Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 8
8 ____________________________________FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 Fréttir DV Sumarhús í þjóðgarðinum á Þingvöllum eru „in“ hjá ungu peningafólki: Ekki þjóðgarður í strang- asta skilningi laga - segir Össur Skarphéðinsson, nefndarmaður í Þingvallanefnd Sérkennileg byggð myndast í þjóð- garðinum á Þingvöllum, nýtískuleg hús sem ailt eins geta þjónað sem heils árs hús. Þar eru gömul hús að hverfa en önnur ný og glæsileg birtast í stað- inn. Svæðið vestur af Valhöll er „in“ hjá ungu og ríku fólki, elítunni sem er tUbúin að opna pyngjuna upp á gátt fá- ist lóð á þessu svæði. Talað er um fjár- festingar upp á milljónatugi í bygging- um einstakra húsa á svæðinu þrátt fyr- ir það óöryggi sem fylgir leigulóð með 10 ára samningi. Menn vita sem er að opinberir aðilar munu ekki raska ró fólksins sem hreiðrar um sig í þjóð- garðinum. Þama eru býsna öflugir ein- staklingar á ferð og það verður ekki svo glatt hróflað við búsetu þeirra. Auglýsingar í Morgunblaðinu sýna niðumídda bústaði sem síðan seljast á allt að 14 milljónir króna án landrétt- inda eða réttindi til afar stutts tíma. Sumum finnst að hrófatildur í þjóð- garðinum hafi skapað verðmæta eign á svipuðum forsendum og eigendur kvóta í fiskveiðum eða landbúnaði. Aðrir benda á að þessi búseta fólks í hjarta þjóðgarðsins rýri gildi hans veruiega. Sumir hafa orðið fyrir því að eigendur bústaða banna að fótgangandi þjóðgarðsgestir séu á ferli við vatns- bakkann, hann sé þeirra eign og privat- umráðasvæði. Bústaðimir era afgirtir niður að vatni sem þykir afar óþjóð- garðslegt athæfi. Ekki þjóðgarður „Þingvellir era ekki þjóðgarður sam- kvæmt strangasta skilningi laga,“ segir össur Skarphéðinsson alþingismaður sem er einn þriggja þingmanna í Þing- vallanefhd. Nefiidin er skipuð alþingis- mönnum enda heyra Þingvellir lögum samkvæmt undir Alþingi en Náttúra- vemd annast um önnur skyld störf. Hinir tveir nefndarmennirnir eru Bjöm Bjamason og Guðni Ágústsson. Á þjóðgarðssvæðinu og í Kárastaðanesi eru 93 sumarbústaðir ásamt stórum lóðum, sem einstaklingar eiga, að sögn Sigurðar Oddssonar þjóðgarðsvarðar. I margra augum era þessir bústaðir óvelkomnir í þessum elsta þjóðgarði landsmanna. Sumpart ræður stundum öfund en rétt er þó að bústaðimir eiga ekki þama heima. Þetta er þjóðgarður. Þingvallanefiid hvers tíma er ekki al- veg um að kenna. Og í dag er nefndin almennt talað að vinna góð störf, enda er formaðurinn, Bjöm Bjamason, þekktur fyrir annað en iðjuleysi. Hann er mjög vakandi og leggur sig allan fram, sumir húseigenda á svæðinu kvarta yfir ströngum skilmálum Þing- vallanefhdar en þá er Bimi að mæta og hans starfsmönnum á Þingvöllum. Vit- að er að Bjöm Bjamason og hans nefhd hefur reynt að fá lögum breytt, meðal annars til að ná tökum á vatnsréttind- um á svæðinu sem mælist misvel fyrir, til dæmis hjá nágrönnum í Nesjavalla- virkjun sem selja heitt Þingvaiiavatn í vatnskrana á höfuðborgarsvæðinu. En auðvitað má hugsa sér að nefndin fari að vinna að því að hreinsa svæðið af sumarbústöðum. Það ætti henni að vera í lófa iagið. Mistök fortíöar Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra er nokkuð sammáia Össuri: „Við búum við þau mistök fortíðar að allt of lengi var einstaklingum hleypt inn í þjóðgarðinn með byggingar. Það er minn draumur að hægt verði að kaupa þetta upp. Þingvellir era heilög jörð, heilög vé, staður allra Islendinga. Það er mikilvægt að varðveita