Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2002, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2002, Síða 7
Eftir 6 ára ævi sendi Stjörnukisi frá sér sína fyrstu breiðskífu í vikunni. Platan heit- ir Góðar stundir og er búin að eiga sér langan aðdraganda en nú loksins orðin að veruleika. Við hittum Stjörnukisann fyrir og ræddum við hann um nýju piötuna, Land og syni, rándýr stúdíó og fræddumst örlítið um mennina á bak við köttinn. Eins og að eiga tvær konur „Við stefnum hins vegar ekki á jólaplötumarkaðinn eða sam- keppni við Skífuna og Land og syni, það er bara einfaldlega ekki á dagskránni. Frekar ætlum við að gefa út góða tónlist sem verð- skuldar að fólk hlusti á hana. Góða tónlist sem fólk getur svo jafnvel hlustað á eftir fimm ár og enn þá þótt hún góð.“ „Það er ýmislegt búið að ganga á hjá okkur síðasta árið. Við erum búnir að eyða miklum tíma í að smíða okkur stúdíó og það var eig- inlega upphafið að þessari plötu. Við kláruðum að smíða stúdíóið í desember, eftir það fórum við beint í það að taka upp plötuna og núna er hún loksins komin út,“ segir Bogi Reynisson, bassaleikari hljómsveitar- innar Stjörnukisa, sem var að senda frá sér sína fyrstu breiðskífú, Góðar stundir, eftir að hafa verið starfandi í um 6 ár. Akkerið fyrir borð Stjömukisi hefur á sinni ævi gengið í gegnum miklar breytingar. Sveitin var stofnuð árið 1996 af áður- nefndum Boga, Úlfi Chaka Karlssyni _ söngvara og Gunnari Oskarssyni gítar- leikara. Það árið tóku pilt- amir þátt f Músíktilraunum þar sem þeir stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar. „Þá voru með okkur þeir Viggó, Richard og Sölvi Blöndal. A ákveðnum tímapunkti duttu Sölvi og Richard báðir út og Viggó fylgdi fljótlega á eftir. Vð hinir breyttum fyrirkomu- laginu bara aðeins og héld- um ótrauðir áfram. Síðan þá höfum við verið að safna að okkur fleiri meðlimum eftir því hvemig það hentaði músíkinni hverju sinni,“ segir Bogi. Asamt þessum þriggja manna kjarna eru þeir Ari Þorgeir Steinars- son og Gísli Már Sigur- jónsson nú hluti af Stjömukisa. Þeir félagar hafa fært sveitinni nýjar víddir en Ari sér um trommuleikinn á meðan Gísli Már sér um gítarleik og öll tölvumál þegar hljómsveitin spilar opin- berlega. Fram að komu þeirra félaga hafði tónlist hljómsveitarinnar verið nokkuð opin og breytileg en nú eru þeir dagar fyrir bf. „Þetta var ansi breytilegt hjá okkur en núna erum við búnir að henda akkerinu út. Þessi plata er í rauninni 100% einn og sami stíllinn sem við emm búnir að til- einka okkur.“ Hver í sínu heimshorni Eins og áður sagði fóru allar upptökur fram í nýju hljóðveri Stjömukisa sem hefúr hlotið nafhið Veðurstofan en upptökumaður var Svisslendingurinn Swell Mellah. Hann hefur áður unnið með íslenskum sveitum og var t.d. upptökustjóri á nýlegri plötu hljómsveitarinnar Ffdel. „Við tókum plötuna upp á tveggja vikna kafla þarna í desember þegar við vorum búnir með stúdíóið en færðum okkur svo til Sviss þar sem pródúserinn er með sitt eigið stúdíó. Þar lögðum við lokahöndina á þetta en þegar allt mix fór fram vorum við reyndar staddir í þremur mismun- andi löndum. Eg var staddur í Sviss, Úlfur á Spáni og hin- ir heima á íslandi þannig að við vomm bara í email-sam- bandi svo allir gætu lagt eitthvað til málanna. Þetta fjar- skiptasamband var mjög áhugavert þar sem ég var að vinna úr uppástungum úr öllum áttum. En það var líka mjög gef- andi,“ segir Bogi og Gunnar bætir við: „Platan er í raun mjög hrá þótt hún hafi verið svona lengi í smíðum enda var framkvæmdin á henni mjög knöpp. Við ákváðum raunar að gera hana þannig í staðinn fyrir að liggja yfir henni í lengri tíma, leyfðum henni bara að koma og fara. En þetta kom bara út eins og við ætluðum að hafa þetta. Þétt og mikið rokksánd og við erum mjög sáttir við útkomuna.