Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Blaðsíða 6
20 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002 21 Sport Sport Sigurbros á vörum - KA-menn slógu íslands- og bikarmeistara Hauka út úr keppninni KA er komið í úrslit Essodeildar karla eftir 27-26 sigur á íslands- og bikarmeisturum Hauka í annarri viðureign liðanna á Akureyri á fbstu- dag. Grunninn lögðu KA-menn á Ás- völlum á miðvikudag með góðum úti- sigri sem færði þeim úrslitarimmu við foman fjanda, Val. Leikurinn á fóstudag var spenn- andi frá byrjun og jafnt á öllum töl- um, í bókstaflegri merkingu fram í stöðuna 8-8, þegar Haukar náðu frumkvæðinu í leiknum. Sóknarleik- ur beggja liða var mjög hraður og skemmtilegur framan af og annars ágætar vamir þeirra urðu oftast að lúta í lægra haldi. KA-menn hófu leikinn á sinni hefðbundnu 3:2:1 vöm og Haukar voru í sinni 6:0 vöm og bæði lið spiluðu ákveðið enda mikið i húfi. Um miðjan hálfleikinn fór síð- an aðeins að halla undan fæti hjá heimamönnum og þeir skiptu í 6:0 vöm sem skilaði þó ekki alveg tilætl- uðum árangri. Haukamir gengu á lagið en voru oft á tíðum kærulausir í sóknarleiknum og náðu því ekki að hrista KA-menn af sér. Lukkan gekk síðan í lið með heimamönnum undir lok fyrri hálf- leiks þegar þeir unnu upp tveggja marka forystu Hauka þrátt fyrir að vera á löngum stundum einum færri og í raun hægt að segja að miðað við állar aðstæður hefðu Haukamir átt að hafa forystu í hálfleik í stað jafnr- ar stöðu. Fjögur fyrstu mörkin Það má segja að KA-menn hafi lagt grunninn að sigri sínum í upphafi síðari hálfleiks. Þeir skiptu aftur í 3:2:1 vömina sem var erfið sem aldrei fyrr og skilaði þeim fjögurra marka forskoti þegar fimm mínútur voru liðnar. Haukamir vom á þess- um tíma að gera mikið af mistökum og jafnvel vottaði fyrir örvæntingu í leik þeirra. Reynsla Haukanna er þó meiri en svo að þeir játi sig sigraða þegar svo mikið er eftir af leik og þeir fóru smátt og smátt að saxa á forskotið án þess þó að ná að jafna leikinn, alltaf var þetta eina mark þeim ofviða. Reyndar varð leikurinn um stund- arsakir æði líkur borðtennis þegar liðin fóru að misnota færi og missa boltann í gríð og erg. Tvær sóknir Haukanna upp úr miðjum síðari hálfleik skildu að lík- indum miili feigs og ófeigs. í annað skiptið fékk Ásgeir Öm Hallgríms- son sendingu inn i teig en skaut í stöngina en mark þama hefði hleypt krafti í Haukana, krafti sem ómögu- legt er að segja hvert hefði leitt þá. Skömmu síðar kom hins vegar vítamínsprauta fyrir KA-menn þegar Egedijus Petkevicius varði vítakast Jóns Karls Björnssonar. Þrátt fyrir að eftir þetta hafi Hauk- amir haldið áfram að sækja að KA- mönnum og þegar rúmar þrjár mín- útur vom eftir og KA-menn þremur mörkum yflr sáu þeir að nýju glitta í jafnteflið þegar Heimi Emi Ámasyni var vikið af velli í tvær mínútur. Haukamir náðu að minnka muninn í eitt mark að Heimi ijarverandi og allt í einu var full spenna komin í leikinn aftur. KA-menn komust i sókn sem dróst mjög á langinn og á endanum neydd- ist Heiðmar Felixson til að skjóta úr erfiðu færi en Magnús Sigmundsson varði. Haukarnir fengu boltann þeg- ar 40 sekúndur voru eftir og ruku í sókn en tóku síðan leikhlé á endan- um. Þá kom Þorkell Magnússon inn fyrir Magnús markvörð sem sjöundi sóknarmaður og þá fór að glitta í glufur í vöm KA. Aron Kristjánsson nýtti sér eina þeirra og skaut