Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002
M
agasm
I>V
Fljótastir áb vaska upp
Ný viðaraikil könnun í Evrópu leiðir í Ijós að Bretar eru
fljótastir Evrópubúa að vaska upp. 75 manns frá 9 löndum,
Bretlandi, Spáni, Þýskalandi, Tyrklandi, Póllandi, Slóvakíu,
Italíu, Tékklandi og Frakklandi tóku þátt í könnuninni.
Viökomandi áttu að þvo upp 140 óhreina hluti. Bretamir
voru 60 mínútur að ljúka við verkið. Lengstan tíma notuðu
Tyrkir eða 108 mínútur. Sumir þátttakendur notuðu sama
vatnið allan tímann en þeir sem vönduðu sig mest skiptu fjór-
um sinnum um vatn. Besta uppvaskið áttu Tyrkir og Spánverj-
ar. í könnuninni kom i ljós að uppvask með höndunum kom
ekki í stað uppþvottavéla þegar tekið var tillit til gæða.
Ferðin á salernið var dýr
Kona ein í Búkarest mun lengi muna eftir bíóferð sem
hún fór í á dögunum. Myndin sem hún sá var búlgörsk út-
færsla á Dragúlamynd og var víst frekar spennandi.
Eftir sýninguna var konan í spreng og ákvað að fara á
salemið. Þar dvaldi hún nokkra stund og brá í brún þegar
hún komst að því að búið var að læsa bíóhúsinu og hún var
ein eftir í byggingunni. Hún hringdi í öngum sínum í lög-
regluna sem trúði ekki sögu hennar. Þaö voru svo slökkvi-
liðsmenn sem aö endingu björguðu konunni úr hremming-
unum og var hún að sögn sjónarvotta viti sínu fjær af skelf-
ingu eftir nokkurra klukkustunda einveruna.
Settu upp platmyndavélar
Hjón í smábæ einum í Bretlandi tóku til sinna ráöa þeg-
ar þeim ofbauð hraöakstur ökumanna í götu þeirra.
Hjónin smíöuðu eftirlíkingu af hraðamyndavél. „Mynda-
vélina" máluðu þau gráa og gula og komu henni fyrir á
ljósastaur skammt frá heimili sínu. Og viti menn. Mjög dró
úr hraöa ökutækja f götunni og slysum fækkaði. Þegar upp
komst um athæfl hjónanna lagði lögreglan blessun sína yf-
ir allt saman og myndavélin hangir enn uppi. Þau komu
einnig fyrir umferðarmerkjum þar sem leyfilegur hámarks-
hraði var sýndur 35 km en var í raun 45 km. Nágrannar
hjónanna voru ánægðir með framtak þeirra.
Frumkvö&lar,
listamenn og
prímadonnur
í Helgarblaði DV á laugar-
daginn verður ítarlegt viðtal
við Björgólf Thor Björgólfsson
sem er einn þeirra þriggja
sem hlaut nafnbótina Við-
skiptamaður ársins í vali DV
og Stöðvar 2.
Björgólfur og faðir hans
Björgólfur Guðmundsson
ásamt Magnúsi Þorsteinssyni
mynda Samson hópinn sem
hefur verið mjög í fréttum á
árinu, sérstaklega vegna
kaupa þeirra á ráðandi hlut I
Landsbankanum en Björgólfs-
feðgar hafa einnig látið til sín
taka á fjölmörgum öðrum
sviðum.
Jón Hjaltalín Magnússon
var valinn frumkvöðull ársins
í sömu kosningu og i Helgar-
blaðinu er einnig að flnna
fróðlegt viðtal við hann.
Blaðið er annars í miklu
jólaskapi og fjallar um jólasiði
um víðan heim, jólastemn-
ingu í Kaupmannahöfn og
Kristjaníu, gervisnjó og mót-
mælaaðgerðir.
Ennfremur er rætt við
Gerði Kristnýju rithöfund og
ritstjóra og Ragnhildi Gísla-
dóttvu- tónskáld að ógleymd-
um síðasta bóndanum í Breið-
holti sem enn lifir.
Sveinn Snorrason lét af störfum sem lögfræðingur á þessu árl en hann er 77 ára. Hann fór holu í höggi í þriðja sinn
á 50 ára ferli sem kylfingur í veðurblíðunni 14. desember sl. Magasín-mynd
Raular lög
Springsteens
og Rogers
Læknir einn í Bandaríkjunum
sem sérhæfir sig í brjóstakrabba-
meini beitir óvenjulegum aðferð-
um til að róa sjúklinga sína sem
oft eru kvíðafullir enda sjúkdóm-
urinn alvarlegur.
