Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Síða 21
21
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002
DV
Tilvera
Chuck Berry 76 ára
Rokkarinn frægi, Chuck
Berry, á afmæli i dag. Hann
fæddist i St. Louis. Eftir að
hafa setið í fangelsi smá-
tíma 18 ára gamall fór hann
að pikka á gítar og komst
fljótt upp á lagið. í fyrstu lagði hann
fyrir sig blús, en þegar rokkið hélt inn-
reið sína breytti hann tónlist sinni.
Hann var orðinn þrítugur þegar fyrsti
smellurinn frá honum, Maybeline,
kom út. I kjölfarið fylgdi hvert snilld-
arlagið af öðru. Chuck Berry er enn að
og segir sjáifur í ferskeytlu: While I’m
still kickin’ / I’m gonna keep pickin’
my tunes / I love what I’m doing / I
hope it don’t end too soon.
Gildir fyrir iaugardaginn 19. október
Vatnsberlnn (20. ian.-i8. fehr.r
J-k Dagurinn verður róleg-
ur og þú færð næði til
g*J8 að hugsa um næstu
daga. Hugaðu að pen-
ingamálum.
Flskamlr (19. febr.-20. mars):
«Þér er fengin einhver
ábyrgð á hendur í dag.
Þú skalt vera skipu-
lagður svo að þú drag-
ist ekki aítur úr.
Hrúturlnn . mara-19. aprill:
. Þó þú heyrir orðróm
'um einhvem sem þú
þekkir ættirðu að taka
honum með fyrirvara.
Happatölur þínar era 5, 19 og 23.
Nautið 120. april-20. mait:
Vertu þolinmóður við
yngri kynslóðina og
leyfðu öðrum að njóta
____ sin. Kvöldið verður líf-
legt og eitthvað kemur þér á
óvart.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúní):
Þú þarft að vera mjög
'skipulagður í dag til
að missa ekki tökin á
verkefnum þínum. Það
borgar sig ekki að taka áhættu
þessa dagana.
Krabblnn (22. iúní-22. iúii);
Þú flnnur fyrir áhuga
i hjá fólki í dag og ættir
' að nýta þér hann
óspart. Vertu óhrædd-
ur við að sýna tilfinningar þínar.
i viuuidniii íz.
Uónlð (23. iúlí- 22. ágúst):
. Ekki einbeita þér of
mikið að smáatriöum,
þú gætir misst sjónar
Jggj á aðalatriðunum. Vinir
þínir þurfa meiri athygli.
Mevian (23. áeúst-22. sent.l:
Seinkanir valda því að
þú ert á eftir áætlun í
'ludag og það kemur sér
* f illa. Tillitssemi borgar
sig. Happatölur þínar eru 8,13 og
24.
Vogin (23. seot.-23. oKt.l:
J Þú verður að sætta þig
við takmörk annarra
Vog mátt ekki gera of
miklar kröfúr. Hafðu
þetta hugfast í dag.
Sporðdrekinn (24. okt.-2l. nóv.):
WjSSSM Eitthvað nýtt vekur
\ \ áhuga þinn snemma
\\ \J)dags og hefur truflandi
* áhrif á vinnu þína það
sem eftir er dagsins.
Bogmaðurinn (22. n6v.-2l. des.l:
SViðskipti ganga vel í
Idag og þú átt auðvelt
með að semja vel. Fjöl-
skyldan er þér ofar-
lega í huga, sérstaklega samband
þitt við ákveðna persónu.
Steingeltin (22. des.-19. ian.t
Þú verður að gæta
þess að særa engan
með áætlunum þínum.
Þó að þú hafir mikið
að gera verður þú að taka tillit til
fólksins í kringum þig.
Lesiö í hús
Bæjarlind 4 • E01 Kópavogur • Sími 544 5514
Allir íþráttaviáburdir í buinni á risaskjám. Pool. Góður matseðill.
Tökum að okkur hópa, starfsmannafálög. Stórt og gott dansgólf.
^ /\
Fyrsta
pósthúsið
Það er útbreiddur misskilningur
að Pósthússtræti dragi nafn sitt af
pósthúsinu sem við, Reykvíkingar á
miðjum aldri, nefnum gamla póst-
húsið, þ.e. Pósthússtræti 5, á homi
Austurstrætis og Pósthússtrætis.
Stræti pósthúsanna
Við stofnun landshöfðingjaemb-
ættisins 1872 var jafnframt stofnað
póstmeistaraembætti hér á landi.
