Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Fréttir T>‘\y Margir íslenskir blómabændur að komast í þrot: Bullandi offramleiðsla og allt of margir bændur - segir Bragi Einarsson í Eden í Hveragerði Stuttar fréttir Flytur ræöu hjá SÞ Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra flytur ávarp i dag í almennri um- ræðu á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Ræðan hefst klukkan 15 að íslenskum tíma og áhugasamir geta fylgst með henni á slóðinni www.un.org/webcast. íslenskir blóma- bændur eiga nú i vök að verjast og gefast upp hver af öðrum. Félag blómabænda hyggst reyna að ná samningum um lengingu lána og vill einnig ná samningum við Bragi Einarsson. landbúnaðarráðuneytið um heimild til úreldingar á gróðrarstöðvum. Samkvæmt heimildum DV er mikið offramboð, eða um 50-60%, og hefur salan gengið illa í sumar. Dæmi eru um allt að 80% afíoll á framleiðslu bænda vegna sölutregðu. Bragi Einarsson í Eden í Hvera- gerði segist kannast við þann vanda sem nú er uppi. Hann segist þó sjálf- ur svo heppinn að vera ekki algjör- lega háður þessu þar sem hann byggi meira á veitingasölu og sölu blóma beint til ferðamanna. Bragi telur að margir blómabændur, m.a. í Hveragerði og uppi á Flúðum, standi í dag verulega illa fjárhags- lega. „Málið er að framleiðslan hjá blómabændum er alltof mikil og það eru komnir alltof margir framleið- endur í þessa grein,“ segir Bragi. „Upphaflð að þessum vanda má rekja svona 10 ár aftur í tímann. Þá tóku einstaka blómabændur upp á því að lýsa upp gróðurhúsin hjá sér. Við það jókst framleiðslan um 40-50% á ári. 1 kjölfarið komu allir aðrir blómabændur og hófu jafn- DV-MYNÐ GVA Látum blómin tala Elva Jónatansdóttir í Garöheimum hagræöir biómaskrúöi sem mikiö offramboö viröist vera á hérlendis. Biómabændur segja mikla afslætti frá framleiöendum samt ekki skila sér til neytenda né í meiri sölu. Þeir horfa því margir fram á gjaldþrot ef ekki tekst aö skuldbreyta eöa ná fram hagræöingu í greininni. framt að stækka sínar gróðrarstöðv- ar um 30-40%. Þannig hafa menn verið að bæta við þrátt fyrir að vit- að væri fyrir að markaðurinn væri fullmettaður. Markaðurinn hefur hins vegar ekki nema ákveðið svig- rúm til að vaxa á hverju ári og það er ekkert í líkingu við þetta. - Það er bullandi offramleiðsla og það er kannski verið að selja um helming þess sem ræktað er.“ Margir að gefast upp Nýkjörinn formaður Félags blómabænda, Sveinn Skúlason í Hveragerði, segir nokkuð ljóst að margir blómabændur muni gefast upp á næstunni. „Ég held að ástand- ið sé víða slæmt," segir Sveinn. „Við ætlum að fara í viðræður við Lánasjóð landbúnaðarins um leng- ingu lána. Þá viljum við líka reyna að semja við landbúnaðarráðuneyt- ið um að komast inn í þann mögu- leika að fá að úrelda einhverjar gróðrarstöðvar. Blómabændur hafa ekki möguleika á úreldingu eins og staðan er í dag. Þetta er spuming um hvaða leiðir menn vilja fara.“ Sveinn segir að auk offramleiðslu séu framleiðendur að gefa mikla af- slætti sem skili sér þó ekki til neyt- enda. Samstaða blómabænda til að knýja fram það verð sem þurfi sé einfaldlega ekki nógu sterk. „Þó að við framleiðum allt að 50-60% um- fram markaðsþörf þá eru blómasal- ar einnig að flytja inn blóm í stór- um stil sem við verðum síðan að keppa við.