Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.2002, Síða 27
FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 2002 27 pv______________________________________________________________________________Sport Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron átti slakt tímabil í fyrra en nú gera áhangendur Man. Utd sér vonir um aö hann muni ná sér á strik í vetur. Hér er hann í baráttu viö Brasilíumanninn Edu, leikmann Arsenal, í lok síöasta tímabils. Reuters DV-Sport spáir Man. Utd 2. sætinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur: Duga hreinsanirnar? - lítiö keypt og mikiö selt en United veröur samt í toppbaráttunni Manchester United Stofnár: 1878 Heimavöllur: Old Trafford Áhorfendastæöi: 67.500 í efstu deild síðan: 1975 Besti árangur 1. sæti í A-deild: (1908, 1911, 1952, 1956, 1957, 1965, 1967, 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001). Versti árangur 20. sæti i B-deild: (1934). Stærsti sigur 10-1 gegn Wolves 1892. Stærsta tap 0-7 gegn Blackbum 1926. Dýrasti keypti leikmaður Rio Ferdinand fyrir 30 milljónir punda, júli 2002. Dýrasti seldi leikmaöur Jaap Staam fyrir 16,5 miiljónir punda til Lazio í september 2001. Komnir Rio Ferdinand frá Leeds, Luke Steele frá Peterborough. Famir Dwight Yorke til Blackbum, Paul Rachubka til Charlton, Raimond van der Gouw til West Ham, Ronnie Wallwork til WBA, Nick Culkin til QPR, Denis Irwin til Wolves, Ronny Johnsen (samningslaus). Tap fyrir Finnum íslenska drengalandsliðið í körfuknattleik tapaði í gær 70-80 fyrir jafnöldrum sínum frá Finn- landi í fyrsta leik sínum á Evr- ópumóti drengjalandsliða sem fram fer á írlandi. Islenska liðið leiddi þegar þrjár mínútur voru til leikhlés en þá fengu tveir burðarásar liðsins, þeir Pavel Ermolinskij og Brynjar Kristó- fersson, báðir sina þriðju villu með stuttu millibili og Finnarnir gengu á lagið og höfðu náð 12 stiga forskoti þegar flautað var til leikhlés. Þetta var bil sem íslend- ingar náðu aldrei að brúa. Tveir áðumefndir leikmenn báru liðið uppi og náði enginn annars sér á strik í íslenska lið- inu. Pavel var stigahæstur íslend- inga með 25 stig og 12 fráköst og Brynjar skoraði 20 stig þannig að þessir tveir leikmenn skoruðu liðlega helming stiganna. Næsti leikur liðsins er gegn ír- um á morgun. -HI Síðasta tímabil olli kröfuhörðum aðdáendum Man. Utd nokkrum von- brigðum. Liöið byrjaði á því að tapa fyrir Liverpool í leiknum um góð- gerðarskjöldinn og byrjaði afspymu illa í deildinni. Umi-æðan um arf- taka Alex Ferguson virtist fara illa í leikmenn liðsins en þegar í ljós kom að Ferguson ætlaði að halda áfram hrökk liðið í gang og vann hvem leikinn á fætur öðrum. Þessi slæma byrjun varð þó þegar til kom liðinu að falli og liðið náði aðeins þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið féll snemma úr bikarkeppnunum og féll síðan úr meistaradeildinni gegn Bayer Leverkusen í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Enginn titill fór því á Old Trafford í fyrsta sinn í áraraðir. Það þarf samt ekki annað en að líta á mannskapinn til að sjá að liðið hlýtur að teljast líklegt til afreka. Markvörðurinn Fabien Barthez er þegar sá gállinn er á honum einn besti markvörður heims þó að hann eigi það líka til að klúðra leikjum með trúðslátum sínum. Hann viÚ þó örugglega bæta fyrir slakt gengi franska landsliðsins. í vöminni eru þeir með reynsluboltann Laurent Blanc sem átti reyndar misjafna leiki á síðasta tímabili og þá hafa þeir keypt Rio Ferdinand, sem reyndar mun missa af fyrstu tveim- ur leikjum tímabilsins en þó er ljóst að hann mun styrkja liðið gríðarlega og stoppa í þau göt sem vom í vörn- inni á síðasta tímabili. Gary Neville og Michael Silvestre em traustir