Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002
Tilvera
DV
Alþjóðavika hefst í Kópavogi í dag:
Eg var að leita frelsis
segir Baltasar Samper, verndari vikunnar
Aðalvandamálið hjá mér er að ég
veit ekki hvort ég á að segja „við ís-
lendingar" eða „við útlendingar"!
segir Baltasar Samper myndlistar-
maður og hlær við en Baltasar er
vemdari alþjóðavikunnar sem hefst í
Kópavogi í dag. Hann kom hingað frá
Spáni fyrir rúmum 40 árum og hefur
skotið rækilega rótum. „íslendingar
furða sig stundum á því að ég skuli
vera svona ánægður að búa hér en
syngja svo sjálfir ættjarðarsöngva
þar sem þeir dásama landið og frost-
ið og funann," segir listamaðurinn
brosandi.
Enginn gat sér um frjálst
höfuð strokið
Margt hefur breyst í íslensku sam-
félagi frá því áriðl961 þegar Baltasar
steig hér fyrst á land. Þá voru fáir út-
lendingar búsettir á íslandi og hann
kveðst hafa verið annar Katalóníubú-
inn sem hér settist að. Þótt Baltasar
hafi fljótlega eftir komuna hingað
hitt konuna í lífi sínu, Kristjönu
Samper, þá var það ekki hún sem dró
hann hingað í upphafi. „Ég var að
•** leita frelsis," segir hann. Stjóm
Frankós var þannig að enginn gat sér
um frjálst höfuð strokið og lögreglan
var alls staðar. Við Kristjana fórum
til Jerúsalem fyrir tveimur og hálfu
ári og ástandið þar þá minnti mig
mjög á aðstæður í Barcelóna á mín-
um unglingsárum. Ails staðar voru
hermenn, gráir fyrir jámum og aö
sumu leyti vora Katalónar þá eins og
Palestínumenn síðar. Þeir máttu
ekki tala sitt tungumál né fara frjáls-
ir feröa sinna.“
v\ Eitt af því sem Baltasar segir erfitt
við að vera langt frá sínu uppruna-
landi er aö tengslin rofna við skólafé-
laga og aðra samferðamenn í upp-
vextinum og foreldrar og aðrir ætt-
ingjar verða afskiptir. „Ég var svo
heppinn að giftast góðri konu sem
gaf mér hlutdeild í sinni fjölskyldu
og vinum og það urðu vinir mínir.
Þetta hlýtur að vera mun erfiðara
fyrir þá útlendinga sem flytja hingað
sem hjón eða að minnsta kosti að
taka lengri tíma fyrir þá að samlag-
ast íslendingum og eignast góða vini
meðal þeirra," segir hann.
Nafnalögin voru vanviröing
Baltasar segir fáar hindranir hafa
mætt sér fyrst þegar hann kom til
DV-MYND ÞOK
Listamaðurinn
“Þiö urðuð íslendingar af því pabbi ykkar og mamma áttu stundargaman en ég valdi það, “ segir Baltasar
um muninn á okkur innfæddum íslendingum og honum.
landsins og hann hafi strax fengið
pláss á togara og síðan síldarbát.
„Samt var það þá eins og nú að mað-
ur gat ekki fengið atvinnuleyfi nema
hafa dvalarleyfi og ekki dvalarleyfi
nema hafa atvinnuleyfi sem auðvitað
er fáránlegt. Þetta var samt aðailega
á pappíranum á þessum tíma,“ segir
hann.
Kerfið var þyngra i vöfum þegar
kom að ríkisborgararéttinum. „Mér
fannst alltaf ranglátt að Norður-
landabúar þyrftu að búa mun styttra
í landinu til að mega skrifast íslend-
ingar en þeir sem komu sunnar úr
álfrnmi og lögin um að fólk yrði að
leggja niður skímamöfnin og taka
upp íslensk nöfn voru mikil vanvirö-
ing við það. íslendingar nefndu allt
íslenskum nöfhum þegar þeir komu
til Kanada og sýna öfum og ömmum
virðingu með því að skíra bömin eft-
ir þeim. Ég varð hins vegar að skipta
um nafn og skrifast Davíð á tímabili.
