Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Sport Gunnar Gunnarsson var að vonum kampakátur eftir að hafa tryggt sér íslandsmeistaratitilinn með sigri f keppninni. Bland * i P oka Miklar gangíruflanir hafa hrjáð Trúðinn hjá Gunnari Gunnarssyni í síðustu keppnum þar sem hefur verið mikil bleyta. Erfiðlega hefur gengið að finna bilunina en í vik- unni fyrir Hellu-keppnina brugðu þeir félagar á það ráð að sprauta vatni yfir vélarsal Trúðsins, slökkva öll ljós og ræsa jeppann. Þá sást að hvalbakur jeppans log- aði allur í útleiðslu. Gunnar fékk þá sérfræðing í mál- ið en það var Benedikt Eiriksson frá Selfossi sem yfirfór allt rafkerfi lYúösins og stillti kveikjukerfið. Eftir þetta gekk Trúðurinn eins og klukka, sló ekki feilpúst og virkaði hrikalega á Hellu. DV Trúðurinn hjá Gunnari Gunnarssyni virkaði vel eftir að hann og aðstoðarmenn hans höfðu komist fyrir bilanir í rafkerfi bílsins. Hér er Gunnar á „jólagjöfinni" í mýrinni en torfæruökumenn tala um að vera á jolagjöfinni þegar allt er í botni, aukabensíndælan á fullu og nítróið á fullu. DV-myndir JAK Sigurdur Þór Jónsson var búinn að breyta stýrisganginum í Tos- hiba-tröllinu svo að hann þarf nú einungis að snúa því einn hring, borð í borð, en stýrið er samt eins létt og áður. Karl Lúdviksson var að keppa i fyrstu torfærukeppni sinni og var á "gamal" Frissa friska, keppnisbíl sem Helgi Schöith smíðaði. Pétur V. Pétursson var einnig að keppa í sinni fyrstu keppni. Pétur hafði keypt Nesquick-skutluna af Ásgeiri Jamil Allanssyni á fimmtu- deginum fyrir keppnina og hafði aldrei keyrt jeppann fyrr en hann lagði af stað í fyrstu brautina. Lokaumferð íslandmeistaramótsins í götubílaflokki: Gunnar Gunnarsson íslandsmeistari Ragnar Róbertsson var nærri bú- inn að velta Pizza 67 Willysnum í endastáli 1. brautarinnar en bjarg- aði sér, eins og svo oft áður, með því að reka jeppann i bakkgírinn og botna hann. Gunnar Ásgeirsson velti Good- Tear-eminum eftir að hafa lent í hrikalegu frákasti í endastáli 2. brautar. Jónas Karl Sigurösson velti Batman í enda 5. brautar. Bjarki Reynisson sýndi hversu góður, rólegur og yfirvegaður öku- maður hann er orðinn þegar hann bjargaði sér frá veltu í endastáli 5. brautar með þvi að bakka þegar dýrið var að falla afturyfir sig. Karl Lúðvíksson hugðist beyta Baráttan um íslandsmeistaratitil- inn í Götubílaflokki torfærunnar hefur verið mjög jöfn og spennandi í sumar. Þar hafa Gunnar Gunnars- son á Trúðnum og Ragnar Róberts- son á Pizza 67 Willysnum skipst á að sigra en fyrir lokaumferðina hafði Ragnar þriggja stiga forskot á Gunnar sem hefur átt í verulegu basli með Trúðinri í þeim keppnum sumarsins sem haldnar hafa verið í votviðri. Þá hafa miklar gangtrufl- anir verið í jeppanum. Gunnar og aðstoðarmenn hans hafa átt í mikl- um erfiðleikum með að fmna út úr því hvað væri að jeppanum. Á Hellu voru þessir erfiðleikar hins vegar að baki og strax í fyrstu braut var ljóst að Trúðurinn og Gunnar voru í hörkuformi. Trúðurinn virkaði „Ég hef sennilega klárað þetta strax í fyrstu þremur brautunum og það gerði einnig gæfumuninn að mér tókst að komast yfir mýrina. Það var rosalega gaman að geta keyrt mýrina og klárað þetta. Fyrir mýrina var ég 300 stigum á undan Ragnari en þar innsiglaði ég sigur- inn og tryggði mér íslandsmeistara- titilinn. Þetta var virkilega gaman. Trúðurinn virkaði vel í dag, nema í vatninu, en fyrir þá braut settum vin annan nítró-kút í bílinn en sá kútur er sennilega eitthvað bilaður því vélin gekk illa í ánni,“ sagði Gunnar sem vildi sérstaklega þakka aðstoðarmönnum sinum og styrktaraðilum fyrir þennan árang- ur. Ragnar í erfiðleikum „Þetta virkaði ekki í dag. Gekk alls ekki og það vantaði mikið upp á. Það var komið að mér að vera óheppinn," sagði Ragnar Róberts- son að keppninni lokinni. Erfiðleik- arnir dundu á mér jafnt og þétt. Strax í 2. braut lenti ég í erfiðleik- um. Sú braut varð alltaf erfiðari og erfiðari. Ég komst ekki upp í enda- markið. I tímabrautinni var ég svo nærri búinn að velta og tapaði miklum tíma þar. Svo gekk vélin í Pizza 67 Willysnum hvorki í ánni né mýrinni. Það eitt hefði svo sem dugað til að ég næði ekki sigrinum. Ég vona bara að mér gangi betur næst, í lokaumferð Heimsbikar- mótsins, en þar hef ég þriggja stiga forskot á Gunnar,“ sagði Ragnar að endingu. JAK Óskar Gunnar Óskarsson keppti á Steðjanum í sinni annarri torfærukeppni og var greinilega farinn að færa sig upp á skaftið. Hér stendur hann Steðjann flatann upp lokabarð annarrar brautar. Ragnar Róbertsson átti í erfiðleikum í Hellu-keppninni og varð að láta íslandsmeistaratitilinn af hendi. Hér er Ragnar að bjarga sér frá því að veita Pizza 67 Willysnum aftur yfir sig með því að reka bílinn í bakkgírinn og botna hann siðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.