úr ágætu færi en örlagavaldurinn að þessu sinni var Egedijus Petkevicius, markvörður KA, sem varði skotið og tryggði þar með sigurinn. Áttundi maðurinn Petkevicius átti finan leik í marki KA og varði oft á tíðum úr dauðafær- um. Jónatan Magnússon fór að vanda fyrir frábærri vöm heimamanna en í sókninni voru það Andrius Stel- mokas og Heimir sem létu mest að sér kveða auk Halldórs Sigfússonar sem skoraði mikilvæg mörk, reyndar flest úr vítum. Áttundi maðurinn á pöllunum skilaði sínu einnig sem sjaldan fyrr. Rúnar Sigtryggsson var mjög sterkur í liði Hauka og skiljanlegt að þeir hafi saknað hans í síðasta leik. Aron var síógnandi og erfiður viður- eignar og Einar Öm Jónsson var traustur. Haukamir fengu einnig góðan stuðning áhorfenda en þó nokkrir höfðu lagt leið sína norður enda mikið í húfi. Reyndar vakti það nokkra athygli í byrjun leiks að Jón Karl og Vignir Svavarsson voru ekki í byrjunarliði Hauka, þrátt fyrir að hafa leikið mjög vel að undanfómu en Jón Karl skor- aði 13 mörk úr 13 skotum í fyrri leik liðanna. Þetta hafði þó ekki teljandi áhrif þar sem Haukaliðið hefur á mjög sterkum leikmönnum að skipa. -ÓK KA-Haukar 27-26 0-1, 2-1, 2-2, 4-3, S4, 5-6, 7-6, 8-7, 8-10, 9-11, 11-11, 11-13, 13-13, 14-13 (14-14), 18-14, 18-17, 20-17, 20-19, 22-19, 22-21, 26-23, 27-24, 27-26. KA■ Mörk/viti (skot/viti): Halldór Sigfússon 7/5 (9/5), Andrius Stelmokas 5 (6), Heimir Öm Ámason 5 (7), Jóhann G. Jóhannsson 4 (5), Jónatan Þór Magnússon 3 (6), Heið- mar Felixson 2 (12), Einar Logi Friðjóns- son 1 (2), Sævar Ámason (2). Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Stelmokas 2, Jóhann, Heiðmar). Vitanýting: Skorað úr 5 af 5. Fiskuð víti: Stelmokas 5. Varin skot/viti (skot á sig): Egidijus Pet- kevicius 15/1 (41/4, hélt 7, 37%), Hans Hreinsson 0 (2/2,0%). Brottvísanir: 14 mínútur. Haukar: Mörk/viti (skot/víti): Rúnar Sigtryggsson 7 (8), Halldór Sigfússon 6/4 (9/5), Einar ðm Jónsson 4 (6), Aron Krisfjánsson 4 (10), Jón Karl Bjömsson 3/1 (5/2), Vignir Svavarsson 1 (1), Aliaksandr Shamkuts 1 (1), Þorkell Magnússon (1), Sigurður Þórð- arson (1), Ásgeir Öm Hallgrimsson (3). Mörk úr hraöaupphlaupunv 3 (Rúnar 3). Vitanýting: Skorað úr 5 af 7. Fiskuð vítU Aron 4, Shamkuts, Einar Öm, Jón Karl. Vann skot/víti (skot á sig): Bjami Frosta- son 15 (36/4, hélt 2, 42%), Magnús Sigu- mundsson 5 (11/1, hélt 0, 45%). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson ,(6). Gœöi leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 1074. Ma&ur leiksins: Andrius Stelomkas, KA Supum seyöiö af tapinu á Ásvöllum Með hugann við íslandsmeistaratitilinn Atli Hilmarsson, þjálfari KA, var himinlifandi, líkt og aðrir KA-menn, eft- ir sigurinn. „Það var rosalega gott að sigra á Ás- völlum og við vorum í sjöunda himni þegar við komum að sunnan," sagði Atli aðspurður um áhrif fyrri leiksins á leik- inn á fóstudag. „Það var hins vegar líka mikilvægt að við skyldum geta einbeitt okkur aftur að hörkuleik og verið til- búnir í slaginn aftur. Það er oft þannig þegar menn vinna góða sigra að þeir detta niður. Ég var mjög ánægður hvemig menn héldu taktinum allan tímann, sama hvað á gekk. Við vorum alltaf inni í leiknum, hvað sem við vorum að gera, við vomm tveimur undir, fjórum yfir, tveimur færri en héldum alltaf áfram. Við lulluðum alltaf áfram og það er það sem gildir. Kollurinn fleytti okkur yfir þessa