Oftar en ekki raular læknir-
inn búta úr lögum eftir þá Bruce
Springsteen og Kenny Rogers og
í sumum tilfellum biður hann
sjúklinga sína um að taka lagið
með sér. „Með þessu sýni ég
sjúklingum mínum fram á að ég
er venjulegur maöur en ekki vél-
menni. Þaö aö ég rauli þessi lög
hefur mjög góð á sjúklingana og
þeir ná að slaka vel á hjá mér.
Ég skora á aðra lækna að gera
þetta líka,“ segir læknirinn, Dr.
Ronald Johnson, en hann starfar
á sjúkrahúsi í Pittsburgh í
Bandaríkjunum.
STERÍÓ 895 OG MAGASÍN
KYNNA STERÍðLISTANN TOPP 20
18. - 24. DESEMBER 2002
m rnmm ætt&B
t (8) Altt sem ég sé frafár 2
2 fl) Loose yourself Eminem 6
3 (4) Dag sem dimma nátt f svörtum fötum 6
4 (*) Stronger Sugarbabes 4
5 (6) Feel Robbie Williams 3
6 (3) Sk8ter Boy Avril Lavigne 6
7 (7) Slendy Land og synir 2
8 (4) All the thing she said T.A.T.U 6
9 (5) The Last Goodbye Atomic Kitten 3
10 (-) Sorry (seems to be...) Blue & Elton John 1
11 (11) When l'm gone 3 doors down 2
12 (12) Don't stop dancing Creed 4
13 (11) Billy Jean Remix The sound Bluntz 2
14 (14) Die another day Madonna 6
15 (13) Jenny From The Block Jennifer Lopez 6
16 (*) Come to me Daysleeper 5
17 (-) Beautiful Christina Aguilera 1
18 <*) Stjörnuryk frafár 4
19 (18) Family Portrait Pink 6
20 (19) Come in to my world Kylie Mlnouge 5
= endurkoma á lista
ADDI ALBERTZ KYNNIR LISTANN
ÖLL MIÐVIKUDAGSKVÖLD KL 22:00
Endurfluttur á sunnudögum kl. 20.00
[wvww.stei1ii,is]
77 ára iögfræáingur fór hoiu i höggi
i þriöja sinn 14. desember:
Drepst sennilega
á golfvellinum
- segir Sveinn Snorrason sem spilar golf daglega í desemberblíðunni
„Þetta var auðvitað mjög
skemmtilegt atvik. Ég fann að ég
hitti kúluna vel en hélt þó innst inni
að hún væri í sjónum. Það var síðan
félagi minn sem fann hana í hol-
unni,“ segir Sveinn Snorrason lög-
fræðingur í samtali við DV-Magasín.
Sveinn gerði sér lítið fyrir og fór
holu í höggi í þriðja sinn á þeim 50
árum sem hann hefur leikið golf.
Draumahögginu náði hann 14. des-
ember sl. á Hvaleyrinni i Hafnarfirði
en á þeim slóðum hefur hann öllum
draumahöggunum þremur.
„Þetta gerðist í blíðunni á 16. hol-
unni og ég notaði kylfu númer 7 í
höggið en brautin er 120-130 metra
löng. Þetta var í annað sinn sem ég
næ því að fara holu í höggi á þessari
braut en fyrra skiptið var fyrir um
25 árum. Þá fjórum dögum áður fór
ég fyrst holu í höggi,“ segir Sveinn.
Hann lét af störfum á þessu ári og
reynir að leika golf upp á hvern dag.
Ekki í vafa um aðstoð
álfanna á Hvaleyrinni
„Þetta hefur verið ótrúleg blíða
undanfarið og um að gera að nota-
færa sér þetta hagstæða veður far.
Við erum 10-15 félagarnir sem spil-
um daglega nema þegar veður haml-
ar spilamennsku," segir Sveinn og
áhuginn á þessari skemmtilegu
íþrótt leynir sér ekki.
„Ég byrjaði að spila golf í Vest-
mannaeyjum 1952. Þetta hefur því
verið 50 ára stríð. Maður er alltaf í
golfi þegar færi gefst og liklega
drepst ég á golfvellinum. Þá myndi
ég nú hlæja ef ég hefði tök á því. Ég
hef gegnt mörgum trúnaðarstörfum
fyrir golfhreyfinguna og reyndar í
allan þennan tíma, meðal annars
verið forseti Golfsambandsins og
fyrsti forseti Landssambands eldri
kylfinga. í dag er ég forseti áfrýjun-
ardómstóls GSÍ.“
Og Sveinn ætlar að halda áfram að
spila golf á meðan heilsa og veður
leyfir: „Það er yndislegt að spila hér
á Hvaleyrinni. Hér er mikið af álfum
og ég er ekki í minnsta vafa um að
þeir hafa aðstoðað mig mikið í gegn-
um tíðina í golfínu. Það er allt mor-
andi af álfum og þeir hafa alltaf ver-
ið vinir mínir og verða vonandi
áfrarn," segir Sveinn Snorrason.
-SK