Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 14
14 Menning Höfuðstafir Karólínu - verða frumfluttir á tónleikunum Nærmynd í Borgarleikhúsinu á morgun Kjarninn stöðugur þótt annað breytist Af verkunum sex sem flutt verða á tónleikunum er eitt frumflutt, nýr sextett sem Karólína samdi fyrir Caput og kallar Höfuðstafi - af hverju? „Hann var skírður i höfuðið á Caput sem þýðir höfuð á latínu,“ seg- ir Karólina. „Þetta er ekki mjög langt verk, tekur um tiu mínútur í flutn- ingi.“ - Kolbeinn Bjamason sagði í viðtali hér í blaðinu fyrir viku að verkin þín væru nakin - gegnsæ. Hvernig mynd- irðu lýsa þessu nýja verki? „Það er alltaf erfitt að lýsa verkun- um sínum en ég get samþykkt lýsingu Kolbeins að sumu leyti. Ég er ekki mikið fyrir tónaskrúð yfirleitt. Kýs frekar hrein form. Þó er ég ekki mínímalisti, sú stefna gengur nokkuð út á endurtekningar og ég er ekki mikið fyrir þær heldur. Það gerist alltaf eitthvað í verkunum minum - þau era yfirleitt að fara eitthvað og ferlið breytir þeim. En eigum við ekki bara að bíða eftir frumflutningnum?" - Kolbeinn sagði lika að þú hefðir horfið frá hinum haröa módernisma ... „Já og nei, maður er sem betur fer ekki alltaf í sama farinu. Það fer kannski eftir því hvað átt er við með módernisma, ég nota til dæmis hvorki hefðbundið tónmál né hefðbundin form. Er ekki módemismi bara það sem er í gangi á hverjum tíma? En hjá öllum höfundum eru ein- Karólína Eiríksdóttir tónskáld „Hér heima er alls konar samruni algengur - þú getur haft tímatónlist, rímur og rapp og austurlensk eöa tyrknesk áhrif, og þaö er bæöi gott og nauösynlegt. “ hver persónuleg einkenni sem eru stöðug. Þó að nálgunin breytist með árunum þá er einhver kjami sá sami. Tímamir breytast og maður breytist líka en einhver grunnur er óbreyttur. Þetta má áreiðanlega segja um allar listir.“ - En hvaða stefnu fmnst þér þú helst tilheyra? „Ég hef aldrei tileinkað mér neina sérstaka Fótboltabullurnar hlustuðu ekki Á efnisskrá á morgim er eitt elsta tónverk Karólínu, IVP fyrir flautu, fiðlu og selló sem hún samdi meðan hún var enn í námi í Bandaríkjun- um, en ekki vill Karólína þó meina að tónleikarnir spanni allan feril- inn því hin verkin eru öll nýleg. „Caput-menn völdu verkin á efn- isskránni og fóru dálítið eftir því hvort þau hefðu heyrst hér áður,“ segir hún. „Miniatures hafa til dæmis ekki heyrst hér heima og Impromtu varla ...“ - Varla? „Já, þannig var að fjórir sænskir hljóðfæraleikarar fengu þá hug- mynd að úr því að fólkið kæmi ekki á tónleika með nútímatónlist þá ættu þeir að fara með tónlistina til fólksins. Þeir pöntuðu því 22 verk frá norrænum tónskáldum til að flytja á börum, og með fylgdu þau boð að maður ætti ekki að breyta sínum stíl neitt! Það eina var að verkin áttu ekki að vera mjög löng. Við Atli Heimir vorum fengin héð- an og svo komu hljóðfæraleikararn- ir sænsku líka hingað. En þegar þeir fluttu verkið mitt á bar í Reykjavík þá vildi svo til að hann var fullur af útlendum fótbolta- bullum svo það má vel segja að enginn hafi heyrt það fyrir skarkala!" En tónleikagestir á Nýja sviði fá að heyra Impromtu á morgun. DV-MYND HARI popp og nú- allt í bland „Þaó voru sérstakir tónleikar með verkum mínum í Skálholti 2001 og reyndar líka tíu árum áður í Skálholti, einu sinni stóð ég sjálf fyrir tónleikum og einu sinni voru tónleikar í Sviss meó verkum mínum, en þetta er alltaf jafnmikill viöburöur,“ segir Karólína Eiríksdóttir tónskáld, „og afar mikil- vœgt þegar einhver tekur sig til og set- ur mann í fókus á þennan hátt. “ Á morgun kl. 15.15 verða tónleikar á Nýja sviði Borgarleikhússins helg- aðir Karólínu. Þeir em í hinni metn- aðarfullu 15:15 tónleikaröð og í þetta sinn er það sjálfur CAPUT tónlistar- hópurinn sem leikur sex verk eftir hana. Að auki mun dóttir Karólínu, Tinna Þorsteinsdóttir, flytja