Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Page 22
26 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 M. agasm DV Skrifar bók um leióina ab befri líóan: Viðbót viö hefóbundnar lækningar „Mín gæfa felst í því að hafa veikst af sjúkdómi sem ég gat haft einhver áhrif á en ekki sjúkdómi sem tók af mér völd og leiddi til óbærilegs lífs eða dauða. Tilurð þessarar bókar má rekja til minna veikinda," segir HaUdóra Sigur- dórsdóttir sem hefur sent frá sér bókina Leiðin að betri líðan. Eyddi mikilli orku í leitina Halldóra veiktist af vefjagigt um þrítug og í nokkur ár var sjúk- dómurinn að ágerast. Hún segist hafa þegar hún var sem veikust eytt mikilli orku í að leita að leið- um til betri heilsu. „Ég vildi með bókinni stytta öðrum leiðina og hjálpa þeim við leitina. Svona bók er ágæt viðbót við hefðbundnar lækningar og henni má fletta og leita svara við því hvað maður getur gert til að létta sér lífiö og tilveruna. Þegar ég var sem allra verst missti ég málið í þeim skilningi að ég átti erfitt með að finna réttu orðin, sagði röng orð, var lengi að tala og það að halda uppi samræðum var oft á tíðum kvalræði. Ég var und- irlögð af verkjum, gat ekki hreyft mig og lá því í rúminu dögum og vikum saman,“ segir Halldóra. í dag kveðst hún lifa góðu lífi og „... ég get gert næstum allt. Ég fæ enn mín vefjagigtarköst af og til og ligg þá í rúminu í einhverja daga. Þessum köstum fer fækk- andi og þau standa alltaf styttra yfir,“ segir hún. Fæðubótarefni, jurtir og heildrænar aðferðir í bók Halldóru er að finna marg- víslegan fróðleik um fæðubótar- efni, jurtir og heildrænar lækn- ingaaðferðir en allt þetta nýtti hún í leit sinni og haráttu fyrir bættri heilsu. „Ég prufaði margt og sumt hentaði mér vel og annað ekki eins og gerist og gengur. Ég held þó að ef ég hefði ekki nýtt mér heildrænar lækningaaðferðir, jurtir og bætiefni þá væri ég ekki í þeim sporum sem ég er i dag,“ segir hún. Eg held þó að ef ég hefði ekki nýtt mér helldrænar lækningaaðferðir, jurtir og bætiefni þá væri ég ekki í þeim sporum sem ég er í dag,“ segir Halldóra Sigurdórsdóttir um bókina sem hún hefur skrifað. Magasín-mynd Sigurður Jökull Stundum hefur verið sagt að fólk sé það sem það borði og að efnið og andinn verði ekki aðskil- in. Þessu segist Halldóra vera sammála. „Það hefur svo oft sann- ast í minni baráttu i gegnum tíð- ina að mataræðið skiptir sköpum. Þegar ég borða óhollan mat eða drekk léleg vin þá kemur það nið- ur á heilsunni. Nákvæmlega sama gildir um andlegu hliðina," segir Halldóra og bætir við að viðbrögð- in við bókinni hafi verið ótrúlega góð. Eins og fólk hafi beðiö „Það hefur komið í ljós að fólk hefur verið að bíða eftir bók eins og þessari. Það sem hefur komið mér mest á óvart og glatt mig mik- ið er allt það heilbrigða fólk sem hefur komið að máli við mig og ákveðið að endurskoða sitt lif og lífemi eftir að hafa lesið bókina," sagði Halldóra Sigurdórsdóttir að síðustu. -sbs ( Stækkuð salqrkynni hjq Nings í Kópavogi; ') Snillcfl frci Asíu „Við ætlum áfram að vera í fremstu röð varðandi asískan mat á íslandi. Þar eru raunar að koma inn ýmsar nýjungar og þessi matar- gerð nýtur vaxandi vinsælda," seg- ir Andri Kárason hjá veitingastaðn- um Nings í Kópavogi. Þar hafa ver- ið gerðar miklar endurbætur aö undanfömu og nýlega var opnaður þar nýr fjörutíu manna veislusalur. Það er hrein viðbót við önnur salar- kynni staðarins. Vel þekktur er veitingastaður Nings við Suðurlandsbraut í Reykjavik og tæp fimm ár eru liöin síðan opnaður var staður undir sömu merkjum að Hlíðarsmára 12 í Kópavogi. Andri segir það vera ein- hvem besta staðinn sem býðst fyrir rekstur af þessum toga og sé hann raunar við þjóðbraut þvera, enda sé Smáralind í næsta nágrenni og mörg önnur fyrirtæki sem séu fjöl- sótt. „Ég er bara með asíska starfs- menn í eldhúsinu hjá mér og þeir em snillingar í matargerð sinnar heimsálfu," segir Andri Kárason. „Það nýjasta sem við erum með er svokallaður heilsumatseðill, en það er matur sem er salt- og sykurfrír. Þá er maturinn steiktur upp úr minni jurtaolíu en gjaman hefur tíðkast og þessi olía er jafnframt kólesteróllaus. Þá eru sætar sósur ekki á þessum matseðli - en á hon- um eru hins vegar kjúklinganúðl- ur, Tofu-kjúklingur og lífrænt rækt- uð hrísgrjón. Þetta nýtur vaxandi vinsælda og það er ánægjuleg þró- un.“ -sbs ,Við ætlum áfram að vera i fremstu röð varðandi asískan mat á Íslandí," seglr Andrl Kárason hjá Nlngs í Kópavogi. Með honum eru austurlensku kokkarnir sem starfa hjá honum í eldhúsinu. Magasín-mynd hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.