Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 17
16 + 17 DV Útgáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf. Framkvœmdastjórí: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viötöl viö þá eöa fýrir myndbirtingar af þeim. Ráðherra leigir ódýrt Haft var eftir Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra í útvarpsfréttum að verið væri að „kjafta“ upp húsaleigu- verð í Reykjavík. Það væri mun lægra en haldið væri fram. Gott væri ef satt reyndist en fáir kannast við þær tölur sem ráðherrann færir fram máli sínu til stuðnings. Þær eru mun lægri en flestir leigjendur þekkja úr eigin bók- haldi. Verð á leiguíbúðum hefur lengi verið hátt, hvort heldur er í höfuð- borginni sjálfri eða nágrannasveitarfélögunum, og jafnvel svo að fólki hefur blöskrað. Greiði fjölskyldufólk 60-80 þús- und krónur í húsaleigu á mánuði, eða þaðan af hærra, er augljóst að önnur útgjöld vegna lífsnauðsynja verða erfiðari. Þær tölur sem félagsmálaráðherra hefur lagt fram um meðaltal greiddrar húsaleigu í Reykjavík eru byggðar á þinglýstum húsaleigusamningum vegna húsaleigubóta. Ráð- herrann greinir þannig frá að um 25 þúsund krónur kosti að leigja herbergi, tveggja herbergja íbúðir séu leigðar á 35 þús- und krónur og þriggja herbergja íbúðir á 45 þúsund krónur. Leigugreiðslur fyrir sex herbergja íbúðir eru, samkvæmt yf- irliti félagsmálaráðherra, rúmlega 50 þúsund krónur á mán- uði. Þær tölur sem ráðherrann nefnir eru meðaltöl og inni í þeim eru húsaleigusamningar hjá Félagsbústöðum. Félags- bústaðir eru vissulega stærsti leigusalinn í Reykjavík en leiguverð þar segir lítt eða ekki til um leiguverð á hinum al- menna markaði. Þótt leiguverð þar sé 33 þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð og 43 þúsund fyrir fjögurra herbergja íbúð á það ekki við á hinum almenna markaði. Þar eru töl- ur allt aðrar og hærri. Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylking- arinnar, hendir orð félagsmálaráðherra á lofti á heimasíðu sinni. Hún segir ráðherrann senda Reykvíkingum nöturleg- ar kveðjur. Haldi hann að raunveruleiki leigumarkaðarins í Reykjavík birtist í þinglýstum húsaleigusamningum, sem gerðir hafa verið vegna húsaleigubóta, sé ekki furða að hann átti sig ekki á vandanum. Þeir sem til þekkja telja að nærri láti að húsaleiga á al- mennum markaði í Reykjavík sé um eitt þúsund krónur á fermetra. í framhaldsfréttum Ríkisútvarpsins af málinu, eft- ir að tölur ráðherra komu fram, hefur verið rakið að leiga fyrir herbergi láti nærri tölum ráðherrans en leiga fyrir tveggja herbergja íbúðir sé að meðaltali 50 til 60 þúsund krónur og um 70 þúsund krónur fyrir þriggja herbergja íbúð- ir. Leiga fyrir stærri íbúðir sé frá 80 þúsund krónum og upp úr. Þessar tölur eru fjarri því leiguverði sem ráðherra hefur kynnt. Þótt ódýrari leiga íbúða Félagsbústaða sé með í tölum ráð- herrans segir það ekki nema hluta sögunnar um ástandið á markaðnum. Fram hefur komið í fréttum að um 780 manns séu á biðlista eftir félagslegu húsnæði og þeim hafi fjölgað mikið í sumar. Því dugi lítt þótt Félagsbústaðir kaupi um 100 íbúðir á ári. Þá bíða um 600 manns eftir því að komast á stúdentagarða. í fyrrgreindum útvarpsfréttum er með réttu dregið í efa að leigutölur ráðherrans gefi rétta mynd af ástandinu. Á það er bent að tölur hans byggist á samningum vegna húsaleigu- bóta. Þeir sem