Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 6
20 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 21 Sport Sport Valur 2 Mörk/vlti: (skot/viti) Bjarki Sigurösson ..... 25/2 (46/3) Sigfús Sigurðsson ........ 20 (28) Snorri Steinn Guðjónsson . 19/3 (49/6) Freyr Brynjarsson .........17 (27) Markús Máni Michaelsson 16/3 (45/6) Einar Gunnarsson..................7 (12) Ásbjöm Stefánsson............5 (7) Geir Sveinsson ..............4 (7) Skotnýting:....................51% Skipting markskota: (nýting) Langskot .... 99 skot/30 mörk (30%) Gegnumbrot.............18/13 (72%) Hom .................... 30/20(67%) Lina.................. 33/23 (70%) Hraðaupphlaup ........ 26/19 (73%) Vítaskot ...............15/8 (53%) Varin skot/viti: (Skot á sig/viti) Roland Eradze........ 97/6 (212/27) Pálmar Pétursson..............0 (2) Markvarsla:...................45% Skipting markvörslu (hlutfall) Langskot ... 72 skot/45 varin (63%) Gegnumbrot........... 39/21 (54%) Hom.......................... 23/7 (30%) Lina .................. 23/7 (30%) Hraðaupphlaup ....... 30/11 (37%) Vítaskot..................... 27/6 (22%) Stoösendingar: (inn á línu) Bjarki 22 (8), Snorri 22 (5), Markús 15 (5), Freyr 9 (2), Einar 6 (4), Sigfús 4, Geir 2, Eradze 1. Fiskuö víti: Snorri Steinn 6, Sigfús 5, Bjarki 2, Ás- björn, Freyr. Sendingar sem gáfu víti: Bjarki 4, Freyr 3. Markús 2, Einar 2, Snorri. Fiskaöir brottrekstrar: Bjarki 5, Sigfús 5, Snorri Steinn 3, Freyr 3, Geir, Einar. Boltum náö: Bjarki 9, Freyr 5, Markús Máni 4, Snorri Steinn 4, Sigfús 3, Ásbjöm, Geir, Eradze. Varin skot i vörn: Sigfús 20, Geir 14, Markús Máni 2, Einar 1. Hraðaupphlaupsmörk...........19 (Freyr 6, Sigfús 6, Snorri 3, Bjarki 2, Geir, Ásbjörn). Tapaðir boltar...............42 KA3 Mörk/víti: (skot/viti) Halldór Sigfússon..... 39/19 (64/23) Andrius Stelmokas ..........21 (28) Heimir Öm Ámason............13 (40) Heiðmar Felixson..........11 (41/1) Sævar Ámason ...............10 (16) Jóhann Gunnar Jóhannsson .. 8 (15) Baldvin Þorsteinsson .....6/2 (8/2) Jónatan Þór Magnússon .... 5 (15/1) Einar Logi Friðjónsson........4 (8) Ingólfur Axelsson ...........0 (2) Skotnýting:...................49% Skipting markskota: (nýting) Langskot ... 112 skot/27 mörk (24%) Gegnumbrot............ 26/18 (69%) Hom .................. 25/16 (64%) Lína.................. 20/16 (80%) Hraðaupphlaup ........ 27/19 (70%) Vítaskot.............. 27/21 (78%) Varin skot/víti: (Skot á sig/víti) Egidijus Petkevicius . . 77/7 (188/14) Hans Hreinsson ............0 (2/1) Markvarsla:.................41% Skipting markvörslu: (hlutfall) Langskot ... 