píanó- verkið Ein Kinderspiel eftir Helmut Lachenmann en hann er eitt þekktasta núlifandi tónskáld Þjóð- veija. tónsmíðaaðferð eða fylgt ákveðnum skóla. Ég reyni að nálgast hvert við- fangsefni á sínum forsendum og er lítið gefin fyrir skilgreiningar. List- ir eru yflrleitt flóknari en svo að hægt sé að setja þær í ákveðnar óumbreytanlegar deildir. Það eru margar stefnur uppi og lítið um harðlínumenn nú til dags - þó verð- ur maður stundum hissa á því á nú- tímatónlistarhátíðum erlendis hvað sumar stefnur eru lífseigar. Hér heima er alls konar sammni al- gengur - þú getur haft popp og nú- tímatónlist, rimur og rapp og aust- urlensk eða tyrknesk áhrif, allt í bland! Ég held að þetta sé bæði gott og nauðsynlegt. Lengst af á öldinni sem leið voru allir settir í skúflúr og tónlistin leið fyrir skort á um- burðarlyndi milli hópa. Þetta mátti alveg breytast." Tónlist í góðum höndum DV-MYND ÞÖK Gerrit Schull og Slnfóníuhljómsveltin Hann flutti píanókonsert Mozarts af klassískum þokka og stjórnaöi tónlist eftir Tsjajkovskí þannig aö hljómsveitin hefur sjaldan eöa aldrei „svingaö“ meira. Það getur vel verið að værukær sál sé þægilegur félagsskapur, en þó er líklegt að á einhverju stigi málsins verði rólyndið þreyt- andi. Þegar sömu mynstrin og sömu tugg- urnar hafa verið endurteknar án tilbreyting- ar lengi er vonandi í flestum tilfellum óhjá- kvæmilegt að einhver geri uppreisn. Þegar upp er staðið eftir slíka uppreisn er allt eins líklegt að ávöxtur óeirðanna séu stundir með nýju og meira spennandi yfirbragði - um hrið. Það þarf alltaf nýja uppreisn og uppreisnarsegg. Að öðrum kosti er líklegt að allt sæki í sama farið aftur. Sem betur fer er slíkur uppreisnarseggur í okkur öllum og tekur hann völdin reglulega. Hvað kemur þetta svo sinfónískum tónleikum við? í gær voru haldnir safaríkir tónleikar á vegum Sinfóníuhljómsveitar Islands. Safa- ríkir af því að bæði var efnisskráin hrífandi og flutningurinn sérlega vel heppnaður. Gerrit Schuil pianóleikari og hljómsveitar- stjóri hafði fengið að setja saman dagskrá með efni fyrri tíma sem hann heldur sér- staklega upp á. Og hljómsveitin var greini- lega í góðum höndum. Gerrit stjómaði for- leik eftir Rossini og vakti sá flutningur spuminguna um af hverju sprotinn hjá Islensku óperanni hefði ekki lent í hans höndum. Hann flutti einn frægasta píanókonsert Mozarts af klass- ískum þokka og stjórnaði tónlist eftir Tsjajkovskí þannig að hljómsveitin hefur sjaldan eða aldrei „svingað" meira og verið um leið nákvæmari í hryn. Svítan úr Svanavatninu hljómaði vel en for- leikurinn um Rómeó og Júlíu sló allt út í öguðum tilfinningahita. Hljóðfæraleikur var almennt mjög góður, slagverkið sérlega vel pússað og blástur flottur. Mikið mæddi á fyrsta óbóleikara hljóm- sveitarinnar, Daða Kolbeinssyni, og skilaði hann mörgum ómetanlega fallegum strófum þetta kvöld. Svona eiga tónleikar með eldri verkum að vera. Úrval sem valið er af einleikurum eða stjómend- um af því þeir vilja deila með hlustendum ást sinni og um leið skilningi á verkunum. Það sem vantar hins vegar til mótvægis eru tón- leikar sem grundvallast á áhuga uppreisn- arseggsins, áhuganum sem beinist að því að brjóta upp og breyta, endumýja og end- urskoða. Ef vetrardagskrá hljómsveitar- innar í Melabióinu hefði vott af slíkri upp- reisn þá væri efnisskrá eins og í gær lík- ust því að fá sér kakóbolla á köldum sunnudagsmorgni og jafnvel næpuhvítt fransbrauð með osti lika! Sem sagt nautn og hvíld frá amstrinu sem fylgir því að fullnægja uppreisnarseggnum alla hina dagana. En þessu er ekki að fagna og verð- ur ástandið að teljast alvarlegt. Þeir sem hins vegar þurfa á bragð- sterkri tilraunablöndu að halda til að rétta sig af eftir ljúfmetið geta fagnað - um allan bæ eru nú haldnir tónleikar sem eiga að innihalda það framsæknasta í tón- list. Vonandi vaknar Sinfóniuhljómsveitin af þymirósarblundinum áður en öldin ný- byrjaöa er liðin og flytur okkur eitthvað sem höíðar tfl uppreisnarinnar í hjartanu. Annars getum við alls ekki notið kakó- bollans! Sigfríður Bjömsdóttir Sinfóníuhljómsvelt fslands í Háskólabíói 17.10. 