Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
23
I>V
Sport
Eyjastúlkur
mjög ferskar
EEEEBrnSiI
Manchester United,
Juventus og Inter virðast
vera komin í harða keppni í að
krækja í varnarmanninn Al-
essandro Nesta sem er leik-
maður með ítalska liðinu
Lazio. Marcello Lippi, stjóri
Juventus, hefur ekki farið
leynt með áhuga sinn á Nesta.
Þessi 25 ára varnarmaður er
sagður einn sá alhesti í heim-
inum í dag. Búist hefur verið
við að hann færi til Juve en
ítalska knattspyrnusambandið
hefur sett fram athugasemd
varðandi tengsl á milli um-
boðsmanns Nesta sem er Al-
essandro Moggi en hann er
bróðir Lucianos Moggi sem er
aðalframkvæmdastjóri Juvent-
us. Þessi staða þykir auka lík-
m-nar á að Nesta fari til Eng-
lands og spili með United á
næstu leiktíð. Inter hefur
einnig tilkynnt áhuga sinn á
leikmanninum en ekki talið
líklegt að hann fari þangað.
Martin Ferguson, bróðir Sir
Alex Fergusons, hjá Man-
chester United fór til Ítalíu um
helgina til að hefja viðræður
við Lazio um kaup United á Al-
essandro Nesta. Það eru engir
smápeningar í húfi þar, um 4,4
milljarðar íslenskra króna.
Ruud Van Nistelrooy, leik-
maður Manchester United, hef-
ur verið valinn besti leikmað-
ur febrúarmánaðar. Van Ni-
stelrooy skoraði 5 mörk í 5
leikjum United í mánuðinum
þar af tvö gegn Sunderland.
Fyrr í vetur setti hann met í
úrvalsdeildinni þegar hann
skoraði í 8 leikjum í röð og þá
skoraði hann í 9 leikjum i röð
i öllum þremur mótunum á
Englandi sem er einnig met.
Þá er þessi frábæri hollenski
leikmaður sá fyrsti í 14 ár hjá
félaginu sem skorar yfir 30
mörk á einni leiktið. Þetta er í
annað sinn á keppnistímabil-
inu sem Ruud Van Nistelrooy
er valinn leikmaður mánaðar-
ins.
Nicolas Anelka, sem leikur
með Liverpool, hefur látið hafa
það eftir sér að hann vilji fá
langtímasamning við rauða
herinn. Anelka kom til Liver-
pool frá Paris St. Germain sem
lánsleikmaður í desember síð-
astliðnum og hefur verið að
finna sig vel að undanfórnu
með Liverpool. Hann átti stór-
leik gegn Newcastle og sú
frammistaða þykir benda til að
þessi 22 ára gamli sóknarmað-
ur gangi til liðs við enska lið-
ið. Kaupverðið verður senni-
lega eitthvað í kringum 2,2
milljarðar íslenskra króna ef
af verður.
Dwight Yorke,■ leikmaður
Manchester United sem er á
sölulista hjá félaginu, gæti far-
ið til síns gamla félags, Aston
Villa, ef forráðamenn félagana
ná að semja um söluverðið.
Graham Taylor, fram-
kvæmdastjóri Villa, hefur látið
hafa eftir sér að hann vilji láta
kaupin á Yorke verða sín
fyrstu eftir að hann tók við
Aston Villa. Talið er að kaup-
verðið verði um 730 milljónir
íslenskra króna.
Christian Vieri hefur fram-
lengt samningi sínum við félag
sitt Inter til loka leiktíðar 2006.
Vieri hefur leikið mjög vel
undir stjórn nýs framkvæmda-
stjóra liðsins, Hectors Cuper,
og skorað 18 mörk í ítölsku
A-deildinni í vetur. Massimo
Moratti, eigandi félagsins, er
mjög ánægður með Vieri en
þeir hittust fyrr í vikunni í 5
mínútur og kláruðu nýjan
samning. Þá er einnig búist
við að Vieri verði gerður að
fyrirliða á næsta keppnistíma-
bili og jafnvel fyrr. -vbv
Eyjastúlkur unnu öruggan sigur
á Stjörnustelpum í gærdag. Leikn-
um var frestað frá laugardegi fram
á sunnudag og virtist það fara mun
betur í Eyjastúlkur sem voru miklu
ákveðnari í að láta hendur standa
fram úr ermum. Staðan i hálfleik
var 10-13 fyrir ÍBV og lokatölur
urðu 20-26 og mega heimastúlkur
þakka fyrir að sigur gestanna yrði
ekki stærri.
Leikur liðanna var jafn fyrstu
átta mínúturnar en eftir það skiptu
Eyjastúlkur um gír og keyrðu yfir
heimastúlkur sem voru áhorfendur
næstu tíu mínútur leiksins. Á þess-
um tima breytist staðan úr 3-3 í 5-9.