Fyrsti póstmeistarinn átti heima í
timburhúsi við strætið sem þá var
fljótlega farið að kenna við hús
hans. Pósthústræti dregur því nafn
sitt af húsi sem gamla fólkið í gamla
daga nefndi gamla pósthúsið, húsi
sem var fyrsta opinbera pósthúsið á
íslandi og sem stóð þar sem Hótel
Borg er í dag. Þetta hús hefur tví-
vegis verið rifið, flutt og byggt upp
aftur. Við skulum nú rifja upp sitt-
hvað úc langri sögu þess.
Yfirkennari við Austurvöll
Þegar Latínuskólinn var fluttur
frá Bessastöðum til Reykjavíkur,
1846, var dr. Hallgrímur Scheving
Hannesson skipaður yfirkennari
skólans. Hann fékk útmælda bygg-
ingarlóð á norðanverðri Smiðsbæj-
arlóð 1847 og byggði þar íbúðarhús
sama ár. Húsið var einlyft grindar-
hús með risi og múrsteini hlaðið í
grindina. Það var borðaklætt og
hellur á þaki þess. Þama átti Hall-
grímur heima til dauðadags.
Smiðsbæjarlóð dró nafn sitt af
litlum torfbæ sem Bjarni G. Lund-
berg járnsmiður hafði látið reisa
fyrir austan Dómkirkjuna árið 1800
en sá bær var rifmn um 1820.
Hallgrímur var sonur Hannesar
Schevings Lárussonar, prests á
Grenjaðarstöðum. Hann var mikill
námshestur, lauk málfræðiprófum
frá Kaupmannahafnarháskóla, fékk
tvívegis verðlaunagullpening fyrir
úrlausnir verkefna og varð doktor í
heimspeki við Hafnarháskóla 1817.
Hallgrímur hafði kennt við Bessa-
staðaskóla frá 1810. Hann þótti af-
burðalatínukennari og var settur
rektor við Reykjavikurskóla í leyfi
Sveinbjöms Egilssonar eftir pereat-
ið 1850. Sama ár fékk hann lausn frá
störfum fyrir aldurs sakir og lést
áttræður að aldri, 1861.
Fyrsti póstmeistarinn
Árið 1865 eignaðist Ole P. Finsen
hús Hallgríms. Hann stækkaði það
töluvert, lengdi til norðurs og lét
setja kvist á vesturhlið þess.
Ole var sonur Ólafs Finsens, yfir-
dómara í Landsyfirdómnum, sonar
Hannesar Finnssonar biskups, en
sonur Ole var Vilhjálmur Finsen,
fyrsti ritstjóri Morgunblaðsins.
Ole hafði verið verslunarstjóri
hjá Waldemar Fischer í Reykjavik
og stofnaði bóka- og pappírsverslun
sem hann rak í húsinu en við stofn-
un póstmeistaraembættisins varð
hann fyrsti póstmeistarinn landsins
og hafði þá póstafgreiðslu í norður-
enda hússins.
Eftir að Ole eignaðist húsið var
það fyrst kallað Finsenshús en er
hann varð póstmeistari leið ekki á
löngu þar til húsið var nefnt Póst-
húsið og strætið kennt við það.
Ole var mikill áhugamaður um
málefni bæjarins, sat m.a. í bygging-
amefnd og í bæjarstjóm í tíu ár.
Hann lést 1897 og skömmu síðar
flutti pósturinn aðsetur sitt í gamla
bamaskólahúsið sem síðar var lög-
reglustöð um langt árabil.
Thor Jensen
Athafnamaðurinn frægi, Thor
Jensen, flutti til Reykjavíkur 1901
og hóf þar mikla verslun i
Godthaab, á horni Austurstrætis og
Pósthússtrætis. Hann eignaðist
gamla pósthúsið skömmu eftir alda-
mót og bjó þar um skeið áður en
hann flutti í sitt glæsilega einbýlis-
hús, nú Fríkirkjuvegur 11, sem var
fullgert 1908. Sum bama Thors eru
því fædd í Póst-
húsinu, s.s. Thor
Thors sendiherra.
Thor Jensen
var einn eigenda
Milljónafélagsins
og skrifstofur þess
vom þvi í húsinu
um skeið. Síðan
eignaðist húsið
Carl Olsen stór-
kaupmaður og bjó
þar í nokkur ár.
Þá voru skrifstof-
ur Morgunblaðs-
ins þar skamma
hríð 1916 og versl-
un Hjálmars Guð-
mundsens.
Hótel Borg
Árið 1928 samþykktu byggingar-
nefnd og bæjarstjóm teikningu af
glæsilegu hóteli sem reisa átti í
Reykjavík fyrir Alþingishátíðina.
