Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Side 9
9 Fróölegt flökt íslenskrar krónu FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 DV HEILDARVIÐSKIPTI 3.680 m.kr. Húsbréf 636 m.kr. Hlutabréf 530 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0Pharmaco 289 m.kr. 0 Bakkavör Group 58 m.kr. 0 Delta 30 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Hugleiðir 6,5% 0 Olíuverslun íslands 2,4% 0 Baugur 1,8% MESTA LÆKKUN 0 Grandi 0,9% 0íslandsbanki 0,8% 0 Delta 0,6% ÚRVALSVÍSITALAN 1,263 - Breyting 0,14% Góður dagur í óverðtryggðum bréfum í gær var góður dagur hjá óverð- tryggðum bréfum og námu viðskipti með ríkisbréf 689 m.kr. og lækkaði ávöxtunarkrafan umtalsvert á öllum flokkum rikisbréfa en þó mest á RIKB07 eða um 8 punkta. Stendur krafan nú í 7,81%. Krafan á RIKB03 lækkaði um 6 punkta og stendur í 7,65% og krafan á RIKB13 lækkaði um 3 punkta og stendur í 7,95%. Ávöxtun- arkrafa RIKB13 er orðin rétt aðeins lægri en hún var í fyrsta útboði Lána- sýslunnar í vor er krafan var 7,97%, en krafan hafði hækkað nær stans- laust frá fyrsta útboði og var komin í 8,25% þann 29 júlí síðastliðinn. Einnig voru mikO viðskipti með vixla eða fyrir 789 m.kr. Dagurinn var frekar blendinn í húsbréfum og hækk- aði krafan ýmist eða lækkaði í hinum ýmsu flokkum. Viðskipti með hús- og húsnæðisbréf í gær námu 1.289 m.kr. Samkvæmt Morgunpunktum Kaupþings var mikið flökt á is- lensku krónunni í gær og var fróðlegt að fylgjast með þvi hvern- ig gjaldeyrismarkaður brást við mikilvægum fréttum er varða efnahagslíf landsmanna. Krónan styrktist óverulega í allra fyrstu viðskiptum eftir að vísitala neysluverðs gaf til kynna að und- irliggjandi verðbólga væri svo gott sem horfin. Raunar tók krón- an kannski þveröfuga stefnu við það sem búast hefði mátt við í kjölfar verðbólgumælingar er sýndi talsverða hjöðnun vísitöl- unnar. Eins og áður hefur verið fjallaö um í Morgunpunktum að undanfómu hafa hagfræðingar löngum reynt að skýra gengis- breytingar með mikilvægum breytum svo sem vöxtum og verð- bólgu. Telja verður að svigrúm til vaxtalækkana ’hafi aukist í gær eftir birtingu neysluverðsvísitöl- unnar en lækkun vaxta hér á landi hefði í för með sér minni vaxtamun við útlönd sem að öllu jöfnu er talið veikja innlenda gjaldmiðilinn. Þannig lækkaði svissneski seðlabankinn beinlínis vexti fyrir skemmstu í því augna- miði að veikja svissneska frank- ann lítils háttar, en hátt gengi hans var farið að valda þrenging- um heima fyrir að mati bankans. Útlit fyrir vaxtalækkun hefði því getað skýrt veikingu krónu fram- an af morgni í gær. Hér skal þó bent á að aðrar hagfræðikenning- ar telja samband milli lágrar verð- bólgu og styrkingu gjaldmiðils sterkari en áhrif vaxtamunar. Afar freistandi er hins vegar að draga þá ályktun af krónuhreyf- ingu gærdagsins að jákvæður úr- skurður Skipulagsstofnunar ríkis- ins um Norðlingaölduveitu hafl valdið mikilli styrkingu krónunn- ar strax eftir að fréttin birtist. Sú styrking stóð hins vegar stutt yfir og gekk fljótlega