Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2002, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2002 Dagný með 9 mörk Dagný Skúladóttir, sem leikur með franska liðinu Issy í vetur, átti stórleik með lið- inu um helgina þegar hún skoraði níu mörk í deildarleik gegn Dijon. Þetta framtak Dagnýjar dugði skammt því liðið tapaði, 23-30, á heimavelli í París. Issy fer illa af stað í 1. deild en liðið lenti í 6. sæti í fyrra. Dagný gerði fjögur mörk í fyrsta leiknum og hefur því skorað 13 mörk í tveimur leikjum. -JKS Sagt eftir leikinn: Áfall í lokin „Við vorum ekki sáttar við íyrri hálfleikinn og það var eins og við heföum ekki alveg trú á þessu þá. Þegar við skoruðum fengum við trúna en það var dálítið áfall að fá á okkur mark- ið undir lok fyrri hálf- leiks,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Ásthildur landsliðsins. Helgadóttir. „Seinni hálfleikurinn var mun betri af okkar hálfu og það var því gríð- arlega svekkjandi að fá á okkur þetta mark í lokin. En við erum mjög sáttar við áhorfendaijöld- ann og gaman að fá svona góðan stuðning. Nú ætlum við okkur að fara til Englands og vinna þetta. Við sýndum það á köflum að við getum unnið þær og ætl- um að gera það um næstu helgi.“ Áttum að fá víti „Það var gríðarlega svekkj- andi að fá þetta mark á sig í lokin. Við höfðum fengið gott færi til að komast í 3-1 og svo vil ég meina að við hefðum átt að fá víti í fyrri hálf- leik,“ sagði Margrét Ólafsdóttir. Hún sagði að liðið hafi fengið góða ræðu í hálf- leik. „Eins og við spil- uðum i fyrri hálfleik þurfti bara að tala okkur Við ætlum að það kemur i®. Margrét Ólafsdóttir. til. taka þetta úti, ekkert annað til greina. Vissulega hefði verið betra að fara með eitthvað for- skot út en svona er þetta og við veröum bara að taka því.“ Ætlum að vinna á útivelli „Það var virkilega svekkj- andi að ná ekki að landa sigrinum fyrst við vorum svona nálægt því,“ sagði Þóra Helga- dóttir, mark- vörður is- lands, eftir leikinn. „Við kom- um ekki nógu ákveðnar inn í leikinn en svo áttuð- um við okk- ur á þvi að við ættum fullt erindi gegn þessn iiði. Ef við stöndum saman getum við tekið hvaða lið sem er. Við ætl- uðum okkur alltaf að vinna líka á útivelli og þá gerum við það bara. Eitt mark mun nægja og það er ekki mikið. Við sýndum það að við getum unnið þetta lið.“ Um seinna mark Englend- inga sagði Þóra: „Hún smell- hitti boltann en ég veit ekki hvort hún haföi ætlað aö gefa hann fyrir. Varnarmaðurinn var aðeins á eftir henni og hún náði svo hreinlega að lyfta yfir mig.“ -HI Þóra Helgadóttir. Ódýrt mark í lokin - þegar ísland geröi jafntefli viö England, 2-2, í kaflaskiptum leik fslensku stúlkurnar geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki far- ið með sigur úr landsleiknum við Eng- lendinga í gærkvöld. Þær voru með leikinn í hendi sér í síðari hálfleik en augnabliks athugunarleysi og smá heppni hjá Englendingum kostaði jöfn- unarmark og dregur þar með töluvert úr möguleikum okkar stúlkna á að komast lengra í keppninni. En tU að gæta allrar sanngimi var islenska lið- ið heppið að þær ensku skoruðu ekki 3-4 mörk í fyrri hálfleik. fslenska liðið byrjaði líflega, press- aði nokkuð fyrstu mínútumar og fékk meðal annars tvær homspyrnur á fyrstu fimm mínútunum. En eftir það hertu ensku stúlkumar tökin. Stórleik- ur Þóru Helgadóttur og klaufaskapur Englendinga hélt íslenska liðinu á floti og stúlkumar töpuðu boltanum nán- ast jafn harðan og þær fengu hann. ís- lendingar vUdu þó fá vítaspymu á 17. mínútu þegar Margrét Ólafsdóttir féU við í teignum en fmnskur dómari leiksins dæmdi ekkert. En á 42. mínútu skoraði fsland óvænt mark og er ekki ofsögum sagt að það hafi verið gegn gangi leiksins. Margrét Ólafsdóttir átti þá frábæra sendingu upp hægri kant- inn þar sem Guðlaug Jónsdóttir, sem hafði verið slök fram að þessu, geystist upp og sendi fyrir markið þar sem Olga Færseth var mætt og afgreiddi boltann i homið. Frábært mark og þessu var ákaft fagnað af tæplega þrjú þúsund áhorfendum sem fjölmenntu í Laugardalmn. Héldu ekki út Vonir stóðu tU að stúlkumar myndu halda þetta út en því miður tókst það ekki. Stórsókn Englendinga, þar sem Karen Burke skaut bylmingsskoti í þverslána, endaði með því að Rachel Yankey sendi fyrir