Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002
H>"Vr
Fréttir
Skriður á deCODE þrátt fyrir tap:
Gengið frá kaupum
á MediChem í dag
- gæti þýtt 250 störf til viðbótar á íslandi
Hótelið rýmt
á 10 mínútum
Á hluthafafundi bandaríska lyfja-
þróunarfyrirtækisins MediChem í
gær voru samþykkti kaup deCODE
á félaginu með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða. Gengið verður form-
lega frá kaupunum í dag. Með þeim
kaupum og nýlegum samstarfs-
samningum er vonast tO að hægt
verði að koma fjölbreyttum afurð-
um íslenskrar erfðagreiningar, sem
þróaðar eru út frá niðurstöðum
erfðafræðircmnsókna félagsins, á
markað.
Páll Magnússon, framkvæmda-
stjóri upplýsinga- og samskiptasviðs
ÍE, segir að innan fimm vikna verði
tekin ákvöröun um þaö hvort lyfja-
þróunarfyrirtækið verði reist á ís-
landi eða í Bandaríkjunum. Ef því
verður valinn staður á íslandi gæti
þar verið um að
ræða 250 störf til
viðbótar störfum
550-600 manna
sem þegar vinna
hjá íslenska móð-
urfyrirtækinu.
Kári Stefáns-
son, forstjóri ís-
lenskrar erfða-
greiningar, móð-
urfélags deCODE genetics Inc., hef-
ur greint frá því að afkomutölur fé-
lagsins síðasta árið hafi einkennst
af miklum vexti. Segir hann að fé-
lagið hafi styrkt undirstöðumar fyr-
ir langtimaáætlanir og á sama tíma
náð metnaðarfullum tekjumarkmið-
um. Þá er reiknað með áframhald-
andi tekjuaukningu á þessu ári
Skrifstofukostnaður eykst hjá Náttúruvernd:
Ekkert bruðlað hér
- segir forstjórinn. Framlög aukist mikið
„Mín viðbrögð
munu koma í
viðræðum við
ráðuneytið,"
sagði Ámi Braga-
son, forstjóri
Náttúmvemdar
ríkisins, í sam-
tali við DV. Tii-
efnið er deila
stofnunarinnar
og umhverfisráö-
herra. Eins og DV greindi frá kom
það Siv Friðleifsdóttur umhverfis-
ráðherra á óvart að Náttúmvemd
ríkisins skyldi í síðustu viku senda
inn erindi þar sem boðað var að
skera yrði niður landvörslu í sumar
til þess að halda fjárheimildir. Siv
sagði það ekki koma til greina. Allt
útlit er hins vegar fyrir að land-
varsla verði skorin niður i sumar -
og hefur því verið harðlega mót-
mælt svo sem af Landvarðafélagi Is-
lands og Náttúmvemdarsamtökum
íslands.
Umhverfisráðhema hefur sagt að
frekar sé lag hjá stofnuninni að
skera niður skrifstofúkostnað og gat
ráðherra þess að flutningar í nýtt
húsnæði hefðu orðið dýrari en áætl-
anir gerðu ráð fýrir. Þá hefðu millj-
ónir farið í kostnað við kaup á nýj-
um húsgögnum. Aðspurður hvort
stofnunin hafi braðlað á einhvem
hátt neitaði Ámi þvi afdráttarlaust.
Fram hefúr komið að skrifstofú-
kostnaður Náttúravemdar hafi auk-
ist úr 40 milljónum í 70 á síðustu
fiórum árum.
Samkvæmt upplýsingum úr um-
hverfisráðuneytinu hafa fjárframlög
til Náttúruvemdar ríkisins aukist
mikið á síðustu áram. Árið 1999 var
ríkisframlagiö 87,2 milljónir og er þá
bæði tekið tillit til fjárlaga og fjár-
aukalaga. Fjárlög gera ráð fyrir rétt
tæplega 140 milljónum til stofnunar-
innar, en þegar sértekjur koma til
má gera ráð fyrir að Náttúravemd
ríkisins hafi alls úr 172,4 milijónum
króna að spila á þessu ári. -sbs/BÞ
vegna fastra og
áfangatengdra
greiðslna frá
samstarfsaðilum.
Það er vegna
lyfjaþróunar,
lyfjaerfðafræði,
þróunar grein-
ingarprófa og
einnig vegna
samninga við
nýja samstarfsaðila.