Það fór mjög illa í mig. Mér fannst
eins og verið væri að svipta mig
trúnni eða öðrum persónulegum gild-
um. Það varð mikið baráttumál hjá
mér að halda nafninu mínu enda var
ég þá orðinn þekktur sem listamað-
urinn Baltasar og bömin mín voru
öll fædd og skrifuðust Samper. Allt í
einu lentu þau í að skrifa sig Davíðs-
böm og það var ekki gert án tára. Nú
Bíógagnrýni
ffl
wKKmmmmœm
Regnbogtnn/Biófélagið 101 - Hljóðlát sprenging
Leikur að hlutum
Hljóðlát sprenging er heimildar-
mynd um Magnús Pálsson, einn
mesta og framlegasta listamann
þjóðarinnar. Magnús hefur alltaf
farið eigin leiðir í listsköpun sinni
hvort sem það er í myndlist, töluðu
máli eða tónlist. Það tók Þór Elís
Pálsson, leikstjóra myndarinnar, og
Gunnar J. Ámason, sem skrifaði
handritið ásamt Þór og samdi þular-
texta, tíu ár að fullgera myndina.
Og það er rétt sem Þór sagði í aðfar-
arorðum að sýningu myndarinnar
að þeim veitti ekki af þessum tíma
NOTADAR VINNUVELAR
T6-001 Rat Benatti traktorsgrafa,
80 ha. skotbóma, 4 skóflur.
Ingvar
Helgason hf.
VÉLADEILD
þó lagt hafi verið af stað með styttri
tíma í huga. Ástæðan er sýnileg,
Magnús er ávallt að endumýja sig,
koma meö nýjar hugmyndir og hef-
ur kannski aldrei verið jafn ferskur
og nú eins og kemur fram á sýningu
hans i Gerðarsafni á þessu ári, en
myndin hefst á myndskeiðum um
þessa sýningu og hugleiðingum
hans um hana.
Magnús á að baki ákaflega fjöl-
breyttan listamannsferil. Hann var
einn aðalþátttakandinn, bæði sem
hugmyndasmiður og lærimeistari, í
þeim umbreytingum sem áttu sér
stað á sjöunda áratugnum í íslensku
listalífi og allar götur síðan hefur
Magnús þróað á persónulegan hátt
hugmyndalega listsköpun þar sem
hefðbundin landamæri milli list-
greina eru óljós.
Það sem gerir Magnús að heill-
andi verkefni fyrir kvikmyndagerð-
armenn er hversu myndrænn hann
er í list sinni. Við eram að fylgjast
með honum í myndmáli sem lista-
manni allt frá því hann hélt sýn-
ingu á sjöunda áratugnum og þar til
nú. Og ekki í eitt einasta skipti má
sjá endurtekningu hjá honum. Þá
hefur hann mikinn og góðan húmor
sem bæði birtist í myndum og texta,
Magnús Pálsson
Frumlegur listamaður með
fullt af húmor.
húmor sem gerir Hljóðláta spreng-
ingu mun skemmtilegri en flestar
aðrar kvikmyndir um myndlistar-
menn.
Þór Elís og Gunnar hafa lagt höf-
uðáherslu á listamannsferil Magn-
úsar og þegar fylgst er svona vel
með Magnúsi í gegnum list hans þá
er ekki laust við að það hefði mátt
vera meira kjöt á beininu um hann
sjálfan og viðhorf hans til ýmissa
mála fyrir utan listina, fá innsýn
loksins er fólki af erlendum uppruna
frjálst að nota nafniö sitt hér á landi
sem er hreint mannréttindamál. Ef-
laust lenda margir útlendingar sem
koma hingað í mun erfiðari aðstæð-
um en þetta mál skapaði samt and-
lega pressu á mér,“ segir Baltasar.
Valdi aö vera íslendingur
Þrátt fyrir þetta mótlæti segist
Baltasar Samper ákaflega sáttur við
ísland og íslendinga og segir í lokin
að munurinn á sér og innfæddum sé
ljós. „Þið urðuð íslendingar af því
pabbi ykkar og mamma áttu stundar-
gaman en ég valdi það!“
kGun.
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
inn í manninn sjálfan og einkalíf
hans. Það eina sem kemur fram í
þeim efnum er að hann hefur átt
tvær eiginkonur, átti fimm böm
með fyrri konu sinni og einn son
með seinni eiginkonu sinni. Eina
fjölskyldutengda myndskeiðið í
myndinni er af honum með yngsta
syni sínum. Viðmælendur í mynd-
inni era einnig eingöngu fólk sem
hefur tengst honum í gegnum list-
ina. Þar kemur að vísu fram hversu
hugmyndaríkur og einstakur kenn-
ari hann var, en fátt annað um
manninn sjálfan.
Hljóðlát sprenging ber það með
sér að vera gerð fyrir sjónvarp og er
ég ekki frá þvi hún njóti sin betur
þar. Það er þó sjálfsagt aö hvetja
alla þá sem hafa áhuga á frumlegri
og áhugaverðri list að sjá hana. Það
verður enginn fyrir vonbrigðum.
Magnús Pálsson er maður sem allir
fá áhuga á eftir að hafa séð mynd-
ina. Hllmar Karlsson
Lelkstjórn og kllpping: Þór Elís Pálsson.