staðinn þcinnig að íslenskar fiölskyldur geti komið þar samansagði Guðni, þing- maður Sunnlendinga, um þessa perlu síns landsfjórðungs. Ríkiö getur ekki keypt Já, hvers vegna ekki að kaupa upp bústaði, eða segja upp samningum? DV-MYNDIR GVA Nýtískulegt Meirihluti Þingvallanefndar samþykkti teikningu Páimars Kristmundssonar arkitekts að þessu húsi í þjóögaröinum en haföi hafnaö mörgum áöur. Þetta er sannarlega nýtískulegt hús. „Auðvitað væri æskilegt að þama væru engir bústaðir, ríkið hefur for- kaupsrétt að bústöðum þegar þeir skipta um hendur en það mundi kosta mikla peninga úr vösum almennings að kaupa þessa bústaði upp,“ sagði Öss- ur. Hann segir aö hann vilji sjá aivöru- þjóðgarð á Þingvöllum, fimmfalt stærra svæði en nú er. Hann segir viss- ar sögulegar forsendur liggja að baki leyfum til manna að byggja í þjóðgarð- inum en slík búseta er lítt þekkt í þjóð- görðum annarra þjóða. Jónas Jónsson frá Hriflu var framkvöðull að lögum um þjóðgarð á Þingvöllum 1928 sem gengu í gildi 1930. Þingvellir voru tals- vert afskekkt svæði þá, staður sem menn heimsóttu ekki oft. Með því að veita leyfi til byggingar bústaða í þjóð- garðinum taldi Jónas að verið væri að laða fólk að svæðinu. Bústaðir hafa verið í landinu í rúma sjö áratugi. „Það má deila um það, en ég tel erfitt að taka eignamámi bústaði sem staðið hafa í næstum hálfa öld. Um þetta held ég að sé góð sátt í Þingvallanefiid,“ 14 milljónir fyrir þetta! Þessi sumarbústaöur í þjóögaröin- um er aö falli kominn - en engu að síöur fékk seljandinn 14 milljónir króna fyrir hann. sagði Össur Helgistaöur íslendinga I lögum um þjóögarðinn á Þingvelli við Öxará frá 1928 segir að þar skuli vera friðlýstur helgistaður allra Islend- inga og að landið skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vemd Alþingis, landið megi ekki selja eða veðsetja. Það er hins vegar nokkuð ljóst að erfingjar þeirra sem fengu leyfi á sínum tíma, Jl®n Birgir hafa „eignast" Pétursson vænar spildur úr blaöamaöur þjóðgarðinum og hagnast vel á þess- ,ví, ari almannaeign. HMIWHH Úr sér gengnir sumarbústaðir eru samt mikils virði - en uppbygging þeirra, nýjar byggingar, er upp á náð og miskunn ráðamanna á þessum slóðum. Hægt væri án efa að slíta samningum. Þeir vora gerðir með ákvæði um 50 ára búsetu í upphafi en era nú til 10 ára. Varla era það hald- bær rök að ríkið geti ekki leyst til sín einn og einn bústað, ef þess gerist yfir- leitt þörf. Upphæðimar era ekki skelfi- legar í augum æðri fjármálayfirvalda. Hægt er að láta búsetuna fjara út smátt og smátt og skapa alvöra þjóðgarð á Þingvöllum. Sigurður Oddsson þjóðgarðsvörður segir að Þingvallanefnd veiti leyfi til að endumýja bústaði. Einn bústaðanna í næsta nágrenni Valhallar var endumýj- aður fyrir mikið fé nýlega en eigandi hans er Páll Pálsson, útgerðarmaður í Vísi í Grindavík. Hann og synir hans, Páll og Pétur, hafa náð miklum árangri í útgerð og fiskverkun á undanfómum árum, enda harðduglegir athafnamenn og hafa ekki verið þekktir fyrir mikinn munað. Til verksins fékk útgerðarmaðurinn Pálmar Kristmundsson arkitekt. Bú- staðurinn er nú með mikilli álframhlið sem fer fyrir brjóstið á sumum sem telja að útlit hans sé úr takti við íslenska náttúra. Lesandi sem hringdi i DV sagði húsið líkjast „bensínstöð í eyðimörk" og bætti við að þama heíði verið sólundað 50 milljónum króna til að reisa sumar- höll í þjóðgarði íslendinga. Sú tala er án ábyrgðar en ljóst að byggingin hefur kostað mikið fé. Bústaðurinn sem þama stóð