Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 Skoðun DV Spurning dagsins Ætiar þú á Airwaveshátíðina um helgina? Bergþóra Kvaran: Nei, ég er á leiö í sumarbústaö. Elín Ómarsdóttir: Nei, ég er aö fara heim til Ástralíu. Kristrún Steinarsdóttir: Nei, ég verö aö vinna. Birna Rán Magnúsdóttir: Nei, ég er því miður of ung. Skoðanir samkvæmt póstnúmerum Teitur Atlason skrífar:_____________________________ í þættinum „Siifri Egils“ síðast- liðinn sunnudag áttust við meðal annars Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna, Björg- vin G. Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Eggert Skúlason, fyrrverandi fréttamaður. Barst talið m.a að fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun. Þama fóru fram allsnarpar og að mörgu leyti skemmtilegar umræður. Ég verð að segja að ég hef að minnsta kosti ekki séð neinn tekinn jafneftir- minnilega í bakaríið á skömmum tíma og fréttahaukinn fyrrverandi. Hann hélt enda fram næsta ömur- legum skoðunum. Eggert táði okkur áhorfendum að hann teldi að flestir þeir sem væru á móti virkjunarframkvæmdum byggju í húsum með póstnúmeri 101, væru skáld eða listafólk! Ja-há. Góður álitsgjafi um þjóðfélagsmál, hann Eggert! Þetta er nú svo sem ekkert fyndið í alvörunni því að fólk eins og fréttahaukurinn er ábyrgt fyrir því að umræðan um þessi mikilvægu mál hefur oft dott- ið niður á „þetta-er-bara-asnar-upp- tilhópa“-stigið. - Umræðustig sem allt of oft myndast þegar rætt er um mikilvæg mál. Það þarf nefnilega ekki nema einn vitleysing til þess að koma umræðu niður á lágt plan. Sem dæmi um þetta má nefna fram- lag þingmanns Sjálfstæðisflokksins í umræðu um hátt vöruverð á íslandi. Hann mælti með því að fólk borðaði bara slátur! Frægt er svar Guðna Ágústssonar við spurningunni um hátt grænmetisverð á fsland: „Á ís- „Ég verð að segja, að ég hef að minnsta kosti ekki séð neinn tekinn jafneftirminnilega í bakarí- ið á skömmum tíma og fréttahaukinn fyrrverandi. Hann hélt enda fram næsta ömurlegum skoðunum. “ landi er fallegt fólk“ var svarið! Svar sem var svo aigjörlega út úr kú að fréttamaðurinn er sennilega enn að átta sig á þvi. - Sem og þjóðin öil. Hvað snertir fréttahaukinn og hans fordómafullu skoðanir þá vona ég bara að hann tjái sig sem minnst um þjóðfélagsmál hér eftir, því að það er ekki annað en hlálegt, jafnvel hálfvita- legt, að gera fólki upp skoðanir eftir kyni, hörundslit, trúarbrögðum, starfsstéttum, búsetu - og, já, póst- númerum. Framsóknarráð- herra? Gísli Sigurðsson skrifar: Það eru margir kallaðir til fram- boða í hinu nýja kjördæmi okkar hér í norðvestur- hluta landsins. Og sannarlega er breytinga þörf. Þótt einn ráðherr- ann úr kjördæm- inu, Sturla Böðv- arsson, teljist full- trúi einkaframtaks og frelsis sem Sjálf- stæðisflokkurmn stendur fyrir er hann réttnefndur „framsóknarráðherra" og þarf enda ekki langt að sækja styrk sinn innan raða Framsóknar. Ég tel ekki verjandi að styðja aukin völd Framsóknarflokksms í kjördæminu, og alira síst með því að kjósa menn sem leynt og ljóst viila á sér heimildir inn- an annarra flokka. Sturla samgöngu- ráðherra ætti, að minu viti, að víkja