Handrlt: Gunnar J. Árnason og Þór Elís
Pálsson. Þulartextl: Gunnar J. Árnason.
Kvikmyndataka: Haraldur Friöriksson.
Hljóöupptaka: Pétur Einarsson og Óskar
Eyvindur Arason. Samsetning: Sigríöur
Bergsdóttir.
The Zookeeper
HHh
í felum
The Zookepper
gerist á
Balkanskaga með-
an á stríðinu stóð
og Júgóslavia var
að gliðna í srmdur.
Aðalpersónan er
dýragarðsvörður-
inn Ludovic, fyrr-
um kommúnisti, sem á sér fortíð sem
ekki þolir dagsljósið. Hann sér hag
sinn í að láta fara lítið fyrir sér. Þegar
árásarsveitir nálgast yfirgefa allir
dýragarðinn. Ludovic verður eflir
ásamt einum öðrum verði sem fljótt er
drepinn. Það lendir því á Ludovic að
passa upp á að dýrin haldi lífi en fæða
er af skomum skammti. Hann kann vel
við einsemdina og er því lítið hrifmn
þegar ungur drengur birtist. Sá hafði
orðið vitni að því þegar faðir hans var
drepinn og þar sem hann er mikill
dýravinur leitar hann skjóls hjá dýrun-
um. Dag einn hverfur drengurinn, en
þó aðeins stutta stund. Hann kemur
aftur með móður sína sem, ólíkt
Ludovic, er á flótta undan hemum.
Myndin lýsir síðan að mestu samband-
inu milli þessara þriggja einstaklinga
og hvemig tortryggni verður að vin-
áttu. Eins og oft er um austantjalds-
myndir þá er The Zookeeper þung í
vöfum, líður áfram í hægagangi og er
ekkert gert til að létta á öllu því tilfinn-
ingaflóði sem við verðum vitni að. Hún
er samt um leið áhrifamikil lýsing á
samfélagi sem hefur gengið sér til húð-
ar og skilur eftir villuráfandi einstak-
linga sem eiga hvergi heima. Sam Neil
er leikari sem alltaf má treysta að
standi fyrir sínu og hann sýnir hversu
hann er megnugur í erfiðu hlutverki,
passar vel að ofleika ekki þegar dram-
að er mest. -HK
Útgefandi: Góöar stundir. Leikstjóri:
Ralph Ziman. Bretland/Tékkland/Hol-
land, 2001. Lengd: 103 mín. Leikarar:
Sam Neil, Gina McKee, Om Puri og Javor
Loznica. Bönnuö börnum innan 12 ára.
Dödlig Dríft
HHH
Löngun til aö
drepa
Sænska kvik-
myndin Dodlig
drift er uppfull af
góðum hugmynd-
um og hefði getað
orðið sakamála-
mynd í fremsta
flokki hefði úr-
vinnslan verið góð
og sögusviðið verið þrengra. Það er of
mikið að gerast sem erfitt er að útskýra
og ekki vinnst tími til.
Myndin hefúr mjög áhugavert upp-
haf. Sögumaðurinn er maður sem hef-
ur mikla löngun til að drepa. Hann lýs-
ir fýrir okkur tilfinningum sínum bæði
fyrir og eftir fyrsta morðið og við vit-
um að hann á eftir að drepa aftur. Með-
an á þessu stendur fýlgjumst við með
tveimur mönnum. Annar þeirra er
morðinginn sem hefur haldið uppi
samræðum við áhorfandann, hinn er
það ekki. Það kemur svo fljótt í ljós
hver er morðinginn. Það vill bara svo
til að hinn aðilinn, sem er lögreglumað-
ur og hefúr átt við geðræn vandamál
að stríða, er á staðnum þegar líkið
finnst. Morðinginn, sem ekki nægir að
myrða vill einnig leika sér og kemur
því svo fyrir að lögreglumaöurinn fmn-
ur einnig næsta lík og nú fara augu fé-
laga lögreglumannsins óhjákvæmilega
að beinast að honum. Hann á jú við
geðræn vandamál að stríða, sem eru af-
leiðingar þess að hann kennir sjálfum
sér um dauða eiginkonu sinnar.
Dodlig drift inniheldur mörg góð at-
riði en er í heildina laus í rásinni og
flakkar óskipulega úr einu í annað. Að-
alleikaramir, Mikael Persbrandt og
Stefan Sauk halda okkur við efhið með
sterkum og góðum leik. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Rolf
Björlind. Svlþjóö 2000. Lengd: 105 mín.
Lelkarar: Mikael Persbrandt, Stefan Sauk
og Kjell Bergquist. Bönnuö börnum innan
16 ára.
%x
Dödlig Orift