hindrun, því þegar allir era orðn- ir þreyttir þá þarf að nota hann og það held ég að við höfum gert. Við sáum það í hálfleiknum að við vorum ekki að spila neina vöm en frá- bæra sókn. Við sögðum okkur þaö í hálfleiknum að ef við myndum spila snefil af vöm þá myndum við vinna þetta. Það kom á daginn, við byrjum aft- ur brjálaðir í 3:2:1 vöm, komumst fjór- um mörkum yfir og þeir gátu aldrei minnkað það niður, ekki lengra en nið- ur í eitt mark. Atli segist aðspurður ekki hafa óttast það að byrjun síðari hálfleiks myndi leiða til svipaðrar þróunar og varð þeg- ar liðið komst í 3-0 á Ásvöllum á mið- vikudag. „Nei, ég sá það á mönnum að þeir voru alltaf einbeittir, það var glampi í augum manna. Þrátt fyrir að við lendum í því að vera einum og tveimur færri á þeim kafla þegar þeir voru að saxa á forskotið þá var ég aldrei hræddur. Ég sá einbeitinguna sem skein úr hverju andliti." Stemningin i KA-heimilinu á fóstu- dag minnti um margt á „þá gömlu, góðu daga“ þegar KA atti kappi við Val í frægum úrslitarimmum um miðjan síð- asta áratug og segir Atli slikan stuðning geysilega mikilvægan. „Þetta er áttundi maðurinn okkar, við hrífumst með og reyndar ekki hægt annað. Alltaf þegar eitthvað bjátaði á þá komu þeir (áhorfendur) og hjálpuðu okkur. Það er ekkert grín að mæta okk- ur hér fyrir fullu húsi, áhorfendur era frábærir og þeir hjálpuðu okkur yfir erfiða hjalla. Við erum í þeirri stöðu núna að vera alltaf á útivelli fyrst, en vorum með heimaleikjaréttinn í fyrra. Nú erum við að byija á útivelli og náum góðum úrslitum vegna þess að pressan er á heimaliðinu því enginn viU koma hingað í annan leik og þurfa að vinna." KA-menn taka á móti Valsmönnum í úrslitarimmunni og Atli gerir sér full- komlega grein fyrir því að þar er um erfitt verkefni að ræða. „Við erum að fá þama næstbesta lið á íslandi, ég vil meina að Haukamir séu með það besta. Við þurfum að halda áfram eins og ver- ið hefur. Ég er mjög ánægður með að vera ekki að fara í þriðja leik á sunnu- daginn og getum því hvílt leikmenn og síðan farið að einbeita okkur að Val. Við spiluðum þrjá leiki við þá í vetur, töpuðum fyrir þeim í bikar en unnum báða leikina í deildinni. Þetta verða hörkuleikir, við byrjum á útivelli og lykillinn að þessu að sjálfsögðu aö vinna á Hlíðarenda." Atli fagnar því að fá lengri tíma með KA-liðinu áður en hann heldur til Þýskalands. „Þaö er stórkostlegt. Maður fékk það í hausinn fyrir Gróttu/KR-leik- ina að þetta yrði endasleppt hjá KA- mönnum af því að þjálfarinn væri með hugann í Þýskalandi, Heiðmar á Spáni, hinir og þessir að hætta og aðrir að fara suður. Ég held að menn hafi sýnt það á vellinum hvar menn eru með hugann, þeir eru með hugann við það að fá þenn- an titil hingað heim,“ segir Atli. -ÓK Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var aö vonum ósáttur við lyktir mála og þá staðreynd að meistaratitillinn og þrennan eftir- sótta væru gengin meisturanum úr greipum. „Áuðvitað eru þetta vonbrigði, við höfðum titil að verja. Vonbrigð- in liggja á heimavellinum á Ásvöll- um, það liggur þungt á okkur og það var alger klaufagangur að fara þannig með þann leik,“ sagði Viggó í samtali við DV-Sport eftir leikinn á fóstudag. „Ég tel að KA-menn hafi verið mjög heppnir að fara með jafntefli inn í hálíleik. Við vorum að fara með fimm hraðaupphlaups- og dauðafæri þar sem reyndir leik- menn voru að