöfnunarsjóður
til styrktar liðum á landsbyggð-
inni var samþykkt með nokkrum
breytingum þó. Upphæðin sem
hvert lið i efstu deUd greiðir i sjóð-
inn er 50.000 krónur á hverju
keppnistímabUi.
TUlaga milliþinganefndar um
mótafyrirkomulag í efstu deUd um
hámarksfjölda liða þegar spUuð er
tvöfold umferð var hækkað úr 14
liðum í 16 og var tiUagan sam-
þykkt.
Þá var samþykkt tiUaga að allir
spUandi þjálfarar í
deUdinni yrðu að vera
með A-leikmanna-
samning og var þessi
tillaga samþykkt.
Þetta þýðir að leik-
maður sem er spUandi
þjálfari getur ekki átt
von á því að félag hans
stöðvi hann í verkefn-
um á vegum HSÍ og
þar með talið landsliö-
iö.
Þá var tillaga um að
stjóm HSÍ geti kært
einstakling sem hefur
með einhverju móti
skaðað íþróttina, sam-
þykkt. Með þessu móti
Einar Þorvaröarson,
framkvæmdastjóri HSÍ.
er verið að koma í
veg fyrir að leik-
menn, þjálfarar eða
aðrir aðstandendur
kasti rýrð á íþrótt-
ina tU dæmis í fjöl-
miðlum eða á öðr-
um vettvangi.
Guðmundur Ingv-
arsson var kjörinn
áframhaldandi for-
maður tU eins árs.
Einu breytingamar
á stjórninni voru
það að Guðmundur
P. Davíðsson gjald-
keri er fluttur tU
útlanda og við starfi
hans tekur Ásgerð-
ur Halldórsdóttir. Friðrik Jó-
hannsson kemur inn í stjómina
fyrir Ásgerði sem var í stjóminni
áður. Að sögn Einars Þorvarðar-
sonar, framkvæmdastjóra HSÍ, var
hagnaður af eiginlegum rekstri
sambandsins á árinu 2001 1,6 mUlj-
ónir. HeUdarskuldir sambandsins
um siðustu áramót voru um 35
mUljónir. Árangur íslands í EM og
þeir styrkir sem sambandið fékk
eftir þá keppni em ekki inni í
þessum tölum en reiknast fyrir ár-
ið 2002 sem þýðir að skuldir Hand-
knattleikssambands íslands koma
tU með að minnka verulega frá því
sem áður var.
-vbv