Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 4
18 MÁNUDAGUR 13. MAl 2002 Sport Rubens Barrichello meö bikar sigurvegarans sem Schumacher lét hann hafa. Barrichello var hinn raunverulegi sigurvegari. Reuter Schumacher afhentur sigurinn í Austurríki - Ferrari skipaði Barrichello að hleypa Schumacher fram úr í lokin Michael Schumacher á Ferrari sigraði í skrautlegri Formúlu-keppni í Austurríki i gær. Félagi hans hjá Ferrari, Brasiliumaðurinn Rubens Barrichello, varð annar og Juan Pablo Montoya á Williams þriðji. Rubens Barrichello hafði mikla yfirburði í keppninni í gær og einnig í tímatökunum á laugardag. Hann átti sigurinn vísan í gær þeg- ar skipun kom frá yfirstjórn Ferrari um að hleypa Schumacher fram úr. Þessi ákvörðun kom mörgum í opna skjöldu og var hún gagnrýnd óspart í gær. Áhorfendur létu andúð sína í ljós og Schumacher sjálfur lét Barrichello hafa efsta sæti verð- launapallsins og miðjusæti sigur- vegarans á blaðamannafundinum eftir keppnina. „Þetta er sú lína sem Ferrari hef- ur ákveðið að fara eftir. Og ég get ekkert sagt við því. Ég er hins veg- ar mjög ánægður með mina frammi- stöðu í dag og ég er í framfor sem ökumaður. Michael lét mig hafa sig- urlaunin og ég fer heim með þau. Ég er ánægður þrátt fyrir allt,“ sagði Barrichello eftir keppnina. Schumacher sagðist ekki taka þessum sigri fagnandi. „Þetta var skipun frá liðsstjóm Ferrari og ég er alls ekki sammála henni. Ég fagna ekki þessum sigri. BarricheUo var hinn raunverulegi sigurvegari og hann hefur staðið sig frábærlega undanfarið," sagði Schumacher eft- ir keppnina og bætti við: „Þetta kom mér mjög á óvart og ég trúði þessu varla í fyrstu þegar skipunin kom.“ Strax í upphafl keppninnar komust Ferrari-bUarnir tveir í fyrstu tvö sætin og yfirburðir þeirra voru hreint ótrúlegir. Eftir aðeins 13 hringi hringaði BarricheUo aftasta bUinn og aUt stefndi í mik- inn yfirburðasigur Ferrari. Eftir um 25 hringi sprakk vélin í bU Jacques VUleneuves og stöövað- ist bUlinn á miðri braut. Öryggis- bíllinn kom út og þá jafnaðist keppnin og Ferrari tapaði niður öUu sínu forskoti. Skömmu síöar fór Barrichello hleypir Schumacher fram úr á síöustu metrunum. Reuter keppnin af stað aftur en bUamir höfðu vart náö fuUum hraða þegar Nick Heidfeld og Takuma Sato lentu í miklum árekstri og varð að flytja Sato á sjúkrahús. Aftur kom örygg- isbíUinn út og keppnin jafnaðist. Keppnin var síðan hálfnuð þegar ör- yggisbUlinn hvarf af brautinni á ný og enn náðu Rubens BarricheUo og Michael Schumacher miklu for- skoti. Keppnin var í raun aldrei spennandi. Slíkir voru yfirburðir Ferrari og aðrir bUar í keppninni áttu aldrei möguleika á að nálgast Ferrari. WUliams-ökumennirnir Montoya og Schumacher náðu sér aldrei á strik og mikið afl vantaði í bUa þeirra tU að þeir ættu raunhæfa möguleika á að ógna Ferrari. Þessi keppni í Austurríki verður lengi í minnum höfð fyfir það sem gerðist á siðustu metrunum. Ekki er hægt að sakast við Schumacher eins og ýmsir gerðu í gær og furðu- legt að reyndir menn í Formúlunni skuli í gær hafa skeUt skuldinni og skömminni á Michael Schumacher. Hans þáttur í málinu var einungis að taka við og framfylgja skipunum frá sínum yfirmönnum í liðsstjóm Ferrari. Um það má lengi deUa hvort ákvörðun yfirstjómarinnar var rétt eða röng. Ferrari hefur lagt griðar- lega peninga í lið sitt og markmiðiö er eitt, að skarta heimsmeistaratitli í leik keppnistímabUsins. GreinUegt er að liðsstjórnin vill enga áhættu taka og er að mörgu leyti hægt að skUja þá afstöðu. Með því að skipa Schumacher