beint tU Karen Wal- ker sem var óvölduð í teignum og skor- aði auðveldfega. Staðan 1-1 í leikhléi. TU að byrja með í seinni hálfleik voru Englendingar mun sterkari en munurinn var að nú gekk þeim Ula að skapa færi. Leikur íslenska liðsins var allur mun þéttari, þær voru baráttu- glaðari og grimmari en áður og ekki leið á löngu þar tU þær uppskám sam- kvæmt því. ðnnur rispa frá Guðlaugu og hárnákvæm sending rataði beiht á koUinn á Erlu Hendriksdóttur sem skaUaði í homið nær. Eftir þetta reyndu Englendingar að sækja en nú var vöm og miðja íslend- inga sterk og gaf engin færi á sér. Á 73. mínútu munaði siðan engu að okkar stúlkum tækist að klára leUdnn. Guð- laug komst þá ein i gegnum vöm Eng- lendinga og reyndi að lyfta yfir Rachel Brown markvörð en hún sá við henni og varði glæsUega. En pressan jókst smátt og smátt hjá Englendingum og á 86. minútu bar hún árangur þegar Karen Walker lyfti yfir Þóru markvörð vinstra megrn í vítateignum í fjær- homið. Þetta mark reyndist það sið- asta i leiknum. Barátta í seinni hálfleik Fyrri háifleikur var slakur hjá ís- lenska liðinu og hefði liðið alveg átt skUið að vera 3-4 mörkum undú mið- að við gang leiksins. En í síðari hálf- leik var aUt annaö að sjá tU þeirra og með því að sýna áþekka baráttu og lið- ið gerði þar gæti liðið átt möguleika á að ná lengra í keppninni. En vissulega Stefnum ótrauð áfram Það voru blendnar tilfmningar hjá Jörundi Áka Sveinssyni lands- liðsþjálfara eftir leikinn. „Fyrri hálfleikur var frekar slakur af okk- ar hálfu. Það var vissulega gott að ná forystunni rétt fyrú leikhlé en að sama skapa slæmt að fá á sig mark nánast strax á eftú. Við fór- um svo yfir ákveðna hluti í hálfleik og það var svo allt annar bragur á liðinu í seinni hálfleik. Það komst meúi ró á mannskapinn og við feng- um nokkur ágæt upphlaup en náð- um aðeins að nýta eitt þeirra. Það er ekki hægt að neita því að það er slæmt að fá á sig tvö mörk á heima- velli en ég hef trú á því að við getum farið áfram og stefn- um ótrauð að því marki. Nú verð- um við bæði að skora og halda hreinu." Jörundur seg- ú aö það hefði óneitanlega ver- ið betra að fara meö eitthvað forskot í seinni hálf- leikinn. „Við breytum þessu hins vegar ekki núna og ég reikna með Jörundur Aki Sveinsson. því að það verði mjög erfitt að fara til Birmingham.“ Jörundur sagði einnig að umfjöll- un enskra fjölmiðla hefði hleypt baráttuanda í lið sitt. „Það kveikti í okkur að ágæt ensk sjónvarpsstöð er búin að setja leikinn England- Frakkland 17. október á dagskrá hjá sér. Það fór ekki vel í mínar konur og okkur fannst þetta bera merki um hroka og yflrgang. Við ætluðum svo sannarlega að taka betur á móti þeim en við gerðum í dag og það er að sjálfsögðu mark- mið okkar enn þá.“ -HI verður við ramman reip að draga. Þóra Helgadóttú markvörður átti frábæran leik í fyrri hálfleik og hélt liðinu þá inni í leiknum. Margrét Ólafsdóttú var öflug á miðjunni og Olga gerði oft vel þó að hún væri stundum einmana í fremstu víglínu. En allt liðið á hrós skifið fyrú baráttuna í seinni hálfleik. Enska liðið er mjög sterkt og hefði nánast getað gert út um leikinn i fyrri háifleik ef færin hefðu nýst. Karen Walker (nr. 9) var öflug í framlínunni og eins átti miðjumaðurinn Karen Burek (nr. 7) mjög góðan leik. -HI Þjálfari Englendinga: „Hreifst af íslenska liöinu“ Hope Powefl, þjálfari enska fandsfiðsins, var sátt eftú leik- inn. „Þetta var góður leikur og mikil barátta. Viö erum mjög ánægð með úrslitin, bæði með jafnteflið og að hafa skorað tvö mörk á útivelli. Við vorum mik- ið með boftann i fyrri hálfleik en það eru mörkin sem gilda og ís- lenska liðið á hrós skilið. Þrátt fyrú að við værum meira með boltann náðu þær að skora hin- um megin þannig að það þýðú lítið að vera mikið með boltann ef maður nýtú ekki færin.“ Og Powell hreifst mjög af ís- lenska liðinu. „Þetta er sterkt lið og lék vel í leiknum. Færin sem liðið fékk voru kannski ekki mörg en þau voru vef nýtt.“ Um seinni feikinn segú Powell: „Staða okkar er vissu- lega góð en það er ekki hægt aö ganga að neinu vísu. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að skora mark. Nú förum við heim, hvílum okkur aðeins og byrjum svo aflur.“ -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.