Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 DV Fréttir DV kannar verð 13 vörutegunda í fjórum lágvöruverðsbúðum annan daginn í röð: Bónus oftast með besta verðið Bónus reyndist á ný með hag- stæðasta verðið í flestum tilfellum þegar DV kannaði verð 13 vöruteg- unda í fjórum lágvöruverðsverslun- um í gær, Bónus og Europris í Skútuvogi, Krónunni í Skeifunni og Nettó í Mjódd. Verðkönnun þessi var gerð með það fyrir augum að finna hagstæð- asta verð nokkurra vörutegunda óháð vörumerki eða stærð umbúða. DV setti sig þannig i spor við- skiptavinar sem var einungis á höttunum eftir hagstæðustu kaup- unum i hverri verslun seinnipart- inn í gær, lægsta verði á hverju kílói eða lítra, t.d. kaffi eða súkkulaðiíssósu. Niðurstöðurnar má sjá i meðfylgjandi töflu. Hafa ber í huga að verð á þessum til- teknu vörutegundum getur breyst frá degi til dags en starfsmenn lág- vöruverðsverslananna fylgjast grannt með verðlagningu hver hjá öðrum alla daga. Bónus reyndist bjóða hagstæð- asta verðið á 9 vörutegundum, Europris á 3 og Krónan og Nettó á einni vörutegund hvor verslun. í einu tilfelli deildu Bónus og Hagstæðasta verð* nokkurra vörutegunda - samkvæmt könnun DV í 4 verslunum 17. október Bónus Europris Krónan Nettó íssósa - súkkulaði 1138 1083 827 : 952 Kaffl 318 ■ 423 396 555 KJúklingasúpa í bréfl 787 960 932 1863 Kókómjólkurduft 432 354 j 676 538 Núðlur 2S4 430 613 553 Rúsínur 258 325 ; 318 298 Rækjur frosnar 798 798 818 982 Salt 79 87 104 j 59 Svínakótilettur - ferskar í pk. 622 1125 1414 1402 Tannbursti 25 72 149 99 Teljós (sprittkerti) - stk. 3 4 7 7 Uppþvottabursti 99 74: 139 j 82 Vanilludropar 45 50 52 52 *Kíló eöa lítraverö f. utan bursta, teljós og vanllludropa Europris heiðrinum, í kílóverði á frosnum rækjum enda rækjurnar hjá þeim frá sama framleiðanda. Krónan reyndist með hæsta verð- ið á 8 vörutegundum og Nettó á 5 en í tveimur tilfellum deildu þessar verslanir með sér þessum vafasama heiðri. Vara reyndist einu sinni dýrust í Bónus og einu sinni i Europris. Mestur verðmunur reyndist á tannburstum eða tæplega 500 pró- sent. Kílóverðsmunur á kjúklinga- súpu í bréfi reyndist mestur 136 pró- sent, teljósum (sprittkertum) 130 prósent og kílóverði á svínakótelett- um 127 prósent. Þá reyndist 108 pró- senta verðmunur á dýrasta og ódýrasta kílói af núðlum. Minnstur verðmunur var á glös- um af vanilludropum, 15 prósent, en þau eru öll frá sama framleiðanda. Þá reyndist 23 prósenta munur á hæsta og lægsta kílóverði frosinnar rækju. Verðkönnunin var gerð seinni- partinn í gær, fnnmtudag. Starfs- menn DV söfnuðu vörunum í inn- kaupakörfu í verslununum. Vörun- um var rennt í gegnum verðskanna á kassa. Að því loknu tilkynnti starfsmaðurinn að um verðkönnun á vegum DV væri að ræða og fékk strimilinn afhentan. -hlh Hörmuleg lífssaga ungrar stúlku: Fíkniefnasalinn gerði hana út í vændi Einelti, kynferðisleg misnotkun, nauðganir, sjálfsvígstilraunir, dvöl á geðdeild og vændi. Þetta er lífs- hlaup ungrar stúlku, fíkniefnaneyt- anda, í hnotskurn. DV segir nú ör- lagasögu þessarar ungu stúlku í stórum dráttum til þess að sýna les- endum inn í ótrúlega harðan heim bams sem svipt er lífsgleðinni, ung- lings sem leiðist út í neyslu flkni- efna og