Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 12
28 MÁNUDAGUR 11. MARS 2002 Sport Mánadarverölaun Erla Þorsteinsdóttir, Keflavik, er besti leikmaður 1. deildar kvenna í febrúar að mati blaðamanna DV-Sport. Erla skoraði 18,7 stig, tók 11,0 fráköst og varði 3,3 skot að meðaltali í þremur leikjum Keflavíkur í mánuðinum. Auk þessa áttl Erla 2,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Erla nýtti öll 12 víti sín í þessum leikjum og bæði þriggja stiga skotin sin en alls nýtti hún 50% skota sinna. Erla átti sinn besta leik gegn Grinda- vík þegar 27 stig, 22 fráköst hennar nægðu ekki Keflavík en 15 frákast hennar í leiknum tryggðu henni aftur á móti 1000 slík á ferlinum þar sem hún var aðeins önnur í sögunni til að afreka það á eftir þjálfara sínum, Önnu Maríu Sveinsdóttur. Aörar tilnefndar Alda Leif Jóns- dóttir, ÍS, skor- aði 17,3 stig, gaf 5,8 stoðsendingar og stal 5 boltum að meðaltali i íjórum leikjum Stúdína í febrú- ar. Alda Leif tók auk þess 5,5 frá- köst og varði 3 skot í leik. Alda Leif átti sinn besta leik gegn Grindavík þegar hún gerði átta síðustu stig leiks- ins og geröi alls 31 stig og átti 8 stoðsendingar í leiknum. Helga Þorvalds- dóttir, KR, skor- aði 13,3 stig, tók 4,5 fráköst og stal 4,5 boltum að meðaltali i ijór- um leikjum KR- liðsins. Helga nýtti 39% þriggja stiga skota sinna og 89% vítanna. Besti leikur Helgu var i bikarúrslitunum gegn Njarðvík þar sem hún skoraði 24 stig, tók 5 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og hitti úr 9 af 18 skotum sinum. Guðbjörg Noró- fjörð, KR, skor- aði 13,3 stig, tók 6.5 fráköst og stal 3.5 boltum í fjór- um leikjum KR. Guðbjörg nýtti 93% víta sinna í deildinni í febrú- ar og leiðir deild- ina í vítanýtingu en 28 af 30 vítum hennar í vetur hafa ratað rétta leið sem gerir ótrúlega 93,3% vítanýtingu. Besti leikur Guðbjargar var í sigurleik gegn Keflavík þar sem hún skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og nýtti 8 af 15 skot- um sínum þar af 3 af 4 þriggja stiga skotum. Anna Maria Sveinsdóttir, Keflavik, skor- aði 18,0 stig og tók 12 fráköst i tveimur leikjum Keflavikur. Anna Maria nýtti i þessum leikjum 48% skota sinna og 83% vítanna en bestan leik átti hún gegn ÍS þar sem hún gerði 29 stig og tók 13 fráköst. Gréta Maria Grétarsdóttir, KR, skoraði 12,8 stig, tók 6,3 frá- köst og stal 3 boltum að meðal- tali í 4 leikjum með KR þar sem hún nýtti 45% þriggja stiga skota sinna. Gréta María átti bestan leik gegn Njarðvík þar sem hún skor- aði 18 stig á aðeins 20 mínútum og nýtti 7 af 11 skotum sínum. Besti þjálfarinn Keith Vassell, KR, er besti þjálfarinn í febrúar að mati blaðamanna DV- Sport en undir hans stjórn vann KR alla fjóra leiki mánaðarins og fagnaði bikarmeistaratitlinum annað árið í röð. Keith Vassell varði þar með titil- inn en hann fékk einnig þessi verð- laun frá DV-Sport fyrir janúar. KR hefur nú unnið ellefu leikí í röð i deild og bikar undir hans stjóm og liðiö hef- ur eflst með hveijum leik eftir að hafa átt erfiða byrjun á mótinu. Auk Keith Vassell voru þeir ívar Ás- grimsson, ÍS, Einar Jóhannsson, Njarðvik og Unndór Sigurðsson, Grindavik tilnefhdir. -ÓÓJ Keith Vassell, KR, besti þjálfari 1. deildar kvenna í körfuknattleik í febrúar, og Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík, besti leikmaöurinn í febrúar. DV-mynd Hilmar Þór Erla Þorsteinsdóttir og Keith Vassell best í febrúar í 1. deild kvenna: Var sagt aö hætta á síðasta vori - segir Erla Þorsteinsdóttir, leikmaður körfuknattleiksliðs