fram úr BarricheUo i lokin „útvegaði“ liðsstjómin honum flómm aukastigum sem geta ef tU viU orðið dýrmæt síðar á keppnis- timabUinu. Mörgum mislíkar ákvörðun Ferr- ari. Víst er að þetta er ekki gott fyr- ir íþróttina út á við og réttast væri að setja reglur þess efnis að bannað væri að afhenda sigur á silfurfati í Formúlu 1. Þar með væri öU þessi vitleysa úr sögunni. -SK Þrír á palli. Schumacher lét Barrichello efsta þrepiö eftir. Reuter DV Formúlu- punktar ÖUum að óvörum var Michael Schumacher ekki á ráspól í Austur- ríki. Hann átti í erfiðleikum i tíma- tökunni og náði aðeins þriðja sæti. Oft hefur hann stolið fremsta rás- stað undir lok tímatöku en það gerðist ekki á laugardaginn. Rubens Barrichello verður áfram ökumaður númer tvö hjá Ferrari. Hann skrifaði nýlega undir nýjan tveggja ára samning við Ferr- ari og verður því ökumaður hjá Uð- inu út keppnistímabUið 2004. Skotinn David Coulthard rétt slefaði í stigasæti í gær og oUi frammistaða McLaren Benz-bUanna miklum vonbrigðum. Coulthard varð í 2. sæti í þessum kappakstri í Austurríki árin 1999 og 2000 og sigr- aði í keppninni í fyrra. í dag virka McLaren-bUarnir aflvana og eru ekki líklegir tU afreka. Félagi Coult- hards hjá McLaren, Kimi Raikkonen, féU úr keppni þegar Benz-vélin sprakk eftir aðeins rúm- lega þijá hringi. Brautin í Austurríki er afar erfið fyrir bUana enda mjög mishæðótt. Þá er aUt umhverfi brautarinnar sérlega faUegt. Frammistaöa myndatökumanna vakti athygli í keppninni í gær. Myndatakan frá keppninni var hreint frábær og ljóst að þar voru fagmenn í fremstu röð á ferðinni. Yfirburðir Ferrari í gær voru rosalegir. Það var alveg ljóst að ef ekkert hefði komið fyrir Ferrari-bU- ana og öryggisbíUinn hefði ekki ver- ið kaUaður út tvívegis hefðu bæði BarricheUo og Schumacher hringað aUa aöra keppendur og suma þeirra ef tU viU oftar en einu sinni. Slíkir voru yfirburðimir. Margir áhugamenn um Formúl- una eru áhyggjufuUir vegna þess hve yfirburðir Ferrari eru miklir. Ef svo heldur ffam sem horfir verö- ur Michael Schumacher orðinn heimsmeistari um mitt sumar og keppnin þar með orðin lítið spenn- andi. Giancarlo Fisichella náði fimmta sætinu í Austurriki í gær á Jordan-bUnum og eru þetta fyrstu stig Jordan á tímabUinu. Fannst mörgum timi tU kominn. Það skyggði þó verulega á gleðina að Takuma Sato var fluttur með þyrlu á sjúkrahús eftir áreksturinn við Heidfeld. Juan Pablo Montoya var líklega heppnasti ökumaðurinn i gær. Það munaði nánast einhverjum mUIí- metrum að hann fengi bú Heidfelds á sig af miklu afli en á einhvem óskUjanlegan hátt slapp Montoya með skrekkinn. Jacques Villeneuve, fyrrum hennsmeistari, ók vel fyrir BAR Honda í gær og virtist um tíma æUa að ná stigasæti og jafnvel á verð- launapaU. VUleneuve varð hins veg- ar að gefa eftir í lokin og á síðasta hrmg sprakk Hondavélin. -SK Úrslitin í Austurríki 1. M. Schumacher........Ferrari 2. R. BarricheUo,........Ferrari 3. Juan P. Montoya.......WUliams 4. Ralf Schumacher.....WUliams 5. G. FisicheUa...........Jordan 6. David Coulthard, ...... McLaren Staða ökumanna: 1. Michael Schumacher....... 54 2. Juan Pablo Montoya ........26 3. Ralf Schvnnacher ..........24 4. Rubens BarricheUo .........12 5. David Coulthard ...........10 6. Jenson Button ..............8 Staða keppnisliðanna: 1. Ferrari ..................66 1. WiUiams ..................50 3. McLaren ...................14 4. Renault ....................8 5. Sauber.....................8 6. Jaguar......................3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.