Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Qupperneq 13
13
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002
DV
Á tónleikunum Rafskuggar hjarðpípuleikarans í Borgarleikhúsinu leikur Eydís Franzdóttir við segulbönd:
Nýr og heillandi heimur
Tónlist
Elsta verkið er frá 1976, Konsert
fyrir óbó og segulband eftir Norð-
manninn Bjöm Fongaard (1919-1980)
sem var mikill framúrstefnumaður á
sinni tíð. „Samkvæmt heimildum frá
norsku tónverkamiðstöðinni sendi
hann verk á nótum hingað til lands
árið 1966 en það var aldrei leikið
vegna þess að hljóðfæraleikaramir
vissu ekkert hvað þeir áttu að gera!“
segir Eydís og hlær við. „Þetta var
hljómsveitarverk sem átti að flytja
bæði hér og í Osló en var flutt á
hvorugum staðnum. Höfundurinn
varð býsna niðurdreginn við þetta og
fór að prófa sig áfram með alls konar
tækni, meðal annars raftónlist. Hann
samdi svo á næstu árum 40 konserta
fyrir einleikshljóðfæri og segulband,
og ég leik annan af tveimm-
óbókonsertum hans.“
- Hvers konar hljóð em á band-
inu?
„Alls konar draugahljóð - úúúúú,“
og Eydís gefur tóndæmi, „framleidd í
græjum. Óbóhlutinn er ekki útreikn-
aður í töktum heldur fær maður upp-
gefinn sekúndufjölda sem maður á að
bíða, svo fer maður af stað og verður
sjálfur að áætla hraðann, þannig að
það er tilviljunum háð hvemig þetta
fellur við rafpartinn. Verkið er ömgg-
lega aldrei eins í nein tvö skipti sem
það er flutt."
Hver stjórnar hverjum?
„Upphaflega hófst ég handa með eitt verk
sem ég heyrði úti i Bandaríkjunum 1999 á ráð-
stefnu tviblöðunga,“ segir Eydís. „Það var eftir
Roger Reynolds sem ég vissi ekkert um þá en
hef komist aö því að hann var meðal kennara
Hauks Tómassonar og Finns Torfa Stefánsson-
ar og eflaust fleiri íslenskra tónskálda sem
hafa numið í Bandaríkjunum. Ég heillaðist af
þessu verki og pantaði nótur að því en svo tók
það ár eða tvö að fá segulbandsupptökuna! Eft-
ir það datt mér í hug að setja saman dagskrá
Alger sveitasæla
Eydís leikur líka verkið „Niobe"
eftir Skotann Theu Musgrave, merka
konu sem starfar í Bandaríkjunum. í
grískum goðsögiun segir frá því að
böm Niobe voru drepin og hún syrgði
þau svo óskaplega að guðimir breyttu
henni klett en hún hélt samt áfram að
gráta. „Þetta er ofsalega fallegt verk,“
segir Eydís, „og manni líður eins og
maður sé að spila góða kammermús-
ík. Það er hreyfmg í teipinu og maður
leiðist ósjálfrátt með.
