Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 Tilvera DV List í Lóuhreiðri Vilborg Eggertsdóttir myndlistar- kona er með sýningu á verkum sín- um í Lóuhreiðrinu, Laugavegi 61, 2. hæð. Myndimar málar hún með vatnslitum og olíu. Þetta er þriðja einkasýning Vilborgar og mun hún standa til 10. september. Merk örnefni „Myndimar mínar tengjast flest- ar einhverjum merkum örnefnum," segir Valdemar Bjarnfreðsson sem hefur sett upp sýningu að Granda- vegi 101. Þar eru 15 myndir hans, smáar og stórar, mest landslags- myndir og fylgja sögur sumum þeirra. Risaeðlurnar eru listamann- inum líka hugstæðar og þeim sést bregða fyrir. Valdemar notar lista- mannsnafnið Vapen. Útsaumur og skúlptúr Þeir Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson opnuðu í gær sýningu í i8. Þar getur að líta vatnslitaverk og útsaumaðar mynd- ir eftir Kristin og leirskúlptúra eftir Helga Þorgils. Að auki er til sýnis myndbandsverk sem þeir lista- mennirnir unnu i sameiningu, ásamt söngvaranum Sverri Guð- jónssyni, sérstaklega fyrir sýning- una. Verkið heitir Afturgöngur og er formgerð brúðuleikhúsópera í fjórum þáttum. — Minningabrot í Kompunni á Akureyri stendur yfir sýning Nini Tang sem ber yfir- skriftina „Fragmentarium". Hún hóf listferil sinn með áherslu á málverk en hefur síðan fengist við ýmsa miðla, svo sem klippi- og vatnslitamyndir, stimpla, ljósmynd- ir og leirmuni. Verk Nini tengjast gjaman íslandi og oft gengur hún út frá persónum eða atburðum. Sýn- ingin „Fragmentarium" sam- anstendur af öllum þessum atriðum og er eins og minningabrot í bland við viðburði líðandi standar. Bíógagnrýni Frumsýningar í kvikmyndahúsum um helgina: Maöur eins og ég, músin knáa snýr aftur og hryðjuverk í Bandaríkjunum Sam-bíóin - Eight Legged Freaks F i ölskylduhryllingur KJ C/ 4/ C J um kvikmyndir. Maður eins og ég verður frumsýnd um helgina og er það fagnaðarefni þegar íslenskar kvikmyndir eru tekn- ar til sýninga í kvikmyndahúsum. Myndin hefur á að skipa leikurunum Jóni Gnarr, Stephanie Che og Þor- steini Guðmundssyni. Jón lék áður í íslenska draumnum og þeir Þorsteinn eru að góðu kunnir úr Fóstbræðra- þáttunum. Leikstjóri myndarinnar, Robert Douglas, á að baki myndina ís- lenska drauminn og fjölda stutt- mynda. Maður eins og ég fjallar um Júlíus, Jón Gnarr, sem á í mikilli til- vistarkreppu. Hann er starfsmaður hjá póstinum og lifir fremur litlausu og venjulegu lífi. Hann verður svo ást- fanginn af ungri, asískri stúlku sem starfar á núðluhúsinu og upphefst ást- arsamband þeirra á milli sem er held- ur stormasamt. Þau byrja og hætta saman á víxl en vinir Júlíusar telja honum trú um að honum verði betur ágengt með hitt kynið ef hann skipti um vinnu og gjörbreyti lifsstíl sínum. Hann fer að ráðum félaganna en fljót- lega fer allt úr böndunum í lífi hans. Fyrrverandi kærastan er þá farin til Kína og Júlíus er einn og yfirgefinn. Hann ákveður þá að freista gæfunnar, kaupir sér flugmiða til Kína og ætlar að reyna að vinna hylli stúlkunnar á nýjan leik. Hryöjuverk í Bandaríkjunum The Sum of All Fears er spennu- mynd þar sem Jack Ryan, leikinn af Ben Affleck, starfar sem sérfræðingur hjá CIA. í slagtogi við forstjóra CIA, sem er leikinn af Morgan Freeman, kemst hann að því að kjamorkuvopn eru framleidd í löndum sem gætu vilj- að skaða Bandaríkin. Dag einn spring- ur kjarnorkusprengja í Bandaríkjun- um og er Rússum kennt um verknaö- inn. Ekki bætir úr skák að rússneski forsetinn deyr skyndilega og stjórn- Maöur eins og ég Jón Gnarr og Stephanie Che í hlutverkum sínum. leysi ríkir. Stórveldin eru á barmi styrjaldar án þess að vita að það eru hryðjuverkamenn sem eru að etja löndunum saman. Mikil ringulreið og múgæsing upphefst í löndunum. Jack þarf að finna hver stendur að baki hryðjuverkunum og sannfæra ráða- menn þjóðarinnar um að þar séu ekki Rússar að verki sem reynist þrautin þyngri. Myndir sem fjalla um hryðju- verk eru nokkuð vinsælar vestanhafs þessa dagana enda ekki langt um lið- ið frá atburðunum 11. september. Þessar myndir ná undantekningalítið hylli áhorfenda þar sem einhver sál- arró er fengin með þvi að sýna á hvíta tjaldinu bandarískar hetjur hafa bet- ur gegn skúrkum heimsins. Myndin er byggð á bók Toms Clancys sem er með þekktari spennusagnahöfundum samtímans. Litla músin snýr aftur Litla sæta músin, Stúart litli, er komin aftur í kvikmyndahús. Stúart verður skotinn í fuglinum Margolo og þarf að bjarga henni úr ýmsum