72 skot/42 varin (58%) Gegnumbrot..................22/9 (41%) Hom....................... 27/7 (26%) Lína .................31/8 (26%) Hraðaupphlaup...............23/4 (17%) Vítaskot: ............15/7 (47%) Stoösendingar: (inn á linu) Heiðmar 16 (1), Halidór 13 (2), Jónatan Þór 12 (3), Heimir Örn 11 (3), Sævar 8 (5), Jóhann Gunnar 2 (1), Hreinn 1 (1), Einar 1, Stelmokas 1, Petkevicius 1. Fiskuó viti: Heimir örn 7, Stelmokas 5, HaUdór 4, Jóhann Gunnar 4, Jónatan Þór 2, Sævar 2, Heiðmar, Einar, Hreinn. Sendingar sem gáfu víti: Heiömar 7, Halldór 6, Heimir Öm 2, Sævar 1, Jónatan 1. Fiskaðir brottrekstrar: Stelmokas 7, Halldór 3, Heimir 3, Sæv- ar 2, Heiðmar, Jónatan, Einar, Jóhann. Boltum náö: Stelmokas 8, Heimir 4, Jónatan 4, Heið- mar 3, Sævar 2, Jóhann 2, Halldór 1. Varin skot í vörn: Heimir 6, Stelmokas 4, Heiðmar, Hreinn. Hraðaupphlaupsmörk...........19 (Stelmokas 9, Jóhann 3, Sævar 3, Heiðmar 2, Jónatan 1, Heimir 1). Tapaðir boltar...............40 - KA er íslandsmeistari í handknattleik tímabiliö 2001-2002, eftir frækilegan sigur á Valsmönnum í stórbrotinni úrslitarimmu. Uppbygging- arstarfið aö skila sér - segir Halldór J. Sigfússon, KA Halldór J. Sigfússon er án efa maður þessarar úrslitakeppni og er þá á engan hallað. Drengurinn var hreint út sagt ótrúlegur og fann alltaf glufur á frábærri vöm Valsmanna og ég spyr hann hvort þetta sé ekki toppurinn á tilver- unni. „Þetta er allavega nálægt því,“ segir yfirvegaður og hógvær Hall- dór og bætir við: „Þegar maður er kominn út í svona rimmu verður maður einfaldlega aö leggja sitt af mörkum og menn verða bara að standa saman sem einn. Það sveif mjög jákvæður andi yfír okkar liði fyrir leikinn og ef menn gerðu mistök þá var bara klappað á bak- ið, brosað og svo haldið áfram og þetta var hreinlega stórkostlegt hjá okkur. Það var rosalega sárt að tapa úrslitaleiknum á heimavelli í fyrra gegn Haukunum og við vor- um alveg ákveðnir í því að láta það ekki endurtaka sig og þaö sást vel í kvennaboltanum um daginn að allt er hægt og aftur nú í kvöld. Framtiðin er björt hjá KA og það er vel staðið að uppbyggingar- starflnu hjá félaginu og það er einfaldlega málið i þessu. Menn verða að horfa lengra en eitt-tvö ár fram í tímann og það er ná- kvæmlega það sem bæði þessi lið, Valur og KA, eru að gera. Það þýðir ekkert að ausa bara pening- um og horfa á næsta ár, menn verða að líta fram á veginn með þolinmæði, það skilar sér,“ sagði hinn frábæri leikmaður KA, Hall- dór J. Sigfússon. -SMS Heiðmar Felixson og Hreinn Hauksson fara hér fyrir fagnaðarlátum KA-manna í leikslok enda KA-liðið nýbúið að vinna einstakt og frábært afrek, þ.e. að koma aftur eftir að hafa lent 0-2 undir með tvo leiki eftir á útivelli. DV-mynd Hilmar Þór Eftir ótrúlegt tímabil í íslenska handboltanum er íslandsmeistaratitill- inn fyrir norðan, hjá KA. Það verður að teljast ein ótrúlegasta útkoma á ís- landsmóti í mörg, mörg ár þegar tekið er tillit til stöðu KA í vetur. Tímabilið byrjaði heldur brösulega hjá KA og beindist athyglin fremur að litla liðinu á Akureyri, Þór, sem var nýliðar í