Stjaman náði að minnka muninn í
þrjú mörk fyrir lok fyrri hálfleiks.
Fyrri hálíleikur var slakur hjá
Stjömunni, en fyrstu 15 mínútur
seinni hálfleiks voru skelfilegar, þá
skoraði Stjarnan 3 mörk á móti átta
og staðan orðin 13-21, Eyjastúlkum í
vil og svo sannarlega verðskuldað.
ÍBV voru miklu ákveðnari í leikn-
um og börðust um hvern bolta sem
var laus, og t.d. í seinni hálfleik
náðu gestimir í tvígang að stela
boltanum af heimastúlkum í hraða-
úpphlaupum með því að keyra aft-
ur.
Eins og áður segir var sigur gest-
anna verðskuldaður og Stjaman
þarf að hysja upp um sig brækum-
ar ef þær ætla að ná að halda öðru
sætinu í deildarkeppninni sem er að
verða búin því einungis tvær um-
ferðir eru eftir.
Hjá Stjömunni átti Herdís ágæt-
an leik ásamt Margréti í seinni hálf-
leik. Drifa og Visokate áttu mjög
góðan leik fyrir gestina en fyrst og
fremst var þetta sigur liðsheildar-
innar, en Drífa hefði mátt nýta fær-
in sín betur því hún lét Jolönu í
marki Stjörnunnar verja oft frá sér
í góðum færum. „Ég vil byrja á að
óska ÍBV til hamingju með sigur-
inn, þær unnu fyrir þessu, miklu
ferskari á öllum vígstöðum. Við vor-
um í eltingaleik allan leikinn, vöm-
in í fyrri hálfleik var slök. Fyrstu
tuttugu mínúturnar fórum við ekki
út til að brjóta og fengum mörk á
okkur sem við ætluðum að koma í
veg fyrir og verðum aö súpa seyðið
af því. En ég er farinn að hafa
áhyggjur af þessum toppleikjum
okkar, við mætum ekki tilbúin í
þá,“ sagði Siggeir Magnússon, þjálf-
ari Stjörnunnar, eftir leikinn.
„Ef varnarleikurinn og mark-
varslan er í lagi hjá okkur erum við
illviðráðanleg. Ég held að við séum
með meira léttleikandi lið en þær
em með mikla reynslubolta. Við er-
um með góðar skyttur sem sást í
fyrri hálfleik og dugar ekki að spila
5 plús einn-vöm á okkur.Við eigum
tvo erfiða leiki eftir á móti Val og
KA/Þór og verðum að vinna þá til
að þessi leikur telji eitthvað," sagði
Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV,
eftir leikinn. -BB
Eyjastúlkur skutust upp í annað sæti Ldeildar kvenna um helgina þegar þær unnu Stjörnuna sannfærandi i
Garðabæ. Sex marka sigur ÍBV þótti vera í samræmi við yfirburði liösins. DV-mynd E.ÓI.
Oruggt hja Keflavik
- þegar liöin mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik
Það var nánast formsatriði
fyrir Keflavíkurstúlkur að inn-
byrða fjögur stig gegn KFÍ þegar
liðin mættust í tvigang á ísafirði
um helgina.
Fyrri leikinn vann Keflavík
örugglega með 32 stiga mun,
89-57. í hálfleik stóðu leikar
20-48 fyrir Keflavík. 9 af 10 leik-
mönnum Keflavíkur skoruðu
stig í leiknum.
Stig KFÍ:
Tinna B. Sigmundsdóttir 21,
Fjóla Eiríksdóttir 14, Stefanía
H. Ásmundsdóttir 12, Sara
Pálmadóttir 6, Berglind K. Ingv-
arsdóttir 3, Anna S. Sigurlaugs-
dóttir 1.
Stig Keflavíkur:
Birna Valgarðsdóttir 23, Erla
Þorsteinsdóttir 14, Rannveig K.
Randversdóttir 13, Svava Ó. Stef-
ánsdóttir 10, Kristín Blöndal 10,
Anna María Sveinsdóttir 8, Mar-
ía A. Guðmundsdóttir 5, Ingi-
björg L. Gunnarsdóttir 4, Theó-
dóra S. Káradóttir 2.
Seinni leikur liðanna fór fram
á laugardeginum og þar var
sama uppi á teningnum og þeim
fyrri, miklir yfirburðir Keflavík-
ur og lokatölur urðu 81-56. Þar
með luku bæði lið keppni í deild-
arkeppninni, Keflavík varð í
þriðja sæti með 26 stig og KFÍ í
neðsta sæti með aðeins 2 stig.
Stig KFl:
Sara Pálmadóttir 12, Fjóla Ei-
ríksdóttir 11, Anna S. Sigur-
laugsdóttir 10, Tinna B. Sig-
mundsdóttir 9, Berglind K. Ingv-
arsdóttir 9, Stefanía H. Ás-
mundsdóttir 4, Sólveig Pálsdótt-
ir 1.