í tilkynningu félagsins í gær kom
þó fram að tapið hefði numið tæp-
um 4,8 milljörðum króna á síðasta
ári (ekki 48 milljörðum eins og mis-
ritaðist í frétt DV). Þrátt fyrir það
telja forsvarsmenn félagsins að
reksturinn sé vel í takt við áætlan-
ir. Páll Magnússon segir að þessar
niðurstöður séu mjög í samræmi
við áætlanir greiningarfyrirtækja
um gengi fyrirtækisins. - „Bæði
tekjur og útgjöld eru nákvæmlega á
því róli sem reiknað var með.“
Árið 2001 voru 31,6 milljónir
Bandaríkjadala tekjufærðar í
rekstrarreikningi sem er 46% aukn-
ing frá árinu áður. Bókfærðar tekj-
ur ársins jukust um 70% frá árinu
2000 og námu 40,3 milljónum Banda-
ríkjadala sem er ívið hærra en gert
var ráð fyrir í áætlun félagsins sem
hljóðaði upp á 40 milljónir dala. Þá
styrktist lausafjárstaðan á síðari
hluta ársins um 43,5 milljónir dala
vegna endurfjármögnunar á bygg-
ingu nýrra höfuðstöðva og kaupa á
yfir 50 ABI 3700 DNA-greiningar-
tækjum. -HKr.
Kári Stefánsson.
DV-MYND E.ÓL
Kauphlaup í Smáralind
Kauphlaup Smáralindar hófst í gær og eins og sjá má á myndinni hefur veriö
mikiö fjör. Á Kauphlaupsdögum bjóöa verslanir í Smáralind nýjar vörur á til-
boösveröi. Fyrsta Spretthlaup Kauphlaupsins var í Euronics klukkan 14 og
var Phitips þvottavél boöin á 19.995 krónur í staö 59.900 króna. Þuríöur
Jónsdóttir haföi veriö í rúma klukkustund í Smáralind þegar Spretthlaupið eft-
ir þvottavélinni hófst. Hún skilaöi þátttökuseðli í kassa í Euronics og var síö-
an dregin út og fékk þvottavélina. Þá tryggöi Herdís Hall sér svefnpoka í Úti-
lífi á 5000 kr.
Björn Bjarnason vill valddreifingu í skólakerfinu:
Borginni skipt í skólahverfi
- í stað þess að hafa 40 skóla undir einu fræðsluráði
Björn Bjarnason,
Bjöm Bjarna-
son, borgar-
stjóraefni Sjálf-
stæðisflokksins,
heimsótti Rima-
skóla í Grafar-
vogi i gær ásamt
öðrum frambjóð-
endum flokks-
ins. Segir hann
fulla þörf á að
dreifa valdinu
innan skólakerfis borgarinnar
meira en gert er í dag.
„Okkar megináherslur í skóla-
málunum miða að þvi að dreifa
valdinu hér innan Reykjavíkur
eins og að veu- stefnt með flutningi
grunnskóla frá rikinu til sveitarfé-
laga. Við teljum að það að hafa eitt
fræðsluráð yflr 40 skólum nýti
ekki kosti valddreifingarinnar sem
skyldi og þvi viljum við skipta
Reykjavík í skólahverfi. Þar með
verði meiri nálægð á milli þeirra
sem stjóma skólunum og þeirra
sem taka þátt i stefnumótun fyrir
hvert hverfi. Við sjáum þá þróun
hér að fólk með börn á skólaldri,
hvort sem er á leikskóla- eða
grannskólaaldri, leitar í nágranrxa-
sveitarfélögin vegna þess að þar er
betri þjónusta og skólarnir eru
nær stjórnendum sveitarfélagsins
heldur en í Reykjavík. Við teljum
að við þurfum að skapa slíkt um-
hverfi hér i Reykjavík líka. Þróun-
in geti þá orðið sú að fólk geti val-
ið hér á milli skólahverfa þar sem
áherslurnar séu mismunandi.“
Björn segir að skólamir séu
þungamiðjan í skólunum og ef ekki
séu náin tengsl á milli skólanna og
nánasta umhverfis, þá náist ekki
nauðsynlegt jafnvægi. Björn segist
þó telja að almeimt hafi flutningur
grannskólanna frá ríki til sveitarfé-
laga gengið vel. Hins vegar telur
hann að tækifærin hafi ekki verið
nýtt sem skyldi í Reykjavík með því
að setja alla 40 grunnskólana undir
eitt fræðsluráð. Hann segist því
vilja sjá að stofnuð veröi skóla-
hverfi í Reykjavík. Þar geti skólar
I heimsókn í Rimaskóla
Bjöm Bjarnason skoöaöi skólann í gær og kynnti þær áherslur sem hann vill taka
upp í skólamáium í Reykjavík.
af mismunandi stærðum haft með
sér samvinnu um nýtingu á starfs-
kröftum eins og varðandi sérdeildir
og fleira. Þá benti hann á að hafa
sett leikskólunum námskrá vegna
þess að hann líti á leikskólana sem
fyrsta skólastigið, en ekki eitthvert
biðlistavandamál. -HKr.