02: Forleikur aö ítölsku stúlkunni í Alslr eftir Rossini, Pí- anókonsert nr. 20, KV 466, í d-moll eftir W.A. Mozart, Svanavatniö - svlta eftir Tsjajkovskí og Rómeó og Júlía - Fantasíuforleikur eftir Tsjajkovskí. Tónleikarnir veröa endurteknir I kvöld kl. 19.30. FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 DV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttír silja@dv.is And Björk ... síðasta sýning hér Síðasta sýningin á leikriti Þorvaldar Þorsteinssonar, And Björk, of course .... verður í Borgarleikhúsinu á sunnudags- kvöldið, en ef til vill bíður þess fram- haldslíf annars staðar því það verður leiklesið I Royal Court Theater i London í byrjun desember á kynningarviku nú- tímaleikrita frá Norðurlöndum. Royal Court sýnir eingöngu nýskrifuð bresk verk og þar hafa margir athyglisverðir ungir höfundar verið uppgötvaðir. Ör- sjaldan er litið út fyrir landsteinana og þykir sérstakur gæðastimpill ef leikrit er valið inn á Royal Court. Leikritið hefur einnig verið þýtt á frönsku og verður leiklesið í París á kynningu á íslenskri samtímaleikritun á vegum Ragnheiðar Ásgeirsdóttur. Tónahátíð í Þjórsárveri Stórviðburður á tónlistarsviðinu verð- ur í Félagsheimilinu Þjórsárveri í kvöld kl. 20.30. Þá koma saman þrír tónsnillingar og flytja létta og ljúfa tóna á þann hátt sem þeim einum er lagið: Stórsöngkonan Krist- jana Stefánsdóttir frá Selfossi, píanósnilling- urinn Gunnar Gunn- arsson, organisti Laugarneskirkju, og hinn óviðjafnanlegi kontrabassaleikari Tómas R. Einarsson. Þeir Gunnar og Tómas komu í Þjórsár- ver í fyrra og heilluðu áheyrendur með hrifandi og léttum tónleikum. Nú er bætt um betur og fengin til leiks færasta söngkona á landinu i dag, að mati þeirra Þjórsárversmanna. Kammermúsík Aðrir tónleikar starfsársins hjá Kammermúsíkklúbbnum verða á sunnudagskvöldið kl. 20 í Bústaða- kirkju. Þar verða fluttir Strengjakvart- ett nr. 12 í Des-dúr op. 133 frá 1968 eftir Dmitri Sjostakovits og Kvintett í h-moll op. 115 frá 1891 eftir Johannes Brahms. Flytjendur eru Hildigunnur Halldórs- dóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu, Guðmundur Kristmundsson á lágfiðlu, Sigurður Halldórsson á knéfiðlu og Ár- mann Helgason á klarinettu. Hnattvæðing í dag hefst ráðstefna um hnattvæð- ingu við Háskóla íslands, og í fyrramál- ið frá kl. 10 eru tvær málstofur sem varða menningu sérstaklega. í stofu 202 í Odda stýrir Kristín Loftsdóttir mann- fræðingur málstofu sem ber yfirskrift- ina: „Flows and Borders: Culture, Identity and Space“ og í stofu 201 hefst á sama tíma málstofan „Conflicts, Cult- ures, and Communication" sem Gauti Kristmannsson stýrir. Þar verða þýðing- ar í forgrunni en þýðingarhugtakið er eitt af lykilhugtökum hnattvæðingar. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Sjá lýsingar á málstofum og upplýsingar um fyrirlesara á heimasíðu Háskóla íslands: www.hi.is. Wladimir Kaminer í Goethe-Zentrum Kl. 20 í kvöld verður rússnesk-þýski rithöfundurinn Wladimir Kaminer með upplestur í Goethe-Zentrum, Laugavegi 18. Með honum verður ljósmyndarinn Helmut Höge. Wladimir Kaminer hefur samið nokkrar geysivinsælar bækur um lífið í Sovétrikjunum og upplifun sína af Þýskalandi, tónninn er fyndinn og hittir beint í mark í lýsingum á minna þekkt- um hliðum stórborgarlífsins. Fyrir nokkrum dögum kom út ný bók eftir hann, Helden des Alltags, sem hann gaf út í samvinnu við blaðamann- inn og ljósmyndarann Helmut Höge. Frá þessum hversdagshetjum verður sagt í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.