Stig Keflavíkur:
Bima Valgarðsdóttir 20, Erla
Þorsteinsdóttir 19, Theódóra S.
Káradóttir 10, Kristín Blöndal 9,
María A. Guðmundsdóttir 8,
Anna María Sveinsdóttir 4,
Svava Ó. Stefánsdóttir 4, Ingi-
björg L. Gunnarsdóttir 3, Rann-
veig K. Randversdóttir 2, Guð-
rún Ó. Guðmundsdóttir 2.
Stjarnan-ÍBV 20-26
1-1, S-3, 4-6, 5-7, 5-9, 7-10, 8-11, (10-13),
10-14,11-16,12-18,13-20,17-21,18-24,19-25,
20-26.
Stiarnan:
Mörk/viti (skot/viti): Anna Blöndal 4(5),
Herdís Sigurbergsdóttir 4(5), Margrét
Vilhjálmsdóttir 4(6), Halla María
Helgadóttir 3(6), Ragnheiður Stephensen
3/1 (11/1), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2(4),
Herdis Jónsdóttir (1), Kristín J. Clausen
(3).
Mörk úr hraóaupphlaupunu 7 (Herdís 3,
Anna Blöndal 2, Margrét 1, Halla Maria 1).
Vítanýting: Skorað úr 1 af 1.
Fiskuö viti: 1 (Kristín).
Varin skot/viti (skot/viti á sig): Jolana
Jovanovic 14(40/1 hélt 7 35%). Eitt víti í slá.
Brottvísanir: 4 mínútur.
ÍBV:
Mörk/viti (skot/viti): Teclona Visokate
8(15/1), Dagný Skúladóttir 6(14), Ana Perez
4(9), Þórsteina Sigbjömsdóttir 2(2),
Ingibjörg Jónsdóttir 2(2), Andrea Atladóttir
2(5), Anita Eyþórsdóttir 1(1), Isabel Ortiz
1(1), Bjamý Þorvarðardóttir (1).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 (Dagný 4,
Visokate 1, Perez 1).
Vítanýting: Skorað úr 0 af 1.
Fiskuó víti: 1 (Visokate).
Varin skot/viti (skot/víti á sig): Vigdis
Sigurðardóttir 16 (36/1 hélt 10, 44%).
Brottvisanir: 6 mínútur.
Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson og
Gunnar Viðarsson, (7).
Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 104.
Maður leiksins:
Dagný Skúladóttir, ÍBV
1. DEILD KVENNA
Haukar 14 12 0 2 358-260 24
Stjarnan 15 9 3 3 356-311 21
ÍBV 14 10 0 4 310-267 20
Valur 14 6 2 6 302-291 14
Víkingur 14 6 1 7 272-277 13
Grótta/KR 14 5 1 8 298-308 11
FH 14 5 1 8 288-308 11
Fram 14 4 0 10 291-358 8
KA/Þór 13 2 0 11 249-344 4
Nœstu leikir fara fram 16. mars og
leika þá Fram-Valur, Haukar-FH,
KA/Þór-Grótta/KR og Stjarnan
mætir Víkingi. Allar viðureignimar
hefjast klukkan 15.
Ragnar og
Guðmundur
sterkir
Ragnar Óskarsson, sem leikur
með franska handknattleiksliðinu
Dunkerque, átti aldeilis flnan leik
með liði sínu þegar Dunkerque vann
fimm marka sigur á Angers á úti-
velli, 23-18. Ragnar skoraði 7 mörk í
leiknum og var markahæstur liðs-
manna Dunkerque og átti fjölda
stoðsendinga að auki og fékk frá-
bæra dóma fyrir leik sinn.
Dunkerque er í öðru sæti frönsku
1. deildarinnar með 42 stig, 10 stigum
á eftir toppliði Montpellier. Dunker-
que á leik til góða.
Gunnar Berg Viktorsson sem leik-
ur með Paris St. Germain skoraði
tvö mörk þegar Parísarliðið vann
Cretell 23-22 á fostudag. Bæði mörk
Gunnars Bergs komu af vítalínunni.
Paris St. Germain er með 40 stig í
fimmta sæti frönsku 1. deildarinnar
f handknattleik.
Guðmundur Hrafnkelsson og hans
menn stóðu sig vel í ítölsku 1. deild-
inni um helgina þegar Papillon Con-
versano vann Forst Bressanone
24-22 og er liðið nú komið í fjórða
sæti deildarinnar með 44 stig, 9 stig-
um á eftir Alpi Prato sem trónir á
toppnum á Ítalíu.
Hilmar Þórlindsson og félagar í
Modena unnu Savani Citta'S.Angelo
27-18 á útivelli og eru Hilmar og
hans menn nú í áttunda sæti ítölsku
fyrstu deildarinnar i handknattleik.
-vbv
Guömundur Hrafnkelsson.
Ragnar
Oskarsson.