Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2002, Blaðsíða 32
R BÍLAVIÐGERÐIR H BÍLHÚSIÐ SmiSjuvegi 60 (Rauð gata) - Kópavogi Allar almennar bílaviðgerðir á öllum tegundum bifreiöa Vönduö vinna - aöeins unnin af fagmönnum Viðbótarlífeyrissparnaður FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ FOSTUDAGUR 18. OKTOBER 2002 Heilsugæslan á ísafiröi í uppnámi: Fjórir af sex læknum hætta Algjört uppnám viröist fram undan í heilsugæslumálum i ísafjarðarbæ, en fjórir af sex læknum á heilsugæslu- sviði Heilbrigðisstofnunarinnar í bænum hafa sagt upp störfum og hætta á næstunni, og enginn hefur fengist í þeirra stað. Af sex heilsugæslulæknum hjá stofnuninni eru nú fjórir á ísafirði, einn á Flateyri og einn á Þingeyri. Heilsugæslustöðvunum i Súðavík og Suöureyri er þjónað frá ísafirði. Yf- irlæknir heilsugæslusviðs, Hall- grímur Kjartansson, hættir 31. októ- ber og á sama tíma lætur Guðni Á. Sigurðsson á ísafirði af störfum fyr- ir aldurs sakir, Kristin Theodóra * Hreinsdóttir á Þingeyri fer í bams- burðarleyfi og Andri Konráðsson á ísaftrði hverfur á braut til sérnáms í skurðlækningum. I desembermán- uði verða þá aðeins eftir þeir Lýður Ámason, læknir á Flateyri, og Ólaf- ur Sigmundsson, læknir á ísafirði. Heilsugæslulæknarnir segja upp vegna óánægju með það misræmi sem er á kjörum og starfsumhverfí heilsu- gæslulækna, einkum þeirra sérfræð- inga í heimilislækningum sem starfa innan heilsugæslunnar, og annarra lækna í landinu. Úrskurður kjara- nefndar í málefnum heOsugæslulækna um síðustu helgi breytir þar engu um, heOsugæslulæknarnir telja sig ekki í launabaráttu heldur réttindabaráttu þar sem þeir vOja samræmhigu á kerfi sjúkrahúslækna og heimOislækna. Vandinn sé því heObrigðisyfirvalda landsnis sem em með tvö kerfi í heO- birgðisþjónustunni, annað fyrir sér- fræðOækna en hitt fyrir heimOis- lækna. Það bitni verst á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þetta kerfi hafi leitt tO þess að ungir læknar velji frekar annað sémám en heimOis- lækningar, s.s. skurðlækningar. -GG DV-MYND ÞOK Regnboginn rís Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur unniö þrekvirki á sviöi samfélagsmála á síöustu mánuðum og fyllt hvern salinn af öörum um allt land þar sem fólk hefur kynnst raunum förnarlamba eineltis. Ný samtök gegn einelti, Regnbogabörn, voru kynnt í gær á skólalóð í vesturbænum en þau veröa formlega stofnuö 9. nóvember. Tvö öflug fyrirtæki leggja samtökunum liö, Búnaöarbankinn og Vífilfell og sjást forsvarsmenn þeirra, Árni Tómasson og Þorsteinn M. Jónsson, hér hvor til sinnar handar Stefáni Karli. Og börnin eru vitaskuld ekki langt undan. Síldardeila er í uppsiglingu í gær slitnaði upp úr viðræðum Rússa, íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Evrópusambands- ins i St. Pétursborg um sameigin- lega síldarkvóta landanna. MikU óánægja var í hópi Færeyinga og sömuleiðis í íslensku sendinefnd- inni með afstöðu Norðmanna sem kröfðust verulegrar aukningar á sínum kvótum samhliða minnkun á kvótum Færeyinga, Islendinga og ESB. Lögðu Norðmenn einnig til að rússneski kvótinn skyldi vera óbreyttur. -HKr. Ástand rjúpnastofnsins ekki hábölvað: Drjúg veiði víða um land segir Robert Schmidt rjúpnaskytta SECURITAS VELDU ÖRYGGI í STAÐ ÁHÆTTU! Sími 580 7000 | www.securitas.is Róbert Schmidt sem er þaulreynd rjúpnaskytta sagöi í samtali við DV í morgun að ástand rjúpnastofnsins virtist ekki vera eins hábölvað og af hefur verið látið. Hann hefur að undanfórnu fengið fregnir víða af landinu sem hann birtir á vefnum sportbud.is. Hann sagðist t.d. hafa verið að heyra af veiði á 60 rjúpum á Grímstunguheiðinni fyrir norðan, en sjálfur er hann að fara ásamt fleirum norður í land tO veiða um helgina. Á Vestfjörðum hafa menn verið að fá mjög misjafna veiði, aOt frá 5 tO 14 fugla eftir daginn. Þrír voru með 36 rjúpur eftir fyrsta veiðidag- inn og fregnir voru af tveim öðrum með 26 fugla eftir daginn. Á Norðurlandi segir Róbert að mest veiði hafi verið hjá 4 mönnum sem voru með 200 fugla sem þeir fengu upp við jökul. Þá munu þeir hafa séð „rjúpnafleka" í allt að 150-300 fugla hópum sem voru mjög styggir. Aðrir voru að fá frá 6 tO 20 fúgla. Á Vesturlandi voru fregnir af rjúpnaskyttum á Holtavörðuheiði. 