Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 12
26 MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 Rafpóstur: dvsport@dv.is Sportvörugcrðin hf.. SkipHolt 5. s- 562 8583. Sacramento í góöri stöðu Sacramento Kings er komið með annan fótinn í úrslit vestur- deildarinnar eftir sigur á Dallas Mavericks, 115-113, í framlengd- um leik í fjórða leik liðanna í Dallas á laugardagskvöldið. Sacramento leiðir nú í einvíg- inu, 3-1, og getur tryggt sér sig- ur í einvíginu í næsta leik á heimaveUi. Sigur Sacramento var ekki síður glæsilegur í ljósi þess að Peja Stojakovic var ekki með vegna meiðsla og stóru mennirnir Vlade Divac og Chris Webber fengu báðir sex viUur í íjórða leikhluta. Webber var stigahæstur hjá Sacramento með 30 stig og tók 10 fráköst, Bobby Jackson skoraði 26 stig og Mike Bibby skoraði 24 stig. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir DaUas, Michael Finley skoraði 28 stig og Steve Nash skoraði 24 stig. Lakers komiö yfir Los Angeles Lakers náði for- ystunni, 2-1, í einviginu gegn San Antonio Spurs með sigri í San Antonio á fostudagskvöldið, 99-89. Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers, ShaquiUe O’Neal skoraði 22 stig og tók 15 fráköst og Derek Fisher skoraði 13 stig. Tim Duncan skoraði 28 stig og tók 12 fráköst fyrir San Antonio, Tony Parker skoraði 24 stig og Malik Rose skoraði 10 stig. Celtics vann í jöfnum leik Boston Celtics komst yfir, 2-1, í einvígi sínu gegn Detroit Pi- stons með því að sigra í þriðja leiknum í Boston á fóstudags- kvöldið, 66-64. Paul Pierce skor- aði 19 stig fyrir Boston, Kenny Anderson skoraði 17 stig, Antoine Walker skoraði 16 stig og tók 8 fráköst og Tony Battie skoraði 10 stig og tók 10 fráköst. Jerry Stackhouse var stigahæst- ur hjá Detroit með 19 stig, Corliss WUliamson skoraði 15 stig og tók 9 fráköst og Be Wallace skoraði 12 stig og tók 21 frákast. -ósk Ólafur kosinn í stjórn Körfu- boltasam- bands Evrópu Ólafur Rafnsson formaður KKÍ, var um helgina kosinn glæsUega í stjóm á stofhþingi Evrópusambands FTBA. Ólafur hlaut 40 atkvæði af 49 möguleg- um og var áttundi efsti maður í kjörinu, en aUs vom 23 menn kjömir í stjórnina. Ólafur er fyrsti tslendingurinn sem kjör- inn er í stjóm álfu- eða heims- sambands í körfuknattleik. -ÓÓJ Halldór Ingólfsson og Inga Fríöa Tryggvadóttir, sem bæöi leika meö Haukum, voru valin best á lokahófi handknattleiksmanna á laugardaginn. DV-mynd KÖ Haukafólkið HaUdór Ingólfsson og Inga Fríða Tryggvadóttir voru á laugardags- kvöldið valin besta handboltafólk ársins í EssodeUd karla og kvenna í vetur en þetta var tilkynnt á lokahófi HSÍ. Það eru leik- menn sem standa að þessu vali. Guðlaugur Hauksson, Víkingi, og Dröfn Sæmundsdóttir, FH, vom valin efnUegust og þjálfarar Hauka, Viggó Sigurðsson í karlaflokki og Gústaf Adolf Bjömsson í kvennaflokki, voru valdir bestu þjálfaram- ir. Haukar unnu því öU fjögur stærstu verðlaun hófsins en nýkrýndir íslands- meistarar KA-manna fengu engin verðlaun og aðeins eina tilnefningu. Atli Hilmars- son var ekki tilnefhdur sem þjálfari ársins. Verölaun í Essodeild karla á loka- hófi HSÍ: Besti leikmaður: Halldór Ingólfsson, Haukum. Efnilegasti leikmaður: Guðlaugur Hauksson, Víkingi. Besti þjálfari: Viggó