klúðra boltanum. KA-menn geta verið mjög sáttir við 14-14 stöðu í hálfleik." Þess má geta að Haukar vora einum fleiri í sex af síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks en á þessum tíma skoraði KA tvö mörk auk þess sem Haukar misnot- uðu m.a. vítakast og eitt hraðaupp- hlaup. „Okkur vantaði betri markvörslu í leiknum, hún var ekki nærri nógu góð í svona leik. Á endanum er það sem skipti máli þegar upp er staöið að Petkevicius varði meira úr dauðafærum en okkar markmenn. Ekki að ég sé að álasa þeim en það er þetta semskiptir máli þegar upp er staðið. Þetta var frábær leikur í kvöld, frábær handbolti sem liðin buðu upp á, þetta var eins og leikir ger- ast bestir á íslandi. Það var engin þreyta í liðinu, við sýndum mjög góða baráttu og mikinn karakter. Við misstum okkur i þrjátíu mínút- ur á Ásvöllum og eram að súpa seyðið af því,“ sagði Viggó Sigurðs- son. -ÓK Atii Hilmarsson, fagnar hér til vinstri sigri á Haukum inni í búningsherbergi eftir leikinn og það voru ekki minni fagna&arlæti hjá lærisveinum hans eins og sjá má hér til hægri. KA-menn hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppninni í ár án þess aö hafa heimavallarréttinn. DV-myndir Pjetur Það var mikil stemning í KA-húsinu á föstudagskvöldiö og heimamenn fögnu&u gífurlega þegar KA-menn höf&u slegiö út íslands- og bikarmeistara Hauka í undanúrslitum Esso-deildar karla. DV-mynd Pjetur Sigurvilji Valsmanna - fleytti þeim áfram í úrslit Valur bar sigurorð af Aftureldingu öðru sinni þegar liðin mættust á fóstu- dagskvöld í Mosfellsbæ, 23-29, í fram- lengdum leik þar sem Valsmenn keyrðu yfir heimamenn I seinni hálfleik fram- lengingarinnar. Staðan var 21-21 eftir venjulegan leiktíma og var jafht 22-22 þegar blásið var til hálfleiks í framleng- ingunni en eftir það stóð ekki steinn yf- ir steini hjá heimamönnum og gestimir gerðu sjö mörk gegn aðeins einu marki heimamanna. Valsmenn vora sterkari til að byija með og voru komnir með fimm marka forskot eftir 20 mínútna leik, 5-10. Bjarki Sigurðsson byijaði á bekknum hjá Aftureldingu en kom inn á snemma í leiknum og þá fór sóknarleikur heima- manna að ganga betur. Hann gerði fimm mörk í röð og sá til þess að mun- urinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 10- 12. Valsmenn gerðu fyrsta markið í seinni hálfleik en þá fór allt í baklás hjá liðinu. Bjarki hélt uppteknum hætti hjá Aftureldingu og skoraði grimmt á með- an ekkert gekk hjá Val. Afturelding gerði átta mörk gegn aðeins einu Vals og heimamenn komnir fjórum mörkum yfir, 18-14, þegar seinni hálfleikur var hálöiaður. Þá tóku Valsmenn Bjarka úr umferð og átti það eftir að reynast vel. Valur jaihaði 18-18 með fiórum mörkum i röð og upphófust spennandi lokamínútur. Afturelding virtist ætla að knýja fram oddaleik þar sem þeir leiddu með tveimur mörkum þegar fimm mín- útur vora eftir, 21-19, en Valsmenn Taktískur sigur Ágúst Jóhannsson, aðstoðarþjálfari Vals, var að vonum sáttur við sigurinn en Ágúst stjórnar liðinu í leikjum þar sem Geir Sveinsson, þjálfari liðsins, er að spila. „Þetta var sterkur taktískur sigur þar sem við breyttum úr hefðbundinni 6-0 vöm í 5-1 vörn til að geta tekið á Bjarka. Hann fór illa með okkur um tíma. Þá gerðu menn tæknileg mistök og fóru illa með góð færi. Það varð til þess að við lentum fjórum mörkum und- ir. Þeir refsuðu okkur fyrir mistökin og menn voru orðnir frekar þreyttir. Við keyrðum mikið á sömu mönnunum og vissum að við værum að taka áhættu með því að hafa fáa menn. Markús var orðinn mjög þreytt- ur og settum við hann á miðjuna og Snorra í skyttuna um tíma tO að dreifa álaginu og gekk það upp.