Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Page 29
29 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 Hjörvar til Start Markvörðurinn Hjörvar Hafliðason, sem lék ellefu leiki með Val í 1. deild- inni í sumar, hélt í gær til norska úr- valsdeildarliðsins Start þar sem hann verður til reynslu næstu tvær vikumar. Hjörvar, sem er 22 ára, fer að undirlagi Guðjóns Þórðarsonar, núverandi þjálfara Start, og hefur mikinn áhuga á því að komast að hjá liði á erlendri grundu. -ósk Howard Wilkirtson, knattspymu- stjóri Sunderland, fær ekki eitt pund til leikmannakaupa og þarf að selja átta leikmenn til að rétta af bágan fjárhag. Sunderland tapaði 2,7 millj- ónum punda á síðasta ári og eftir að framherjarnir Tore Andre Flo og Marcus Stewart voru keyptir til liðs- ins ekki alls fyrri löngu eru sjóðir fé- lagsins uppurnir. Haröjaxlinn Julian Dicks, sem var fyrirliði West Ham til margra ára, segir að Roy Keane hafl verið hepp- inn að sleppa með fimm leikja bann fyrir gjörðir sínar gagnvart Norð- manninum Aif Inge Haaland. Dicks, sem kallaði ekki allt ömmu sina í þessum efnum, sagði að Keane hefði átt að fá lifstíðarbann fyrir að reyna að meiða kollega sinn og sagði jafn- framt að enn merkilegra væri að hann skyldi viðurkenna það opinber- lega. Svo gœti farió að vonir Austurríkis- manna um að halda Ólympíuleikana áriö 2010 fari út um gluggann áður en umsókn þeirra þar af lútandi verður tekin fyrir. Ástæðan er sú að styrkur austurríska flughersins þykir ekki upp á marga fiska og setur Alþjóða Ólympiunefndin spurningarmerki við getu hans til að verja flughelgi landsins meðan á leikunum stendur. Austurríska stjórnin hefur ekki end- umýjað flugflota hersins i langan tima og að átta árum liðnum verða þær þotur sem nú eru til staðar hvorki fugl né fiskur. italskir fjölmidlar krefjast nú þess að Giovanni Trappatoni, landsliðs- þjáifari Ítalíu, segi af sér eftir smán- artap gegn Wales á miðvikudaginn. Þetta er ekki í fyrst sinn sem ítalskir fjölmiðlar krefjast afsagnar Trappatoni en þeir vildu fá höfuð hans á fati eftir að liðið datt út í 16- liða úrslitum í heimsmeistarakeppn- inni í sumar. Trappatoni sjálfur læt- ur sér þó fátt um finnast og segist ekki ætla að hætta þar sem hann sé með fullan stuðning ítalska knatt- spymusambandsins. Borötenniskappinn Guömundur E. Stephensen lék með liði sínu B-72 frá Osló í fyrrakvöld i annarri umferð norsku úrvalsdeildarinnar í borð- tennis gegn Kiu’land. Leikar fóra þannig að B-72 sigraði með miklum yfirburðum, 10-0. Guðmundur lék mjög vel þar sem hann vann tvo ein- liðaleiki 3-1 og 3-0. Guðmundur sigr- aði að auki í tvíliðaleik þar em hann lék með Dananum Joakim Sorensen. Framherjinn Antonio McDyess, sem gekk til liðs við New York Knicks frá Denver Nuggets i sumar, mun ekkert leika með liöinu á kom- andi tímabili eftir að hann braut á sér hnéskelina á vinstra hné í æfmga- leik síðastliðinn laugardag. Hann var skorinn upp i gær og búast læknar við að hann veröi orðinn heili eftir ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McDyess