til baka. Velta má fyrir sér hvort nánari skoðun fréttarinnar hafi sannfært gjald- eyrismarkað að enn væru mörg tæknileg Ijón í veginum sem biðu úrlausnar. Krónan veiktist svo enn í síðustu viðskiptum og hafði þá veikst um 0,93% innan dagsins og endaði gengisvísitalan í 127,6. Margt fróðlegt er gjaman tínt til svo útskýrt verði flökt á gjaldeyr- ismarkaði en smæðin hér á landi veldur kannski mestu um hversu stór einstök stökk reynast. En vafalaust hafa orð Seðlabanka ís- lands í síðustu Peningamálum, þess efnis að hann hyggist auka gjaldeyrisforða sinn þegar hentugt þykir, orðið til þess að stöðutökur i krónunni einkennast nú af auk- inni varkárni. Þessi varkárni kann að valda því að bjartsýni vegna fyrirhugaðra stóriðjufram- kvæmda komi ekki að fullu fram í frekari styrkingu krónu. _________________Viðskipti Umsjón: Vidskiptablaðið Evrópsk hluta- bréf lækka Samkvæmt morgunpunktum Kaup- þings lækkuðu evrópsk hlutabréf í morgun í kjölfar neikvæðra afkomu- frétta fyrirtækja og ótta við að hag- vöxtur í Bandaríkjunum og Evrópu muni ekki taka við sér á næstunni. Vaxtaákvörðunarfundur var hjá bandaríska seðlabankanum í gær og er nú Ijóst að bankinn mun ekki lækka vexti þar í landi. Jafnframt virðist sem Greenspan sé varkárari í yfirlýsingum um að efnahagslíf í Bandaríkjunum taki jafn skjótt við sér og fram kom fyrir nokkrum mánuðum síðan. Hækkanir urðu á hinn bóginn á evrópskum hlutabréfamörkuðum. FSTE hlutabréfavisitalan hefur lækkað um 1% í morgun. Lækkun DAX og CAC vísitalnanna var mun meiri eða 2,5% í fyrra tilfeUinu og 1,8% í því síðara. Hlutabréf í Nokia lækkuðu um 6,4% og bréf í Phillips féllu um 4,9%. Þá varð nokkur lækkun á bréfum í Bayer og Ericsson. Credit Suisse tilkynnti um 579 milljóna franka tap á öðrum ársfjórðungi sem er miklum mun meira tap en áætlað haföi verið og féll gengi bréfa í fyrir- tækinu um 7,0% í kjölfarið. Evrópsk hlutabréf hækkuðu í verði í gær eftir að birtar voru jákvæðar töl- ur um vöxt smásölu í Bandaríkjunum, en þær gefa til kynna að enn sé vöxt- ur í bandarísku efnahagslífi. Þannig jókst smásala um 1,2% í júlímánuði og styður sú breyting 1,4% vöxt smásölu sem varð í júnímánuði. Útflutningur til Bandarikjanna er mn fimmtungur af heildarútflutningi Evrópuríkja og er því ljóst að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum hefur veruleg áhrif á vöxt og viðgang evrópsks efnahagslífs. FTSE hlutabréfavísitalan í London hækkaði um tæp 1,2% og endaði í 4.271,7 stigum. CAC i París hækkaði um 0,8% og endaði í 3.390,2 stigum. DAX hlutabréfavísitalan í Frankfurt fór upp um tæpt 1% og var 3.683,2 stig. Miðstœrð á aðeins kr, á Hótel Esju, Sprengisandi og í Smáralind Tvoer miðstœrðar pizzur með AtoflS kf. tveimur áleggjum að eigin vali *"\ j \ \ N ásamt stórum skammti af brauð- J l I f I f stöngum og könnu af gosi. ~ I I I * Tí/boðfð gildlr á veltlngastððum , Pizza Hut, á Hótel Esju, \ Sprengisandi og í Smáralind. TILBOÐ - I VEITINCASAL TILBOÐ - EF ÞU SÆKIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.