“ Þú talar um aó menn hafi verió orðnir þreyttir en engu aö siður keyrið þið yfir þá i seinni hálfleik framlengingar. Voru menn bara á innsoginu i lokin? „Það var bara hungrið og viljinn sem dreif menn áfram í lokin. Þess- ir drengir hafa mikinn karakter og eru algjörir toppstrákar sem vilja vinna. Þá varði Roland mikilvæga bolta og hinir bara píndu sig áfram. Roland er án efa besti markvörður landsins.“ Hvernig metur þú einvígið gegn KA í úrslitum? „Ég tel það gott fyrir handboltann að þessi liö mætist í úrslitum. Þetta eru tvö lið sem hafa yfir að ráða sterkum heimavöllum og eru að spila á sinum mönnum. Okkur hefur gengið illa með KA og töpuðum báðum leikjunum gegn þeim í deildinni í vetur og þetta verður mjög erfitt. Það kæmi mér ekki á óvart ef þessi rimma færi í fimm leiki. Bæði lið spila léttleikandi bolta. Við spilum 6-0 en þeir spila kraft- mikla 3-3 vöm. Þá eru bæði lið með sterka erlenda markverði. Þeir hafa kannski aðeins meiri breidd en við. Ég býst bara við spennandi og skemmtilegum leikjum.“ -Ben gegn KA gerðu tvö síðustu mörkin og var það besti maður Vals, Markús Máni, sem jafiiaði tveönur möiútum fyrfr leikslok. Eöis og áður segir kláraðu Valsmenn leikinn í sefrmi hálfleik framlengöigar- ömar og sigruðu þvi eöivigið 2-0. Mark- ús Máni átti mjög góðan leik sem og Roland Eradze í marköiu og þeir Geir Sveöisson og Sigfús Sigurðsson stjóm- uðu sterkri vöm liðsöis. Þá var Snorri Steöm drjúgur. Hjá Aftureldöigu var Bjarki bestur og Reynfr átti ágætisleik í marköiu. Páll Þórólfsson gerði marga góða hluti en einnig slæma. Hann og Daði Hafþórsson • áttu til að taka misjafnlega góð skot og Svemfr Bjömsson var ekki skuggöm af sjálfum sér að þessu sömi. -Ben Afturelding-Valur 23-29 0-2, 3-3, 3-6, 5-7, 5-10, 7-10, 9-11, (10-12), 10-13, 15-13, 15-14, 18-14, 18-18, 19-19, 21-19, (21-21), 22-21, (22-22), 22-28, 23-29. Aftureldine: Mörk/viti (skot/víti): Bjarki Sigurðs- son 9/3 (13/3), Páll Þórólfsson 6 (15/1), Daði Hafþórsson 3 (13), Magnús Már Þórðarson 2 (5), Níels Reynisson 1 (2), Hjörtur Arnarson 1 (2), Valgarð Thoroddsen 1 (3), Sverrir Bjömsson (2). Mörk úr hraðaupphlaupum: 4 (Páll 3, Magnús). Vitanýting: Skorað úr 3 af 4. Fiskuð vítU Bjarki 2, Páll, Magnús. Varin skot/víti (skot á sig): Reynir Reynisson 18 (47/2, hélt 8, 38%, víti í stöng). Brottvisanir: 8 mínútur (Hjörtur fekk rautt fyrir brot). Valur: Mörk/viti (skot/víti): Markús Máni Mikaelsson 10/2 (16/3), Sigfús Sigurðs- son 6 (10), Snorri Steinn Guðjónsson 6 (11), Bjarki Sigurðsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 2 (3), Ásbjöm Stefánsson 1 (1), Roland Eradze (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 5 (Snorri Steinn 2, Freyr 2, Bjarki). Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Fiskuð vítu Geir 2, Sigfús. Varin skot/viti (skot á sig): Roland Eradze 21 (44/3, hélt 7, 48%, viti í slá). Brottvísanir: 2 minútur. f Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson (8). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 700. Ma&ur leiksins: Markús Máni Mikaelsson, Val

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.