Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Side 4
4
MÁNUDAGUR 25. MARS 2002
DV
Fréttir
Viltu vinna milljón? á Stöð 2:
Skúmurinn skóp
prestinum milljónir
- gefur hluta ágóðans til kirkjubyggingar í Tálknafirði
DV-MYND HAR!
Sóknarpresturinn sigursæli
„Ég á eftir aö bíöa og sjá hvaö skatturinn vill taka," segir sr. Sveinn Vaigeirsson. Hann var í Reykjavík í gær viö emb-
ættisstörf. Vestur héit Sveinn meö fimm miiljónir í vasanum sem hann vann á Stöö 2 í þættinum Viitu vinna milijón?
„Ég gaf upphaflega kost á mér til
þátttöku af þvt ég er alltaf blankur.
Ég hef lengi ekki séð núllið á yfir-
drætti ávísanareikningsins nema þá
í blámóðu fjarskans," sagði sr.
Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur
á Tálknafirði, í samtali við DV.
Óhætt er að segja að hann hafi ver-
ið maður gærkvöldsins. Hann var
keppandi í þætti Þorsteins J. Vil-
hjálmssonar, Viltu vinna milljón? á
Stöð 2, og svaraði þar kórrétt hverri
spurningunni á fætur annarri. Og
stöðugt lagði hann meira undir.
Komin var ein milljón króna í pott-
inn þegar Sveinn var spurður þeirr-
ar spumingar hverrar ættar skúm-
urinn væri.
Skúmurinn er af kjóaætt
Sóknarpresturinn tálknfirski
ákvað að taka slaginn enda fjórar
milljónir króna i viðbót í boði. Hefði
hann hins vegar svarað þessu rangt
hefði potturinn hrapað niður í íjög-
ur hundruð þúsund krónur. „Ég
fékk þá möguleika að skúmurinn
væri annaðhvort af kjóa-, svart-
fugla-, máva- eða skarfaætt. Ég var
nokkuð viss um fyrsta möguleikann
en til að taka af allan vafa hringdi
ég í Jóhann Einarsson sem er þaul-
vanur í þessum þáttum og veit svör
við ýmsu. Við vorum báðir sam-
mála um kjóaættina og ég gaf það
svar upp,“ segir Sveinn - og milljón-
imar fimm vora hans.
Hann er að vonum sæll með ár-
angurinn. Hann gat þess þó í sam-
tali við DV í gærkvöld að margar
spumingamar hefðu beinlíns verið
á sínu sviði. Það hefði létt sér róður-
inn. Þannig hefði hann, guðfræðing-
urinn, til dæmis vitað mætavel og
upp á sina tíu fingur að fiskurinn
var tákn kristinna manna í frum-
kristninni fyrir um tvö þúsund
árum.
Skattur og kirkja
En þótt milljónirnar fimm séu
komnar í höfn er ekki allur sigur-
inn unninn. „Ég á eftir að bíða og
sjá hvað skatturinn vill taka. En
síðan þarf ég líka aö grynnka á
skuldunum, svona rétt eins og ger-
ist á öðrum bæjum,“ segir séra
Sveinn. Að hætti manna í sinni
stöðu ætlar hann þó líka að láta eitt-
hvað af hendi rakna til eflingar
starfsins úti á akrinum, það er til
byggingar nýrrar kirkju í sókn
sinni í Tálknafirði. Hún hefur verið
í byggingu undanfarin ár en verður
vígð nú á vordögum. -sbs
Konur hvatt-
ar til prests-
starfa
Tvö prestsembætti eru laus til
umsóknar. Annaö er Selfosspresta-
kall en því þjónaði sr. Þórir Jökull
Þorsteinsson sem
er orðinn prestur
safnaðarins í
Kaupmannahöfn.
Sr. Gunnar
Bjömsson, fyrr-
um sóknarprest-
ur að Holti í Ön-
undarfirði og
Bólungarvík auk
Frikirkjunnar í
Reykjavík, hefur
þjónað því síðan sr. Þórir hélt til
Kaupmannahafnar. Skipað verður í
embættið frá 1. júní nk. en umsókn-
arfrestur rennur út 27. mars nk.