KefLavíkur Erla Þorsteinsdóttir var kjörin besti leikmaður 1. deildar kvenna í febrúar. Erla, sem hefur um ára- bil verið einn af burðarstólpum Keflavíkurliðsins, er vel að þess- um titli komin. „Síðastliðið vor hefði ég átt að hætta samkvæmt læknisráði en ég neitaði að gefast upp,“ sagði Erla Þorsteinsdóttir í samtali við DV-Sport. „Þannig er mál með vexti að ég er með gigt sem kom út af vírus- sjúkdómi 1997 og hann greindist ekki fyrr en vorið 1999. Að auki er ég búin að vera bakveik i nokkur ár. Síðasta sumar var mér síðan bent á Ríkharð Jósafatsson sem er nálastungu- læknir og ég hef verið hjá honum í heilt ár i nuddi, hnykkingum og nálastungum. I dag fer ég til hans einu sinni til tvisvar í viku og hann heldur mér gangandi. Það má eiginlega segja að það sé hon- um að þakka að ég er að spila í dag, og það svona vel.“ En hvað um framhaldið, úr- slitakeppnina, hvernig er Kefla- víkurliðið? „Það er ungt, fjórir reynsluboltar og svo unglinga- flokkur. Við erum mjög gloppótt- ar, ef við komum tilbúnar í leik- inn þá vinnum við en annars get- um við tapað fyrir öllum." Hverjir verða Islandsmeistar- ar? „Við stefnum á titilinn en svo verðum við bara að sjá hvað set- ur,“ sagði þessi geðþekka körfu- knattleikskona sem varð 24 ára síðastliðinn föstudag og er einn af „reynsluboltunum" í kvenna- liði Keflavíkur. Mikill heiður fyrir mig Keith Vassell, þjálfari 1. deildar liðs KR í körfuknattleik kvenna, stýrði sínu liði til sigurs í bikar- keppninni þegar KR vann Njarð- vík í framlengdum úrslitaleik. Vaseell fékk þó ekki tækifæri til að fagna með liði sínu næstu klukkustundir þvf hann fór beint í úrslitaleikinn í karlaflokki þar sem KR tapaði fyrir Njarðvík. Það voru því bæði gleði- og sorg- artár hjá þessum snjalla þjálfara og leikmanni laugardaginn 9. febrúar. „Ég er ekki endilega viss um að ég sé besti þjálfarinn í augnablikinú en ég held að ég sé með besta liðið sem er að spila í dag.“ Okkur gengur mjög vel og þetta er I rauninni ekki um mig heldur um hve stúlkurnar leggja hart að sér við æfingar til þess að sigra.“ Þú áttir einstakan dag þann 9. febrúar, bikarúrslitin i karla- og kvennaflokki? „Það var svo erfitt, vegna þess að ég var svo ánægður með sigur- inn hjá stúlkunum, en á móti var ég jafnvonsvikinn meö leikinn hjá okkur körlunum. Við vorum að vinna og vorum með leikinn í okkar höndum en því miður gekk þetta ekki upp. Hvað varðar stúlknaliðið sem ég þjálfa þá byrj- uðum við mótið ekki vel, sóknin var ekki góð og þetta var ansi erfitt um tima. En allir stóðu saman og við reyndum aö ein- beita okkur betur og síðan unn- um við bikarinn sem var frábært og mikill heiður fyrir mig,“ sagði Keith Vassell. Nú er það úrslita- keppnin. „Já, ég er mjög spenntur. Sér- staklega fyrir leikinn gegn ÍS sem er í kvöld en sá leikur ræður úr- slitum hvort liðið verður í fyrsta sæti og tekur þar með deildar- meistaratitilinn. Það er heiður fyrir okkur að komast svona langt og allt liðið er vel einbeitt. Við vitum ekki fyrr en eftir leik- inn í kvöld gegn ÍS hverjum við mætum í úrslitakeppninni en eitt er víst að baráttan um íslands- meistaratitilinn verður hörð,“ sagði þjálfari 1. deildar liðs KR í körfuknattleik kvenna en hann var kjörinn besti þjálfari febrúar- mánaðar hér hjá okkur á DV- Sport. Þaö er svo í góðu lagi að minna á leik ÍS og KR í íþrótta- húsi Kennaraháskólans í kvöld klukkan 20.15 en þessi leikur ræður úrslitum um hvort liðið verður deildarmeistari. -vbv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.