Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 DV Fréttir Meint ofbeldi kennara gegn nemanda í Hvassaleitisskóla: Nemandi í skaðabótamál - beðið um endurupptöku hjá ríkissaksóknara vegna nýrra upplýsinga Farið verður fram á við embætti ríkissaksóknara að mál varðandi meinta líkamsárás kennara í Hvassaleitisskóla á nemanda í sama skóla verði tekið upp að nýju. Jafn- framt er í undirbúningi beiðni um gjafsókn fyrir nemandann til að sækja skaöabótamál á hendur stjórn- endum Hvassaleitisskóla á þeim grunni að hann hafi orðið fyrir var- anlegu líkamstjóni í skólanum. Að sögn Halldórs H. Backmans hdl., lög- manns nemandans, verða báðar þessar beiðnir lagðar fram á næstu dögum. Þá er máliö til meðferðar hjá Umboösmanni Alþingis. Héraðsdómur heimilaði fyrr á ár- inu vitnamál, að beiðni lögmanns nemandans sem varð fyrir hinni meintu líkamsárás í Hvassaleitis- skóla áriö 2000. Þar báru fjórir ein- staklingar vitni. Að sögn lögmanns nemandans komu þar fram nýjar upplýsingar í málinu sem gefa ástæður til að leggja fram beiðni til rikissaksóknara um endurupptöku málsins. Umrætt mál kom upp 1. mars 2000 vegna meintrar líkamsárásar kenn- ara í Hvassaleitisskóla á einn nem- enda sinna. Móðir piltsins lagði fram kæru í kjölfarið. Eftir langvarandi rannsóknir lögreglu var málið sent til saksóknara. Hann vísaði því til baka til frekari rannsóknar. Að henni lokinni vísaði saksóknari því frá á þeirri forsendu að ekki væru fleiri til frásagnar um atburðinn en viðkomandi kennari og nemandi. Móðir drengsins leitaði til dóms- málaráðuneytisins þar sem hún og lögfræðingur hennar töldu að málið hefði ekki verið nægilega vel rann- sakað. T.d. hefðu nemendur í stof- unni ekki verið yfirheyrðir. Atburðurinn sjálfur var á þá lund að kennari í Hvassaleitisskóla vís- aði einum nemanda sínum, þá 15 ára, út úr kennslustund þar sem hann taldi að hinn siðamefndi hefði kastað framan í sig „tyggjóklessu“. Annar nemandi viðurkenndi síðar að hafa hent tyggjóinu og baðst af- sökunar á því. Drengurinn umræddi bar að kenn- arinn hefði beitt sig líkamlegu of- beldi frammi á gangi. Kennarinn bar að ekki hefði komið til átaka milli sín og nemandans. Nemandinn kvaðst hafa þurft að koma sér sjálfur á slysadeild. Hann kastaði upp bæði á leiðinni og inni á spítalanum. Hann var greindur með heilahristing. Skömmu síðar þurfti hann að leita aftur á slysadeild. Hafði hann þá ver- ið slappur og sljór og kvartað mikið um verki í brjóstbaki og hnakka. Var hann þá hljóðandi af verkjum, að því er fram kemur í vottorði læknis á slysa- og bráðamóttöku. Þá var hann greindur með hálstognun og tognun á brjóstbaki. Hann fór síðan til tauga- sérfræðinga sem rannsökuðu hann. Þeir töldu að ástand hans gæti sam- rýmst „frásögn hans af árásinni". DV-MYND HARI Við öllu búinn Þaö var heldur þungbúinn himinn yfir Seltjarnarnesinu þegar þessi ungi maöur hjólaöi heim úr skólanum á dögunum. Hann virtist þó viö öllu búinn, vel klæddur og svo auövitaö meö hjálm. Kannski er þar veröandi læknir á ferö en til fróöleiks má geta þess aö í Nesstofu, til hægri á myndinni, er afar merkilegt lækningaminjasafn. Fyrsta áfanga snjóflóðavarna í Neskaupstað fagnað í hausthitanum: Snjóvarnir, útivistarsvæði og tónleikhöll Fátt minnti á ógnir snjóflóöa á föstudag þegar íbúar Neskaupstaðar fógnuðu verklokum fyrsta áfanga snjóflóðavama bæjarins í Dranga- gili. Sól skein í heiði og hitastigið yfir 20 gráðunum. Það var hátíðs- dagur í Neskaupstað og íjöldi bæjar- búa kom upp að snjóvamargarðin- um og hlýddi á góðar óskir sóknar- prests síns, séra Sigurðar Rúnars Ragnarssonar, og í kjölfarið ræður og ávörp Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráöherra, Guðmundar Bjamasonar, bæjarstjóra Fjarða- byggðar, sem var fylgt eftir með hressilegum djassleik þremenninga úr Brján plús Rock & Jazz klúbbn- um. Guðmundur Sigfússon, forstöðu- maður umhverfismálasviðs Fjarða- byggðar, sagði í samtali við DV að framkvæmdin hefði heppnast vel og veitti bænum góða vöm. Mannvirk- Keopspíramíöi? Nei, þetta er ekki egypskur píramíöi heldur varnargaröur Noröfiröinga og þar var fjölmennt á föstudaginn og hátíölegt. Fremst er ræöupallurinn og í gangi er tónlistarflutningur viö bestu hugsanleg skilyröi. DV-MYNDIR ELMA GUÐMUNDSDÖTTIR Enginn efast um aö snjóflóöavarnirnar munu veröa öryggi fyrir íbúa Neskaupstaöar. Hér