hafi hærri tekjur og geti borgað hærri leigu sæki ekki um bæturnar því þær séu tekjutengdar og fari að skerðast þegar árstekjur eru komnar yfir 2 milljónir króna. Páll Pétursson félagsmálaráðherra ætti því, vegna rétt- mætrar gagnrýni á tölur hans um leiguverð, að láta kanna þann markað betur svo komast megi að hinu sanna. Þær bíða varla í röðum, 6 herbergja íbúðirnar, á fimmtíu þúsund krónur. Jónas Haraldsson ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 DV Skoðun Þetta er lygi, sagði maðurinn „Geturðu ekki skýrt fyrir mér hvernig þetta hefur gengiö fyrir sig með einka- væðingu Landsbankans?" sagði maðurinn. „Ég er nú ekki viss um að ég muni þessa atburðarás," svar- aði ég. „Þú hlýtur að muna þetta nokkurn veg- inn,“ hélt hann áfram. Ég lagði ekki í að byrja á einka- væðingarferli Símans. Þaö var mikið ævintýri. Forstjórinn hætti, stjómin hætti, formaður einkavæðingar- nefndar sagði af sér og ekkert gerð- ist. Fjallið tók jóðsótt og það fæddist ekki einu sinni lítil mús. Ég ákvað að reyna aö rifja upp einkavæðingarferli Landsbankans en tók þó fram að ég hefði engin gögn að styðjast við og segði þetta gróft eftir minni. Lygasaga um einkavæðingu LÍ Nokkru eftir að Landsbankinn var gerður að hlutafélagi upphófst mikil umræða um nauðsyn þess að fá er- lenda banka til starfa á íslandi. Sagt var að íslensku bankarnir þyrftu samkeppni; hér væri fákeppni á lánamarkaði, vaxtamunur of mikill og hagkvæmni vantaði í reksturinn. í kjölfar þessa var sagt að framsókn- armenn hefðu fundið banka í Svíþjóð sem vildi kaupa Landsbankann, ein- hvers konar samvinnubanki sem gæti keypt ráðandi hlut. Morgun- blaðið og forsætisráðherra urðu þá sammála um að mikilvægasta atriðið í bankarekstri á Islandi væri dreifð eignaraðild. Menn töldu fráleitt að „Forsœtisráðherra og Morgunblaðið töluðu um nauðsyn lagasetningar um dreifða eignaraðild að fjármálastofn- unum, hámark eignaraðildar 5% - þannig vœri byggð upp sú þjóðfélagsmynd sem við vildum hafa hér. “ afhenda útlendingum Landsbank- ann. Forsætisráðherra og Morgunblað- ið töluðu um nauðsyn lagasetningar um dreifða eignaraðild að fjármála- stofnunum - hámark eignaraðildar 5% og þannig væri byggð upp sú þjóðfélagsmynd sem við vildum hafa hér. Einhvern veginn varð ekkert úr þessari lagasetningarvinnu og menn gleymdu furðu fljótt þessari framtíð- arsýn um þjóðfélag dreifðrar eignar- aðildar og byrjuðu allt í einu að tala um kjölfestufjárfesta sem ættu fjórð- ung til þriðjung í bankanum. Kjöl- festufjárfestir varð eins konar töfra- orð og slíkur mundi leysa allan okk- ar vanda I bankamálum. Auðvitað varð að gera ákveðnar kröfur til slíks aðila. Samdar voru lýsingar og þar kom fram að kjöl- festufjárfestir þyrfti að hafa víðtæka reynslu f bankarekstri - geta fært inn í Landsbankann þekkingu og reynslu sem gagnaðist bankanum við að auka hagkvæmni í umhverfi vaxandi samkeppni. Talið var líklegt að slikur kjölfestufjárfestir fengist innan skamms og yrði væntanlega erlendur. Nú voru gleymd áform um dreifða eignaraðild og heitstrenging- ar um að láta ekki erlendan aðila hirða Landsbankann. Erlent fé inn Af einhverjum ástæðum varð ekk- ert úr þessum plönum og þau gleymdust. Skyndilega birtust menn sem höfðu efnast í Rússlandi og lýstu vilja til þess að kaupa Landsbankann og verða kjölfestufjárfestar. Við- skiptaráðherra sagði þá að þessir