Hótelið skyldi standa þar sem gamla
pósthúsið stóð. Það var ævintýra-
maðurinn Jóhannes Jósefsson
glímukappi sem reisti hið nýja hót-
el en hann hafði farið skoðunarferð
til útlanda til að kynna sér nýtísku
hótelbyggingar.
Og Jóhannes lét hendur standa
fram úr ermum því hótelið stóð full-
búið við Austurvöllinn sumarið
1930. Ekki fór á milli mála að Hótel
Borg var fyrsta alvöru, nýtísku hót-
elið hér á landi.
Suður í Skerjafjörð...
Er farið var að huga að byggingu
Hótel Borgar hafði íslandsbanki
eignast gamla pósthúsið. Jón Krist-
jánsson nuddlæknir festi nú kaup á
húsinu, lét rífa það og byggja það
upp við Reykjavíkurveg í Skerja-
firði. Þá voru gerðar nokkrar breyt-
ingar á því.
Fyrsta pósthúslð á íslandi, nú glæsilegt íbúöarhús að Brúnavegi 8 í Laugarásnum
DV-MYND KJK
Reykjavík.
Þuríður nokkur Sigurðardóttir
hafði bamaheimili í húsinu um
skeið en síðan eignaðist Tómas
Hallgrímsson bankamaður það.
Hann átti húsið til 1941 er Hallur
Hallsson tannlæknir eldri eignaðist
það. Hann var nýfluttur í gamla
pósthúsið er það þurfti að víkja fyr-
ir Reykjavíkurflugvelli sem Bretar
voru að leggja.
...og þaðan í Laugarásinn
Hallur fékk nú lóð fyrir húsið í
vestanverðum Laugarásnum. Enn
var húsið rifið og byggt upp á nýj-
um stað þar sem það stendur enn og
sá breska setuliðið um alla verk-
þætti. Nýja lóðin var nokkuð stór-
grýtt en afar stór enda byggði Hall-
ur yngri sér hús á lóðinni, Kleifar-
veg 4. Gamla pósthúsið stóð eitt sér
í brekkunni í nokkur ár en skömmu
síðar komst það í alfaraleið er hafin
var íbúðarbyggð í Kleppsholtinu.
Enn breyttist húsið eftir flutninginn
er hækkað var undir loft í stofu,
byggð hliðarálma að austanverðu og
Gamla pósthúslð á sínum upprunalega stað á þriðja áratug 20. aldar
Skömmu síöar reis þar Hótel Borg en pósthúsiö fór suöur í Skerjafjörö.
forskyggni við útidyr. Þá var húsið
forskallað.
Hallur tannlæknir eldri lést 1968
og nokkru síðar keyptu húsið hjón-
in Hrafnhildur Tove Kjarval og
Robin Lökken sem bæði eru leir-
kerasmiðir og höfðu þar verkstæði.
Hrafnhildur er dóttir Sveins Kjar-
vals og sonardóttir Jóhannesar
Kjarvals en móðir Hrafnhildar er
Guðrún Hjörvar, dóttir Helga Hjörv-
ar útvarpsmanns. Móðurbróðir
Hrafnhildar, Tryggvi, fyrsti tölvu-
fræðingur Landsbankans, keypti
húsið með þeim og eignaðist síðan
allt húsið er Hrafnhildur og Robin
fóru utan í lok áttunda áratugarins.
Húsið fært í fyrra horf
Tryggvi seldi húsið 1982 tvennum
hjónum og núverandi eigendum og
íbúum þess, Nikulási Hall, eðlis-
fræðingi og tölvufræðingi, og k.h.,
Áslaugu Helgadóttur grasafræðingi,
og þeim Bergi Benediktssyni verk-
fræðingi og k.h., Ragnheiði Þórar-
insdóttur matvælafræðingi. Þau
hafa sýnt þessu sögufræga húsi
mikla ræktarsemi, létu gera allt
húsið upp og færa það í sem upp-
runalegast horf. Endurbyggingin
tók um sjö ár og kostaði mun meira
en að byggja nýtt hús. Múrinn var
brotinn af og sett i staðinn stand-
andi klæðning og seinni tima við-
byggingin rifin og byggð að nýju en
í sama stíl og húsið var áður.
Áriö 1997 varð gamla pósthúsið
150 ára. Póstur og sími færðu þá eig-
endum hússins fánastöng og eir-
skjöld sem festur er á framhlið
hússins. Þar kemur fram hvenær
þetta gamla hús var fyrsta pósthús-
ið á íslandi. Skömmu síðar var Póst-
ur og sími lagður niður. Það var því
ekki seinna vænna að heiðra minn-
ingu gamla pósthússins sem Póst-
hússtræti dregur nafti sitt af.
-KGK
<
v
k
*■