Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.2002, Side 16
JS.28
MÁNUDAGUR 25. MARS 2002
Skoðun
DV
gMj
Spurníng dagsins
Ætiar þú út úr bænum
um páskana?
Oddný Garöarsdóttir:
Nei, enda langbest að vera heima í
faömi fjölskyldunnar.
Sævar Sigurjónsson:
Kannski viö félagarnir leigjum okkur
sumarbústaö og skellum okkur.
Dóra Björk Guðjónsdóttir:
Nei, ég ætla bara aö vera heima
og slappa af.
Ragnar Hálfdánarson:
Nei, ég býst nú bara viö aö
vera heima.
Kristján Oskarsson:
Það veröur sennilegast ekkert úr því.
Ég ætlaði aö fara á Fitness-mótið á
Akureyri en ég verö sennilega aö
sleppa því.
Ragnheiður Einarsdóttir:
Ég verö í Vestmannaeyjum þar sem
ég á heima.
Uppsveifla í
sýndarveruleika
Geir R.
Andersen
blm. skrifar:
Fyrir nokkrum
árum sýndi Sjón-
varpið stundum
mUli dagskráratriða
ítalska teiknimynd
sem nefndist Línan
(La linea). Þar var á
ferð teiknimynda-
fígúra sem gekk á
mjórri línu. Hún
sýndi mikil geð-
brigði eftir því
hvort hún varð fyrir hindrun eða gat
gengið óáreitt eftir línunni. - Þessi
táknræna teiknimyndasería minnir á
geðbrigði íslensku þjóðarinnar,
svona almennt.
Hér á landi er ýmist uppsveifla eða
niðursveifla, sem greinilega gengur
mjög nálægt fólki. Menn taka ýmst
dýfu eða hoppa hæð sína af gleði þeg-
ar þeir telja góðu tíðindin nálgast.
Fréttin þarf ekki að vera nema úti
við sjóndeildarhringinn - ekki endi-
lega í höfn - til þess að geðshræring-
arinnar gæti.
Talsmenn atvinnulífsins hafa lengi
krafist vaxtalækkunar og segja hana
lífsspursmál fyrir fyrirtækin og
heimilin, en meina bara fyrirtækin.
Heimilin og einstaklingar í borg og
bæ hafa mátt búa við vaxtastig of-
þenslunnar og verðbætur í ofanálag í
takt við verðbólguna. Enginn fjarg-
viðrast út af verðbótunum, En verð-
bætur munu þó ekki lækka þótt verð-
bólgan verði hamin. Ekki fremur en
endranær. í lítilli verðbólgu - eins og
t.d. árin 1998 og ‘99 - voru verðbætur
á vexti og afborganir í fullu fjöri, líkt
og verðbólgudraugurinn gangi laus í
öllum íslenskum innlánsstofnunum.
Forystumenn atvinnulífsins,
beggja vegna borðsins - skráðir eig-
í Seðlabankanum
Blaðamannafundur um vexti.
„Talsmenn atvinnulífsins
hafa lengi krafist vaxta-
lcekkunar og segja hana
lífsspursmál fyrir fyrirtæk-
in og heimilin, en meina
bara fyrirtækin. Heimilin
og einstaklingar í borg og
bœ hafa mátt búa við
vaxtastig ofþenslunnar og
verðbœtur í ofanálag í takt
við verðbólguna. “
endur fallíttfyrirtækja, jafnt og
launaþrælar hrópa „hósíanna", yfir
0,25-0,45% vaxtalækkun (sem auðvit-
að bjargar engu) og krefjast meiri
vaxtalækkana strax. Seðlabankann
sé ekkert að marka, hann sjái bara
verðbólgu, þótt mánuð eftir mánuð
komi í ljós að hér sé engin þensla.
Seðlabankastjóri og hans fólk hefur
hins vegar lög að mæla; að verðbólg-
an verði að sanna sig að fullu áður en
vaxtalækkun verði umtalsverð.
Eyðsluklærnar verða bara að hafa
biðlund. Skammtímalán á háum
vöxtum verða þær að þola enn um
sinn. Það mun því þrengja að, fari
sem nú horfír í atvinnu- og efnahags-
lífinu. Verði af frestun virkjunar-
framkvæmda, eldsneytishækkunum
og hækkun verðbólgunnar mun það
bitna illilega á afkomu fjölda verk-
færra manna í atvinnulífinu.
