Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2002, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 13. MAÍ 2002 19 I>V Sport en að kveðja Akureyri með þessum titli, sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA Eftir að Alfreð Glslason hafl leitt lið KA til síns fyrsta íslandsmeistaratitils árið 1997, en horfið svo á brott til starfa erlendis, end- urtekur eftirmaður hans, Atli Hilmarsson, leikinn nú 5 árum síðar. Sjálfsagt var stór hluti af hvatningu leikmanna KA fyrir að vinna titilinn að kveðja Atla á viðeigandi hátt. Og það stóðst, fáir fognuðu betur en Atli sjáif- ur og var hann í sjöunda himni þegar DV-Sport náði af honum tali eftir leik. „Þessir drengir eru því- líkt góðir og þó að þeir hafi gert þetta að hluta til fyrir mig var það fyrst og fremst fyrir þá sjálfa. Það er vita- skuld gaman að fmna það að það hafi átt hlut að máli og auðvitað er engin betri leið til að kveðja Akureyri en með þessum stóra titli.“ - Frammistaöa þinna manna i þessari úrslita- keppni var engri lík? „Ég held að allir sjái það í hendi sér aö það hefði brotið einhvem að hafa lent undir 2-0 í einvíginu gegn Val og tapað í framlengingu í bæði skiptin. Gegn Haukum í undanúr- slitum forum við svo í fram- lengingu í fyrri leiknum og vinnum eftir að hafa verið 8 mörkum undir í hálfleik og ég held að það skýri þetta orða best.“ - Hvað með taktísku breytingarnar á vörninni sem þú gerðir i hálfleikn- um? „Ég varð að gera eitt- hvað, mér fannst vömin ekki vera að virka nógu vel þar sem þeir voru aö fá nokkur frí skot, ég tók ákveðinn séns með þessari breytingu í bytjun síðari hálfleiks til að koma þeim aðeins á óvart en svo sá ég að krafturinn var að þverra hjá mínum mönnum og ég varð að bakka með vömina aftur. En þetta bar góðan árangur.“ - Hvað með framtið KA sem handboltalið eftir að þú hverfur frá störfum? „Mér líst mjög vel á fram- tið KA, það er svo mikil hefð fyrir því að vinna hjá þessu félagi. Yngri flokkam- ir em alltaf að vinna og það er hefð fyrir því að fmna fyrir þessari sigurvímu. Þessir strákar sem em að keppa fyrir meistaraflokk eru vánir því að vinna og þeir halda því bara áfram hér og láta að sér kveða strax. Ég vil líka þakka mínum mannskap, tU að mynda markverðinum, en það vom allir að tala um að við ætt- um í vandræöum með markvörslu en ég spyr á móti, hver er að vinna þetta fyrir okkur í kvöld?“ sagði Atli áður en hann hvarf á brott til að samfagna með leikmönnum og stuðnings- mönnum KA-liðsins. -esá Úrslitamolar Þrátt fyrir mikla hörku í úrslita- leiknum kom fyrsta brottvisunin ekki fyrr en eftir tæplega átján mín- útna leik. Það var enginn annar en gamla kempan Geir Sveinsson sem þá fékk að fjúka út af; margir fylgdu í kjölfarið. Hinn ungi og efnilegi leikmaður KA, Einar Logi Friójónsson, átti frá- bæra innkomu á áttundu mínútu síð- ari hálfleiks þegar hann fékk boltann beint úr aukakasti og þrumaði bolt- anum í netið með sinni fyrstu snert- ingu í hálfleiknum. Þegar 6 mínútur voru svo eftir af fyrri hálfleik fór Einar Gunnarsson út á móti Jónatan Magnussyni sem sótti að Valsvöminni með þeim af- leiðingum að Einar reif af aðra skyrtuermi Jónatans. Fyrir vikið fékk hann tveggja mínútna brottvís- un en Jónatan var mættur í nýjum galla eftir hléið, reyndar með númer- inu 77 en séð var til þess með hvítu límbandi að þaö líktist meira 17. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, hamp- aði islandsmeistaratitlinum einu sinni sem leikmaður og þá með FH, 1984, í liöi sem margir telja eitt besta lið sögunnar. Hann varð síðan bikar- meistari tíu árum seinna, 1994, með FH, eftir að hafa lagt KA að velli í úr- slitaleik. Á fimm árum sem þjálfari leiddi hann KA til tveggja deildar- meistaratitla, 1998 og 2001, og nú kom sá stóri í hús. Þetta kallar maður að hætta á toppnum! Geir Sveinsson, kollegi Atla hjá Val, sá sér hins vegar ekki fært að taka á móti verðlaunapeningi sínum með öðrum Valsmönnum eftir leikinn á fostudaginn. -esá/SMS Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari: Enn einn hand- boltasigurinn „Þetta var alveg ótrúlegt, leikur- inn var eins og hinn besti „thriiler", ég verð að segja það. Eftir að hafa lent 2-0 undir þá sýna leikmenn KA ótrúlegan karakter og ég hafði það einhvem veginn á tilfmningunni eftir að þeir unnu þriðja leikinn hér að Hlíðarenda að einvígið færi í fimm leiki og KA-menn vom ein- faldlega grimmari hér í kvöld. Það er hreinlega aðdáunarvert hversu mikið þeir fómuðu sér í þetta og börðust fyrir titlinum. Valsmenn voru hins vegar að spila mjög góðan vamarleik í kvöld eins og i öllum hinum leikjunum en þeir áttu ekkert svar sóknarlega við vamarútspili Atla í síðari hálfleik. En þeir, eins og KA, stóðu sig stórkostlega í þessu einvígi og kvöldið í kvöld var enn einn sigurinn fyrir handbolta enda leikirnir aílir mjög hraðir og skemmtilegir á að horfa. Þetta var alveg frábært," sagði Guðmundur landsliðsþjálfari. -esá Halldór markahæsti meistarinn Halldór Jóhann Sigfússon skoraði 39 mörk fyrir nýkrýnda íslandsmeistara KA i lokaúrslitunum í ár sem er það mesta sem leikmaður hefur gert fyrir meistaralið en Halldór sló met Julian Duranona sem skoraði 38 mörk þegar KA vann titilinn í fyrsta sinn 1997. Duranona á samt enn markametið en hann gerði 44 mörk fjTÍr KA árið á undan þegar þeir máttu sætta sig við silfrið. Halldór er nú aðeins 13 mörkum frá meti Ólafs Stefánssonar yfir flest mörk í lokaúrslitunum frá upphafi en mörkin sín 72 hefur hann gert á síðustu tveimur árum og úr aðeins 122 skotum sem þýðir að Halldór hefur nýtt 59% skota sinna í lokaúrslitum, leikjum þegar allt tímabilið er undir. -ÓÓJ Flest mörk í lokaúrslitum á einu ári Julian Duranona, KA, 4 leikir 1996 (silfur).......................44/19 Valdimar Grimsson, KA, 5 leikir 1995 (silfúr).....................42/23 Halldór Jóhann Sigfússon, KA, 5 leikir 2002 (gull)................39/17 Julian Duranona, KA, 4 leikir 1997 (gull).........................38/9 Guðjón Valur Sigurðsson, KA, 5 leikir 2001 (silfur) ..............34/9 Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi, 4 leikir 1992 (silfur)........33/10 Valdimar Grímsson, Val, 4 leikir 1993 (gull)......................33/16 Halldór Jóhann Sigfússon, KA, 5 leikir 2001 (silfur) .............33/19 Flest mörk í lokaúrslitum frá upphafi Ólafur Stefánsson, Val...............................................85 Julian Duranona, KA .................................................82 Dagur Sigurðsson, Val................................................77 Valdimar Grímsson, KA og Val.........................................75 Jón Kristjánsson, Val ...............................................74 Halldór Jóhann Sigfússon, KA.........................................72 Patrekur Jóhannesson, KA ............................................51 Jóhannes Jóhannesson og Hreinn Hauksson fagna sigri KA-manna meö miklum tilþrifum. DV-mynd Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.