Sigurösson, Haukum. Valdimarsbikarinn: Roland Eradze, Val. Besti varnamiaður: Rúnar Sigtryggsson, Hauk- um. Besti sóknarmaður: Jaliesky Garcia, HK. Besti markmaður: Roland Eradze, Val. Markahæstur: Jaliesky Garcia, HK. 210 mörk. Háttvísiverðlaun HDSÍ: Snorri Steinn Guðjóns- son, Val. Verölaun í Essodeild kvenna á lokahófi HSÍ: Besti leikmaður: Inga Fríða Tryggvadóttir, Haukum. Efnilegasti leikmaður: Dröfn Sæmundsdóttir, FH. Besti þjálfari: Gústaf Adolf Björnsson, Haukum. Besti varnarmaður: Dagný Skúladóttir, FH. Besti sóknarmaður: Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni. Besti markmaður: Jelena Jovanovic, Stjöm- unni. Markahæst: Ragnheiður Stephensen, Stjöm- unni, 123 mörk. Háttvísiverðlaun HDSÍ: Jóna Margrét Ragnars- dóttir, Stjömunni. Besta dómaraparið: Gunnar Viðarsson og Stef- án Amaldsson Fram fékk unglingabikar HSÍ í ár. -ÓÓJ pÍál,ari ársins' Vi99ó Sigurösson, óskar hér þeim efnilegasta, Guölaugi Haukssyni f Vfkingi, til hamingju. DV-mynd: KO Heil umferð í norsku knattspyrnunni um helgina: Tryggvi tryggði Stabæk mikilvægan sigur - gegn Odd Grenland og kom liðinu í sjötta sætið í deildinni Tryggvi Guðmundsson var hetja Stabæk þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Odd Grenland með því að skora sigurmarkið á 66. mín- útu í gær. Tryggvi lék allan leikinn en Marel Baldvinsson fór meiddur af velli á 70. mínútu. Stabæk komst með sigrinum í sjötta sæti deildarinnar. Helgi Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Lyn á 73. mínútu gegn Válerenga og átti stóran þátt í sigri liðsins, 2-1. Helgi fiskaði víti á 86. mínútu og úr því var sigur- markið skorað. Jóhann B. Guð- mundsson lék allan leikinn fyrir Lyn og náði aö krækja sér 1 gult spjald. Lyn er á toppi deildarinnar og er með fjögurra stiga forystu á næsta lið. Hannes Sigurðsson kom inn á sem varamaður f liði Viking á 47. mínútu gegn Boda/Glimt en tókst ekki skora frekar en öðrum leik- mönnum liðanna. Andri Sigþórsson og Bjami Þor- steinsson voru í byrjunarliði Molde sem bar sigurorð af Bryne, 2-0. Bjami spilað allan leikinn, Andri var tekinn út af á 80. mínútu og Ólafur Stígsson kom inn á sem varamaður á 84. mínútu. Ámi Gautur Arason lék allan leikinn í marki Rosenborg í 2-2 jafhtefli gegn Moss. Indriði Sigurðsson og Gylfi Ein- arsson vom báðir í byrjunarliði Lillestrom sem vann mikilvægan útisigur á Start, 2-0. Indriði spilaði allan leikinn fyrir Liilestrom, Gylfi fór af velli skömmu fyrir leikslok en auk þess sat Davíð Þór Viðars- son á bekknum allan timann. -ósk Alda Leif meiddist Körfuknattleikskonan Alda Leif Jónsdóttir, sem var á dög- unum valin besti leikmaður nýafstaðins tímabils, varð fyr- ir því óláni að meiðast illa á hné á landsliðsæfingu fyrir skömmu. Ekki er enn ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en einhverjar llkur eru taldar á þvl að hún sé með slitin krossbönd. Alda Leif átti frábært tíma- bil með IS í vetur, var stiga- hæst, gaf flestar stoðsendingar og varði flest skot allra leik- manna í deOdinni auk þess sem hún leiddi lið ÍS alla leið í úrslit íslandsmótsins. -ósk keppm i hverju orði Lokahóf handboltafólksins var um helgina: Halldór og Inga Friða - besta handboltafólk vetrarins að mati leikmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.