Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2002, Page 24
32 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 Tilvera I 1 í fiÖ Sá fyndnasti Fyndnasti maður íslands, Úlfar Linnet, ætiar að sýna Norðlend- ingum hvers vegna hann var val- inn fyndasti maður íslands. Þetta er í fyrsta skipti sem Úlfar kemur fram norðan heiða. Gríniö hefst í Deiglunni í Lista- gili kl. 22 í kvöld. Fundir og fyririestrar ■ KOSTNAÐARSKIPTING í HEILBRIGÐISKERFINll Málbing um kostnaðarskiptingu í heilbrigðis- kerfinu verður haldið í Norræna húsinu í dag og hefst kl. 14. Krár ÍBROAD A ÁMSTERDAMA Amsterdam í kvöld spilar sænsk/ís- lenska dúóiö Broad en það er skip- að þeim Mats Nilson og Birni Vil- hjálmssyni. ■ JANIS JOPLIN TÓNLEIKAR OG BALL A KRINGLUKRANNI Það verða Janis Joplin tónleikar klukkan 21 á Kringlukránni í kvöld. ■ PÁLL ÓSKAR Á GAUKNUM í kvöld mun Páll Oskar halda dúndur- teiti á Gauknum og mun hann hafa fjóra gógó-dansara sér til aðstoðar. Sveitin ■ BRETTAKVOLP I HLIÐARFJALLI Það verður eitt stykki Brettakvöld haldið í Hliöarfjalli á Akureyri í kvöld frá 19-21. ■ XXX ROTTWEILERHUNPAR Í GRINDAVIK Rapphundarnir í XXX Rottweilerhundum verða með tvenna tónleika í Hafurbirninum í Grindavík t kvöld. ■ ÚTRÁS í NESKAUPSTAÐ 1 Egils- búð í Neskaupstað veröur kátt á hjalla eftir Gettu betur keppni Verk- menntaskóla Austfjarðar og Mennta- skólans við Sund en hljómsveitin Út- rás mætir og veröur með ball fyrir þátttakendur, gesti og gangandi. Leikhús ■ ANNA KARENINA I kvöld sýnlr Þjóðleikhúsiö verkið Anna Karenina eftir Leo Tolstoy. Sýnt er á stóra sviðinu í kvöld kl. 20. ■ BOÐORÐIN 9 í kvöld sýnir Borg- arleikhúsið ieikritiö Boðorðin 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikrit um núttmafólk í kröppum dansi sem hefst klukkan 20. ■ FYRST ER AÐ FÆÐAST Leikritið Fyrst þarf nú að fæðast er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins og hefst sýningin kl. 20. ■ GULLBRÚPKAUP í kvöld sýnir Leikfélag Akureyrar verkið Gullbrúð- kaup eftir Jökul Jakobsson en sýn- ingin hefst kl. 20 ■ HVER ER HRÆPDUR? í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið Hver er hræddur við Vfrginíu Woolf? Sýningin hefst kl. 20 ■ MEÐ LYKIL UM HÁLSINN Vestur- portið sýnir T kvöld kl. 20 verk eftir Agnar Jón sem ber heitið Með lykil um hálsinn. Tekiö skal fram að sýn- ingin er ekki ætluð börnum undir 14 ára aldri. Bíó ■ SfÚTtMÝNPÁKVOLP I HINU HUSINU Frá kl. 20 til 22 verður stuttmyndakvöld á Loftinu (3. hæð) í nýja Hinu Húsinu, Pósthusstræti 3-5 (gamla löggustööin). Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Hulda Lind Jóhannsdóttir leikkona ársins í Svíþjóð: Sótti um leiklistarnámið af rælni Alltaf er gaman þegar landinn gerir það gott á erlendri grundu og þegar við fréttum af íslenskri leikkonu, Huldu Lind Jóhannsdótt- ur, sem útnefnd var leikkona ársins í Sviþjóð á síðasta ári þá var for- vitnin vakin og slegið á þráðinn tii hennar. Hún var á leikferðalagi um Blekinge, á leið til Kalmar þegar í hana náðist og kvaðst afar ánægð með upphefðina og verðlaunin sem henni féllu í skaut. „Það er fyrst og