deildinni en náði engu að síður að gera usla í byrjun mótsins. Maður í manns stað KA-liðið hafði misst tvo lykilmenn frá tímabiiinu á undan, þá Guðjón Val Sigurðsson og Hörð Flóka Ólafsson, en fengið til sín þá Heiðmar Felixson og Egidijus Petkevicius. Sá fyrmefndi meiddist reyndar eftir aðeins tvo leiki og var frá í fáeinar vikur en þeir Sæv- ar Ámason og Heimir Öm Ámason voru meiddir lengi vel í haust. Fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í 4. umferð. Áfollin hættu ekki að dynja yflr og ein helsta skytta liðsins, hinn ungi Amór Atlason fótbrotnaði tvisvar á tímabilinu. Mótlætið var því mikið en liðið endaði í 5. sæti deildarinnar, í miðju hóps sjö liða sem aðeins 4 stig skildu að. í fjórðungs- og undanúrslitum var svo tónninn gefinn. Bæði gegn Gróttu/KR og Haukum byrjaði liðið á útivelli en engu að síður tókst því að vinna bæði einvígin, 2-0. Sannarlega frábær árangur og óvæntur, sér i lagi þar sem Haukar höfðu unnið deildina með yfirburðum og vora langsigur- stranglegastir í úrslitakeppninni. Svo kom úrslitarimman gegn Val. Fyrstu tveir leikimir fóru báðir í framlengingu og enduðu báðir með sigri Vals. Þá var það einfaldlega að duga eða drepast fyrir norðanmenn. Taktísk breyting á vamarleik KA skilaði sigrum í næstu tveimur leikj- um, jafnaði einvígið og var komið að hreinum úrslitaleik sem fór fram á fóstudaginn. Einkar löngum aðdrag- anda var loksins lokið og komið að mikilvægasta leik ársins. Óviðjafnanleg stemning Stemningin í íþróttahúsinu við Hlíðarenda var ótrúleg. Þótt aðeins væm rúmlega þúsund manns inni í salnum var svo þétt setið og hátt kall- að að auðveldlega virtist vera tífalt fleiri áhorfendur á leiknum. Og þó að KA-menn skoruðu fyrsta mark leiksins leit allt út fyrir að Vals- menn væru eftir smálægð komnir aft- ur á fulla ferð. Markús Máni Mikaels- son skoraði í sinni fyrstu sókn eftir góðan undirbúning Snorra Steins Guöjónssonar en þeir tveir sáu um fyrstu fjögur mörk sinna manna á meðan Roland Eradze varði oft glæsi- lega í Valsmarkinu. Þótt útlitið hafi verið gott fyrir Valsmenn vom KA- menn alls ekki á því að gefast upp og var frammistaða þeirra á þessum kafla einkennandi fyrir leikinn - og liðið allt. Með mikilli seiglu leyfðu þeir Valsmönnum aldrei að komast of langt fram úr og alltaf náðu þeir að svara marki með marki. Frábær vörn Vamarleikur beggja liða, eins og í fjórða leiknum, var gífúrlega góður og var mikið um hörku. Sóknimar dróg- ust oft á langinn og voru öll mörk nánast undantekningarlaust frábær- lega gerð, enda lítið annað sem dugði í eins sterkum varnarleik. Vert er að minnast frammistöðu Halldórs Sigfússonar sem var sérlega vel gætt af Geir Sveinssyni í Valsvöminni en þrátt fyrir það tókst honum að skora nokkur glæsileg mörk. I síðari hálfleik kom svo óvænt út- spil hjá Atla Hilmarssyni, þjálfara KA. Hann ákvað að breyta