Það hrannast upp svört ský á
himni efnahagslífsins þessa stund-
ina, 0,25%-0,40% vaxtalækkun, og
þótt meiri væri, bjargar engu. — Nú
eru formennn stjórnarflokkanna þó
loks sammála um að ESB-aðiId sé
ekki í sjónmáli fyrir okkur íslend-
inga. Það lofar góðu.
Heilbrigt eða sjúkt efnahagslíf?
Oiafur Stefánsson
skrifar.
Fyrir bráðmn ári síðan sendi ég
inn nokkrar línur í þennan dálk DV
um ofangreint efni. Nú er málið enn
í brennidepli. Nú er líka full þörf á að
íslendingar kryfji þessa spurningu
vegna sviptinga í gengis- og vaxta-
málum undanfarnar vikur. Enn er
spuming hvað stjómvöld hyggist fyr-
ir nú þegar verulegur samdráttur er
að skella yfir landsmenn. Og enn þá
alvarlegri verður hann ef raunin
verður sú að ekkert verður úr stór-
virkjunum í bOi vegna álversbygg-
ingar á Austfjörðum.
íslenskur gjaldmiðiil á undir högg
að sækja hjá forsvarsmönnum hinna
stærri atvinnugreina og má vitna til
„Evran stendur okkur hins
vegar ekki til boða í bráð
og því fátt til bjargar ann-
að en að kanna sem fyrst
möguleika á aðild að hinu
nýja, stóra tollabandalagi í
Ameríku, NAFTA, og taka
upp dollara, sem tengjast
þeim bandaríska.“
ummæla forráðamanna Samtaka iðn-
aðarins og forsætisráðherra um við-
horf landsmanna til ESB.
Evran stendur okkur hins vegar
ekki til boða í bráð og því fátt til
bjargar annað en að kanna sem fyrst
möguleika á aðild að hinu nýja, stóra
tollabandalagi í Ameríku, NAFTA,
og taka upp dollara sem tengjast
þeim bandaríska.
Það bjargar okkur ekki að sækja
um inngöngu í ESB því biðtíminn get-
ur orðið allt að 10 ár og þá verður
löngu hrunið það efhahagskerfi sem
við notumst við nú. Og markaðsmögu-
leikar okkar verða ekki lengur á Evr-
ópusvæðinu eftir að ESB hefur gengið
að EES-efnahagssvæðinu dauðu.
Spurningin er hvort við sættum
okkur mikið lengur við sjúkt efna-
hagslíf á flestum sviðum eða sækjum
fram á þeim vettvangi einum sem við
getum vænst að búa við heilbrigt
efnahagsástand - og halda sjálfstæð-
inu án afarkosta.
Guðjón bítur frá sér
Guðjón Þórðarson, knattspymustjóri Stoke
City í Englandi, á ekki sjö dagana sæla. Liðinu
* hans gengur ekkert allt of vel. Eins og staðan er
nú er engan veginn öruggt að liðið komist í um-
spil um sæti i næstu deild fyrir ofan. En það er
ekki nóg með að liðið spili á tíðum afleitlega og
tapi leikjum sem eiga að heita unnir á pappím-
um heldur hafa Guðjón og liðið orðið fyrir óvæg-
inni gagnrýni stuðningsmanna. Og ekki nóg með
það. Heldur hafa blaðamenn á The Sentinel, stað-
arblaðinu í Stokeborg, verið óvægir í gagnrýni
sinni. Hafa þeir nánast misst áhugann á Stoke
og beint sjónum sínum að hinu liði borgarinnar,
Port Vale. Og til að bæta gráu ofan á svart hafa
óánægðir stuðningsmenn Stoke viðrað skoðanir
sínar á lesendasíðum umrædds dagblaðs. Verið
með skitkast úr i Guðjón og liöið á pappímum.
> Og ritstjórinn gerir ekkert til að stöðva þessa
vitleysu.
Gengur ekki lengur
Við þetta verður ekki unað. Því ákvað Guðjón
að taka íþróttaritstjóra blaðsins og einn blaða-
mann þess á teppið. Það gengur auðvitað ekki að
vera með leiðindi í blaðinu þó illa gangi. Leið-
. indin í blaðinu geta spillt fyrir liðinu svo það
tapi fleiri leikjum og eigi enn síöur von um að
komast í hóp útvalinna liða, þeirra sem
flytjast upp um deild í vor. Og þá munu
leiðindin halda áfram og gera liðinu enn
erfiðara fyrir. Getm- svo farið, ef blaða-
menn The Sentinel sjá ekki að sér, að
Stoke verði ekki einasta um kyrrt I 2.
deildinni ensku heldur falli niður í þá
þriðju. Við slíkt yrði ekki unað. Þennan
ósóma verður að stöðva.