“ Allir endar opnir Fyrir utan að taka plötuna upp sjálfir gerði Stjörnukisi nánast allt annað sem að vinnslu hennar kemur upp á eigin spýtur. Úlfur hann- aði t.d. umslagið og svo sáu þeir um öll útgáfumál sjálfir. „Þetta er náttúrlega búið að kosta okkur heilmikið, en þó aðallega vinnu. En núna er náttúrlega bæði platan og stúdíóið tilbúið þannig að núna er bara að láta þetta ganga. Hljóðverið var fyrst og fremst byggt með okkar hag í huga en svo er líka mikil vöntun á góðu stúdíói hér á landi sem kostar ekki einhverjar fáránlegar upp- hæðir. Núna teljum við okk- ur geta boðið upp á mjög gott stúdíó sem er ekki mjög dýrt, alla vega ekki alveg fá- ránlega dýrt og við erum þegar búnir að bóka nokkrar hljómsveitir." Hvað útgáfúna varðar segjast meðlimir Stjömukisa vera opnir fyrir öllu en þeir stefna þó ekki á að hella sér út í markaðsfræðilegar pæl- ingar og samkeppni við ís- lenska hljómplötuhelstim- ið. „Það er opið í alla enda, við erum þegar komnir með eitt prjójekt sem við stefn- um á að koma á plast seinna. Það heitir Bacon og er tölvupopp-verkefni sem Gísli Már er potturinn og pannan í. Við stefnum hins vegar ekki á jólaplötumark- aðinn eða samkeppni við Skífuna og Land og syni, það er bara einfaldlega ekki á dagskránni,“ segir Bogi og Gunnar bætir við: „Frekar ætlum við að gefa út góða tónlist sem verðskuldar að fólk hlusti á hana. Góða tónlist sem fólk getur svo jafnvel hlustað á eftir fimm ár og enn þá þótt hún góð.“ Eins oc að eiga tvær KONUR Stjörnukisi mun svo fagna útkomu plötunnar í kvöld með útgáfutónleikum í Iðnó. Piltamir eru ný- komnir úr stuttu tónleika- ferðalagi um Sviss þannig að þeir ættu að vera vel spilandi þegar þeir stíga á sviðið f kvöld. „Við erum nýkomnir úr stuttum túr um Sviss þar sem við spiluðum á nokkrum tónleikum. Þetta var nú enginn markaðsherferð heldur spiluðum við bara í nokkrum klúbbum og vorum svona aðeins að dýfa puttanum í vatn- ið og sjá hvort það væri einhver grundvöllur fyrir þessu. Það er fyrirtæki sem heitir Genetics Manegement sem skipu- lagði þetta en þeir hafa tekið okkar mál erlendis að sér. Þeir hafa líka verið að hjálpa Ffdel þarna úti og við vitum að þeir hafa áhuga á að taka að sér fleiri íslenskar hljómsveitir. Þeir eru búnir að átta sig á því að það er meira að gerast hérna en bara toppurinn á ísjakanum - þ.e. þetta sem sést í er- lendu músíkpressunni," segir Bogi. „Svo eru allar líkur á því að við förum út aftur fljótlega en það eru engar dagsetningar komnar á það enn. A með- an verðum við bara að vinna héma heima og svo eru auð- vitað útgáfutónleikamir f kvöld í Iðnó. Þeir hefjast kl. 22 en við ætlum að hafa þetta í fyrra fallinu svo við höfum góð- an tíma til að fagna á eftir,“ segir Gunnar og Bogi tekur undir: „Já þetta er búið að taka nógu hclvíti langan tíma en það er mjög tímaffekt að standa í þessu, svona svipað og að eiga tvær konur. En þetta er líka gefandi - lfklega eins og að eiga tvær konur.“ 12. júlf 2002 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.