Þú heyrir hvað þetta er ótrúlega
ólíkt,“ heldur hún áfram eftir stutta
þögn. „Stundum er manni sagt ná-
kvæmlega hvenær maður á að spila,
stundum er allt tilviljunum háð, en í
verki Theu fær maður svo skýra til-
finningu fyrir flæðinu í verkinu að
maður fylgir því bara.“
Eydís flytur líka tvö hrein einleiks-
verk á óbóið sitt. Þau eru eftir Dan-
ann Bent Sorensen sem fékk Tónlist-
arverðlaun Norðurlandaráðs fyrir fá-
einum árum. „Hann er afar gott tón-
skáld og þegar ég fann óbóverkin
hans gat ég ekki beðið með að flytja
þau. Annað þeirra er „The Shadows
of the Shepherds" sem tónleikarnir
heita eftir - „Rafskuggar hjarðpípu-
leikarans". Það verk gæti vel verið
skrifað fyrir mig því ég er fjárhirðir
sjálf - ég er með 35 fjár á hlaðinu hjá
mér á Vatnsleysuströndinni og vinir mínir
kalla mig iðulega hjarðpípuleikarann! Þetta er
afar kyrrlátt verk og langt frá venjulegri hug-
mynd fólks um nútímatónlist. Maður finnur
sveitasæluna leggja frá þvi. Hitt verkið, „Plain-
te díim troubadour“ eða Kveinstafir farand-
söngvarans, er gjörólíkt, þar notar hann mikið
af nútímatækni fyrir óbó og maður er enda-
laust að fatta eitthvað nýtt í því.“
Tónleikaramir em því bæði fyrir áhugafólk
um raftónlist og áhugamenn um tónlist yfir-
leitt og við óskum Eydísi góðs gengis á þessum
metnaðarfullu einleikstónleikum.
DV-MYND HILMAfi ÞÓR
Eydís Franzdóttir óbóleikari
„Stundum er manni sagt nákvæmlega hvenær maöur á aö spila, stund-
um er allt tilviljunum háö en stundum fær maöur svo skýra tilfinningu
fyrir flæðinu í verkinu aö maöur fylgir því bara. “
með verkum fyrir rafhljóð og óbó og fór að
leita á Netinu. Nú kemur árangurinn í ljós.“
Eydis leikur meðal annars verk eftir tvö írsk
tónskáld. Sá eldri er Donal Hurley sem tengir
saman hljóðfæratónlist og raftónlist og notar
efnivið úr írskum þjóðlögum. „Verkið sem ég
flyt eftir hann em tilbrigði við írskt þjóðlag og
hljóðin á bandinu era ekki bara rafhljóð held-
ur kunnugleg hljóð úr hljóðfæraheiminum,"
segir Eydís. „En það er greinilegt á verkum
hins írans, Donnacha Dennehy, sem er tuttugu
árum yngri, hvað hann hefur upplifað öðravísi
tónlist, techno-tónlist og þess háttar. í hans
Á 15:15 tónleikum á Nýja sviði
Borgarleikhússins á morgun, laugar-
dag, kl. 15.15 leikur Eydis Franzdótt-
ir ein á sitt óbó á móti alls konar raf-
hljóöum. Raftónlistin er öll á fjölrása
segulbandi nema nýtt verk eftir Hilm-
ar Þóróarson sem er samiö fyrir óbó
og tölvu. „Ég stjórna tölvunni um leiö
og ég spila," segir Eydís, „meö fœtin-
um, “ bœtir hún við til nánari skýring-
ar. Einungis tvö verkanna hafa heyrst
hérlendis áöur.
verki, sem er samið 1996, stjómar
hann hljóðfæraleikaranum með því
aö gefa honum taktinn í gegnum
heymartól og telja hann áfram því
hann vill láta allt passa nákvæmlega.
Aftur á móti stýri ég tölvunni sjálf í
verkinu eftir Hilmar Þórðarson og
ræð hraðanum þannig að ef ég verð
æst þá get ég látið tölvuna fylgja mér!
Mér fannst strax alveg rosalega gam-
an að spila þessi verk. Þetta er alveg
nýr heimur og ótrúlega heillandi."
Mörg sjónarhorn
A tónleikum i Salnum síðast-
liðið þriðjudagskvöld lék Halldór
Haraldsson píanóleikari þrjú til-
brigðaverk. Tónleikamir vora
hluti tónleikaraðárinnar Tíbrár.
Efnisskráin var glæsileg og tón-
leikamir vel sóttir.