ungrar konu sem lætur selja sig gegn því að fá fíkniefni í stað- inn. DV hefur að undanfornu greint frá mörgum myndum þess harða of- beldis sem viðgengst í fíkniefna- heiminum. Því miður er það svo að ofbeldið hefur harðnað til muna á síðustu árum. í dag virðist það ekk- ert gefa eftir því svæsnasta sem ger- ist 1 stórborgum erlendis. Rauði þráðurinn er óttinn. Fíklar eru hræddir allan sólarhringinn. Þeir eru hræddir um að eiga ekki fyrir efnum, þeir eru hræddir við dílerana, þeir eru hræddir við hand- rukkarana. Þeir vita að lif sitt og limi eiga þeir undir því að kjafta ekki frá undir neinum kringum- stæðum. Þeir leita helst ekki læknis eftir misþyrmingar, heldur fá sér „kOó af verkjatöflum og halda sig heima“, eins og einn þeirra komst T3-021 Case 590 Super LE traktorsgrafa, 95 hö., skotbóma 45 og 90 cm skóflur, 1600 vst. Ingvar Helgason hf, VÉLADEILD Vændi á götum úti Vændi er áberandi í borgarlífi víöa á meginlandi Evrópu en fer fremur leynt hér á landi. Einkum eru það ungir fikiar sem leiöast út í vændi hér á landi, stundum meö ófyrirsjáanlegum afleiðingum eins og saga stúlkunnar hér á síöunni ber meö sér. Myndin hér aö ofan er frá útlöndum. að orði. „Að hringja í lögregluna jafngildir dauðadómi," sagði sá hinn sami. Einelti En hvað veldur því þá að ungt fólk fer inn í þennan vítahring, fólk sem ætti að hafa hlotið fræðslu um skað- semi fíkniefna og lesið fréttir úr of- beldinu í undirheimunum? Saga ungu stúlkunnar sem DV segir nú varpar ljósi á sögu og viðhorf unglings sem sekkur eins djúpt og hægt verður að sökkva í heim neyslunnar. Hún er ekki ein um það. Alltof stór hópur unglinga úti í þjóðfélaginu hefur átt erfiða æsku í einhverri mynd og leiðst síðan út í neyslu. Þeir þurfa hjálp - sem kostar peninga. „Ég held að vandamálið hafi byij- að í skólanum, strax í 6 ára bekk,“- segir viðmælandi DV. „Þá byrjuðu sumir krakkamir að stríða mér, upphefna mig og segja að ég væri „ljótasta stelpan" í bekknum." Eineltið jókst frá ári til árs. Það tók á sig harðari myndir eftir því sem tíminn leið, meðal annars með bar- smiðum. „Ég hef alltaf haft þennan kvíða í hjartanu frá því eiginlega að ég man eftir mér,“ rifjar stúlkan upp. „Ég var búin að gefast upp í hjartanu fyrir þessu ömurlega einelti sem hélt áfram alla leið upp í 10. bekk. Ég var farin að hugsa mikið um það hvað ég vildi stundum bara deyja.“ Kynferðisleg misnotkun Þegar stúlkan var enn bam að aldri lenti hún í barnaníðingi sem sví- virti hana. „Mér fannst eins og hnífur hefði verið rekinn í hjartað á mér. Ég var svo lítil að ég kunni ekki einu sinni öll orðin sem þurfti að nota til þess að lýsa því sem hann gerði mér og því sem ég þurfti að gera við hann. Hann rústaði bamæsku mína. Það var svo sárt að bera þetta ljóta leynd- armál á bakinu svona lítil." Viðmælandi DV leitaði á náðir fíkniefnanna eins og svo margir aðrir sem lent hafa þó aðeins í broti af því sem hún upplifði. Þá fann hún „hvemig allur kvíði, vanlíðan og feimni hurfu og sjálfstraustiö jókst. Þá langaði mig aldrei að verða edrú aftur, mér leið eins og ég hefði loksins „fundið" mig í lífinu. Þetta var hrein- lega eins og að frelsast." Hún var í spítti, kókaini, e-töflum og hassi. Svo fór hún að sprauta sig. Hún fékk „ríkulega" reynslu af nauðgunum. Henni var nauðgað fjór- um sinnum, einu sinni af nánum ætt- ingja og öðru sinni af pilti sem hún lenti ein í herbergi með. Þriðja nauðg- unin var hópnauðgun. Hún kærði aldrei. „Ég dó inni í mér, ég held ég hafi fengið einhvers konar áfall, ég fraus, gat ekki hreyft mig. Svo þegar þetta var búið þá bara skalf ég. Mér finnst ég hafa verið tilfinningalaus síðan þá.