Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Side 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 25. MARS 2002
DV
REUTER-MYND
Lionel Jospin
Franski forsætisráöherrann í páska-
skapi þrátt fyrir váleg tíöindi.
Græningjar hóta
að hætta stuðn-
ingi við Jospin
Franskir græningjar hótuðu í
gær að styðja ekki Lionel Jospin,
forsætisráðherra og forsetaefni sósí-
alista, í kosningunum eftir mánuð
fallist hann ekki á að binda enda á
notkun kjarnorku til raforkufram-
leiðslu.
Noél Mamére, frambjóðandi
græningja, veittist að Jospin fyrir
það sem hann kallaði „stríðsyfirlýs-
ingu“ forsætisráðherrans. Haft var
eftir Jospin í viðtali að sósíalistar
hefðu aldrei fallist á kröfur græn-
ingja um að hætta notkun kjarn-
orku í áfóngum.
Ef græningjar láta verða af hótun
sinni gæti það komið sér afar illa
fyrir Jospin. Skoðanakannanir
benda til að hann og Jacques Chirac
forseti njóti svipaðs fylgis í síðari
umferð forsetakosninganna.
SLEÐADAGAR
15-50%
afsláttur
af fatnaði og fylgihlutum
Karpað um skilyrði fyrir ferð Palstínuforseta til Beirút:
Óvíst hvort Arafat
situr leiðtogafund
Palestínumenn og ísraelar héldu í
gær áfram að karpa um skilyrði fyr-
ir ferð Yassers Arafats, forseta
palestínsku heimastjórnarinnar, til
leiðtogafundar arabaríkja sem hefst
i Beirút, höfuðborg Libanons, á mið-
vikudag. Búist er við að þar verði
samþykktar tillögur Sádi-Araba um
að taka að nýju upp friðarviðræður
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Ekki er annað vitað en að banda-
rískir embættismenn styðji eindreg-
ið setu Arafats á fundinum og flest-
ir arabar telja þátttöku hans nauð-
synlega til að tillögur Sádi-Araba
beri einhvem árangur.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að hann von-
aðist eftir árangri á fundinum.
„Fyrir liggja drög að mjög já-
kvæðri yfirlýsingu sem ég held að
geti orðið mikilvægt skref í átt til
þess að tilveruréttur Ísraelsríkis
REUTERWYND
Með friöartákn í hendi
Kristinn drengur meö palestínskt
höfuöfat heldur á olíuviöargrein,
tákni friöar, viö komuna til Jerú-
salem í gær, páimasunnudag.
verði viðurkenndur og i átt til
stuðnings við palestínskt ríki við
hlið ísraels," sagði Powell.
Háttsettur palestínskur embættis-
maður sagði i gær að Arafat ætlaði
sér að sækja fundinn í Beirút. ísra-
elsk stjórnvöld segja aftur á móti að
hann fái ekki að fara nema hann
fari að tillögum Bandaríkjamanna
um að binda enda á ofbeldisverk
undanfarinna átján mánaða. Arafat
mun vera reiðubúinn að hætta við
ferð til fundarins í Beirút frekar en
að ganga að ósanngjömum skilyrð-
um ísraela fyrir vopnahléi.
ísraelskir hermenn skutu átta
manns til bana í átökum í gær en
Palestinumenn urðu landnemakonu
að bana i árás á langferðabíl.
Deilendur funduðu í gærkvöld
með sendimanni Bandaríkjastjórn-
ar og sváfu í nótt á málamiðlunartil-
lögum hans um vopnahlé.
REUTER-MYND
Slegist um bestu bitana
Tugir íbúa tveggja fátækrahverfa i Rosario, næststærstu borg Argentínu, keppast um bestu bitana af kú sem þeir
slátruöu eftir aö gripaflutningaþíl, sem var aö flytja 22 kýr, hvolfdi á nærliggjandi þjóövegi.
'Verð
90 cm 35.600,- Saml: 30.600
100 cnv39.000,- Saml: 34.000
105 cm42.800,- Samt; 37.800
120 cnv 49.900,- Samt; 44.900
RRGnRR BJÖRIlSSOn««.
Dalshrauni 6 Hnfnarfirði Slmi: 555 0397 www.rbrum.is
IKJS jeriniri^mrúriri
Fermingargjöf
sem innborgun á rúmi
Barnaníðingshneyksli vindur upp á sig:
Hvatti kardínálann í
Boston til aö hætta
Bamaníðingshneykslið innan
kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjun-
um tók nýja stefnu í gær þegar að-
stoðarprestur einnar áhrifamestu
sóknar kirkjudeildarinnar í Wash-
ington hvatti kardínálann í Boston,
Bernard Law, til að segja af sér
embætti.