Það er ekki öllum gefið að
skoða sama hlutinn frá mörgum
sjónarhomum. Við follum flest í
þá gryfju að láta okkur nægja að
byggja álit okkar eða niðurstöðu
á einföldmn athugunum. Til-
brigðaverk byggjast á stefi sem
oft era í eyram okkar hinna
harla ómerkileg. Og þó við reyn-
um þá getum við ekki sett fram í
huganum nema kannski tvö til
fjögur mismunandi blæbrigði á
þessa lagstúfa og verða þeir lítið
merkilegri við þá fábeytilegu
meðferð. En svo taka tónskáldin
sig til og gera stundum nokkra
tugi tilbrigða við hugmyndina.
Hún lifnar við, stækkar, þenst og
dýpkar - allt vegna þess hvað
hugsuðimir geta valið sér mörg sjónarhom.
Tilbrigðaverkin geta því virkað sem þörf
áminning á tímum einföldunar um það hve
hvert mál, hversu einfalt sem það virðist, get-
ur haft margar hliðar. En það þarf vilja og
þjálfún til að sjá þær.
Halldór Haraldsson hafði á þriðjudag ekki
valið til flutnings verk eftir nein smámenni.
Beethoven og Schumann verða að teljast til
voru talsverðir en best tókst til
í tilbrigði sem rammað er inn
af skalaleikjum, fyrst í hægri
hendi og síðan í vinstri. Sveifl-
an í rytmískum leik er góð þar.
Theme varié eftir Francis
Poulenc er bráðskemmtilegt
verk þar sem kaflarnir bera
lýsandi nöfn um innihaldið:
glaðlegt, göfugt og hæðnislegt
eru aðeins þrír af níu titlum.
Flutningurinn var ekki alltaf
öruggur en hvert tilbrigði þó
málað i sterkum litum. Sakleysi
hjarðljóðsins og alvara elegí-
unnar voru sérlega vel útfærð.
Sinfónískar etýður eftir Ro-
bert Schumann eru misáhuga-
verðar en heildin þó verulega
safarik framan af. Áhrifa frá
Chopin gætir á köflum en
etýðusöfnin hans eru samin um
svipað leyti eða á fyrri hluta
fjóröa áratugar nitjándu aldar.
Schumann hafði hrifist af til-
brigðatækni Chopin og auglýsti
hann í blaðagreinum sem snilling. Það var í
hinum safaríka fyrsta hluta þessa verks sem
flutningur Halldórs náði hvað bestu flugi. Þétt-
ur og skapríkur leikur skilaði þar oft hrífandi
túlkun.
Halldór kvaddi gesti sína á hugljúfum nótum
og mjúkur og einlægur hljómur slaghörpunnar
í höndum hans fylgdi mönnum heim.
Sigfríður Bjömsdóttir
Halldór Haraldsson píanóleikari
Mjúkur og einlægur hljómur slaghörpunnar í höndum hans fylgdi mönnum heim.
stórskotaliðsins, en verk í léttari dúr eftir Pou-
lenc fékk að fljóta með.
Fimmtán tilbrigði og fúgu op.35 í Es-dúr
samdi Beethoven rúmlega þrítugur. Frelsi
fantasíunnar í tilbrigðaforminu og svo sama
frelsi undir ströngmn aga fúgunnar átti eftir að
heilla Beethoven fram eftir öllum aldri. Til-
brigðin op. 35 eru öguð og framúrskarandi
glæsileg tónsmíð á köflum. Hnökrar í flutningi
___________________Menning
Umsjón: Siija Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
Prinsessan í hörpunni
Leikbrúðuland flytur Prinsessuna í hörpu-
nni eftir Böðvar Guðmundsson í Samkomu-
húsinu á Akureyri um helgina kl. 13 og 15 á
laugardag og kl. 14 og 16 á sunnudag. Sýning-
in sækir efhi sitt í Völsungasögu og var frum-
flutt á Listahátíð í Reykjavik 2000 og hlaut frá-
bærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.
Efnið er sótt í Völsungasögu. Það geisar
stríð og kóngur og drottning eru drepin en
Heimir gamli hörpuleikari bjargar Áslaugu
prinsessu með því að fela hana í hörpu sinni.