að- ilar uppfylltu ekki skilyrðin um reynslu og þekkingu í bankarekstri og kæmu því ekki til greina. Forsæt- isráðherra hafði þá gleymt skilyrð- unum um reynslu og þekkingu í bankarekstri og lýsti því yfir að um ágæta menn væri að ræöa og mikil- vægt væri að menn kæmu með fé er- lendis frá og fjárfestu hér á landi. Skyndilega varð mönnum ljóst að þetta var auðvitaö aðalatriðið: Erlent fé inn í landið. Ákveðið var að bjóða hlut í Landsbankanum út og nú fyllt- ust menn eldmóði og ákváðu að selja Búnaðarbankann um leið. Þrír aöil- ar lýstu sig reiðubúna til að kaupa bankana, helst báða, skildist mér. Meðan þeir ræddu við einkavæðing- amefnd um kaupin, hver í sínu lagi, fréttu þeir í fjölmiðlum að selt hefði verið eitt stykki tryggingafélag út úr pakkanum sem þeir voru að ræða um að kaupa. Óvenjulegt. Næstu fréttir af þessum kaupfúsu aðilum voru að þeir vissu lítið um gang mála en hefðu frétt í fjölmiðlum að ræða ætti við Samson hf. um kaup á Landsbankanum. Aðili frá Samson hf. skýrði síðan frá reynslu sinni af viðskiptum í Rússlandi og viðskipta- lögmálum þar en skilja mátti að þótt reglur væru þar með sérstökum hætti væm viðskipti þar bamaleikur hjá því sem hér gerðist. Varla var þessu þó lokið þegar einn reyndasti nefndarmaður einkavæðingamefhd- ar sagði af sér með stórum orðum um óviðunandi vinnubrögð nefndar- innar. - Nýjast er svo það að Ríkis- endurskoðun á að skoða starfshætti einkavæðingamefndar. Læt ekki bjóða mér þetta „Ég læt ekki bjóða mér svona lygi,“ sagði maðurinn. „Ég er undr- andi á þér að búa til svona sögu, þessu trúir ekki nokkur maður.“ Síð- an strunsaði hann burt. Ég sat eftir alveg ringlaður. - Ja, en var þetta samt ekki einhvem veginn svona? Þið hvítu hugsið bara um peninga Það tók sólarhring að komast til Jóhannesar- borgar í S-Afríku á fund Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Jóhann- esarborg er borg and- stæðna þar sem mikið ríkidæmi og mikil fátækt eru hlið við hlið og glæpatíðni að sama skapi ein sú versta í heiminum. Þeir ríku hlaða virkisgarða í kringum hús sín meö gaddavír of- aná og geltandi varðhundum í garö- inum. Þeir fátæku sveimá fyrir utan og bíða tækifæris til aö ná í eitt- hvað. Mér var sagt að best væri að vera með bámjám á húsþakinu því það væri neglt niður meðan þak- steinana mætti tína í burt og þá auð- velt að komast inn. Undir þessum kringumstæðum héldu Sameinuðu þjóðimar stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið þar sem allar þjóðir heimsins áttu fulltrúa. Stjómvöld í S-Afríku lögðu því mikið upp úr öryggismálunum og hefur undirritaður ekki séð ann- að eins. Á hótelinu og á fundarsvæði Sam- einuðu þjóðanna, sem var í hverfl sem heitir Sandton, var gríöarlegt öryggiseftirlit þar sem allt var gegn- umlýst í hvert sinn sem fariö var á milli bygginga. Fjórar gerðir af pöss- um voru í gildi fyrir svæðið. Sér- stakir vagnar fóru með fundargesti miUi hótela og fundarstaða og í þeim voru vopnaðir hermenn. Alls staðar voru vopnaðir verðir á gangi, í lögreglubOum eða á hestum tO að gæta öryggis fundargesta. Soweto Hluti íslensku sendinefndar- innnar heimsótti Soweto sem er hverfi svartra en þar búa 2-3 mOlj- ónir manna. Soweto virtist vera í uppbyggingu og komin hverfl efha- meiri líkt og i Jóhannesarborg þar sem hús voru víggirt. Fátækrahverf- in voru þó ekki langt undan. Þeir sem við hittum voru einstaklega hlýlegir og þakklátir fyrir athyglina sem þeir fengu vegna ráðstefnunn- ar. Ég fékk að grípa í tafl við nokkra innfædda karla á götu í Soweto þar sem þeir sátu við taflmennsku og bjórdrykkju. Ég spurði:„Leggið þið eitthvað undir?