Fréttabann
Því hefur Guðjón sett The Sentinel,
staðarblaðið í borginni, í viðtals- og
fréttabann. Öllum starfsmönnum Stoke
City er bannað að tala við blaðamenn frá
þessu blaði. Vogi þeir sér að ganga í ber-
högg við bann Guðjóns eiga þeir yfir
höfði sér sektir og aðrar refsingar. Knatt-
spymumenn Stoke City verða að átta sig
á því að það er ekki nóg að standa sig
gegn liðum sem eru verri á pappímum
heldur verður að vinna baráttuna á
pappímum. Sigur vinnst ekki aðeins inni
á knattspymuvellinum.
(\xffl
Peningar flæöa um þjóðfélagiö
Mest frá skattgreiöendum.
Meiri og meiri
fjárveitingar
Friðrik Halldórsson skrifar:
Hvernig getur ríkið staðið undir
öllum þeim fjárveitingum, sem farið
er fram á ár eftir ár, þ.e. fjánnögnun
á alisendis óþörfum verkefnum eða
styrkjum. Þingmenn draga ekki úr
kröfunum um fjárframlög, og ailt er
þetta tekið af skattgreiðendum án
þess að þeir fái rönd við reist. Ekki
minnsta tilraun gerð til að koma til
móts við þá í skattalækkunum, þeir
mega greiða næstum 40% í tekju-
skatt, þótt fyrirtækin njóti lækkunar
frá Alþingi (greiða nú 18% tekju-
skatt!). Fasteignaskattur og eignar-
skattur einstaklinga er alveg fyrir
borð borinn og engin lækkun sýnileg
þar enn. Aðeins hefur verið tæpt á
því að afnema hinn „sérstaka eignar-
skatt“ en það er auðvitað ekkert fast
í hendi fyrr en það er orðið. Þannig
er rúllað yfir einstaklinga, yngri sem
eldri. - Og síðan rúllar þjóðfélagið á
hausinn með sama áframhaldi.
Olían í Öxarfirði
Benedikt Jónsson skrifar:
Loks er farið að huga að þvi að hér
við land kunni að finnast olía eða
gas. Ekki veitir nú af ef allt bregst
með frekari virkjanir og álversbygg-
ingu. En hvers vegna í Eyjafirði, ég
bara spyr? Er ekki búið að sanna að
mestu mögurleikarnir á vinnanlegri
olíu séu í Öxarfirði eða Skjálfanda
(m.a. undir Flatey)? Ég tala nú ekki
um vitleysuna sem felst í því að leita
lengst norður í rassgati, á Jan
Mayen-hryggnum. Viljum við
kannski ekki fá olíuna? Á þetta eftir
að verða sama deiluefnið og virkjun
á hálendinu þar sem engu má við
hrófla? - Leitum strax il erlenda fé-
lagsins sem fann setlögin fyrir norð-
austan og leyfum þeim að finna olí-
una. Síðan getum við samið við þá.
Sleppum Norðmönnum alveg úr
myndinni að þessu leyti. Við höfum
ekkert nema samningatuðið út úr
þeirri samvinnu. Og við eigum enga
afgerandi samningamenn hér í dag,
líkt og við áttum þegar landhelgis-
málin voru leyst svo farsællega.
Lagskiptur mið-
bæjarprestur?
Hulda Þórisdðttir skrifar:
Þeir eru búnir að
raða upp hjá sér, R-
lista menn. Þar
kennir margra
grasa og misgóðra,
að minu mati. Þeir
eru líka búnir að
koma sér upp
presti, Jónu Hrönn
Bolladóttur, sem
starfar sem miðbæj-
arprestur að jafn-
aði. Finnst R-lista
framboðinu þetta
sterkt framboð? Hvernig getur prest-
ur sem gegnir opinbenun trúnaðar-
störfum verið lagskiptur, eins og ég
vil kalla það? Læknir getur verið í
framboði í borgarstjóm, líka lög-
fræðingur, en ekki prestur, að mínu
mati. Mér finnst starf prests vera
þannig að það samrýmist ekki póh-
tískum átökum. Nóg em nú átökin í
miðbænum að næturlagi þótt prest-
ur blandi sér ekki í önnur átök sam-
hliða áfalla- og samhjálp sem verður
þá alltaf pólitísk í eðli sínu.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reylgavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Jóna Hrönn
Bolladóttir.
- Tilbúin í
blönduð átök?