áður var gamalt, hlaðið hús, sem hafði verið dæmt ónýtt. Sigurður segir að Þing- vallanefnd veiti leyfi fyrir bústöðum sem eru í hæsta lagi 90 fermetrar að grannflatarmáli. Slíkir bústaðir geta orðið verulega reisulegir ef koma má við kjallara og rishæð. Mörgum teikningum hafnað Pétur Pálsson hjá Vfsi hf. í Grindavík sagði blaðihu að þeir feðgar hefðu farið eftir auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir 3-4 árum og keypt bústað við Þingvalla- vatn sem þurfti mik- ið viðhald. Verð bú- staðarins var 4 millj- ónir króna. Bústað- inn höfðu átt versl- unarmenn úr Reykja- vík sem ánöfhuðu skógræktinni eign- ina eftir sinn dag. „Þetta var fyrsti sumarbústaður okk- ar fjölskyldu," sagði Pétur. „Við létum teikna og Þingvallanefnd hafnaði mörg- um teikningum, sumum með risi, öðr- um án, áður en þessi var samþykkt með tveim atkvæðum gegn einu, að ég held. Síðan tók við húsbyggingin á þessu 90 fermetra kassalaga húsi með álíramhlið - það tók 10 eða 11 mánuði," sagði Pét- ur en fjölskyldan hefur notað bústað- inn á þessu umdeilda sumarbústaða- svæði undanfama mánuði. Músasafn í Bolungarvík Músafni hefur verið komið upp á Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungar- vík. Þorleifur Eiríksson forstöðu- maður segir í samtali við Bæjarins besta að tilgangur músasafnsins sé annars vegar að kanna hvort hægt sé að hafa lifandi mýs í búrakerfi og hins vegar sé það hugsað sem fram- tíðarviðbót við náttúrugripasafniö. Að sögn Bæjarins besta eru fjórar venjulegar hagamýs úr Svefneyjum, hvítingi frá Hanhóli og þrjár húsa- mýs í safninu. Mótmæla turnum Yfir 100 íbúar við Sigtún og í næsta nágrenni skrifuðu undir við- lagt skjal þar sem skorað er á skipu- lags- og byggingarnefnd Reykjavík- urborgar að taka til endurskoðunn- ar ákvörðun sina frá 11. september 2002 um að leyfa byggingu tveggja 13 hæða turna við Grand Hótel á lóðinni Sigtún 38 í Reykjavík. Und- irskriftarlistarnir hafa verið lagðir fram bæði á skrifstofu Reykjavíkur- borgar og eins á skrifstofu úrskurð- amefndar skipulags- og byggingar- mála, sem nú fær málið til umfjöll- unar. Tuskudýr innkölluð IKEA hefur innkallaö tuskudýrið Snuttig. Saumar á poka sem inni- heldur plastperlur á dýrinu geta raknað upp og verið hættulegir bömum. Ekki er vitað til að óhöpp hafi orðið vegna gallans en um 20 þúsund tuskudýr hafa verið seld víðs vegar um heim - þar á meðal hérlendis. Skarphéðinn sækir um Skarphéðinn Gunnarsson, fráfar- andi skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði, er í hópi níu umsækj- enda um starf skólastjóra. Skarp- héðinn lét af störfum skólastjóra þegar Hafnarfjarðarbær tók yfir rekstur skólans nýverið en áður höfðu íslensku menntasamtökin rekið hann. Auk Skarphéðins sækja um starfið Anna Margrét Ákadóttir, Reykjavík, Hannes Fr. Guðmunds- son, Reykjavík, Helga Sigrún Harð- ardóttir, Reykjavík, Leifur S. Garð- arsson, Hafnarfirði, Sigurlín Svein- bjamardóttir, Hafnarfirði, Sturla Kristjánsson, Danmörku, og Vigfús Hallgrímsson, Kópavogi. Fylgjast með kosningum Þrír íslending- ar, Þuríður Back- man alþingis- maður, Telma L. Tómasson frétta- maður og Berg- dís Ellertsdóttir sendifuUtrúi verða í hópi þeirra sem ann- ast skipulag, framkvæmd og eftirlit með sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í Kosovo laugardag- inn 26. október nk. Rúmlega 1,3 miUjónir manna em á kjörskrá en þremenningamir frá íslandi verða í hópi 900 manna frá aðUdarríkjum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.