“ Þá svaraði sá elsti: „Þið hvítu hugsið bara um pen- inga.“ Ráðstefna skilaöi árangri Ráðstefnan sjálf skOaði miklum „Hluti íslensku sendi- nefndarinnnar heimsótti Soweto, sem er hverfi svartra, en þar búa 2-3 milljónir manna. Soweto virtist vera í upp- byggingu og komin hverfi efnameiri líkt og í Jóhannesarborg þar sem hús voru víggirt. Fátœkrahverfin voru þó ekki langt undan. “ árangri í þessu andrúmslofti and- stæðna í S-Afríku. Örbirgð og sjúk- dómar í nágrannaríkjum S-Afríku bar hátt í umræðunni um útrým- ingu fátæktar í heiminum. Yfir 2 miUjarðar manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni, heObrigðisþjónustu eða rafmagni. AOt að 50% íbúa sumra ríkja Afríku eru smitaðir af HlV-veirunni eða eru þegar með al- næmi. Meðalaldur íbúa Malaví er um 39 ár. SpiOing í stjómkerfi sumra fátæk- ustu ríkjanna er óskapleg og efna- hagsleg geta engin. Vandamálin eru því stór og erfið úrlausnar en lausn þeirra mjög aðkaOandi. Þrátt fyrir augljósa erfiðleika við að ná sameig- inlegri stefnu allra rikja heimsins um lausn svo flókinna og erfiðra mála náðist tímamótaárangur. Þar má nefna árangur í málum eins og um hreint vatn fyrir aOa, orku fyrir aOa, verndun líffræðOegrar fjöl- breytni, sjálfbærar veiðar úr fiski- stofnum hafsins, sjálfbæra og meng- unarlausa orkunýtingu.Ý bætt að- gengi vanþróaðra ríkja að mörkuð- um o.s.frv. Þessi ráðstefna Sameinu þjóðanna markar því tímamót í útrýmingu fá- tæktar í heiminum og um vemdun líffræðOegrar fjölbreytni á jörðinni. Ummælí Sköpum einstak- lingnum trú „Og þó það hefði einhvern tíma þótt kjánalegt að hadda því ffam að mennta þurfi þá sem vinna á búðarkössum eða eru aö vaska fisk þá seg- ir reyndar bæði hér- lendis og víða um hinn vestræna heim að með aukinni menntun allra starfsmanna aukist framlegð og gróði fyrirtækja. Stundum auðvitað vegna þess að fólk lærir betri vinnu- brögð en fyrst og síðast held ég að það sé vegna þess að með menntun- inni sköpum við einstaklingnum trú á sjálfan sig og bætum á aOan hátt sjálfmynd þeirra sem hennar njóta. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman segir í merkri bók og ef sá vísi maður sem þau orð sagði væri uppi með okkur í dag er ég ekki frá því að hann veitti byltingarkenndri símenntunarstöð forstöðu." Bjarni Harðarson í Sunnlenska fréttablaöinu. Fasisminn orðinn of fjarlægur „Við erum lítið þjóðfélag. Við verð- um fyrir bæði já- kvæðum og neikvæð- um straumum frá umheiminum, ekki hvað síst frá amer- ísku bíómyndinni og sjónvarpsþættinum. Þar er oftar en ekki dregin upp öfgafuO mynd af bandarískum raunveruleika og í langflestum tilvikum ákaflega ein- fólduð. Þennan veruleika hafa yfir- völd á íslandi með aðstoð áhugafólks um fikniefnavandann lagt yfir okkar dvergþjóðfélag og taliö sjáifum sér og öðrum trú um að séu blákaldar stað- reyndir. Víkingasveitin, sem ekki var sett á laggirnar tO að berjast við landabruggara heldur landráðamenn og brjálæðinga, ekki hassinnflytjend- ur og smyglara annarra ólöglegra vímuefna, er komin í fremstu víglínu í stríðinu gegn hættulegasta óvini allra tíma: Eiturlyfjunum. Eyjan skal hreinsuð