Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2002, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2002
DV
Fréttir
Stórar væntingar um íslenskan raddstýribúnað VoiceEra:
Fyrirtækið virðist
hafa gufað upp
- tæknin samt talin framtíðin í tölvuheiminum
Eins og greint var frá í DV i gær
hefur rekstur fyrirtækisins
VoiseEra á Islandi ehf. í Bolungar-
vík hafi stöðvast. Miklar væntingar
voru gerðar til fyrirtækisins vestra
en Verkalýðs- og sjómannafélag Bol-
ungarvíkur skoðar nú viðskilnað
fyrirtækisins vegna vangreiddra
gjalda starfsmanna. Hvorki starfs-
menn í Bolungarvík né bæjaryfir-
völd hafa náð sambandi við yfir-
menn fyrirtækisins vegna van-
greiddra launa og samninga um
húsnæði, en framkvæmdastjórinn
er sagður staddur í Kanada. Eru
menn að vonum daprir vestra yflr
ástandinu.
Raddstýribúnaður á íslensku
Fyrirtækið var stofnað þann 16.
mars á síðasta ári. Markmið
VoiceEra er eins og segir í kynn-
ingu félagsins að útvega hinum nýj-
ungagjarna íslenska markaði ís-
lenskar tungutæknivörur.
Ætlunin var að byggja raddþekk-
ingarkerfi sem skilur talað íslenskt
mál sem geri notendum kleift að
hafa bein samskipti við upplýsinga-
kerfi viðskiptavina. Sagt var að nýr
markaður væri í þróun fyrir radd-
Vokw Er» i Kolungarvðt
Enn eHt draumafyrirtæki
Byggðastofnunar hætt
I«ua rfcfei ssrvWd «« *turtvmvn« (omir Mt
Frétt DV í gær
þekkingarkerfi. Talað mál væri
hentugasta leiðin til tjáskipta og
næði lengra en lyklaborð og IVR
kerfi (Interactive voice response)
sem byggja á tónvalskerfi.
Fullyrt var að markaðsfræðingar
í fremstu röðum hafi spáð radd-
þekkingarkerfum 150% vexti á ári
sem nemur yfir 1,1 milljarði Banda-
ríkjadollara um árið 2005 fyrir sjálf-
virk raddþekkingarforrit ASR, eða
Automatic Speaker Recognition
software. Er síðan vitnað í Forrest-
er Research sem hafi áætlað að tekj-
ur af raddstýrðum viðskiptakerfum
gætu farið yfir 450 milljarða dollara
um árið 2003. Það er þrisvar sinnum
hærri tala heldur en um er að ræða
í venjulegum viðskiptum um Netið.
Miklar væntingar
í Ijósi þessa urðu fljótlega til
miklar væntingar um fyrirtækið.
Var því tekið opnum örmum í Bol-
ungarvík þar sem bæjaryfirvöld
lögöu til húsnæði undir starfsemina
og tryggð var fyrirgreiðsla Byggða-
stofnunar. Frekari sókn í opinbera
sjóði mun þó ekki hafa borið árang-
ur samkvæmt heimildum DV, en að-
alviðskiptabankinn er Sparisjóður
Bolungarvíkur.
í júní í fyrra var kynnt þróunar-
vinna VoiceEra við hugbúnað sem
skilur íslensku og fer eftir munnleg-
um fyrirmælum. Á aðalfundi félags-
ins 30. ágúst í fyrra var samþykkt
að auka hlutfé félagsins úr 500 þús-
undum í tvær milljónir króna. í jan-
úar á þessu ári var svo kynnt þró-
unarvinna við raddstýrðan kennslu-
búnað hjá fyrirtækinu í Bolungar-
vik. í kjölfar þess að ársafmæli fyr-
irtækisins var fagnað í febrúar, var
haldið opið hús hjá VoiceEra í Bol-
ungarvík í mars sem þótti lukkast
vel. Var þá skrifað undir samning 1.
mars við Póls hf. á ísafirði um sam-
starf varðandi þróun á raddtækni-
lausnum í fiskiðnaðinum. Þriðja
mars var einnig skrifað undir víð-
tækan samstarfssamning við
belgíska fyrirtækið Babeltech um
þróun raddtæknihugbúnaðar.
Babeltech var á sínum tíma ráðið af
VoiceEra sem undirverktaki við
hönnun eina tölvuraddkerfisins
(ASR) sem til er fyrir íslenska
tungu. Auk þessara fyrirtækja er
nefnt samstarf við íslandsbanka,
Ljósvirki, Juventus hugbúnaðar-
hús, Gangverk, Orkuveitu Reykja-
víkur, Öryrkjabandalag íslands og
Blindrafélagið.
