Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 Gerrard Liverpool varö fyrir miklu áfalli á miövikudagskvöldiö þegar einn af lykil- mönnum liðsins, Steven Gerrard, meiddist illa á mjööm í landsleik Eng- lendinga og Makedóíumanna. meiddur Líklegt þykir að Gerrard missi bæði af leik gegn Leeds í ensku úrvalsdeild- inni um helgina og leik gegn Spartak Moskvu í Rússlandi í meistaradeildinni á þriðjudaginn. -ósk Hamar auðveldlega áfram gegn Val: létt æfing Þetta var aldrei spurning um hvemig leikurinn færi heldur að- eins hve stór sigur Hamars yrði. Valsmenn höfðu aldrei roð við þeim, þó að þeir næðu að saxa lít- ils háttar á þá í fyrsta leikhluta, náðu að minnka muninn i tvö stig en síðan ekki söguni meir. Hamarsmenn náðu mest þrjátíu og tveggja stiga mun, staðan í hálíleik var 65-49, Hamar í vil. „Fínn æfingarleikur," sagði Bergur Emilsson, þjálfari Vals, er DV-Sport ræddi við hann að leik loknum. „Þeir voru alitof hraðir fyrir okkur, þeir eru með mjög hratt lið og við náðum ekki að halda í við þá, fáliðað lið, margir meidd- ir, en það er engin afsökun, við ætluðum að nota þennan leik vel, við vissum að þetta yrði erfítt, en ég sá jákvæöa hluti í þessu. Ham- arsliðið er með góða leikmenn og Kaninn hjá þeim er að minu mati sá besti á landinu og eitt af þeim stærri nöfnum sem komið hafa hingað. Hann er gríðalega öflug- ur og hann á eftir að hjálpa þeim mikið i vetur. Kaninn hjá okkur hefur verið að vaxa, hann var ekki í góðri þjálfun í fyrstu leikj- unum en þetta er allt að koma og við verðum tObúnir er við mæt- um KR í næsta leik,“ sagði Berg- ur að lokum. „Við vorum tilbúnir í þetta, þeir eru kannski ekki besta liðið á landinu, við keyrðum hratt á þá og þá brotnuðu þeir. Við vor- um að hafa gaman af þessu, allir fengu að spila og allir stóðu sig vel, þetta er það sem við höfum veriö gera á æfingum, ná liðinu saman, og þetta lítur vel út,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars. -EH Hamar-Valur ..........H7-95 Stig Hamars: Robert O’Kelly 30, Svavar Birgirsson 19, Gunnlaugur Er- lendsson 17, Ægir Gunnarsson 14, Marvin Valdimarsson 10, Pétur Ingv- arsson 10, Svavar Pálsson 9, HaUgrím- ur Brynjólfsson 4, Hjalti Pálsson 2, Magnús Sigurðsson 2. Stig Vals: Laverne Smith jr. 45, Ólaf- ur M. Ægisson 24, Ragnar Steinsson 10, Ægir Hrafn Jónsson 9, Hinrik Gunnarsson 7. Hamar vann samanlagt, 233-193. Njarövík-ÍS...............111-50 Stig Njarðvíkur: Halldór Karlsson 28, Ragnar Ragnarsson 17, Sigurður Einarsson 16, Páli Kristinsson 16, Ágúst Dearbom 13, Friðrik Stefánsson 8, Guömundur Jónsson 5, Amar Smárason 4, Pete Philo 4. Stig IS: Hermann Birgisson 20, Leifur Ámason 9, Þór Ámason 6, Ámi Ámason 4, Kristinn Harðarson 4, Stfgur Þórhallsson 3, Aðalsteinn Pálsson 3, Guðni Einarsson 1. Njarövík vann samanlagt, 183-122. Tindastóll-Snæfell :.......85-82 Stig Tindastóls: Clifton Cook 21, Murice Carter 21, Kristinn Friöriks- son 17, Michail Andropov 8, Óli Barð- dal 8, Axel Kárason 8, Helgi Rafn Viggósson 2. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 27, Lýður Vignisson 20, Jón Ólafur Jónsson 12, Helgi Guðmundsson 11, Clifton Bush 10, Daði Sigþórsson 2. Tindastóll vann samanlagt, 167-153. ^^16-liða úrslit í Kjörísbikar karla: Oruggir sigrar - Njarðvík og Tindastóll áfram Þrír leikir fóru fram í 16-liða úr- slitum Kjörísbikars karla í körfuknattleik í gærkvöld. Þetta voru seinni leikir liðanna og tryggðu Njarðvík, Hamar og Tinda- stóll sér sæti í 8-liða úrslitum en að auki hafa KR-ingar og Keflvíkingar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum, KR án keppni þar sem Stjarnan dró sig úr keppni og Keflavík eftir sigurfór á ísafjörð um síðustu helgi. í kvöld fara fram þrír leikir í Kjörísbikamum. Grindavik tekur á móti Skallagrími í Grindavík, ÍR sækir Breiöablik heim í Smárann og Haukar fá Þór í heimsókn á Ásvelli. Allir leikimir þrír heíjast kl. 19.15. Stólarnir í kröppum dansi Það var hörkuleikur sem fram fór á Sauðárkróki í gærkvöld í Kjörís- bikarnum. Snæfellingar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru greinilega ákveðnir í því að vinna upp níu stiga forskotið sem Tinda- stófl hafði eftir fyrri leikinn fyrir vestan. Lengi vel voru þeir með þetta takmark innan seilingar en meö góöum leik á síðasta þriðjungi leiksins tókst Tindastólsmönnum að snúa taflinu sér í vil og eftir hörku- spennu á síðustu fjórum mínútum leiksins tókst heimamönnum að knýja fram sigur í leiknum og þar með áframhald í keppninni. SnæfeU byrjaði betur í gær og var mun betra liðið í fyrri hluta leiks- ins. Hlynur Bæringsson fór fyrir sínum mönnum og var kóngur á vellinum á þessum tíma. Lýöur Vignisson var líka mjög heitur í þriggja stiga skotunum og þessir tveir voru að skora bróður- partinn fyrir gestina. Tindastóls- menn áttu hins vegar í erfiðleikum, sóknin gekk Ula og SnæfeUingar voru sterkari undir körfunni á báð- um endum. SnæfeU náði mest 15 stiga mun í öðrum leikhluta og í hálfleik var staðan 42-30 þeim í vfl. Fram í miðjan þriðja leikhluta hélst þessi munur, en þá lagaðist vörnin hjá Tindastóli og þeir Clifton Cook og Kristinn Friðriksson fóru í gang. Munurinn minnkaði jafnt og þétt og hún var mikUvæg karfan sem Kristinn skoraði í hraðaupp- hlaupi á síðustu mínútu leikhlutans og lagaði stöðuna í 54-58. Strax í byrjun seinasta leikhluta komust Tindastólsmenn yfir, 59-58, en Snæfell svaraði með góðum leikkafla og komst yfir að nýju, 67-59. Tindastólsmenn skyrptu þá í lófana og breyttu stöðinni í 71-69. Eftir það var jafnt eða TindastóU að- eins yfir og lokatölur urðu 85-82 fyr- ir Tindastól. Clifton Cook var bestur i liði Tindastóls, Kristinn drjúgur, sem og Maurice Carter, Óli Barðdal og Axel Kárason. Hjá SnæfeUi var Hlynur Bærings- son bestur á veUinum. Lýður átti mjög góðan leik og þeir Bush, Jón Ólafur Jónsson og Helgi Guðmunds- son stóðu fyrir sínu. Stórsigur Njarövíkinga Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins er þeir sigruðu Stúdenta 109-51 í síðari leik liðanna í Ljónagryfjunni í gær- kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með jafn- tefli, 72-72, og Njarðvíkingar af- greiddu leikinn á fyrstu 10 minút- um leiksins því staðan eftir fyrsta leikhluta var 32-10. Heimamenn héldu áfram að bæta í með stífri pressuvöm og höfðu 53-25 forystu í hálfleik. BUiö breikkaði svo áfram er leið á leikinn og eftir 3. leikhluta Njarðvíkingurinn Siguröur Einarsson og Stúdentinn Kristinn Harðarson berjast hér um boltann í leik iiöanna í gærkvöld. DV-mynd Víkurfréttir var staðan orðin 79-44 og lokatölur mynda lék Pete PhUo aðeins fyrstu urðu 110-51. Njarðvíkingar léku 7 mínútur leiksins. mikið á ungu strákunum og tU að -ÞÁ/EÁJ Ásgeir Guðnason meö rjúpur á Öxnadalsheiöinni en margir veiöimenn hafa veriö þama. DV-mynd Ámi H. Rjúpnaveiðin gengur rólega: Ágæt veiði í kringum Húsavík Rjúpnaveiðitíminn hefur núna staðið yflr í fjóra daga og veiðimenn hafa farið víða og labbað mikið. Á þessum fjórum dögum hafa veiðst á milli 1500 og 2000 þúsund fugl- ar. En margir ætla að byrja veiðitímann núna helgina og fór fjöldi veiöimanna í morg- un á rjúpnaslóðir. „Veiðiskapurinn gengur rólega, þetta eru engar stórar tölur sem veiðimenn eru að fá, góðir veiðimenn hafa ver- ið aö fá 10-12 fugla,“ sagði Jó- hann Vilhjálmsson, er við heyrðum í honum í gærkvöld og könnuðum stöðuna. Feögar fengu 25 fugla „Mest hafa veiðimenn ver- ið að fá í kringum Húsavík og nágrenni. Enn þá austar hafa veiðimenn mest verið að fá 14 fugla. Ég heyrði af feðgum sem fóru í Borgarfjörðinn og þeir fengu 25 fugla, það þykir vist gott þar,“ sagði Jóhann i lokin. „Það er rólegt núna á Öxar- fjarðarheiðinni en þar hafa margir verið að skjóta fyrstu dagana sem má veiða. Rjúpan dreifir sér rosalega," sagði Árni Halldórsson, en hann var á rjúpnaslóðum í gær með fleiri veiðimönnum. Við skulum aðeins kikja á veiðitölur, þrír veiöimenn fóru vestur í Dali og fengu 24 fugla, aðrir þrír fengu 8 fugla á Bröttubrekkunni og síðan fengu tveir á Holtavörðuheið- inni 15 fugla. Á Öxarfjarðar- heiðinni fengu tveir veiði- menn 12 fugla. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.