“ Sjálfsvígstilraunir Þar kom hjá þessari ungu stúlku að hún vildi ekki lifa lengur. Þrisvar sinnum reyndi hún sjálfsvíg, en mistókst. Hún dvaldi á geðdeild og hakkaði þar i sig læknadóp í stað fikniefnanna sem hún hafði neytt fyr- ir utan. úr því sem komið var vildi hún bara dópa til að „losna við allar áhyggjur og detta inn í algert al- gleymi, fara alveg inn í mig og vera ein með sjálfri mér. Þá getur enginn náð til mín, þá er ég svo öragg, þá get ég sofnað svo að allar þessar hræði- legu hugsanir láti mig í friði. I al- gleyminu er alger ró ..." Út vildi hún ekki fara. Hún var 'hrædd, ekki sist við að hitta aftur ffianninn sem hafði séð henni fyrir eiturlyfjum. Hann hafði haft hana á sínum snærum i tvö ár og selt hana. Þannig var fíkniefnaneysla hennar fjármögnuð, dílerinn gerði hana út, hirti af henni peningana og lét hana hafa dóp i staðinn. Nú er hún laus. -JSS JJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17.58 17.43 Sólarupprás á morgun 08.29 08.14 Síódeglstlóó 17.11 21.44 Árdeglsflóó á morgun 05.28 10.01 Norðaustan og norðan 8 til 13 metr- ar á sekúndu. Snjó- eða slydduél á Norður- og Austurlandi en annars víöa léttskýjað. Víöa vægt frost í nótt. Norðaustan og norðan 8 til 13 metr- ar á sekúndu. Snjó- eða slydduél á Norður- og Austurlandi en annars víða léttskýjað. Víða vægt frost í nótt. Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur HHiO” «1 5“ Vtndun 8-13 "V* Slydda eða él norðan- og austanlands en þurrt að kalla suð- vestan tll. Hiti 0° til S" Vindun 8-13 '11/» I Slydda eöa él norðan- og austanlands, en þurrt aö kalla suö- vestan til. mti 2° iil 8° Vindun a-i3m/s * Slydda eöa él norðan- og austanlands, en þurrt að kalla suð- vestan tll. Logn Andvarl Kul Gola Stlnningsgola Kaldl Stlnnlngskaldl Allhvasst Hvassvlðrl Stormur Rok Ofsaveður 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24.5- 28,4 28.5- 32,6 Fárvlðri > = 32,7 Kms AKUREYRI snjóél 2 BERGSSTAÐIR rigning og súld 2 BOLUNGARVÍK skúr 3 EGILSSTAÐIR úrkoma! grennd 1 KEFLAVÍK léttskýjaö 2 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 1 RAUFARHÖFN alskýjaö 3 REYKJAVÍK heiösklrt 0 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 4 BERGEN léttskýjað 0 HELSINKI skýjað -3 KAUPMANNAHÖFN rigning 3 ÓSLÓ alskýjaö -1 STOKKHÓLMUR -1 ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -5 ALGARVE skýjaö 14 AMSTERDAM skúr 9 BARCELONA léttskýjað 10 BERLÍN skýjað 6 CHICAGO hálfskýjaö 3 DUBLIN léttskýjað 2 HALIFAX skýjað 7 HAMBORG léttskýjaö 10 FRANKFURT súld 6 JAN MAYEN úrkoma í gr. -1 LONDON mistur 4 LÚXEMBORG þokumóða 6 MALLORCA skýjað 10 MONTREAL heiðskírt 5 NARSSARSSUAQ heiðskírt 0 NEW YORK alskýjaö 11 ORLANDO heiðskírt 16 PARÍS skýjaö 5 VÍN rigning 9 WASHINGTON heiöskírt 6 WINNIPEG alskýjaö 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.