er mynd úr þyrlu frá því á föstudag, keilurnar fremst, og síöan varnargaröurinn sjálfur. Snjókrossmenn hafa beöiö um aö fá aö halda mót viö keilurnar. Brekkan er oröin ótrúlega græn og einkar aötaöandi. ið hefur vakið mikla athygli gesta og fjölmargir aka upp að varnar- garðinum og skoða hann og keiluraðimar fyrir ofan hann. Mannvirkin eru í raun að verða skoðunarstaður ferðamanna og úti- vistarsvæði bæjarbúa, auk þess að vera óvart tónleikahöll vegna óvið- jafnanlegs hljómburðar sem menn líkja við hljómburöinn í Ásbyrgi. Amarfell á Akureyri gerði mann- virkin en Myllan og Vildarverk á Egilsstöðum drógu Akureyringana að landi og kláruðu frágang og vinnu við gróðursetningu og gras- rækt. Franska fyrirtækið IE Montagne reisti uppistöðuvirki, net- girðingu, ofan við Drangagil. Snjóflóðavarnir í Drangagili eru fyrsti áfangi af mörgum. Næsti áfangi er Tröllagil sem er vestar og fer forkönnun á því mannvirki nú fram. Þær framkvæmdir verða öllu umfangsmeiri en þær sem nú er lok- ið. Föst í netl. Siv Friöleifsdóttir umhverfisráöherra er hér aö skoöa frönsku mannvirkin, net- giröinguna, ásamt frönskum sérfræöingi. Henni leist aö vonum vel á gang mála. Jarðhitaleit á Eskifirði Undirritaður hefur verið verk- samningur milli sveitarfélagsins Fjarðabyggðar og Jarðborana hf. um borun 1000 til 1200 metra djúpr- ar vinnsluholu á Eskifirði. Jarðbor- inn Sleipnir verður notaður til verksins og er flutningur á bor og búnaði að hefjast frá Þeistareykjum til Eskifjarðar. Sleipnir er fullkomn- asti bor landsins, búinn nýjustu tækni í drif- og stjómbúnaði. Þetta er fyrsta djúpa vinnsluholan á þessu svæði þar sem borað er eftir jarðhita. Hér er því mikið í húfi að vel takist til. Á árinu 1999 voru boraðar 25 grunnar rannsóknarholur í Fjarða- byggð, þar af 7 á Eskiflrði. í þeirri leit fannst jákvætt 130’C/km hita- stigulsfrávik í holu við Þverámar í Eskifirði, á milli Byggðarholts og Eskifjarðarsels. Árið 2001 var ákveðið að halda átakinu áfram á Eskifirði og leita að uppstreymisrás jarðhitans. Boraðar voru 10 holur tO viðbótar þeim fyrri, þar af ein í 405 m dýpi. Hiti í þeirri holu var 56,5"C og hitastigull í neðri hluta holunnar 90°C/km eða 9°C á hverja 100 m sem holan dýpkaði. í mai á þessu ári var ráðist í dýpkun þess- arar holu og hún dýpkuð í 635 m dýpi. -GG Stúlkur undir áhrifum Um eittleytið aðfaranótt laugar- dags hafði lögreglan í Reykjavík af- skipti af fjórum unglingsstúlkum sem ekki höfðu skilríki meðferðis og gátu ekki sýnt fram á réttan ald- ur. Voru þær færðar á lögreglustöð en af þeim lagði áfengislykt. Var foreldrum gert að sækja stúlkumar en lögreglan lagði hald á það áfengi sem þær höfðu í fórum sínum. Lög- reglan ítrekar að öllum, bæði börn- um og fullorðnum, er skylt að gera grein fyrir sér óski lögregla þess, og beri á sér skilríki með mynd. í þessu sambandi vill lögreglan vekja athygli á að grannt er fylgst með að útvistartími barna og unglinga sé virtur. -hlh Kerti kveikti í Mildi þykir að ekki fór verr þeg- ar kviknaði í út frá kerti í húsi í austurborginni aðfaranótt laugar- dags. Húsráðendur höfðu farið að sofa um miðnætti en gleymt að slökkva á kerti í stofunni. Þegar þeir vöknuðu á laugardagsmorgun var íbúðin, sem er á tveimur hæð- um, öll í sóti. Kertastjakinn var brunninn og veggur sviðinn og mynd þar við skemmd. Farið var með þrjú börn á slysadeild til skoð- unar vegna ótta um reykeitrun.-hlh Minjasafn í Evrópuverkefni Minjasafn Austurlands tekur nú fimmta árið í röð þátt í Evrópusam- bandsverkefni. Verkefnið í ár ber heitið CAMSIAD og er innan Menn- ingar 2000, menningaráætlunar Evr- ópusambandsins. Verkefninu er stýrt frá Bretlandseyjum í gegnum fyrirtækið Grampus Heritage and Training Ltd. sem hefur bækistöðv- ar í Englandi og Skotlandi. Aðildar- lönd ásamt íslandi eru Búlgaría, Slóvenía, Þýskaland, Slóvakía, Tékkóslóvakía, Irland, Kýpur, Eng- land og Skotland. Minjasafn Austur- lands mun senda sex einstaklinga út vegna verkefnisins. Þessa dagana er unnið að hönnun nýstárlegs þjóð- búnings, út frá þjóðsögunni um Sel- haminn, en sömu þjóðsögu er að finna hjá írum, Norðmönnum, Skot- um og Færeyingum. íslenski hópur- inn er kominn langt með hönnun búnings og grímu, en við hönnun- ina var notað til hliðsjónar íslenski skautbúningurinn og faldur. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.