fremst heiðurinn sem skiptir máli því þetta er mikil viöurkenning," sagði hún. Hulda kvaðst yfirleitt vera aðra hverja viku á flakki en hina heima í Stokkhólmi. Nú ferð- ast hún um með bamaleikritið Gá pá lina, þar sem hún leikur aðal- hlutverkið. MYND: RIKSTEATERN, PEO OLSSON Ur leikritinu Gá pá lina Roberto Gonzalez og Hulda Lind í hlutverkum sínum sem afinn og litla stúlk- an, Esme. listina í Svíaríki svarar Hulda: „Já, ég lærði við skóla í Gautaborg. Hann er einn af þessum háskólum sem leggja mikið upp úr líkamstján- ingu og slíkum kenningum. Mjög sérstakur skóli sem mikil aðsókn er að. Umsækjendur eru hátt í þúsund árlega og ég var ein af 16 sem komst inn það árið,“ segir hún og kveðst hafa verið mjög hissa sjálf á þeirri velgengni. „Ég reiknaði alls ekki með að komast inn. Sótti samt um í öllum fjórum stóru leiklistarskólun- um í landinu, bara af rælni. Byrjaði á að fara í eins árs nám í Stokk- hólmi sem var undirbúningsdeild fyrir þessa skóla. Komst svo inn í Gautaborg, mér til mikillar furðu, fór í gegn um allar síur og var þar í þrjú ár. Þetta rúllaði svona áfram án þess að ég hefði beinlínis ætlað það. Ég var alltaf á leiðinni heim!“ Kona eigi einsömul Nú viljum við fá að vita hvort Hulda komi ekki stundum í heim- sókn til íslands. „Jú, að minnsta kosti einu sinni á ári og stundum tvisvar. Þegar Flugleiðir bjóða ein- hverja góða prísa, en það gerist ekki oft! Mér finnst nauðsynlegt að koma heim og heilsa upp á fjölskylduna." Hulda kveðst eiga sænskan sam- býlismann sem hún hafi oft komið með til íslands og kunni mjög vel að meta landið hennar. Þegar spurt er út í framtíðaráformin kemur i ljós að daman er kona eigi einsömul svo horfur eru á breyttum högum síðar á árinu. „Ég reikna með að taka mér frí frá leikhúsinu í haust og vera heima við í eitt ár,“ segir hún. -Gun. MYND: YLVA LAGERCRANTZ Skarar fram úr í Svíþjóð Hulda Lind Jóhannsdóttir er ánægð með viðurkenn- inguna. Lofsamlegir dómar Hulda tilheyrir kjarnanum í barnadeild Þjóöleikhússins i Stokk- hólmi, Riksteatem. Þar er yfirleitt ráðið í hvert leikrit fyrir sig, að hennar sögn. Hún lék titilhlutverk í ööru barnaleikriti sem var í gangi á Riksteatern í fyrra og hét Malla handlar og fékk afar lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína í því, rétt eins og í Gá pá lina. „Við frumsýnd- um Malla handlar í E1 Salvador og ferðuð- umst með það vítt um Mið-Ameríku og Jap- an, auk þess að sýna það hér í Skandinavíu. Það var mjög skemmti- leg upplifun," segir hún. Ekki hefur hún komist í leikfor enn þá til íslands enda þykir það víst of dýrt. En hversu lengi hefur hún búið í Svíþjóð og hvað hyggst hún fyrir í framtíðinni? „Ég hef búið hér sið- an 1989, eða í 13 ár, og býst ekki við að fLytja heim fyrsta kastið,“ svarar hún. Hún kveðst þó aldrei hafa ætlað að ílengjast í Svíþjóð. „Ég var hér eitt sumar og vann við þrif, langaði að kynnast nýju landi og læra nýtt mál. Þetta var sumarið ‘86 og ég var í Stokkhólmi. Svo fór ég heim en kom aftur og vann í hálft ár. Svo bara gerðist það að ég stað- næmdist hér,“ segir hún eins og