af þessum óþverra og þess- um óþjóðalýð, þessum samviskulausu úrhrökum ... Hvert er þessi þjóð að fara? Hvsir er tyOidagalýðræðið, frelsi einstaklingsins og aOt það hátíðar- ræðujukk? Eru fasisminn og sovétfas- isminn orðin svo fjarlæg okkur, orð- in svo mikO mannkynssaga að óhætt þykir að taka upp kjarnann i þessum stefnum og strá yfir hann lýðræðis- skrauti í nafni baráttunnar fyrir hin- um hreina og rétta málstað?" Heimir Már Pétursson á heimasíöu sinni Bush ekki læs á samstöðuna „Bush og Banda- ríkjamenn virðast ekki eins læsir á mátt samstöðunnar og þær þjóðir sem í aldaraðir hafa í góðu og Olu lif- að í nánu sambýli við nágranna sina. í Evr- ópu ríkir ekki friður sem tryggður er með vopnavaldi heldur samstöðu og sameiginlegum gOdum. Án þess að lítið sé gert úr mætti vopna tO að tryggja frið í heiminum í dag þá er ekki hægt að horfa fram hjá því að samstarf, samstaða og sameiginleg gOdi eru þau vopn sem bita æ betur á ófriði og tryggja enn betur varanleg- an frið. Gott væri að Bush og vinir hans gerðu sér grein fyrir því.“ Ásgeir Friögeirsson á Pressan.is önnur samkvæmt stjórnarskrá landsins, þeirri sömu stjómarskrá sem kveður á um að aOir eigi að vera jafnir fyrir lögum óháö því hvaða trú þeir aðhyOast. Friðhelgi einkalífs eru ein mikO- vægustu réttindi sem stjórnarskráin veitir almenningi. Opinber sýning á álagningar- og skattaskrám þar sem jafnviðkvæm mál og fjárhagsstaða einstaklinga er tO sýnis er brot á friðhelgi einkalífs. Framfylgi stjórnarskrá Tjáningarfrelsi var stórlega skert síðastliðið sumar með aðgerðum stjómvalda til að koma í veg fyrir að mótmælendur mannréttindabrota kæmust í sjónfæri við forseta Kina. Þá var tjáningarfrelsi félaga í Fcdun Gong einnig skert en tjáningarfrels- isákvæði stjómarskrárinnar nær jafnframt tO útlendinga staddra hér- lendis. Samkvæmt stjórnarskránni skal öOum vera tryggður í lögum réttur tO aðstoðar vegna sjúkleika, örorku og eOi. Þessir einstaklingar hafa þó sjaldan búið við jafnbág kjör og nú. Velferðarkerfið á ekki aö vera háð geðþóttaákvörðunum stjórnmála- manna því stjómvöld hafa stjómar- skrárbundnar athafnaskyldur gagn- vart þeim sem minna mega sín. Ungir jafnaðarmenn telja að gera eigi þá lágmarkskröfu tO íslenskra stjómvalda að farið sé eftir stjómar- skránni í hvívetna. Það er von Ungra jafnaðarmanna að þetta fram- tak veki almenning tO umhugsunar um stjómarskrárbundin réttindi sín og beini athyglinni að því hvemig stjómvöld fara með þau réttindi. Stjórnarskrárbrot á íslandi Od lýðveldisins og hvemig hún er vanvirt. Ábyrgðarlausir ráðherrar Stjómarskráin gerir ráð fyrir ríku eftirlitshlutverki Alþingis með sérstökum þingmannanefndum. Þrátt fyrir að oft hafi verið tOefni tO að skipa slíkar nefndir hafa tOlögm- þess efnis ekki verið samþykktar í meira 47 ár. Má þar nefna Land- símamálið þar sem stærstu einka- væðingaráform íslandssögunnar fóru í súginn vegna hneykslismála, óstjórnar, hagsmunaárekstra, og margs fieira. Stjórnarskráin gerir einnig ráð fyrir svokallaðri ráðherraábyrgð. Landsdómur, sem dæmir í slíkum málum, hefur þó aldrei verið kaOað- ur saman jafnvel þó þörf hafi verið á. Ráðherraábyrgð snýst ekki um refsiábyrgð heldur um pólitíska ábyrgð á þeim málaflokkum sem heyra undir viðkomandi ráðherra. íslenskir ráðherrar hafa aldrei þurft að sæta ábyrgð í þeim mæli sem evr- ópskir koOegar þeirra