Ein af síðustu fréttum af VoiceEra
er frá í maí þegar tilkynnt var um gjöf
fyrirtækisins í Bolungarvík á talgervl-
um til Blindrafélagsins.
Það sem koma skai
í samtölum DV við menn í rafeinda-
geiranum binda menn enn miklar
vonir við raddstýringu tækja til víð-
tækra nota. Ekki sé spumingin um
hvort, heldur hvenær slíkt verður að
veruleika. -HKr.
Hættumat vegna ofanflóða kynnt á ísafirði:
Óvíst um uppkaup á 40 húseignum
Hættumat vegna ofanflóða á ísa-
firði og í Hnífsdal var kynnt á borg-
arafundi á ísafirði í gær þar sem
mættir voru um 130 manns. Halldór
Halldórsson bæjarstjóri segir að það
sé ekki nema I undantekningatilfell-
um að hús séu í einhverri hættu,
hættan sé hlutfallslega meiri t.d. í
Neskaupstað og á Siglufirði. íbúar
hafa fjórar vikur til að gera athuga-
semdir við ofanflóðamatið en síðan
fer það til staðfestingar umhverfis-
ráðherra. Bæjaryfirvöld hafa sex
mánuði til að ákveða hvort þau fari
i uppkaup fasteigna eða ráðist í
vamarframkvæmdir, en hvort sem
uppkaup eða vamarframkvæmdir
eru valdar, greiðir ríkið 90% kostn-
aðarins en sveitarfélagið 10% sam-
kvæm lögum. I Hnífsdal eru þetta
um 20 hús og svipaður fjöldi á ísa-
firði, en á fleiri svæðum.
„Nú veit fólk sína stöðu, en hér
hefur rikt mikil óvissa síðan 1995
þegar flóðin féllu á Flateyri og Súða-
vík og ekkert hættumat í gildi. Nú
hafa íbúar fengið staðfestingu á því
hættumati sem gildir þar sem þeir
búa. í mínum huga koma uppkaup á
fasteignum ekki til greina, þau eru
ekki valkostur, enda eigum við ekki
of mikið byggingarland hér. En við
höfum frest til ársins 2010 til þess að
ljúka þeim framkvæmdum sem okk-
ur ber lagaskylda til, t.d. að byggja
vamargarða," segir Halldór Hall-
dórsson bæjarstjóri.
Einar Yngvason býr á Hjallavegi
á ísafirði. Hann segir skriðufoll al-
geng í hlíðinni fyrir ofan götuna en
það hafi aldrei hvarlað að honum að
flytja burtu eða fara þess á leit við
bæjaryfirvöld að flytja burtu. Þama
hafi hann búið aila tið og muni
gera.
„Þetta eru ekki skelfilegar fréttir,
en ég játa að hættusvæðið hér i
Hnífsdal er stærra en ég átti von á,“
segir Guðmundur Þór Kristjánsson
sem býr við Dalbraut í Hnifsdal.
„Þetta breytir ekki afstöðu minni til
búsetu hér, ég mun áfram vera hér,
tel mér ekki standa neina sérstaka
ógn af umhverfinu, og bið þess að
sveitarfélagið ráðist í byggingu
varnargarða. Það er meiri ógn aust-
an megin í Hnifsdalnum vegna gilj-
anna en hér geta þó komið flekaflóð.
Ég er í meiri hættu við umferðarljós
í Reykjavík, þá sjaldan sem ég kem
til höfuðborgarinnar, heldur en
hér.“ -GG
Tveir piltar dæmdir fyrir að nauðga 16 ára stúlku:
Háttsemi þeirra svívirðileg
og einkar niðurlægjandi
- segir í dómsorði Héraðsdóms Reykjaness
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt tvo 19 ára gamla menn, Elvar
Þór Sturluson og Gunnar Jóhann
Gunnarsson, í fangelsi fyrir að hafa
nauðgað stúlku sem var þá 16 ára.
Elvar Þór fékk tveggja ára fangelsis-
dóm en Gunnar Jóhann 22 mánaða
dóm.
Stúlkan sem nauðgað var hitti pilt-
ana tvo aðfaranótt 29. júlí árið 2000
ásamt vinkonu sinni og þáði heimboð
til annars piltanna. Þegar kynlíf var
fært í tal fór önnur stúlkan út en pOt-
arnir meinuðu hinni útgöngu. í dómn-
um segir að háttsemi piltanna hafi
veriö svívirðileg og einkar niðurlægj-
andi en á tímabili nauöguðu þeir
stúlkunni báðir samtímis.