af- sakandi. Sótti um af rælni Aðspurð hvort hún hafi lært leik- Bíógagnrýni wssm Sam-bíóin - Snow Dogs ★ ★ Úr sólinni á Flórída í kuldann í Alaska Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Á kránni í Alaska Cuba Gooding jr. og Grahame Greene í hlutverkum sínum. „Er ég eskimói,“ öskrar Cuba Gooding jr. upp yfir sig þegar hann kemst að því að hann hefur verið ættleiddur. Hin raunverulega móðir hans, sem hefur búið alla ævi í Alaska, er látin og hefur arfleitt son sinn að eigum sínum. Það er von að aumingja Cuba spyrji - fáfræðin hjá þeim sem búa við temprað loftslag er mikil þegar Alaska, Grænland og jafnvel ísland er nefnt á nafn. Allt er þetta nú samt í gríni í Snow Dogs sem er klassísk afþreyingarmynd frá Disney. Frumleikinn liggur í að láta svartan mann úr sólinni á Flór- ída, sem aldrei hefur verið í veðr- áttu undir tuttugu stigum, fara í kuldann til Alaska. Að öðru leyti er myndin ein klisjan á eftir annarri, gerð af fagmönnum sem vita hvað þeir eru að gera. Ted Brooks (Cuba Gooding jr.) er vinsæll tannlæknir í Miami sem lif- ir lífinu til fulls. Þegar hann er bú- inn að fá fréttirnar um uppruna sinn er það meira af forvitni heldur en til að hirða eigur látinnar móð- ur, sem hann yfirgefur hlýjuna og fer i kuldann. Eins og við er að bú- ast er hann eins og belja á svelli (i orðsins fyllstu merkingu) þegar hann er kominn til Alaska. Eigur móður hans reynast ekki dýrmætar, fyrir utan hundasleðalið sem hún átti. Nú stendur fyrir dyrum hunda- sleðakapphlaup og maðurinn sem allir hræöast, Thunder Jack (James Cobum), hefur mikinn hug á að eiga þetta hundalið en vill lítið borga fyrir það. Hefst nú skemmileg rinuna á milli þeirra sem ekki verð- ur friðsamlegri þegar Brooks kemst að því að Thunder Jack, sem er hvítur, er raunverulegur faðir hans Cuba Gooding jr. er fyrst og fremst gamanleikari þó hann hafi gert ágæta hluti í dramatískum myndum. Hlutverk tannlæknisins, Ted Brooks, er eins og sniðið fyrir hann. í þessu hlutverki fær hann að fara með brandara á kostnað þeirra sem búa á mörkum hins byggilega, impróvisera að vild og gera um leið létt grín að kynþætti sínum. Það gefur því augaleið að myndin fellur og stendur með honum og Gooding fer létt í gegnum allt ferlið með sóma. James Cobum, sem ekki hef- ur lagt það í vana sinn að leika í gamanmyndum, er stirður og lítt fyndinn. Það eru helst hundamir sem veita Gooding einhvem mót- leik. í fjölskyldumyndum á borð við Snow Dogs verður rómantíkin að vera með og viti menn: er ekki svört og falleg ógift stúlka í þorpinu? Ekki þarf að hafa fleiri orð um hvað henni og Gooding fer á milli en mik- il ósköp er innkoma hennar i mynd- ina vandræðaleg. Það er augljóst að persónan er til uppfyllingar og að- eins til að koma rómantíkinni að. Að öðru leyti er Snow Dogs mein- laust gaman. Leikstjóri: Brian Levant. Handrit: Jim Kouf, Tommy Swerdlow og fleiri. Kvik- myndataka: Thomas Ackerman. Tónlist: John Debney. Aðalhlutverk: Cuba Good- ingjr., James Coburn, Nichelle Nichols, M. Emmet Walsh og Graham Greene.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.