hætt- um stórborgarinnar. Marga vini á hann og eru þeir flestir kostulegir. Ber hæst að nefna þar köttinn Snjó- bolta en leikarinn Nathan Lane ljær honum rödd sína og fer á kostum. Margir stórleikarar ljá persónum myndarinnar raddir sína og glæða þá lífi. Þar er fremstur í flokki hinn knái Michael J. Fox sem talar fýrir Stuart, Litla músin snýr aftur Stuart litli og fuglinn Margolo ienda í ýmsum ævintýrum. Hryöjuverk í USA. Ben Affleck og Morgan Freeman veröa fýrir baröi hryöju- verkamanna. James Woods er fálkinn og Melanie Grifflth er fuglinn Margolo. Myndin er fjölskyldumvnd i hæsta gæðaflokki en hún hefur verið með aðsóknar- mestu myndunum vestanhafs undan- farið. Fjölbreytni í fyrirrúmi Óhætt er að mæla með mörgum af þeim myndum sem eru núna til sýn- ingar í kvikmyndahúsum borgarinn- ar. Þar er hægt að velja úr flóru kvik- mynda og alli** ættu að geta fúndið sér eitthvað við hæfi. Það er sérstakt ánægjuefhi að Maður eins og ég er kominn í sýningu en myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftir- væntingu enda í anda myndarinnar íslenska draumsins sem var gríðar- lega vinsæl. Það er ekki úr vegi að minnast á að islenska heimildar- myndin Leitin að Rajeev er í sýningu í kvikmyndahúsum borgarinnar, er þar á ferð vönduð og skemmtileg mynd sem enginn sem hefur gaman af góðum heimildarmyndum ætti að láta fram hjá sér fara. Myndin Fálkar í leikstjórn Friðriks Þór Friðrikssonar verður svo tekin til sýninga í septem- ber en í henni eru stórleikararnir Ingvar E. Sigurðsson og Keith Carra- dine. Það er mikið aö gerast í kvik- myndalífi íslendinga um þessar mundir sem er hið besta mál. -HÞG Risakönguló á bilþaki Þær koma víöa viö risaköngulærnar í leit aö fæöu. Köngulær í yfirstærðum eru aðal- persónur hinnar ágætu hryllings- myndar, Eight Legged Freaks, sem ekki aðeins hræðir áhorfendur held- ur hefur ágætan húmor sem bland- ast vel saman við sögu sem gæti verið tekin úr ódýrri b-hryllings- mynd frá miðri síðustu öld þegar í tísku var að gera nógu groddalegar hryllingsmyndir fyrir lítinn pening, sem höfðu það eitt markmið að hræða. Hafa sumar þeirra orðið að „cult“ kvikmyndum og sýndar víða í litlum kvikmyndahúsum. Þar á meðal er Tarantula, sem gæti alveg eins hafa verið fyrirmynd þeirra stórmyndabræðra, Rolands Emmer- ich og Deans Devlins (Godzilla, Independence Day) sem standa að gerð Eight Legged Freaks. Það sem Eight Legged Freaks hefur fram yfir fyrmefndar b-myndir er er fyrst og fremst góður húmor og frábærar tæknibrellur í myndinni er ekki verið að gera einfaldan söguþráð flókinn á kostn- að tækninnar heldur er tæknin að- eins hjálpartæki til að einfaldleik- inn njóti sín sem best. Eight Legged Freaks gerist í smábæ. Þegar eitur- efni fara í vatn eitt þar sem köngu- lóarbú er í nágrenninu fara að ger- ast ótrúlegir hlutir. Vatnið virkar sem hormónar á köngulæmar sem fara að stækka og verða um leið herskárri. Köngulóarbúið nægir þeim að sjálfsögðu ekki og þær gera sér hreiður í gamalli námu en sögu- sagnir segja að þar sé gull að finna. Það líður ekki á löngu þar til bæjar- búar verða áþreifanlega varir við köngulæmar sem þurfa að sjálf- sögðu að matast og stór skrokkur innbyrðir mikinn mat. í myndinni höfum við hinar hefðbundnu per- sónur. Ungur eigandi námanna kemur til bæjarins eftir tíu ára fjar- vem og verður ástfanginn af lög- reglustjóranum, sem er fónguleg kona. Bæjarstjórinn, sem er að reyna fyrir sér í strútarækt, hefur ill áform um framtíð bæjarins, ung- ur sonur lögreglustjórans er sér- fræðingur í köngulóm og er bjarg- vættar þegar á reynir og svo höfum við útvarpsmann, sem er alltaf að telja íbúum bæjarins trú um að geimverur séu um það bil að her- taka bæinn. Ef hægt er að tala um fjölskyldu- trylli þá er Eight Legged Freaks slík mynd. Segja má að fólk á öflum aldri (ef það á annað borð hefur gaman af að láta sér bregða af og til) geti átt ánægjustund yfir Eight Legged Freaks. Myndin er létt þegar haft er í huga viðfangsefnið. Persón- ur em einfaldar og skýrar, köngu- læmar em sannfærandi tölvufigúr- ur og ekki líður svo eitt atriði að einhver húmor sé ekki í því. Eight Legged Freaks er því vel heppnuð hryllingsgamanmynd. Lelkstjóri: Ellory Elkayem. Handrit: Jesse Alexander og Ellory Elkayem. Kvikmynda- taka: John Bartley. Tónlist: Austin Powers. Aóalleikarar: David Arquette, Kari Wuhrer, Scott Terra og Scarlett Jo- hansson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.