af lista síns flokks sakir flestra sinna póli- tísku ákvarðana, svo að flokkur hans skaðist ekki. Móðgaðir læknar Pétur Jðnsson hringdi: Þetta fer nú að verða hlægilegt með læknana okkar; þeir eru sífellt að móðgast - segja t.d. að þeir séu kallað- ir launagráðugir. Hvaða bull er þetta! Læknar eru misjafnir eins og aðrir, ekkert betri, og ekkert verri heldur, en margir þeirra eru allt of hátt launaðir, það sýna skýrslur. Til dæmis 40 millj- óna mennimir. Hvað gera þeir við alla þessa peninga? Geta þessir menn þá t.d. ekki kostað sjálflr endurmenntun sína og ferðalögin sem af henni leiðir? Eiga skattborgarar að sjá læknum fyr- ir ævilangri endurmenntun? Auðvitað er þessi hópur manna gírugur, það verður ekki af þeim skafið. Vantar í landsliðið Sturia Böðvars- son samgöngu- ráðherra. Tvöfaldur í póli- tíska roöinu? Irls Mlst Arnardóttir: Nei, ég kemst ekki inn. Þorsteinn M. Kristinsson: Nei, ég verö úti á landi. Vaxtalækkun, og hvað svo? Ólafur Sveinsson skrífar._______________________________ Seðlabankinn ákvað að lækka stýri- vexti sína enn og aftur á þessu ári, nú um 0,3%. Eru því stýrivextir Seðlabanka komnir í 6,8%. Ég verð að segja að mér finnst Seðlabankinn nú hafa gert sitt eins og hann lofaði og reiknaði með að gert væri með lækkandi verðbólgu, slaka á vinnumarkaði og minni hagvexti. Flestir reiknuðu með að viðskipta- bankamir, þ.m.t. sparisjóðir og aðrar peningastoftianir, fylgdu Seðlabankanum og sýndu viðskiptavinum sínum þann sanngimisvott að lækka sína vexti og annan kostnað. Þetta hefur ekki gengið eftir og síðast þegar Seðlabankinn lækk- aði stýrivexti sína hreyfðu bankamir sig hvergi. Útlánsvextir þeirra flestra eru í kringum 15% og þaðan af hærri. Bankamir eru að verða hið „illa afl“ „Nú er ekkert annað að gera fyrir ríkisvaldið en beita handafli gagnvart bönkum og sparísjóðum til að þeir fylgi stefnunni sem Seðlabankinn markar með vaxtalœkkunum sínum og lœkki vexti verulega“ í þjóðfélagi okkar og skirrast ekki við að þjóna þeim gímgu sem hafa óheftan að- gang að lánum til að fjárfesta með út og suður, jafnvel erlendis, enda svo 1 gjald- þrotum og skilja eftir sviðna jörð um allt þjóðfélagið. Er ekki ríkið að punga út ómældum fjármunum vegna gjald- þrota fyrirtækja sem ekki hafa innt af hendi greiðslur (lögboðnar þar að auki) vegna starfsfólks síns, bæði tekjuskatt og lífeyrisgreiðslur, lögbundnar sem frjálsar? - Þetta virðast vera hinir „góðu“ viðskiptavinir bankanna! Nú er ekkert annað að gera fyrir rík- isvaldið en beita handafli gagnvart bönkum og sparisjóðum til að þeir fylgi stefnunni sem Seðlabankinn markar með vaxtalækkunum sínum og lækki vexti verulega. Almenningur í þessu landi er ekki svo skyni skroppinn að hann sjái ekki hvað fara gerir í fjár- málalífi þessarar þjóðar. Hann horfir ekki lengur upp á það án aðgerða að að- eins hinir gímgu, ásamt gjaldþrotalið- inu sem sópaði til sín fé úr innlánsstofh- unum, fái notið góðærisins sem var, og gæti staðið enn, væri eftirlit hins opin- bera ekki óvirkt. Mikið mas um ananas Jóhannes Jónsson kaupmaður var tekinn eft- irminnilega á beinið í þættinum ísland i bítið á Stöð 2 f vikunni. Önnur