Hundruð kirkjugesta risu á fætur
og klöppuðu fyrir þessari kröfu
Percivals D’Silva aðstoðarprests.
Mjög óvenjulegt er að almennir
kirkjugestir rísi upp gegn æðstu yf-
irmönnum kirkjunnar þegar þeir
eiga í vök að verjast.
„Law kardínáli er ekki yfir lögin
hafinn," sagði D’Silva við söfnuðinn
í pálmasunnudagsræðu sinni.
Law hefur sætt mikilli gagnrýni
að undanförnu eftir að málefni
Johns Geoghans, fyrrum prests,
komst í hámæli. Geoghan var sak-
aður um að hafa áreitt kynferðis-
lega 130 manns á þrjátíu árum á
meðan hann var prestur í Boston og
nágrenni.
Gögn sem voru lögð fram í réttar-
Law kardínáli í Boston
Vissi um kynferðislega áreitni prests
viö unga drengi en geröi ekkert til
aö stööva guösmanninn.
höldum yfir Geoghan sýndu fram á
að Láw og fimm aðrir háttsettir inn-
an kirkjunnar höfðu vitneskju um
athæfi Geoghans en héldu áfram að
senda hann á milli sókna. Geoghan
afplánar nú níu til tíu ára fangelsis-
dóm fyrir að leita á 10 ára dreng.
Óvissa með kónginn
Óvissa virðist ríkja
um hvort Zahir Shah,
fyrrum konungur í
Afganistan, geti snúið
aftur til heimalands-
ins. ítölsk stjórnvöld
frestuðu för hans af
öryggisástæðum á
laugardag en Hubert
Védrine, utanríkisráðherra Frakk-
lands, sagði i gær að afganskir emb-
ættismenn hefðu fullvissað sig um
að engin vandkvæði væru á heim-
komu kóngs.
Tvennt dó í sprengingu
Ung stúlka og prestur létu lífið
þegar handsprengju var varpað að
hópi fólks sem var við útimessu í
Goma í Kongó í gær.
Ósammála um aöstoð
Leiðtogar Evrópuríkja og Banda-
ríkjaforseti eru ósammála um
hvemig auka beri aðstoð ríkra
landa við hin fátækari, að því er
fram kom á ráðstefnu SÞ í Mexíkó.
Evrópulönd vilja aukna ríkisaðstoð
en Bandaríkjamenn vilja að mark-
aðurinn sjá fyrir þessu.
Gengissig ekki stöðvað
Eduardo Duhaldo, forseti Argen-
tínu, segir að ekki verði gripið til
sérsakra aðgerða til að stöðva geng-
issig pesans, þrátt fyrir ótta við óða-
verðbólgu eða þjóðfélagsólgu.
Segir Blair hafa brugðist
Iain Duncan Smith,
leiðtogi breska íhalds-
flokksins, sagði á vor-
þingi flokksins í gær
að Tony Blair forsætis-
ráðherra og Verka-
mannaflokkurinn
hefðu brugðist þeim
sem minnst mega sín
og skoraði á samflokksmenn sina
að takast á við það verkefni að
koma hinum verr settu til aðstoðar.
írakar fagna sendinefnd
Stjórnvöld í írak sögðust í gær
vera reiðubúin að taka á móti
bandarískri sendinefnd til að rann-
saka örlög bandarísks flugmanns
sem var skotinn niður í Persaflóa-
stríðinu 1991.
Dauðarefsing íhuguö
John Ashcroft, dóms-
málaráðherra Banda-
ríkjanna, sagði í gær að
hann hefði ekki enn
gert upp við sig hvort
farið yrði fram á dauða-
refsingu yfir Zacarias
Moussaoui, frönskum manni sem
hefur verið ákærður fyrir tengsl við
árásarmennina 11. september. Ash-
croft hefur frest til fóstudags.
Geta ekki staðfest
Bandarískir embættismenn sögð-
ust í gær ekki geta staðfest fréttir
um að Yasser Arafat, forseti Palest-
ínumanna, hefði myndað bandalag
við írana og neituðu að spá í slíkt.
Ekki andvígir árás á írak
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, sagði í sjónvarpsviötali í
gær að arabaleiðtogar sem hann
hitti í ferð sinni til Mið-Austur-
landa hefðu ekki lagst gegn hugsan-
legum árásum Bandaríkjamanna á
skotmörk í írak.