Hitt er nýtt prestakall, Linda-
prestakall í Kópavogi, en skipaður
verður sóknarprestur þar 1. júlí nk.
íbúar nýs Lindaprestakalls til-
heyrðu áður Hjallaprestakalli í
Kópavogi en þar voru um 10 þúsund
íbúar. Umsóknarfrestur er til 26.
apríl nk.
Valnefnd velur sóknarprest en
heimilt er að æskja almennra
prestskosninga ef minnst þriðjung-
ur atkvæðisbærra sóknarbarna í
prestakallinu æskir þess eigi síðar
en að hálfum mánuði liðnum frá
þeim degi er kallið var auglýst laust
til umsóknar.
Það vekur athygli að Biskups-
stofa hvetur konur til aö sækja um
ofangreind embætti með vísan til
jafnrar stööu og réttar karla og
kvenna. -GG
Sr. Þórir Jökull
Þorsteinsson.
Krapaflóð í Mýrdal um helgina:
Vegir skemmdust og flytja þurfti fé
Mikil úrkoma var í Mýrdalnum á
laugardaginn. Tvö stór krapaflóð féllu
í illviðrinu, annað úr Reynisfjalli, rétt
innan Lækjarbakka, þar sem snjóflóð
féll á bæinn um síðustu helgi. Hitt flóð-
ið féll 100 metra frá bænum Suður-Göt-
um. í hvoragu tilvikanna urðu teljandi
skemmdir; helstar á gróðri og girðing-
um.
Jón Hjaltason, bóndi á Suður-Göt-
um, segir að ekki sé óalgengt að flóð
falli úr gilinu við bæinn. í þetta skipti
hafi verið um óvenjustórt flóð að ræða.
Krapaflóðið sem féll úr Reynisfjalli var
líka stórt. Það náði niður undir veginn
fram í Reynishverfi en lokaði honum
þó ekki. Ólafúr Bjömsson, bóndi á
Reyni, varð að flytja fé úr fjárhúsum
við bæ sinn. Þar myndaðist stífLa af
snjó og krapa sem olli því að flæddi
inn í húsið svo flytja varð 60 kindur i
annað hús á næsta bæ.
Lögreglan í Vík sagði að mikið hefði
rignt í Mýrdalnum um helgina, mest á
Fénu bjargað
Fjárhúsiö á Reyni var rýmt vegna
vatns sem flæddi inn i þaö.
laugardag, vegir hefðu spiflst töluvert
en vegagerðarmenn hefðu staðið vakt-
ina og haldið þeim opnum. Veðrið
hafði heldur gengiö niður í gærdag og
flóðahætta að mestu liðin hjá. Mikið af
snjónum, sem féll um siðustu helgi,
hefúr tekið upp á láglendi í vatnsveðr-
inu en mikið er enn í ám og lækjum
sem víða flæða upp úr farvegum sin-
um yfir tún og engjar. -NH
DVAAYNDIR SIGURÐUR HJÁLMARSSON
Vegur en ekkl farvegur
Vegurinn fram i Reynishverfi var eins og fljót á laugardag. Hér sést
heim aö bæjunum Lækjarbakka og Reyni.
Rekstrarþrot landsbyggðarhafna blasir við
Bæjarstjóm Grindavíkur hefur
mótmælt harðlega frumvarpi til
hafnarlaga sem liggur nú fyrir Al-
þingi, flutt af samgönguráðherra,
Sturlu Böðvarssyni. Telur bæjar-
stjórn að verði það samþykkt sé
rekstrargrundvellinum kippt und-
an rekstri hafnarinnar, sem og
fleiri hafna á landsbyggðinni.
í samþykkt bæjarstjórnar segir
m.a.: „Nauðsynlegt er að ítarleg
rannsókn fari fram á afleiðingum
fmmvarpsins áður en til sam-
þykktar komi. Alger lágmarks-
krafa hlýtur að vera að kynna
mótvægisaðgerðir í einhverju
formi til að koma í veg fyrir
rekstrarþrot landsbyggðarhafna
með tilheyrandi byggðarvanda.
