Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Page 20
* 28 Tilvera FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 I>V Erum mest undrandi sjálf - segja Noröfirðingarnir 1 Gettu betur-liðinu 1 VA Óskar, Ævar og Sóley á hestbaki Liösmenn VA eru allir hreinræktaöir Noröfiröingar og ekkert á leiöinni í burtu á næstunni. Undanfamar vikur hafa verið þeim Óskari Ágústi Þorsteinssyni, Sóleyju Þórðardóttur og Ævari Unn- steini Egilssyni skemmtilegur tími en þau skipa lið Verkmenntaskóla Austurlands (VA) í Gettu betur- spumingakeppninni. Árangur þess hefur vakið mikla athygli enda er lið skólans, sem einungis tvö hund- ruð nemendur sækja, komið í und- anúrslit. Þar mun það mæta liði Menntaskólans við Sund og fer viðureignin fram i Fjarðabyggð þann 15. mars næstkomandi. Vafa- lítið dettur mörgum í hug sagan um Davíð og Golíat þegar sigurganga liðsins er rakin því á leið sinni í undanúrslitin lögðu þau að velli lið Menntaskólans í Kópavogi í fyrstu umferð, þá lið Verzlunarskóla Is- lands, sem þótti eitt hið sigurstrang- legasta í keppninni í ár, og nú síðast laut Menntaskólinn á Akureyri í gras fyrir liðinu frækna í átta-liða úrslitum. „Viö emm sennilega mest imdr- andi á þessu sjáif,“ sagði Sóley Þórö- ardóttir, náttúrufræðingur liðsins, um árangurinn. „Okkar ósk var að komast í aðra umferð og allt um- fram þaö litum við á sem bónus. Ég held að enginn hafi gert sér vonir um að þetta gengi svona vel, allra síst við sjálf,“ sagði hún, undrandi yfir þessu öllu saman. Eins og áður sagði hefur árangur liðsins vakið mikla eftirtekt og rigndi inn heillaóskum eftir sigur- inn gegn MA. Heillaóskimar komu úr öllum áttum, jafht frá háttsettum embættismönnum þjóðarinnar sem og fólkinu á götunni og greinilegt að mörgum fannst sniðugt að sjá þenn- an litla skóla velgja stóru skólunum undir uggum. Hittumst þrjú kvöid í viku og spilum Trivial Pursuit En hver er töfraformúlan? Af hverju hefur liðinu vegnað eins vel og raun ber vitni? Þeir sem þekkja til liðsmanna telja að leyndarmálið sé fólgið í hógværð og rósemd ein- staklinganna sem skipa liðið og þar fyrir utan séu þau gáfuð frá náttúr- unnar hendi, eins og einn af kenn- urum þeirra lét hafa eftir sér. Að- spurður hvort æfingar hafi verið stífar upp á síðkastið sagði fyrirlið- inn og fjölfræðingurinn Óskar Ágúst að svo hefði ekki verið, enda þýddi ekki að fylla hausinn af upp- lýsingum á síðustu stundu. „Við erum ekkert að stressa okkur á þessu. Við hittumst þrjú kvöld í viku og spilum Trivial Pursuit. En svo starfa auðvitað mjög góðir kennarar við skólann og þeir miðla reglulega af visku sinni. Ég get ekki sagt að keppnin trufli okkur mikið.“ Og þó. Liðsmenn hafa orðið varir við mikinn áhuga bæjarbúa á keppninni og getur blaðamaður staðfest að litið er á þau sem nokk- urs konar þjóðhetjur í Fjarðabyggð. Sem dæmi um áhugann sem ríkir í bænum má nefna að ekki sást kött- ur á kreiki á meðan viðureign VA og MA í átta-liða úrslitunum stóð yfir í sjónvarpinu. „Ég hélt að svona lagað myndi eingöngu gerast í Eurovision-keppninni," sagði Ævar Unnsteinn, íþrótta- og dægurmála- sérfræðingur liðsins, og bætti við að hann væri oft að lenda í aðstæðum þar sem hann væri minntur á stöðu sína. „Daginn fyrir keppnina á Ak- ureyri skellti ég mér í klippingu og var að segja sessunaut mínum frá því að kannski kæmumst við ekki til Akureyrar vegna verkfalls flug- umferðarstjóra. Einhver fyrir aftan okkur hleraði samtalið og var ekki par hrifmn af þessu. Þó ekki vegna þess möguleika að fresta yrði keppninni heldur vegna þess að um var að ræða yfirvinnubann en ekki verkfall. Það olli honum greinilega miklum vonbrigðum að ég vissi þetta ekki og var mér tjáð að svona hluti yrði liðið að vita ef það ætlaöi sér að komast lengra.