Piltamir neituðu báðir sök og
báru fyrir sig minnisleysi sökum
ölvunar. Elvar Þór sagðist þó hafa
átt í kynferðisathöfnum með
stúlkunni með hennar samþykki.
Hins vegar þótti framburður hans
óljós og stundum með ólíkindum en
hann greindi að hluta frá því sem
hann taldi sér í hag en sleppti atrið-
um sem gætu verið honum og
Gunnari Jóhanni í óhag. Stúlkan
þótti hins vegar lýsa atburðum i
megindráttum á sama veg við
skýrslugjöf hjá lögreglu og fyrir
dómi. Að auki þótti frásögn hennar
í samræmi við frásögn sem læknir á
bráðamóttöku skráði eftir stúlkunni
sama dag. Þá bera vitni að stúlkan
hafi verið döpur og stressuð daginn
eftir og að flest benti til þess að hún
hefði orðið fyrir alvarlegu áfalli.
Áleit dómurinn að þrátt fyrir neitun
piltanna mætti leggja frásögn
stúlkunnar til grundvallar enda
hefði ekkert komið fram sem drægi
úr trúverðugleika hennar. Væri
sannað að pOtarnir hefðu þröngvað
henni tO samræðis og annarra kyn-
ferðismaka.
Miskabætur tO stúlkunnar þóttu
hæfilegar 500 þúsund krónur en
fyrri ofbeldis- og þjófnaðardómar
pOtanna voru teknir upp og þeim
gerð refsing í einu lagi. -hlh
1 Sólargangur o;
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólariag i kvöld 24.04 23.50
Sólarupprás á morgun 02.54 02.39
Síðdegisflóð 14.46 19.29
Árdegisflóö á morgun 03.05 07.38
V
Léttir tii í kvöld
Norðaustan og austan 5-10 m/s og
dálítO rigning á sunnanverðu
landinu í dag en annars skýjað og
úrkomulítið. Léttir smám saman tO
í kvöld og nótt. Hiti verður á bOinu
8-14 stig, svalast norðan tO.
Hægur vindur og bjartviðri
Austlæg eða breytOeg átt, 3-8 m/s
og víða bjart veður á morgun en
stöku skúrir með suður- og
austurströndinni. Hiti 4 tO 13 stig,
hlýjast vestanlands.
wmm*su
Laugardagur Sunnudagur Mánudagur
^í>
HHi 8° Hiti 8"
til 13* tll 14°
Vindur: 3-5 Vindun Víndun
Hægur andvari um land allt og yflrleitt bjartviöri. Milt og mátulega hlýtt veöur. Áframhaldandi hægviörí um mestallt landiö og áfram bjart í veöri. Þykknar upp þegar líöur á kvöldiö sunnan og vestan til. Suöaustlæg átt og lítils háttar úrkoma meö suöur- og vesturströndinni en annars þurrt aö mestu. Veöur fer hlýnandi.
m/s
Logn 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinningsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stlnningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveöur 28,5-32,6
Fárviðri
>= 32,7
Bi
AKUREYRI úrkoma 4
BERGSSTAÐIR alskýjað 4
BOLUNGARVÍK úrkoma 3
EGILSSTAÐIR alskýjaö 3
KIRKJUBÆJARKL. rigning 7
KEFLAVÍK rigning 7
RAUFARHÖFN alskýjað 2
REYKJAVÍK skúr 6
STÓRHÖFÐI rigning 8
BERGEN skýjað 13
HELSINKI léttskýjaö 19
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 18
ÓSLÓ léttskýjaö 16
STOKKHÓLMUR 16
ÞÓRSHÖFN súld 9
ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 12
ALGARVE heiðskírt 19
AMSTERDAM rigning 16
BARCELONA léttskýjaö 20
BERUN skruggur 15
CHICAGO heiöskirt 22
DUBUN skýjaö 11
HAUFAX þoka 8
FRANKFURT skýjaö 20
HAMBORG skýjaö 18
JAN MAYEN þoka 2
LONDON skýjaö 15
LÚXEMBORG skýjað 19
MALLORCA heiöskirt 22
MONTREAL heiöskírt 17
NARSSARSSUAQ léttskýjaö 4
NEW YORK heiöskírt 21
ORLANDO alskýjaö 22
PARÍS rigning 15
VÍN léttskýjaö 23
WASHINGTON hálfskýjað 18
WINNIPEG léttskýjaö 11