meiðist alvarlega en hann spilaði aðeins tíu leiki með Denver Niiggets vegna hnémeiðsla. McDyess kom til New York í skiptum fyrir Marcus Camby, Mark Jackson og val- rétt á nýliöanum Nene HUario. Gríska félagiö Panathinaikos hef- ur rekið Portúgalann Fernando Santos úr starfi sem þjálfari liðsins í kjölfar verstu byrjunar liðsins í sög- unni í grísku 1. deUdinni þar sem lið- ið tapaði þremur fyrstu leikjum sin- um. Santos, sem stýrði AEK Aþenu á síðasta keppnistímabili, tók við af Úr- úgvæanum Sergio Markarian en hann hefúr verið orðaður viö starfið á nýjan leUc. Yasminko Zelic og Jose Rosario munu sjá um að stjóma lið- inu tímabundið. Þórsarar frá Þorlákshöfn unnu góðan útisigur á Ármanni/Þrótti, 94-82, í LaugardalshöUinni í gær í 1. deUd karla í körfuknattleik. Þór leiddi 45-36 í hálfleik og náði mest 25 stiga forystu í seinni hálfleik. Halldór Gunnar Jónsson var stiga- hæstur hjá Þór með 33 stig, Birgir Mikaelsson, þjálfari liðsins, skoraði 14 stig og Jason Harden var með 12 stig. Hjá Ármanni/Þrótti skoraði Einar Hugi Bjarnason 27 stig, Leon Purdue 24 stig og Halldór Úlriksson skoraði 19 stig. Bæði lið hafa leikið tvo leiki í 1. deUdinni í vetur og hafa bæði unnið einn leik og tapað einum leik. -ósk/ÓÓJ - 4188 áhorfendur mættu aö meðaltali á landsleiki ársins Þrátt fyrir auknar kröfur í ís- lensku þjóöfélagi og meiri pressu á íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu vantar þó nokkuð upp á að ís- lenska þjóðin fjölmenni á leikina og styðji við bakið á strákunum í að ná þessum háu markmiðum. 4188 manns mættu að meðaltali á Qóra heimaleiki ársins sem er lægsta meðaltal á Laugardalsvellinum í heil fimm ár eða fyrir uppgang íslenska landsliðsins frá 1998. Aðeins þrjú ár eru verr sótt á síðasta áratug og þetta er þriðja árið í röð sem meðalaðsókn- inni á landsleiki íslenska landsliðs- ins á Laugardalsvöll hrakar. Þessar tölur koma til þrátt fyrir að miðar hafi selst upp á leikinn við Skota en það var ekki uppselt á neinn landsleik á Laugardalsveflin- um í fyrra. Aðeins 3513 manns mættu á 3-0 sigurleikinn gegn Litháum í fyrradag og það þarf að fara heil fjögur ár aft- ur í tímann til að finna verr sóttan landsleik i undankeppni HM eða EM. Það komu aðeins 2982 á fyrsta heima- leik ársins sem var gegn Andorra og 3190 mættu á leikinn við Ungverja. Besta aösóknin 1999 Besta aðsóknin á síðasta áratug var 1999 þegar þrír landsleikir trekktu að 17.504 manns eða 754 fleiri en á fjóra leikina sem voru spilaðir í ár. Meðalaðsóknin á þessa þrjá leiki, sem voru aflir í undankeppni Evr- ópumótsins, var 5.835. Á næsta ári eru aðeins áætlaðir tveir leikir eins og staðan er í dag. „Risaleikur" gegn Þjóðveijum í októ- ber og langþráður heimaleikur gegn Færeyjum sem er ekki vináttulands- leikur. Það má þá búast við að liðið muni spila einhveija vináttuleiki en allir fjórir útileikur islenska liðsins í undankeppni EM fara fram á næsta ári. Stuðningur áhorfenda hlýtur að vera eitt aö lykflatriðum í að ná settum markmiðum og það er vonandi að íslenska þjóðin fari að vakna á ný og mæti á landsleiki komandi árs af krafti. -ÓÓJ Aðsóknarmestu leikir síðustu 10 ár Island-Svíþjóð (1994) ...... 