“ -HKr. Hrey f ilseinví gið: Oral lagöi baráttu- glaðan Stefán Tékkneski stórmeistarinn vann í gær þriðju skákina í einvíginu við hinn unga alþjóðlega meistara, Stef- án Kristjánsson. Staðan í sex skáka einvígi þeirra er þar með 3-0. Um miðbik skákarinnar var hann með vænlega stöðu en Oral tókst neð klókindum að leggja íslendinginn unga. Hreyfilseinvigið er haldið í Þjóð- arbókhlöðunni á vegum Skákfélags Hróksins og Skákfélags Hreyfds en því lýkur á fimmtudag. Engan bil- bug var að finna á hinum 19 ára Stefáni eftir tapið í gær. Hann lýsti því yflr að nú lægi ekkert annað fyr- ir en að vinna skákirnar þrjár sem eftir væru. -rt Barátta Baráttan stendur enn þótt ísiendingurinn hafi tapaö í gær. Stefán Kristjánsson ásamt Hrafni Jökulssyni, forsprakka einvígisins. Guðni Ágústsson segist vera að auka útflutningsskyldu sauðfjárbænda: Þurfum að verja sauðfjárbúskap fyrir kjúklingarækt sláturleyfishafa Munur á kennaralaunum Um 45% munur er á meðalheildar- launum kennara í þeim skóla þar sem launin voru lægst samanborið við þann hæsta. Launin eru frá 234.002 til 341.138 þúsund kr. Ómar og Trausti tilnefndir Ómar Ragnars- son og Trausti Vals- son eru meðal átta manna sem eru til- nefhdir til náttúru- og umhverfisverð- launa Norðurlanda- ráðs, en verðlaunin verða afhent á 50 ára afmælishátíð ráðsins í Helsinki í Finnlandi í næsta mánuði. Jeppinn upp úr Um sólarhring tók að ná jeppabif- reið upp úr Jökulsá á Fjöllum en jeppinn hafnaði í ánni á sunnudag. Ökumaður og farþegi komust út úr bílnum af eigin rammleik. Skotnir meö loftbyssu Tveir ellefu ára drengir voru skotnir á færi þar sem þeir voru að leika sér við Suðurbæjarlaug í Hafn- arfirði. Atburðurinn átti sér stað á laugardag og voru 14 og 15 ára dreng- ir gripnir með loftbyssu. Aukin umsvif Umsvif verða aukin hjá Ríkisend- urskoðun, m.a. á sviði fjárhagsendur- skoðunar, með því að fjölga áritunum ársreikninga úr rúmlega 200 í 400. Sigurður Þórðarson ríkisendurkoðandi segir i samtali við mbl.is að ljúka þurfi verkefnum stofmmarinnar á skemmri tíma en áður vegna beiðna um úttekth af ýmsu tagi. Þá hefur Rikisendurskoð- un auglýst eftir sérfræðingi á sviði umhverfisendurskoðunar sem er nýr málaflokkur. Óviðeigandi áróöur Nýr vefur Friðar 2000, sem hefur slóðina althing.org, er óviðeigandi að mati Árna Ragnars Ámasonar al- þingismanns. Frá þessu er greint á mbl.is en á vefnum er starfsemi Frið- ar 2000 kynnt og árásir á írak for- dæmdar svo dæmi sé tekið. Ólafur til Kvikmyndasjóðs Ólafur H. Torfason hefúr verið ráðinn til Kvikmyndasjóðs. Um hlutastarf er að ræða en verksvið Ólafs verður upplýsingamiðlun til fjölmiðla, stofhana, samtaka og ein- staklinga um íslenskar kvikmyndir. -aþ - dapurlegt aö eiga ekki óskoraðan stuðning bænda „Ég er að auka útflutningsskyldu íslenskra kindakjötsframleiðenda en ekki draga úr henni, enda þótt ég hafi ekki fallist á ítrustu kröfur Bænda- samtaka Islands í því sambandi," seg- ir Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra í samtali við DV. I blaðinu í gær segir Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, að mönnum sé ekki að takast það ætlunarverk að minnka fyrirliggjandi kindakjötsbirgðir í landinu, sem á þessum tímapunkti séu um 1.000 tonn. Bændur hafi viljað að útflutningsskyldan á haustdögum yrði 28% en ráðherrann aðeins fallist á 25%. Á bak við þennan þirggja