Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 11
11
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002
PV__________________________________________________ Útlönd
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna:
Telur Noröur-Kóreumenn þegar
ráöa yfir kjarnavopnum
- Bush lýsir áhyggjum sínum en segir ógnina af allt öðrum toga en í írak
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Rumsfeld segist trúa því aö Norður-Kóreumenn ráöi þegaryfir fáeinum
kjarnorkusprengjum.
Donald Rumsfeld, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjamanna, segist trúa
því að Norður-Kóreumenn ráði þegar
yflr fáeinum kjarnorkuvopnum. Þetta
kom fram á blaðamannafundi sem
Rumsfeld hélt í Pentagon í gær í kjöl-
far frétta um að Norður-Kóreumenn
hefðu viðurkennt fyrir bandarísku
samninganefhdinni, sem sótti þá heim
fyrr í mánuðinum, að hafa haldið
áfram að þróa kjamavopn á laun,
þrátt fyrir að hafa undirritað sam-
komulag árið 1994 um að hætta slíku
í skiptum fyrir efnahagsaðstoð Banda-
ríkjamanna.
Bush Bandaríkjaforseti sagði þetta
áhyggjuefni en bætti við að reynt yrði
að leita diplómatískra leiða til þess að
leysa málið.
Aðspurður um muninn á þessu
máli og íraks-málinu sagði Bush að
þetta mál væri af allt öðrum toga.
Scott McClellan, talsmaður Hvíta
hússins, sagði þetta alvarlegt brot á
samkomulaginu frá 1994 en tók undir
orð Bush og sagði stjómvöld líta ógn-
ina öðrum augum heldur en í írak.
„Þetta er annar heimshluti og vand-
inn allt annars eðlils. Við munum
leita friðsamlegra lausna á því,“ sagði
McClellan og bætti viö að Saddam
Hussein væri ekkert annað en morð-
óður einræðisherra með sjúklegar
væntingar um að koma sér upp
gjöreyðingarvopnum.
Talsmaður utanriksráðuneytisins
viðurkenndi í fyrradag að norður-
kóresk stjómvöld hefðu viöurkennt
að hafa unnið áfram að þróun kjarna-
vopna fyrr í mánuðinum eftir aö
James Kelly aðstoðarvarnarmálaráð-
herra hefði komist yflr sönnunargögn
um að Norður-Kóreumenn hefði orðið
sér úti um auðgað úranium sem er
lykilefni við framleiðslu kjarnavopna.
Byggir Rumsfeld umrætt álit sitt á
þessum upplýsingum og segist trúa að
Norður-Kóreumenn hafi þegar komið
sér upp litlu magni kjarnavopna eins
og áður segir en einn embætismanna
Hvíta hússins lét hafa eftir sér í gær
að hann teldi að sprengjumar væru
tvær. Þessar nýju fréttir hafa valdið
miklum titringi í nágrannaríkjunum
og hafa yfirvöld bæöi í Suður-Kóreu
og Japan lýst áhyggjum sínum.
REUTERSMYND
Brytinn ákærður fyrir þjófnað
Paul Burrell, fyrrum bryti Díönu
prinsessu, er ákæröur fyrir aö hafa
stoliö munum úr íbúö hennar.
Hagsmunir prins-
anna verndaðir
Dómarinn í réttarhöldunum yfir
fyrrum bryta Díönu prinsessu, sem
er ákærður fyrir að stela hundruð
persónulegra muna úr íbúð hennar,
úrskurðaði í gær að saksóknara
væri heimilt að halda sönnunum
leyndum frá opnu réttarhaldinu til
að vemda hagsmuni prinsanna Vil-
hjálms og Harrýs.
Lögmenn fjölmiðla höfðu farið
fram á að öll gögn yrðu lesin upp-
hátt í réttarsalnum.
Brytinn Paul Burrell hefur neitað
öllum ákærum um þjófnað á mun-
um prinsessunnar skömmu eftir
dauða hennar 1997.
Dómarinn skipti um kviðdóm á
miðvikudag og því fóru réttarhöldin
aftur á byrjunarreit í gær.
Jemenar vilja fá
meiri aðstoð
Abdul Qader Bagammal, forsætis-
ráðherra Jemens, hvatti Banda-
ríkjamenn og arabaríki í gær til að
leggja Jemenum meira lið í baráttu
þeirra gegn íslömskum harðlínu-
mönnum sem fara huldu höfði í
landinu.
Bagammal sagði á ráöstefnu í
París að stjómvöld i Jemen hefðu til
muna hert alla öryggisgæslu í land-
inu frá því sautján bandarískir
sjóliðar fórust í sprengjutilræði við
herskipið Cole í Adenhöfn fyrir
tveimur árrnn.
ForsætisráðherrEmn sagði að til-
ræðið við franska olíuskipið undan
ströndum landsins væri til marks
um umfang baráttunnar.
Jemen hefur haft orð á sér fyrir
að vera griðastaður hryðjuverka-
manna en stjómvöld em að reyna
að hreinsa til í eigin ranni.
