Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2002, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 29. APRlL 2002 25 JDV Sport - Hreint ótrúlegir yfirburðir Schumachers í Barcelona Yfirburðir Michaels Schu- machers í Formúlu 1-kappakstrin- um eru orðnir svo miklir að keppn- in um heimsmeistaratitilinn er laus við alla spennu. Schumacher og Ferrari-liðið allt er í algjörum sérflokki sem stend- ur. Ef keppnin um heimsmeistara- titilinn á að verða spennandi á ný þurfa Schumacher og hans lið að gera mistök i næstu keppnum. Að öðrum kosti mun Michael Schu- macher fagna heimsmeistaratitli um mitt sumar, löngu áður en öll- um keppnum ársins lýkur. Schumacher var á ráspól í Barcelona í gær og vann sinn 57. sigur á ferlinum og fjórða kappaksturinn af fimm í ár. Félagi hans hjá Ferrari, Rubens Barrichello, komst ekki af stað i upphitunarhring vegna bilunar í bílnum og var úr leik. Þetta voru gríðarleg vonbrigði fýrir Barri- chello sem hafði ekið frábærlega í tímatökum á laugardag og var á öðru stæði í rásmarki. Yfirburðir Schumachers voru al- gjörir, alveg frá fyrstu metrunum. Strax skildi hann andstæðinga sína eftir og kom í mark tæpum 40 sek- úndum á undan Jauan Pablo Montoya sem varð annar. „Enn er að koma í ljós hve góðri vinnu allt liðið er að skila. Svo virðist sem allur pakkinn í kring- um þetta sé að smella saman. Við vorum í sérflokki í dag en fram- haldið ræðst af því hvað hinir gera. Ef hin liðin taka sig verulega á geta næstu keppnir orðið spennandi," sagði Michael Schumacher eftir aksturinn í gær. Svo einfalt er það. Ferrari er með yfirburðabíl, yfirburðaöku- mann og yfirburðatæknilið. Til þess að gera keppnina spennandi þurfa hin liðin að taka sig saman í andlitinu. Ferrari hefur yfir að ráða miklum stöðugleika. Það sama verður ekki sagt um hin liðin. Það kann að þykja gott hjá David Coulthard að hafa ekið McLaren-bíInum í þriðja sætið í gær. Það er hins vegar ömurlegt að fylgjast með McLaren-liðinu miðað við gengi liðsins í fyrra. Coulthard var að skila sér i mark tæpri mín- útu á eftir Schumacher í gær. Og Schumacher hringaði hann í síð- ustu keppni. Þetta getur ekki hafa framkallað mikla hamingju hjá McLaren sem nú er hætt að berjast við Ferrari og Williams. Höfuðand- stæðingar McLaren í dag eru bílar á borð við Sauber, Renault og Ar- rows. Þetta getur lið sem kennir sig við Benz varla þolað lengi. Sauber-liðið náði frábærum ár- angri í gær en bílar liðsins enduðu í fjórða og fimmta sæti. Þeir Nick Heidfeld og Felipe Massa óku eins og herforingjar og verður fróðlegt að fylgjast með þeim í næstu keppnum. Góður akstur Massa kom skemmtilega á óvart í gær. Hann er frá Brasilíu og er yngsti ökumaðurinn í Formúlunni í dag. „Þetta var frábær helgi hjá okk- ur. Við höldum áfram þar sem frá var horfið í fyrra og bíllinn er stöðugt að batna. Ég naut þess virkilega að berjast við báða Renault-bílana og sigra þá,“ sagði Nick Heidfeld eftir kappaksturinn í Barcelona og Massa bætti við: „Það er hreint frábært að hafna í fimmta sæti þvi þetta var einungis minn fimmti kappakstur á ferlinum i Formúlu 1. Það eru margir með meiri reynslu en ég en þrátt fyrir það stefni ég að því að gera enn bet- ur á þessu ári,“ sagði Felipe Massa. -SK Saga Formúlunnar á bók Bókaútgáfan Forlagið sendir nú frá sér bókina Formúla 1. Þetta er í fyrsta sinn sem út kemur bók á íslensku um allt sem varðar Formúlu 1-kappaksturinn og sögu hans. Árið 1950 ákvað AÍþjóða akstursíþróttasambandið að hleypa af stokkunum heimsmeistarakeppni í kappakstri á lok- uðum brautum: Formúlu 1. Æ síðan hafa milljónir manna heillast af þessu magnaða sjónarspih þar sem helstu bilafram- leiðendur heims teíla fram allri sinni þekkingu og tæknikunn- áttu í því skyni aö tryggja mestu ökuþórum jarðar sigur í langri og strangri keppni. í bókinni Formúla 1 er þessi saga rakin. Sagt er frá aðdrag- anda keppninnar, helstu ökuþórum, liðunum og