eins atlaga hefur ekki sést i viðtali í íslensku sjónvarpi um langa hríð - hvað þá í morgunsárið. Garri er venjulega seinn að rífa sig í gang á morgnana en glað- vaknaði við lætin. Upp úr stóð að ananas er samkvæmt heimildum þáttarins 70% dýrari í Bónusi en frá heildsala sömu verslunar í Bandaríkjunum. Uss! Kaupmaðurinn I horninu Jóhannes er einn þeirra fjölmörgu sem hefur með umsvifum sínum á matvörumarkaði gert hinum sívinsæla „kaupmanni á hominu“ erfitt fyrir. Þarna í þættinum var hins vegar þjarm- að svo að honum að hann var keyrður út í horn - og þar með var hann orðinn „kaupmaðurinn í horninu". Þama í horninu mátti hann sitja undir lát- lausri stórskotahríð þáttastjórnendanna. Hríð- in var látlaus í orðsins fyllstu merkingu því Jó- hannes fékk ekki i eitt einasta sinn tækifæri til að ljúka heilli setningu. Garra fannst Jóhannesi sýnd óþarfa lítils- virðing með þessum æðibunugangi. Yfirvöðslu- semi og óstjórnleg ákefð er ekki „kúl“ eins og margir virðast halda. Yfirvegun er miklu sval- ari. Garri ætlar hins vegar ekkert að fullyrða um hvort ómaklega hafi verið vegið að Jóhannesi með tölum um svimandi álagningu í verslunum hans. Þær eru sjálfsagt nærri lagi. Og hvað? Garra er líka nokk sama þótt Jóhannes græði. Hann má vel stórgræða á sínum ananas og Garri gerir engar athugasemdir við þær lystisemdir sem hann og hans nánustu kunna að geta veitt sér fyrir vikið. Hverjum sem er er frjálst að reyna að gera betur. „Fékkstu þennan ananas ódýrar annars staðar?" spurði Jóhannes í þættinum og hitti naglann á höfuðið. Garri las það í DV í gær að ódýrast væri að kaupa ananas í Bónus. Hvers vegna eru ekki forsvarsmenn hinna verslananna kallaðir í yf- irheyrslu og spurðir hvað þetta eigi eiginlega að þýða? CyXrri Grétar Olafur Hjartarson Markakóngur íslandsmótsins. Grétar Vilmundarson skrifar: Hefur landsliðs- þjálfari ekki not fyrir markakóng íslandsmótsins í ár, Grétar Ólaf Hjartarson? Grét- ar hefur allt til að bera sem sóknar- maður þarf. Hann getur spilað allar stöður i framlín- unni. Og sjáið " mörkin hans 13! Það voru skalla- mörk, skot innan úr teig, skot fyrir utan teig, og er með góðar fyrirgjafir fyrir markið. - Virkilega tekniskur, duglegur og með afbrigðum skotviss. Þetta ætti landsliðsþjálfari að gaum- gæfa. - Svo er að vísu annar leikmað- ur sem komst inn í hópinn núna hjá Atla, vegna agabrota annars leik- manns, nefnilega Ólafur Örn Bjarna- son. Einn allra besti vamarmaður landsins. Já, því eru þessir menn ekki i landsliðshópnum? Maður bara spyr. Latínan vegur þungt Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Nýlega kom fram í fréttum að lat- ína hefði haft góð áhrif í mennuntar- málum Bandaríkjanna (líklega vegna skyldleika við spænsku sem er mjög útbreidd þar vestra). Þessu ber að fagna. Þótt latína hafi verið tilgreind sem eitt af „dauðu“ málunum, nema í kaþólsku kirkjunni, er hún enn frá- bært tungumál og er enn stuðst við það í læknis- og lyfjafræði og víðar. Uppbygging margra tungumála í Evr- ópu á latínu mikið að þakka. Það er ekki hægt að misskilja neitt í latín- unni. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.