pró- sentastiga mun séu um 200 tonn af kjöti. Guðni Ágústsson hefur viljað að sem mest af kjötinu sé selt á innan- landsmarkaði en „... við erum ekki jafn bjartsýnir á að hægt sé að auka söluna og ráðherrann er,“ eins og Ari segir í DV í gær. „Ég hef viljað leyfa mér að vera bjartsýnn fyrir hönd íslensks land- búnaðar og tel raunar fulla ástæðu til. Það er líka alveg ljóst að sífellt meiri sátt er að nást um þessa mikil- vægu atvinnugrein. Sóknarfæri ís- lensks landbúnaðar eru hvarvetna og auðsæ; hér var bandarískur heil- brigðisráðherra á ferð og vildi kynna sér hollustu mjólkurafurðanna okk- ar, íslenski hesturinn er þekktur víða um lönd sem glæsigripur og ís- lenska lambakjötið er viðurkennt sem hátíðarmatur, einstakur að bragðgæðum. Þetta nefni ég sem dæmi um hve góða vöru íslenskir bændur eru að framleiða; vöru sem ég held að hægt sé að efla mjög sölu á. í það þurfum við að setja aukinn kraft.“ Guðni segist bera Jivíðboga gagn- vart þeirri þróun acT stór matvæla- vinnslufyrirtæki séu að færa út kví- arnar með því að hasla sér sjálf völl í frumframleiðslu. Þar nefnir hann sem dæmi nýleg kaup Sláturfélags Suðurlands á Reykjagarði og kaup Norðlenska á íslandsfugli á Dalvík. „Því þarf að standa vörð um sauð- fjárframleiðsluna, þannig að allt víki ekki fyrir þeirri framleiðslu sem sláturleyfishafarnir eru sjálfir farnir að standa í,“ segir Guðni. Hann seg- ir viðreisn og stuðning við sauðfjár- ræktina vera mikilvægan með tilliti til hagsmuna hinna dreifðu byggða. Meira undanhald hennar megi ekki eiga sér stað. Drífa í mótsögn Landbúnaðarráðherra segir dap- urlegt að hann eigi ekki óskoraðan stuðning Bændasamtaka íslands í þeirri viðleitni sinni að auka söluna á innanlandsmarkaði, enda eigi sá markaöur að gefa bændum hærra skilaverð en sala á erlenda markaði. Raunar séu öll svör manna í þessu sambandi mjög ruglingsleg og ekki i sama takti. „Formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, Drífa Hjartardóttir, sagði í viðtali á dögunum að hún teldi það ekki raunhæft markmið að auka kindakjötsmarkaðinn hér heima, þá með tillliti til þess að ég vildi ekki fara að ítrustu kröfum Bændasam- takanna um útflutningsskyldu. Samt sagði hún í þessu sambandi að það mætti selja kindakjöt hér heima með miklu markvissari hætti en verið hefði til þessa. Ég fæ ekki skilið þessa röksemdafærslu þingmannsins og finnst hún raunar vera strax þarna komin í mótsögn við sjálfa sig. Kannski gildir það um fleiri," sagði Guðni Ágústsson. -sbs í fyrirsögn fréttar á bls. 6 í DV í gær var haft eftir Karli Sigurbjöms- syni biskupi að prédikunarstóllinn mætti „ekki verða dægurlagaút- varp“. Ummæli Karls, sem vitnað er til í fyrirsögninni, komu dægurlög- um hins vegar lítt viö. Þau voru á þann veg að predikunarstóflinn mætti ekki verða dægurmálaútvarp þar sem slegið væri fram fullyrðing- um, órökstuddum og lítt ígrunduð- um, um mál líðandi stundar. í DV 8. september sl. var sagt frá verðlaunaafhendingum í tengslum við íslensku sjávarútvegssýninguna, og þar m.a. greint frá því að Þor- steinn Kristjánsson, skipstjóri nóta- skipsins Hólmaborgar frá Eskifirði, hefði verið valinn fiskimaður árs- ins.- Ranglega var þar sagt að hann hefði aflað 8.400 tonna, þetta átti að sjálfsögðu að vera 84.000 tonn. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.