út 6-0 vörninni sem hafði reynst svo vel í 3-2-1 vömina sem KA spilaði í tap- leikjunum. Valsmenn byrjuðu að leysa það vel í fyrstu sóknunum en á rúmlega 10 mínútna kafla breyttist staðan úr 12-10 í 14-17. Með það í huga að barátta KA-manna hafði ver- ið þvílík allan leikinn gegn þessu fimasterku Valsliði þótti það frekar ljóst að það þætti of stór biti fyrir heimamenn. Markvarslan var iykillinn Á þessum kafla varði Egidijus Pet- kevicius stórkostlega. Hreint út frá- bærlega og skapaði í raun þessa afar mikilvægu forystu. Hann varöi meðal annars víti frá Bjarka Sigurðssyni og þegar þeir Bjarki og Andrius Stelmokas börðust um frákastið sauð allt upp úr og sturlaðist sá fyrrnefhdi hreinlega. Báðir uppskáru þeir 2ja mínútna brottvísun og bar þetta vitni um hina gífurlegu taugaspennu sem lá í loftinu. Valur minnkaði muninn í stöðunni 16-17. Nær komust þeir ekki enda leit hvert snilldarmarkið á fætur öðru hjá KA-mönnum dagsins ljós og undir lok leiksins vora örþrifaráð Valsmanna aðeins til að liðka fyrir i sóknarleik KA. Sigurinn var tryggður og íslands- meistaratitillinn í höfn. Leikinn var frábær handknattleik- ur að Hlíðarenda á föstudag og var leikurinn og allt sem honum tengdist ein hin allra besta skemmtun sem undirritaður hefur orðið vitni að. Til hamingju, KA. -esá Úrslitamolar Byrjað var strax á funmtudagskvöldið að selja miða á leik Vals og KA daginn eftir en strax um kl. 14 á leikdag var orð- ið uppselt. Alls voru 1200 miðar i boði og voru þar af 300 ætlaðir stuðningsmönnum KA. Þó komst þessi fjöldi ekki allur í áhorfenda- stæðin hjá vellinum þannig að stillt var risaskjá upp í kaffiteríu Vals þar sem dágóður fjöldi fylgdist með leiknum. Stuðningsmenn KA, sem komu suöur gagngert til þess að horfa á leikinn, fylltu tvær flugvélar enda taldi sá hópur um 100 manns. Smekkfullt var orðið í öll áhorfenda- stæði kl 19.30, heilum 45 mínútum fyrir leik. Stemningin lét ekki standa á sér og var leikmönnum til að mynda fagnað gífurlega þegar þeir hófu upphitun. Fyrstu áhorfendur voru mættir í hús kl. 18 á föstudag til að tryggja sér góð sæti. Jónatan Magnússon, leikmaður KA, hitaði upp í búningi franska hand- boltalandsliðsins, nánar tiltekið í treyju númer 17, sem Jackson Richardson hefur verið kenndur við undanfarin ár, en Jónatan leikur með númerið 17 á bakinu hjá KA. Margt fyrirmenna var mætt á úrslita- leik Vals og KA. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri heilsaði upp á leikmenn fyrir leik og þá var bæjarstjóri þeirra Akureyringa, Kristján Þór Júlí- usson, á staðnum. Forseti vor, herra Ólafur Ragnar Grimsson, lét einnig sjá sig en Dorrit var hvergi sjáanleg. Margir stuðningsmenn KA voru mættir í sínu flnasta „pússi“ - í gulri KA-skyrtu með blátt KA-bindi. Kristján Kristjánsson, Kastljósmaður, er mikill KA-maður og lét sig ekki vanta á leikinn og hann