Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Blaðsíða 18
18
__________________________________FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002
Tilvera dv
Bíófrumsýningar:
Brúðkaup, fangar og
iðjuleysingi
Hart’s War
Bruce Willis I hlutverki Williams McNamara, fanga í siðari heimsstyrjöldinni.
vaxinn, myndarlegur,
gáfaður og góðhjart-
aður. En það eru
tvö smáatriði
sem standa í
vegi fyrir
j hamingju
! þeirra; Hann
er ekki
Grikki og
hann er græn-
metisæta.
Hart’s War
Bruce Willis leikur í Hart’s War,
höfuðsmanninn Wiliiam McNamara
sem, þegar myndin hefst, er hand-
tekin af nasistum og settur í fanga-
búðir. Þar er hann sá fangi sem hef-
ur æðstu tign og er því sjálfkjörinn
foringi fanganna. Hann tekur hlut-
verk sitt alvarlega og undirbýr
flótta sinna manna. Það er þó ekki
sjálfgefið þar sem gæslan er mjög
ströng og yflrmaður fangabúðanna
hefur sérstakar gætur á McNamara.
Það sem gefur honum auknar vonir
um flótta er morð sem framið er í
fangabúðunum. Dettur honum í hug
snjallræði sem hann er ákveöinn 1
að fylgja eftir við flóttann. Auk
Bruce Willis leika í myndinni Colin
Farrell, Terence Howard, Cole
Hauser, Marcel Lures og Lin-
us Roache. Leikstjóri er
Gregory Hoblit (Primal
Fear). -HK
About a Boy
Hugh Grant leikur iðjuleys-
ingjann Will Lightman.
Þrjá kvikmyndir eru frumsýndar
á morgun, tvær bandarískar og ein
bresk. My Big Fat Greek Wedding
er ein af þessum „litlu kvikmynd-
um“ í Bandaríkjunum sem óvænt
slá i gegn. Hún var tólfta vinsælasta
kvikmyndin þegar siöasta helgi var
gerð upp, Hart’s War sem gerist að
mestu í fangabúðum í síðari heim-
styrjöldinni státar af Bruce Willis í
aðalhlutverki. Það nægði þó ekki
þessari rándýru kvikmynd að ná til
bandariskra áhorfenda. Þriðja kvik-
myndin, About a Boy, hefur aftur á
móti verið að gera það gott beggja
vegna Atlantshafsins og styrkt
Hugh Grant í sessi á stjömuhimnin-
um.
Abouta Boy
About a Boy er gerð eftir skáld-
sögu Nicks Hornby, en hann skrif-
aði Fever Pitch og High Fidelity,
sem urðu að vinsælum kvikmynd-
um. Myndin fjallar um Will Light-
man (Hugh Grant), ungan mann,
sem býr i London og lifir góðu lífi
af tekjum af vinsælu jólalagi sem
faðir hans samdi. Til að sýna fram
á að hann sé ábyrgur borgari og
einnig til að prófa kvenfólkið, sem
hann umgengst, þykist hann vera
einstæður faðir. Þessi ákvörðun
hans hefur bæði kosti og galla.
Þegar hann kynnist hinum tólf ára
Marcos og tekur hann upp á sína
arma þarf hann allt í einu að
My Big Fat Greek Wedding
Nia Vardalos leikur aöalhlutverkiö, hina ógiftu Toula. Hún er einnig höfundur
leikritsins sem myndin er byggö á.
hugsa um annað en sjálfan sig.
Auk Hugh Grant leika í About a
Boy, Toni Collette og Rachel Weisz.
Leikstjórar eru bræðurnir Chris og
Paul Weitz sem urðu frægir þegar
þeir sendu frá sér American Pie.
My Big Fat Greek Wedding
Frægustu Hollywood nöfnin sem
koma nálægt þessar marglofuðu
kvikmynd eru hjónin Tom Hanks og
Rita Wilson, sem eru framleiðend-
ur. Myndin segir frá ungri konu
sem er seinheppin í ástamálum. Það
hlutverk leikur Nia Vardalos og er
myndin byggð á einleik eftir
hana.
Toula (Vardalos) er ein-
hleyp kona á þrítugsaldri.
Dag einn, eftir að hafa af-
greitt myndarlegan mann og
ekki þorað að tala við hann,
ákveður hún að gera róttæk-
ar breytingar á lífi sínu. Þrátt
fyrir mótmæli föður sins, fer
hún að læra á tölvur, tekur
niður gleraugun og setur upp
linsur, fær sér nýtt starf og
gerir stórtækar breytingar á
útliti sínu og framkomu.
Henni til mikillar
ánægju hittir hún aft-
ur myndarlega
manninn úr veit-
ingahúsinu og
hann býður
henni út.
Drauma-
prins-
inn er
há-
ímeðl Be'c k na m A
og fleiri stjörnum
úr enska boltanum?
Ungum lesendum DV gefst kostur á að
vinna sér inn ferð fyrir tvo (ungan fót-
boltaáhugamann ásamt forráðamanni)
til Englands og æfa undir handleiðslu
Alex Ferguson hjá AAanchester United.
Á æfinqunni verða m.a. David Beckham
oq fleiri stjörnur úr enska boltanum.
Allt sem þú þarft að gera er að senda okkur mynd af þér sem lýsir best
hversu mikill fótboltaáhugamaður þú ert og af hverju þú ættir að fá að
fara í draumaferð DV og Pepsi. Skilafrestur er til 2. júlí 2002.
ATH! Ferðin er fyrir ungan fótboltaáhugamann ásamt forráðamanni. Farið
verður þann 20. júlí. Senda skal myndir á DV, Skaftahlfð 24, 105 Reykjavík,
merkt „Draumaferð DV og Pepsi”
Úrval mynda mun birtast á síðum DV.
Láttu drauminn rætast... D^§0II^ÍiS0^5l!í?