REUTERSMYND
Særðri stúlku komiö undan
Félagi í Rauöa krossinum kemur ungri stúlku, sem særöist í átökum í borginni Medellin í Kólumbíu, undan. Aö
minnsta kosti tíu manns týndu lífi I átökunum í Medellin og átján særöust. Kveikja átakanna var sú ákvöröun forseta
landsins aö endurheimta fátækrahverfi úr höndum ólöglegra vopnaöra hópa sem berjast gegn stjórnvöldum.
Frakkar jákvæðir í garð
nýrrar ályktunar um írak
Svo virðist sem Frakkar séu já-
kvæðir i garð nýrra tillagna Banda-
ríkjamanna um uppkast að ályktun
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
þar sem ekki er minnst á tafarlausa
heimild til hemaðaraðgerða gegn
írak, nema stjórnvöld í Bagdad
komi í veg fyrir að vopnaeftirlits-
menn SÞ geti sinnt störfum sínum.
Frakkar hafa verið fremstir í
flokki andófsmanna gegn fyrstu til-
lögum Bandaríkjamanna. Sam-
komulag viö þá myndi því greiða
leiðina fyrir samþykkt ríkjanna
fimmtán í Öryggisráðinu, hugsan-
lega fyrir lok þessa mánaðar.
Bandarísk stjórnvöld gera sér
vonir um að dreifa uppkasti sínu að
ályktun til fulltrúa Öryggisráðsins í
dag eða fljótlega eftir helgi.
„Frakkar geta til þessa sætt sig
við breytingamar sem Bandaríkja-
menn hafa gert,“ sagði stjómarer-
indreki hjá SÞ í gærkvöld. Hann
REUTERSMYND
Hlustar af athygli
Sendirherra íraks hjá SÞ, Mo-
hammed Aldour, punktar hjá sér at-
riöi úr ræöu sendiherra Bandaríkj-
anna í umræöum um irak á fundi Ör-
yggisráðsins í gær.
sagði aö samningaviðræður ráða-
manna í Paris og Washington stæðu
þó enn yfir.
Vegna mikillar andstöðu víðs
vegar um heiminn ákváðu Banda-
ríkjamenn að breyta lykilatriðum
fyrra uppkasts síns að ályktun þar
sem hvaða aðildarríki SÞ sem er
var heimilað að beita öllum tiltæk-
um ráöum ef írakar reyndust hafa
brotið af sér.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að ný ályktun
kæmi þó ekki í veg fyrir að Banda-
ríkjamenn gætu farið með her á
hendur Irökum.
Tillögur Bandarikjamanna gera
ráð fyrir að Hans Blix, yfirmaður
vopnaeftirlitssveita SÞ, tilkynni
þegar í stað ef írakar standa ekki
við skilyrði sem þeim eru sett í af-
vopnunarmálum, að því er fram
kemur í gögnum sem Reuters-frétta-
stofan hefur undir höndum.
NOTAÐAR VIIMNUVÉLAR
Abu Bakar Bashlr.
Stjórnvöld lofa
aðgerðum gegn
hryðjuverkunum
Stjómvöld i Malasiu hafa látið und-
an alþjóðlegun þrýstingi í kjölfar
sprengjuárásarinnar á Balí á laugar-
dagskvöldið og lofað auknum og skjót-
um aðgerðum gegn hryðjuverka-
mönnum í landinu, sem þegar muni
verða sýnilegar í dag.
Að sögn talsmanna stjómarinnar
hefur þingstuðningur verið tryggður
fyrir því að aðgerðimar geti þegar
hafist og mun Megawati Sukarnoputri
forseti undirrita neyðartilskipun þess
efnis strax í dag.
Að sögn lögregluyfirvalda hefur
harðlínuklerkurinn Abu Bakar Bas-
hir, sem grunaður er um að vera
helsti leiðtogi Jemaah-samtakanna,
sem talin eru hafa staðið að Balí-árás-
inni, þegar verið boðaður til yfir-
heyrslu á laugardag þrátt fyrir að
hafa neitað öllum ásökunum um
tengsl við hryðjuverkamenn.
Tl-018 Massey Ferguson 860
traktorsgrafa, 80 ha. skotbóma, 60
cm bachoskófla, 5300 vst.
Ingvar
Helgason hf.
VÉLADEILD
Tenet varar við
aukinni ógn
George Tenet, yfirmaður banda-
rísku leyniþjónustunnar, CIA, varaði
í gær bandarisku þjóðma við aukinn
hættu á alvarlegum hryðjuverkum og
sagði ógnina ekki minni en fyrir
hryðjuverkaárásirnar 11. september.
Þetta kom fram þegar Tentet sat
fyrir svörum hjá bandarískri þing-
nefnd í gær, þar sem hann var spurð-
ur spjörunum úr varðandi ásakanir
um það að CIA hafi ekki tekið mark á
endurteknum viðvörunum um áður-
nefnd hryðjuverk.
Hann viðurkenndi viss mistök en
varði öflugt starf CIA gegn hryðju-
verkum og notaði um leið tækifærið
til þess að vara þingið við yfirvofandi
hættu. „Þeir hafa endurskipulagt sig
og þeir munu láta til skarar skríða
fyrr en seinna,"' sagði Tenent og
minnti á nýlegar hótanir al-Qaeda-
samtakanna um að ráðast gegn
bandarískum hagsmunum.