fékk ríkulega umbun fyrir aö hafa tekið Árna Johnsen rétti- lega í bakaríið í Kastljósinu kvöldið áð- ur; sjálfan íslandsmeistaratitilinn. Eins og í öðrum heimaleikjum Vals í úr- slitakeppninni voru ljósin öll slökkt og notast við reykvél þegar leikmenn Vals voru kynntir til leiks. Þetta er að banda- rfskri fyrirmynd, nánar tiltekið úr NBA- deildinni, og eins og allt annað í um- gjörð Vals í leikjunum tókst þetta ein- staklega vel upp. Dagur Sigurösson, leikmaður Waka- noga i Japan, var mættur með Valstref- ilinn til að fylgjast með sínu gamla félagi og bróður sínum, Bjarka Sigurössyni. Sólveig Zophoniasdóttir, nýkrýnd Ung- frú Island.is, var á leiknum til að styðja KA-liðið, enda fædd og uppalin á Akur- eyri. Að eigin sögn er hún reyndar úr Hlíðahverfl Akureyrar sem öllu jöfhu er Þórshverfi en í leikjum eins og á fostu- daginn sé það bæjarfélagið sem telur, fyrst og fremst. -esá/SMS 1 i 5. úrslitaleikur karla 2002: Valur-KA 21-24 (10-9) Leikstaóur og dagur: Hliðarendi 10. maí. Stefán Amaldsson (8). Gœöi leiks (1-10): 9. Dómarar (1-10): Gunnar Viðarsson og Áhorfendur: 1200. Valur l s 1 n V o o a 1 ö S s Útileikmenn: Skot/Mörk 9 m Vlti Hrað. 1 1 3 I & I § .p > Sigfús Sigurðsson 8/6 75% 1/0 1/1 1(0) í 2 0 2 Snorri Steinn Guðjónss. 13/5 38% 12/5 1/0 7(2) í 2 0 0 Markús M. Michaelss, 7/3 43% 5/2 1/0 1(0) í 0 1 0 Bjarki Sigurðsson 9/3 33% 4/0 2/1 5(1) 0 0 1 0 Ásbjöm Stefánsson 2/2 100% 1/1 0 0 0 0 0 Geir Sveinsson 1/1 100% 0 0 0 1 1 Einar Gunnarsson 2/1 50% 2/1 3(2) 0 0 0 1 Freyr Brynjarsson 4/0 0% 1/0 1(1) 0 0 1 0 Davíð Höskuldsson Erlendur Egilsson Davíð Sigursteinsson Ragnai' Már Ægisson Samtals 46/21 46% 24/8 4/1 3/2 4 4 4 Markvarsla: Skot/Varin 9 m Viti Hrað. TUmót Haldið hena Roland Eradze 43/19 44% 18/11 2/0 4/1 0 0 1 6 Pálmar Pétursson Samtals markvarsla 43/19 44% 18/11 2/0 4/1 1 18(6) 3 7 6 Skipting markskota: Langskot: 24/8 (33%), lína: 9/7 (78%), hom: 5/2 (40%), gegnumbrot: 1/1 (100%), hraðaupphlaup: 3/2 (67%), viti: 4/1 (25%). Sendingar sem gáfu vitv 4 Bjarki 2, Freyr, Snorri Steinn. Fiskaöir brottrekstrar: 5 Bjarki 2, Freyr, Snorri Steinn, Sigfús (10 mín.). 0-1, 2-1, 2-2, 3-3, 4-3 (9 mín.), 4-5, 5-5, 5-6, 7-K (20 mín.), 7-8, 9-8, 9-9, (10-9), 11-9, 12-10, 12-12 (36 mín.), 13-13,14-13 (39 mín.), 14-17 (45,mín.), 16-17, 16-18, 17-18 (53 mín.), 17-21, 18-21,18-22, 20-22, 20-24, 21-24. Sóknarnýting: Fyrri hálfleikur: Valur (21/10, 1 tapaður)........48% KA (21/9, 5 tapaðir) .............43% Seinni hálfleikur: Valur (22/11, 2 tapaðir)..........50% KA (22/15, 0 tapaðir).............68% Samtals: Valur (43/21, 3 tapaðir)..........49% KA (43/24, 5 tapaðir) ............56% Fráköstfrá marki í leiknum: Valur ..............9 (4 í sókn) KA .................5 (0 í sókn) Maður leiksins: Egidijus Petkevicius, KA KA Útileikmenn: Halldór J. Sigfúss. Sævar Árnason Jóhann G. Jóhannss. Heimir