reglunum. Ekki síst ætti öllum Formúluáhugamönnum að vera fagnað- arefni að fá á einum stað afar ítarlega umfjöllun um allar brautir sem komið hafa við sögu í kappakstrinum. Fjallað er um brautimar sem nú er keppt á en einnig þær sem hafa ver- iö aflagðar og jafnvel var aðeins keppt á einu sinni. Það er heldur ekki víst að þeir fjölmörgu sem bæst hafa í hóp Formúluaðdáenda hér á landi á síðustu árum viti af því hve stormasöm saga íþróttarinnar er. Hér eru raktar pólitísk- ar deilur vegna kappaksturskeppna, einvígi ökuþóra, barátta framleiðenda við reglur alþjóðasambandsins og síðast en ekki síst öll þau hörmulegu slys sem voru tahn nánast óhjákvæmi- legur fylgifiskur kappakstursins fyrstu áratugina. Hve marg- ir vita til dæmis að árið 1958 lést helmingur allra ökumanna í Formúlu 1 af slysförum? Bókina þýddi Eggert Þór Aðal- steinsson. Hún er prýdd miklum ijölda litmynda og er í stóru broti. Fuilt verð m. vsk. 4.990 kr. Formúlu- punktar Glaumgosinn Eddie Irvine, sem ekur fyrir Jaguar-liðið í formúlunni má muna sinn fifil fegri. Þessi kjaft- fori ökumaður hefur ekkert getað það sem af er árinu. Svo virðist sem hann hafi staðið sig betur á öðrum vígstöðvum. Þegar timatökurnar fóru fram á laugardag hafði verið hengt upp stórt skilti á girðinguna við áhorfendastæðin og á því stóð: „Ég er ófrísk.“ Irvine var óheppinn og þurfti að ræsa síðastur í Barcelona í gær þar sem gerðar voru athugasemdir við eldsneyti sem var á bíl hans. Vœngir á bílunum voru að skap- rauna mönnum um helgina í For- múlunni. Kimi Raikkonen var einn þeirra sem fengu að finna fyrir þessu en hann varð að hætta keppni eftir að afturvængur hafði dottið af bíl hans. Mátti Raikkonen teljast heppinn að halda bílnum á braut- inni. Báðir ökumenn Minardi, Yoong og Webber, voru fjarri góðu gamni í gær. Minardi-liðið átti í miklum vandræðum með vængina á bifreið- um sínum á laugardag og treysti sér ekki til að stilla bflunum upp í rásmarki í gær. Þetta er önnur keppnin í röð sem Yoong missir af en hann náði ekki lágmarkstíma fyrir síðustu keppni. Undarlegt atvik átti sér stað á viðgerðarsvæðinu í keppninni í gær. Einn af starfsmönnum Willi- ams-liðsins, sá sem gefur ökumönn- um liðsins merki þegar þeir mega aka af stað frá svæðinu, gerði það heldur snemma með þeim afleiðing- um að Juan Pablo Montoya ók hreinlega yfir fót hans. Starfsmaður- inn slasaðist ekki alvarlega og slapp með mar og tognun. Renault-lióiö varð fyrir miklu áfalli í lok keppninnar í gær. Báðir bílar liðsins duttu þá úr keppni á sama hringnum þegar aðeins tveir hringir voru eftir. Þeir Jenson Button og Jarno Trulli voru þá í ágætum málum og í hörðum slag um stigasæti. Aöeins stórslys getur nú komið í veg fyrir að Michael Schumacher verði heimsmeistari í kappakstri í haust. Hann var á ráspól í Barcelona en sá ökumaður sem náð hefur ráspól þar hefur orðið heims- meistari síðustu sex árin. Michael Schumacher er orðinn leiður á allri tölfræðinni í kringum Formúluna. Hann segist ekkert spá í þessa tölfræði og einbeiti sér að því að ná góðum árangri utan sem inn- an kappakstursbrautanna. Segja má að honum hafi tekist þokkalega upp í að halda einbeitingunni það sem af er árinu. Schumacher hringaöi fyrsta andstæðing sinn í gær á 19. hring. Það var Mika Salo á Toyota sem þá varð fyrir barðinu á heimsmeist- aranum. Síðar hringaði Schu- macher m.a. bróður sinn á Williams á 33. hring. CK. Úrslitin í Barcelona 1. Michael Schumacher, Ferrari. 2. Juan Pablo Montoya, Williams. 3. David Coulthard, McLaren. 4. Nick Heidfeld, Sauber. 5. Felipe Massa, Sauber. 6. Heinz-Herald Frentzen, Arrows. Staða ökumanna 1. Michael Schumacher 44 2. Juan Pablo Montoya 23 3. Ralf Schumacher 20 4. David Coulthard 9 5. Jenson Button 8 6. Rubenms Barrichello 6 Staða ökuliðanna 1. Ferrari 50 1. Williams 43 3. McLaren 13 4. Renault 8 5. Sauber 8 6. Jaguar 3 i V r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.