þurfa. Sænsk- ur ráðherra varð að segja af sér vegna misnotkunar á greiðslukorti embættis sins tO að greiða einka- neyslu, s.s. á Toblerone-súkkulaði. Á íslandi kemst ráðherra hins vegar upp meö að ætla að láta ráðu- neyti greiða fyrir ferð gesta i afmæli sitt úti á landi. Málefhi Falun Gongs í sumar og Landssímamálið hefðu einnig víða annars staðar í Evrópu kaOað á rannsókn á pólitískri ábyrgð viðkomandi ráðherra. Þá hefði einnig verið eðlOegt ef meint ábyrgð þáverandi menntamálaráð- herra á störfum undirmanns síns Ágúst Ólafur Ágústsson formaöur Ungra jafnaöarmanna Helstu grundvallarreglur íslenskrar stjórnskipunar eru stjórnarskrá, þrískipt- ing ríkisvaldsins, þing- ræði, lýðveldi, lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur ein- staklinganna og rík mann- réttindavernd. í hugum flestra eru þetta sjálfsagð- ir og mikOvægir þættir í íslensku samfélagi. Æðsta réttarheimOdin er sjálf stjórnarskráin og því mætti ætla að stjómarskráin væri virt í hví- vetna. Hins vegar telja Ungir jafnað- armenn að íslensk stjórnvöld starfi ekki í anda margra grundvaOar- reglna stjórnarskrárinnar. Ungir jafnaðarmerm hafa nú tekið saman tólf ákvæði stjómarskrárinn- ar í sérstöku fjölriti þar sem bæði er bent á stjómarskrárákvæði sem hafa verið sveigð eða brotin með ný- legum dæmum. Einnig er bent á nokkur heimOd- arákvæði sem ekki er beitt í fram- kvæmd. Ungir jafnaðarmenn hafa sent öOum þingmönnum Alþingis fiölritið í þeirri von að vekja þá tO umhugsunar um æðstu réttarheim- sem þá var formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins hefði verið skoðuð. Þrátt fyrir skýr ákvæði um fiárlög í stjómarskránni taka íslenskir stjómmálamenn fiárlög ekki alvar- lega enda iðulega farið fram úr þeim sem nemur mörgum miOjörðum. Fjáraukalög eru sömuleiöis misnot- uð herfilega á íslandi. I ofanálag við aOt þetta em mörg dæmi þess að alþingismenn fylgi ekki sannfæringu sinni eins og stjómarskráin gerir ráð fyrir. Nýjasta dæmið um þetta er heimOd á ríkisábyrgð tO eins fyrirtækis sem samþykkt var fyrir þinglok. Virt að vettugi Jafnræðisregla stjómarskrárinn- ar er ein af undirstöðureglum ís- lensks samfélags og hefur hún feng- ið sífeOt meira vægi hjá dómstólum. í stað þess að vera nær eingöngu formregla er jafnræðisreglan orðin að efnisreglu sem veitir borgurum áþreOanlegan rétt. Engu að síður eru tO mýmörg dæmi þess að fólk njóti ekki fuOs jafnræðis. Atkvæði íslenskra kjósenda hafa mismikið vægi í alþingskosningum eftir búsetu. Það hlýtur að vera grundvaOarréttur hvers borgara að atkvæði hans vegi jafnþungt í kosn- ingum og atkvæði annarra borgara. Þrátt fyrir að jafnrétti kynjEinna sé bundið í lögum er enn til staðar kynbundinn launamunur, m.a. hjá opinberum starfsmönnum. Samkyn- hneigðir einstaklingar hafa ekki jafnan rétt tO frumættleiðinga og tæknOijóvgana. Færa má haldbær rök fyrir því að á meðan ríkisrekin þjóðkirkja er við lýði þurfi þjóðkirkjan að uppfyOa ýmsar kröfur sem opinber stofnun. Með banni á gOtingum samkyn- hneigðra einstaklinga í kirkjum brýtur þjóðkirkjan því jafnræðis- reglu sfiómEirskrárinnar. Eitt trúfé- lag hefur sérstaka vernd umfram „Ungir jafnaðarmenn hafa tekið saman tólf ákvœði stjórnarskrárinnar í sérstöku fjölriti þar sem bœði er bent á ákvœði sem hafa verið sveigð eða brotin með nýlegum dæmum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.