14.361 Ísland-Frakkland (1998)...... 12.004 Ísland-Sviss (1995).......... 9.043 Ísland-Úkraína (1999) ........ 7.072 Ísland-Danmörk (2000)........ 7.072 Ísland-Skotland (2002)....... 7.065 ísland-Norður-lrland (2000) . . . 6.762 Island-Noregur (1997) ....... 6.323 Ísland-Tékkland (2001).......6.011 1994 og 1995 var leyft að selja i stæði og gegn Frökkum 1998 vora settar upp aukastúkur á völlinn. Sven Göran Eriksson, þjálfari Englands: Heldur tryggð viö Seaman - þrátt fyrir ítrekuð mistök markvarðarins Sven Göran Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga í knatt- spyrnu, ætlar að halda tryggð við hinn aldna, taglhnýtta markvörð, David Seaman, þrátt fyrir að mis- tök hans hafi sennilega kostað Eng- lendinga sigurinn gegn Make- dóníumönnum í undankeppni EM á miðvikudagskvöldið. Makedóníumaðurinn Artim Sakiri skoraði beint úr horn- spyrnu og eru menn sammála um að Seaman hafl ekki litið vel út þegar boltinn sveif yfir hann. Markinu svipaði mjög til marksins sem Seaman fékk á sig gegn Brasil- iu í heimsmeistarakeppninni þegar Ronaldinho vippaði fyfir hann af löngu færi og batt enda á þátttöku Englendinga í keppninni. Eriksson neitar hins vegar að ásaka markvörð sinn. „Því fer fjarri að Seaman hafi misst sæti sitt í liðinu. Ég er ekki þeirrar skoðunar í dag. Hann varði einu sinni mjög vel í seinni hálf- leik og bjargaði okkur þá. Horn- spyrnan var frábær og David mis- reiknaði boltann. Hún var mjög fost en það er búið og gert. Auðvit- að er leiðinlegt að fá svona mark á sig en það skrifast frekar á óheppni og góða spyrnu Sakiri,“ sagði Eriksson í gær. Eriksson sagði jafnframt að Seaman hefði átt stórkostlegan fer- il og jafnvel þó að hann væri orð- inn 39 ára gamall þá væri enginn markvörður sem kæmist með tærnar þar sem hann hefði hælana á Englandi. „Ég á von á því að Seaman haldi áfram að spila fyrir England því að það væri mikifl missir að honum,“ sagði Eriksson við breska fjölmiðla í gær. -ósk David Seaman geröi enn ein mistökin í marki enska landsliösins í fyrrakvöld og spurning hvort hann ætti ekki að hætta. Reuters Áhorfendur á Laugardalsvelli síðustu tíu árin 2002 (4 leikir) .... 16.750 (4.188) Island-Andorra .... 2.982 Island-Ungverjaland 3.190 Ísland-Skotland . .. 7.065 Island-Litháen 3.513 2001 (4 leikir) .... 18.226 (4.557) Ísland-Malta 3.554 Ísland-Búlgaría . . . . 4.316 Island-Pólland 4.345 Ísland-Tékkland .. . 6.011 2000 (4 leikir) .... 16.750 (4.188) Ísland-Malta 2.390 Ísland-Svíþjóö 5.169 Ísland-Danmörk ... 7.072 fsland-Norður-írland 6.762 1999 (3 leikir) . . 16.750 (4.188) 1998 (3 leikir) . . 16.750 (4.188) 1997 (4 leikir) . . 16.750 (4.188) 1996 (3 leikir) . . 16.750 (4.188) 1995 (3 leikir) . . 16.750 (4.188) 1994 (3 leikir) . . 16.750 (4.188) 1993 (4 leikir) . . 16.750 (4.188) Ekki færri í 5 ár kepprii í hverju orði ISand í nokcs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.