Bæjarstjóm skorar á Alþingi og
ríkisstjóm að afgreiða frumvarpið
ekki á því þingi sem nú stendur en
gefa sér tíma til að undirbúa mun
betur breytingar á framtíðarskip-
an hafnarmála í landinu.“
-GG
Borgarafundur um hættumat.
Seyðisfjörður:
Hættumat
vegna
ofanflóða
Á fjölmennum borgarafundi í
Herðubreið 20. mars síðastliðinn
var kynnt hættumat vegna snjóflóða
á Seyðisfiröi. Framsögumenn voru
Snjólfur Ólafsson, formaður hættu-
matsnefndar, Þorsteinn Amalds,
verkfræðingur á Veðurstofu ís-
lands, og Esther Hlíðar Jensen, jarð-
fræðingur á Veðurstofunni.
Bæjarbúum hafði áður verið
kynnt hættumat vegna ofanflóða en
framsögumenn fóru vandlega yfir
þetta og gáfu fundargestum tæki-
færi til að spyrja nánar út í málið.
Seyðisfjörður er einn af þeim stöð-
um þar sem talin hefur verið mikil
hætta á snjóflóðum og skriðufollum
en samkvæmt nýjum rannsóknum
er þetta þó skárra en talið var. Búið
er að skipta bænum í hættusvæði
og er kjami byggðarinnar í fjarðar-
botninum utan hættusvæðis en þeg-
ar komið er út með ströndinni eykst
hættan._____________-KÞ
Réðstá
konu og beit
Lögreglan í Reykjavik leitaði í gær-
kvöld manns eða manna sem bratust
inn i kaffihús við Vitastíg um tvöleyt-
ið aðfaranótt sunnudags. Stolið var
skiptimynt úr peningakassa. Þá vora
tveir menn handteknir á sunnudags-
nótt en þeir höfðu brotist inn í bíl við
Sóltún og haft á brott með sér hljóm-
flutningstæki.
Líkamsárás varð í Þingholtsstræti
um þrjúleytið á sunnudagsnótt þegar
karlmaður réðst á konu, beit hana og
kastaði henni í götuna. Hún hlaut
áverka á höfði en árásarmaðurinn var
á bak og burt þegar lögreglu bar að
garði. Lögreglan á landsbyggðinni átti
fremur náðuga daga um helgina og
taldi einn lögregluvarðstjórinn á
landsbyggðinni, sem DV ræddi við, aö
skýringa á því væri helst að leita til
þess annars vegar að landsmenn væra
að spara kraftana fýrir páskana og
hins vegar væri víða verið að ferma,
kirkjur fullar af fólki og landsmenn á
ferðalagi þvers og kruss um landið til
að samfagna fermingarbömunum og
fjölskyldum þeirra. -GG
Gott ár hjá
Norrænu
Aðalfundur Smyrfl Line var haldinn
í Færeyjum fyrir skömmu. Rekstrarár-
ið var gott en auk Norrænu gerir félag-
ið 'út skipið Clair, sem siglir mflli
Hanstholm og Þórshafnar. Hagnaður
félagsins á síðasta ári var 250 milljónir
króna. Mikil ánægja var á fundinum
með rekstur Norrænu og ákveðið var
að bæta við einni ferð í haust. Bókan-
ir fyrir næsta ár lofa góðu. -KÞ
Eldur í spóna-
geymslu í Víðidal
Eldur varð laus í spónageymslu á
hesthúsasvæði Fáks í Víðidal í
Reykjavik á laugardag. Eldurinn
uppgötvaöist tiltölulega snemma,
þar sem margt fólk var á svæðinu
að sinna hrossum, og tókst því aö
ráða niðurlögum eldsins að mestu
áöur en slökkviliðið kom á svæðið.
Rannsóknarlögreglan rannsakar
upptök eldsins en varðstjóri hjá
slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
neitaði því aðspurður aö grunur
léki á íkveikju. -GG