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ Aberandi bráð Rjúpan er aö færa sig í vetrarskrúöa sinn og sést því vel á auöri jörð. Góö veiöi er víöa þvert á mikla umræöu um aö stofninn sé í hættu. Tveir menn fengu þar 44 fugla og þrír fengu 60 fugla fyrsta daginn. Aðrir voru aö kroppa frá 3 tO 15 fugla á svæðinu. Síðan hefur lítið sést af rjúpu á Holtavörðuheiði. Dræm veiði var í Borgarfirði og ná- grenni. Tveir menn veiddu þó vel, eða tæplega 50 fugla eftir daginn. Á SnæfeOsnesi var fremur lítO veiði, eða frá 3 tO 12 fuglum á mann eftir daginn á auöri jörð. Rjúpurnar virðast halda sig nokkuð ofarlega og í stórgrýti. Þar var hún gríðarlega stygg og erfitt að nálgast hana. Á Austfjörðum fréttist af þekkt- um skotveiðimönnum með hunda á Fljótsdalsheiði í þoku. Fengu þeir enga rjúpu fyrsta daginn. Svipaða sögu er að segja um fjölmarga aðra veiðimenn þar um slóðir. Á svokaU- aðri Öxi voru menn að fá 4-15 fugla og sumir meira. Á Suðurlandi er fáar fréttir að hafa enn sem komið er, annað en fá- einar rjúpur fyrsta daginn á veiði- menn. Mönnum ber saman um að að- stæður hafi verið rjúpunni í hag, því fuglinn var styggur og mjög dreifður. Ekki var gott að sjá hann þar sem hann kúrði í stórgrýtinu. -HKr. I V PB\R ERU BJARTIR .SUMARHÚSUNUM! Mikil ásókn í sumarbústaði á Þingvöllum: 14 milljónir fyrir ónýtt sumarhús Menn á fasteignamarkaði segja að mikill áhugi sé á sumarhúsalóðum við ÞingvaUavatn, einkum í næsta nágrenni ValhaUar en einnig við Gjábakka. Peningamenn séu tObún- ir að opna pyngjur sínar upp á gátt bjóðist þeim fasteign á þessum stað. Ný kynslóð lóðarhafa er óðum aö setjast að við vatnið og nú síðast keypti Kristján Gíslason fram- kvæmdastjóri bústað, sem var að hruni kominn, af Geir Viðari VO- hjálmssyni sálfræðingi og fleiri og hyggst byggja nýtt hús. Fyrir bú- staðinn og aðstöðuna, lóðaleigu- samning tO 10 ára, voru greiddar 14 miUjónir króna. Eigendur sjávarút- vegsfyrirtækishis Vísis í Grindavík eru sestir að í dýru sumarhúsi sem reist var á rústum húss sem dæmt var ónýtt. Mörgum þykir elsti þjóðgarður DVWYND GVA Onýtt á vinsælum staö Þaö hefur alltaf þótt flott aö búa í þjóögaröi. Hér er bústaður á Þingvöll- um sem var aö hruni kominn. Hann var seldur á 14 milljónir, veröur rifinn, og nýtt hús byggt í hans staö. landsins rísa vart undir nafni. Þar eru 93 sumarbústaðir á stórum, af- girtum lóðum sem torvelda um- gengni almennings um stór svæði. Auk þess er bent á að bústaðaeig- endur við vatnið fari um vatnið á bátum sinum á sama tima og gest- um er bannað að setja fram báta og eru stöðvaðir af þjóðgarðsvörðum sem benda á lög og reglur þjóðgarðs- ins. „ÞingveUir eru ekki þjóðgarður samkvæmt strangasta skOningi laga,“ segir Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Sam- fylkingarinnar, í samtali við DV. „Við búum við þau mistök fortíðar að aUt of lengi var einstaklingum hleypt inn í þjóðgarðinn með bygg- ingar,“ segir Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra en þeir Össur og Guðni eru í ÞingvaUanefnd ásamt Birni Bjamasyni sem er formaður nefndarinnar. -JBP Nánar á bls. 8 Bensínverðstríð á Hornafirði Olíufélögin Olís og Essó beijast hart um viðskiptavini þessa dagana og bjóða tíu krónu afslátt af lítranum af bensíni og dísOolíu. Olís reið á vaðið í tilefni þess að nýjar dælur voru settar upp á athafnasvæði félagsins og svöruðu Esso-menn um hæl. „Þetta er fint og mikið stuð búið að vera í aUan dag,“ sögðu Olís- menn í gærdag en búist er við að verðstríðið haldi áfram í dag. -JI Ryskingar við MK TU ryskinga kom við Mennta- skólann í Kópavogi í gærkvöld. Voru ungmenni þar á ferð og gekk um stund mikið á. Var lögregla köUuð tO og tókst henni að stiUa tU friðar með því að taka þá þrjá er verst létu úr umferð. Vora þeir sett- ir á „harða hótelið". CAFE P R EST0 - Góö tónlist - Margrómaður súpur í hódeginu - Hádegisréttir - Opiö virka daga 10-23 laugardaga og sunnudaga 12—18 - Nœg búastœöi - Hlíðarsmári 15, sími 555-4585, sama húsi og Úrval/Útsýn jf'’ "X ! BYSSU | VIÐGERÐIR SPORTVORUGERÐIN SKIPHOLT 5 562 8383 4 4 4 I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.