Eftir mikla hrakninga hittir Áslaug gott fólk
sem elur hana upp. Löngu síðar kemur Ragn-
ar loðbrók siglandi á skipi sínu og leysir Ás-
laug þrjár þrautir til að sanna ætterni sitt fyr-
ir honum. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.
Pessi ja Illusia
Á sunnudaginn kl. 14 verður finnska ævin-
týramyndin Pessi ja Illusia (1983) sýnd í Nor-
ræna húsinu. I skógunum miklu búa dýrin,
mannfólkið, tröllin, ljósálfarnir og fleiri verur.
Þangað hrapar ljósálfurinn Illúsía ofan af
regnboganum og fjallakóngulóin rænir hana
vængjunum svo að hún kemst ekki aftur
heim. Illúsia veröur að bjarga sér af eigin
rammleik á jörðinni, og ævintýri sumarsins
breytast í harða baráttu við hvíta vetrardauð-
ann. í þeirri baráttu vinnur hugdjarfi trölla-
drengurinn Pessi hetjudáð. Leikstjóri er
Heikki Partanen.
Schumann
og Mendelsohn
Kammerhópur Salarins heldur tónleika í
Salnum í Kópavogi kl. 16.30 á sunnudaginn.
Fyrst flytur Karólína Eiríksdóttir tónleika-
spjall, síðan leika Auður Hafsteinsdóttir, Sif
Tulinius, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurður
Bjarki Gunnarsson og Nína Margrét Gríms-
dóttir Strengjakvartett op. 12 nr. 1 í Es dúr eft-
ir Mendelssohn og Píanókvintett op. 44 í Es
dúr eftir Schumann. Veitingahúsakynning
verður á vegum Te og kaffi.
Messa heilagrar Sesselju
Söngsveitin Fílharmónia flytur hina miklu
Messu heilagrar Sesselju eftir Joseph Haydn í
Langholtskirkju sunnudag og þriðjudag kl.
20.30. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðars-
dóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Þorbjörn Rún-
arsson og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Kamm-
ersveit skipuð 26 hljóðfæraleikurum tekur
þátt í flutningnum og stjómandi er Bemharð-
ur Wilkinson.
Miðar eru til sölu í Bókabúð Máls og menn-
ingar á Laugavegi 18 og við innganginn.
Tattóveraði
*
Alendingurinn
Heimildakvikmyndin Tattóveraði Álending-
urinn eftir þjóðfræðinginn Per-Ove Högnás
verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudaginn
kl. 16. Þar er m.a. rætt við unga töffara, sjó-
menn af yngri og eldri kynslóðinni, rithöfund
og unga stúlku sem öll eru stolt af því að bera
tattú. Per-Ove leggur áherslu á að sýna fólkið
í sínu eigin umhverfi, töffarann á rúntinum í
ameríska kagganum, sjómanninn við störf sin
að sumri sem vetri o.s.frv. Dregin er upp
mynd af sögu tattúsins og fjallað um hvers
vegna fólk lætur tattóvera sig.
Efnahagsumbreyting
Halldór Bjamason sagnfræðingur flytur er-
indi á opnum fundi í húsi Sögufélags við
Fischersund á morgun kl. 17.30 eftir aðalfund-
arstörf félagsins. Erindið nefnir hann „Utan-
landsverslunin og efnahagsumbreyting ís-
lands 1870-1914“ og byggir það á nýjum rann-
sóknarniðurstöðum úr doktorsritgerð sinni.
Meðal annars verður fjallað um þýðingu blaut-
fiskverslunar fyrir myndun þéttbýlis og nýrra
stétta í bæjum og þorpum, þ.e. verkalýðs og at-
vinnurekenda. Einnig verður lýst þeirri pen-
ingavæðingu, sem hófst skömmu fyrir alda-
mótin 1900 og var áhrifamikil í afnámi gam-
alla og nýrra hafta í samfélaginu.