bakverðir og átti Silvestre sérstak- lega góða leiktíð í fyrra. Nær Veron sér á strik? Hvað miðjuna varðar munu flestra augu beinast að Argentínu- manninum Juan Sebastian Veron, sem var afar mistækur í fyrra á sinni fyrstu leiktíð með Man. Utd. Margir telja það nauðsynlegt fyrir United að hann komist í gang til að liðinu eigi að takast að endurheimta enska meistaratitilinn. Annars eru þeir ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn. Roy Keane og David Beckham hafa verið burðarásar í liðinu undanfarin ár og menn eins og Paul Scholes, Ryan Giggs og Nicky Butt munu gegna stóru hlut- verki. ísókninni verður það að teljast ljóst að Ruud van Nistelrooy og Ole Gunnar Solskjær verði fyrstu val- kostir. Hollendingurinn van Nistel- rooy sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í fyrra og er engum blöðum um það að fletta að þar er á ferðinni heimsklassa-framherji. Solskjær virðist loksins ætla að vinna sér fast sæti í liðinu eftir að hafa spilað ótrúlega lítið miðað við hve mikið hann er búinn að skora. Auk þeirra tveggja er Diego Forlan líklegur til að láta að sér kveða en hann hefur leikið vel með United á undirbún- ingstímabilinu. Lið Man. Utd verður í toppbarátt- unni eins og undanfarin ár. En að mati DV-Sport hafa þeir ekki enn það sem til þarf til að ná titlinum af Arsenal. Ferguson hefur hins vegar sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér í knattspymufræðunum og ef að United nær að byrja tímabilið betur en það gerði í fyrra er liðið til alls líklegt. Það vekur þó athygli að Roi Ferdinand eru einu stóru kaupin sem Ferguson hefur gert en hann hefur hins vegar verið duglegur að hreinsa til i leikmannahópnum og þaö mun koma í ljós er á líður hvort það mun duga tO. -HI Hilmar Þór Guömundsson (t.h.) og Sturla Jónsson. Þeir félagar eru á leiö til Lettlands þar sem heimsmeistaramótiö í snóker fyrir 21 árs og yngri fer fram. DV-mynd E.ÓI. Tveir á HM ung- menna í snóker Þeir Hilmar Þór Guðmundsson og Sturla Jónsson munu á næstu dög- um halda til Riga í Lettlandi þar sem þeir eru á meðal keppenda á HM snókerspilara, 21 árs og yngri. Hilmar Þór tók þátt í sama móti í fyrra og náði þeim góöa árangri þá að komast upp úr símim riðli en hann segir það vera markmiðið að endurtaka þann árangur. Keppnisfyrirkomulag er þannig að keppt verður í 8 riðlum sem hver inniheldur 8 leikmenn. Fjórir efstu í hverjum riðli komast áfram í 32-liða úrslit og verður leikið með útslátt- arfyrirkomulagi eftir það til úrslita- leiks. í riðlakeppninni sigrar sá í viðureigninni sem fyrst vinnur 4 ramma, 5 ramma í útsláttarkeppn- inni og 11 ramma í sjálfum úrslita- leiknum. „Þetta er auðvitaö frábært tæki- færi fyrir mig og Sturlu," sagði Hilmar Þór i samtali við DV-Sport í gær. „Þetta hefur auðvitað kostað mikið streð og mikla vinnu en við höfum fengið mikinn stuðning, bæði frá Hafnarfjarðarbæ og fyrir- tækjum eins og Blikksmiðjunni og OLÍS,“ bætti hann við. Sturla er núverandi Islandsmeist- ari ungmenna en Hilmar var áður handhafi þess titils auk þess sem hann var íslandsmeistari unglinga (16 ára og yngri) á sínum tíma. Hann hefur þó aðeins stundað íþróttina í fjögur ár og Sturla hóf ekki keppni fyrr en 1 fyrra. „Þarna verða margir spilaramir atvinnumenn sem hafa verið að æfa íþróttina í áratug eða svo, þannig að það er á brattann að sækja fyrir okkur," sagði Hilmar. „Fyrir utan enskan þjálfara sem hefur komið til landsins í stuttan tíma undanfarin tvö ár veröum við að standa sjálfír að æfmgunum.“ íslendingar hafa þó átt sína full- trúa í íþróttinni sem hafa staðið í þeim bestu en þeirra fremstur er Kristján Helgason sem varð heims- meistari ungmenna árið 1993. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.