Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Síða 1
i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i DAGBLAÐIÐ VÍSIR 184. TBL. - 92. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK Hjalparliöar hafa unnið að þvi siðustu daga að bjarga fólki á flóðasvæðunum í Evrópu. Hér á myndinni sjáum við sjálfboðaliða í Prag bjarga aldraðri konu undan flóðahættunni. Flóðahættan eykstí austurhluta Þýskalands Flóðin í Prag, höfuðborg Tékklands, virðast nú í rénun en um leið eykst flóðahættan í austurhluta Þýskalands með auknu vatnsmagni í ánni Elbu, sem rennur um margar stærstu borgir landsins. Verst er ástandið í Dresden í Saxlandi, en þar hafa íbúar og hjálparsveitir barist við flóðin síðustu daga og er óttast að þar eigi ástandið enn eftir að versna með hækkandi vatns- borði í Elbu, sem ekki hefur verið hærra síðustu hundrað árin. Að sögn borgaryfirvalda í Dresden er yfirborð hennar átta metrum hærra en venju- lega, en það er á við þriggja hæða byggingu og hækkar enn. Þá ógna flóðin einnig borg- unum Leipzig og Chemnitz og hefur fjöldi ibúa borganna flúið heimili sin sem standa næst El- bu, þar sem hún er farin að flæða yfir bakka sína. íbúar Bratislava, höfuðborg- ar Slóvakíu, eru einnig í við- bragðsstöðu, en yfirborð Dónár, sem rennur um borgina, fer sí- fellt hækkandi. ■ NANARI UMFJOLLUN Á BLS. 4 OG 11 í DAG Siv Friðleifsdóttir segist vanhæf vegna Norðlingaölduveitu: Raðherra vill endurskoöa lögin um umhverfismat „Lögin um mat á umhverfisáhrif- um eru þannig að sé niðurstaða Skipulagsstofnunar kærð, þá þarf um- hverfisráðherra að úrskurða líkt og dómari. Vegna ummæla minna í febr- úar 2001, þá má efast svo mikið um hæfi mitt að það er eðlilegt að ég víki. Ég mun þvi ekki úrskurða í þessu máli. Samkvæmt reglunum þá er það forsætisráðherra sem setur annan inn í minn stað,“ sagði Siv Friðleifsdóttir í samtali við DV í morgun. Vandséð er hvaða annan ráðherra úr hópi framsókn- armanna Davið Oddsson getur sett til að úrskurða um kærumál vegna Norðlingaöldu- veitu. Flestir hafa þeir á einn eða annan hátt tjáð sig um þessi mál og sumir jafnvel lýst Siv andstöðu við fram- Friöleifsdóttir. kvæmdir á Þjórs- árverasvæöinu líkt og Guðni Ágústs- son. Þegar hann tilkynnti um framboð sitt til embættis varaformanns Fram- sóknarflokksins í febrúar 2001 sagði Guðni að ekki mætti skerða einn fer- metra af Þjórsárverum. Hann hefur einnig lýst stuðningi við afstöðu heimamanna í þessum efnum. Þykir því ljóst aö Landsvirkjun eigi ekki vísan fuílan stuðning ríkisstjóm- arinnar við gerð Norðlingaöldulóns í jaðri Þjórsárvera sem Skipulagsstofn- un hefur nú gefið grænt ljós á. Niður- staða Skipulagsstofnunar hefur vakið athygli m.a. vegna þess að rannsóknir vísindamanna benda sterklega til að ffamkvæmdir muni valda óbætanleg- um skaða á hluta Þjórsárvera, sem njóta vemdar samkvæmt Ramsarsátt- málanum um vemdun votlendis. Siv Friðleifsdóttir segir umhugsun- arvert að ráðherra geti ekki tjáð sig um slík mál á einhverju stigi án þess að eiga á hættu að verða vanhæfur. Hún vill að lögin um umhverfismat verði endurskoðuð með þetta í huga. Þar verði beitt bráðabirgðaákvæðum laganna sem gera ráð fyrir endurskoð- un. Siv segir ástæðuna þá að lögin hér séu öðruvísi en gengur og gerist ann- ars staðar á Norðurlöndum þar sem ekki er um að ræða neinn úrskurð skipulagsstofnunar. - Sjá nánar bls. 4 -HKr. ■ NÁNARI UMFJÖLLUN Á BLS. 4 í DAG ÓPERAN DIDO OG ENEAS í BORGARLEIKHÚSINU: Geislaði af leik- og sönggleði 15 NORÐURÁí BORGARFIRÐI: 2000 laxa múrinn rofinn 29 Sjónvarpsmiðstöðin RAFTÆKJAUERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9030 YT'FHTMT\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.