“ Aðalatriðið er að allir hafi gaman af þessu En hvernig líst þeim á framhald- ið? Var Menntakólinn við Sund draumaandstæðingurinn fyrir und- anúrslitin? Óskar varð fyrir svörum og sagði dráttinn ekki skipta nokkru máli. „Lið sem kemst alla leið í undanúrslit hlýtur að vera gott. En ég viðurkenni nú alveg að hjartað í mér sló hratt þegar dregið var um andstæðinga Menntaskól- ans í Reykjavík. Það lið er mjög gott eins og ávallt." Er ekki kominn meiri þrýstingur á þau núna eftir alla velgengnina? „Nei, það finnst mér ekki,“ svarar Sóley ákveðin. „Við erum fyrir löngu búin að ná okkar markmiði. Það verður mikið stuð í Fjarðabyggð þegar lið Menntaskólans við Sund og fóruneyti þeirra mætir og aðalatriðið er að allir hafi gaman af þessu." Óhætt er að taka undir orð Sól- eyjar því auðvitað er þessi keppni fyrst og síðast stórkostleg skemmt- un sem ber að taka hæfilega alvar- lega. Hinu verður þó vart neitað að sigurganga VA sýnir enn og aftur að stærðin skiptir ekki máli. -JKÁ Undanúrslit Gettu betur í kvöld: Ætlum að hljóta ást þjóðarinnar - segja MS-ingar Stemningin var góð hjá liðssveit MS í Gettu betur þegar heilsað var upp á hana eitt kvöldið í vikunni. Liðiö er skipað Ásbirni Jónassyni, sem hefur orðið þriggja ára reynslu í faginu, og þeim Úlfi Einarssyni og Sigurlaugi Ingólfssyni sem báðir hófu keppnisferilinn í vetur en eru strax komnir í úrslitabaráttuna. Þjálfaramir þennan veturinn eru gamlir keppnishundar, Hannes Óli Ágústsson og Úlfar Freyr Stefánsson. í vetur hafa þeir spurt en ekki svar- að. Hannesi Óla finnst skiptin góð. „Það er ekki eins erfitt að vera þjálf- ari eins og keppandi," segir hann. Ágætt að koma austur Keppnin i kvöld er tekin upp á Neskaupstaö. Flogið eldsnemma morguns og komið heim seint að kveldi. Ferðin leggst vel í þá MS- inga. Sigurlaugur hefur komið áður á staðinn. Hinir líka en segjast hafa verið svo litlir að þeir muni ekkert efth- því. „Það verður ágætt að koma austur," segja þeir og telja dá- litið fúlt að geta ekki veriö á ballinu sem verður haldið í Egilsbúð eftir keppni. „Við fljúgum strax til baka enda á Úlfur að mæta í fótbolta hálf- ellefu á laugardag, að viðlagðri 5.000 króna sekt, svo það er ekki hætt- andi á að draga heimferð," segir Sigurlaugur. Bond-spurning óskast Félagamir í MS segjast hafa byrj- að æfmgar fremur seint en tíminn hafi verið vel notaður undanfarið. Það hafi verið lesið, hlustað og spjallað. „Svo erum við með spum- DV-MYND EINAR J. Tll í slaginn Hannes Óli Ágústsson, annar þjálfarí liösins, og keppendurnir Úlfur Einarsson, Ásbjörn Jónasson og Sigurlaugur Ing- ólfsson. ingar í þúsundavís sem viö höfum baunað á strákana," segir Hannes Óli húsbóndalega og bætir við að hluti af undirbúningnum felist í að spá í Eggert dómara og áherslur hans. Aðspurðir hvaða efni þeir vildu helst vera spurðir um eru þeir á einu máli - Bond! „Það væri gott að fá þunga Bond-spumingu til að bjarga sér á. Enda er kominn tími á eina slíka. Það hefur varla verið minnst á Bond í keppninni. Þó er þetta hákúltúr í kvikmyndasög- unni,“ segja þeir. Þegar spurt er hvort undirbún- ingur undir keppnina hafi komið niður á hinu almenna skólanámi verða nýliöamir dálítið sposkir á svip: „Já, svona frekar," segir Úlfur og Sigurlaugur bætir við: „Maður vælir um frest á frest ofan í sam- bandi við verkefnaskil." En Ásbjörn ber sig vel. „Það er bara lært,“ seg- ir hann og ekki orð um það meir. Þeir horfa allir vongóðir til páska- frisins og segja að þá verði hægt að vinna upp syndirnar. Töluvert gáfaðri eftir í framhaldinu velta menn fyrir sér tilganginum með æfingunum - eða tilgangsleysinu. Ásbjöm vill meina að þeir verði allir töluvert gáfaðri eftir, þótt hluti kunnáttunn- ar verði kannski aldrei notaður. „Við væmm ekki að leggja þetta á okkur ef það væri til einskis," segir þjáifarhm ákveðinn. „Nei, við ætl- um auðvitað í utanlandsferðina," minnir Sigurlaugur á....Og hljóta ást þjóðarinnar með því að sigra í ár,“ bætir Úlfur við. -Gxm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.