Örn Ámason Andrius Stelmokas Heiðmar Felixson Einar Logi Friðjónss. Jónatan Þór Magnúss. Ingólfur Axelsson Hreinn Hauksson Amar Þór Sæþórss. Baldvin Þorsteinss. Skot/Mörk 9 m Vití Hrað. 13/8 62% 6/3 2/2 5/4 80% 1/0 1/1 5/4 80% 2/1 8/3 38% 6/2 3/2 67% 1/1 4/2 50% 3/1 1/1 100% 1/1 1/0 0% 1/0 1/0 0% 1/0 41/24 59% 19/7 2/2 4/3 Skot/Varin 9 m Vití Hrað. 39/18 46% 17/9 4/3 3/1 I 1 £ f o a 1 •cS s s jf c tr. & | & iS 1 > 4(1) 1(0) 1(1) 6(0) 0 6(0) 0 2(0) 1 0 0 0 0 0 0 0 0 Samtals Markvarsla: Egidijus Petkevicius Hans Hreinsson 3 2 Tilmót- 2 Haldið 0 7 7 Samtals markvarsla 39/18 46% 17/9 4/3 3/1 | 17 (2) Skipting markskota: Langskot: 19/7 (37%), lína: 5/3 (60%), hom: 5/5 (100%), gegnumbrot: 6/4 (67%), hraðaupphlaup: 4/3 (75%), víti: 2/2 (100%). Sendingar sem gáfu viti: 2 Halldór, Heimir Öm. Fiskaöir brottrekstrar: 5 Halldór, Jónatan, Stelmokas, Jóhann, Einar Logi (10 mín.). Hornamaðurinn Jóhann Jóhannsson: Ótrúlegur vetur Jóhann Jóhannsson, leikmaöur KA, var að taka á móti titlmum í annað sinn en óhætt er að segja að hann hafi átt frábæran lokasprett í leiknum: „Veistu, það var frábært að vinna ‘97 en það er alveg yndislegt að vinna þetta núna og þá sérstak- lega vegna þess að það eru svo margir strákar í liðinu uppaldir hjá félaginu og það sýnir að þolin- móð uppbygging skilar sér marg- falt. Þetta er búinn að vera ótrú- legur vetur og margt búið að ganga á og það er í raun ekki fyrr en i lok deildakeppninnar sem við náum að stilla upp okkar sterkasta liði og þetta er einfald- lega meiri háttar afrek að koma og vinna tvisvar á Hlíðarenda, þetta er hálfótrúlegt miðað við allt sem á undan var gengiö." Um andstæðingana hafði Jó- hann þetta að segja: „Þetta Valslið er einfaldlega bara þrælgott og við vissum að þetta yrði jafht og spennandi. Við vorum hins vegar með það á tæru að ef við næðum að halda í við þá fram í síðari hálf- leik þá tækjum við þetta í lokin og það gekk eftir,“ sagði Jóhann Jó- hannsson sigurreifur í leikslok. Jóhann Gunnar Jóhannsson og Egidijus Petkevicius faömast í leiklok. Heimir Örn Árnason, KA: Baráttan, viljinn og einbeitingin Eftir leikinn leit Heimir Örn Ámason, leikmaður KA, út eins og hann hefði verið að stiga út úr hringnum eftir tólf lotna bardaga við Mike Tyson. Eyrun voru þó á sínum stað þó að kappinn hafi verið alveg búinn og ég spyr hann hvað mikið sé eftir af honum? „Svona hálft prósent," segir Heimir og glottir. „Mér fannst við eiga rosalega mikið inni eftir tvo fyrstu leikina og þrátt fyrir vonda stöðu misstum við aldrei trúna. Við vorum einfaldlega að spila frábærlega hér í kvöld og sprungum út í seinni hálfleik. Það var baráttan og viljinn og einbeitingin sem gerði okkur þetta kleift," sagði Heimir Öm Ámason, lurkum iaminn. -SMS Atli Hilmarsson kátur í leikslok meö soninn upp á arminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.