„Það tók um 10 mínútur að rýma
hótelið og við erum mjög ánægðir
með þann tíma. Skömmu eftir að all-
ir voru komnir út vorum við svo bún-
ir að finna hvað olli þessari lykt,“
sagði Guðbrandur Bogason, varð-
stjóri hjá Slökkviliði Reykjavikur, í
morgun en liðið var kallað út seint i
nótt vegna gruns um gaslykt á Hótel
Esju við Suðurlandsbraut.
Á hótelinu voru um 180 gestir og
var lögð áhersla á að koma þeim út úr
húsinu sem allra fyrst. Á vettvang
fóra 4 sjúkrabifreiðar, slökkvibílar og
lögregla og þá var sent eftir tveimur
strætisvögnum ef til þess kæmi að
flytja gestina á brott. Til þess kom þó
ekki og fékk fólkið að snúa aftur inn
á hótelið þegar komist hafði verið að
því hvað olli „gaslyktinni“. Lyktin
reyndist koma frá steinolíukyntum
hitablásara í nýbyggingu hótelsins og
stafaði hvorki hótelgestum né öðrum
nein hætta af henni.
„Við fundum lyktina fyrst í morg-
unverðarsal og síðan í gestamóttöku.
Við höfðum samband við neyðarlín-
una og þar var okkur sagt að haga
okkur eins og um eld væri að ræða og
því var farið strax í það að rýma hót-
elið. Það gekk mjög vel, að vísu voru
drukknir menn í nokkrum herbergj-
um sem sváfu fast og aðstoðaði lög-
regla við að koma þeim út. Fólk hélt
nær undantekningarlaust ró sinni og
þetta gekk mjög vel,“ sagði Halldóra
Bjarkadóttir sem var á vakt í gesta-
móttöku hótelsins í nótt þegar lyktin
fannst og hótelið var rýmt. -gk
Loðnukvóti
var aukinn
Sjávarútvegsráðuneytið jók í gær
loðnukvótann um sem nemur 100
þús. tonnum, eða úr rúmum 996
þúsund lestum í 1.096 þúsund lestir.
Ákvörðvm þessi var tekin að tillögu
Hafrannsóknastofnunarinnar. Óvist
er þó talið að þetta muni skipta
miklu máli fyrir veiðamar en flot-
inn hefur ekki enn náð að klára
kvótann og ekki er talið að eftir séu
nema þetta 10-12 dagar af vertíðinni
þar til loðnan fer að hrygna.
í janúar lauk Hafrannsóknastofn-
unin við mælingar á kynþroska
hluta loðnustofnsins og gerði að
þeim loknum tillögu um 1200 þús-
und tonna heildaraflamark fyrir yf-
irstandandi loðnuvertið. Undanfar-
ið hafa verið spurnir af líklegri
vestangöngu loðnu og hafa nú
mælst liðlega 100 þús. tonn sem
talið er að ekki hafi tilheyrt þeim
hluta stofnsins sem mældur var í
janúar.
Gera má ráð fyrir að hækkun á
leyfilegum heildarafla í loðnu bæði nú,
en þó sérstaklega í janúar, muni auka
útflutningsverðmæti sjávarafurða á ár-
inu 2002 um 1,2 milljarða frá fýrri áætl-
unum Þjóðhagstofnunar. -BG
Sjö teknir í
göngunum
Lögreglumenn frá Ólafsfirði og
Dalvik hafa verið að herða eftirlit
með hraðakstri í jarðgöngunum í
Ólafsfjarðarmúla og munu halda þar
uppi öflugu eftirliti í framtiðinni.
í fyrrakvöld voru sjö ökumenn
stöðvaðir í göngunum vegna hraðakst-
urs á stuttum tima. Þeir óku vel yfir
löglegum hámarkshraða sem er 50 km,
og voru nálægt 100 km þeir sem hrað-
ast fóru. Göngin era einbreið og þröng
og mjög mikil slysahætta sem skapast
af hraðakstri í þeim. -gk