Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.2002, Page 28
32 FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 Flosi Ei- ríksson, bæj- arfulltrúi í Kópavogi, er 33 nra 20. des- ember. Einna fyrst vakti hann athygli sem skarpur strákur í liði MK í spurningakeppni framhaldsskóla. í seinni tíð hefur hann gert sig gildandi í stjómmálum og er nú leiðtogi Samfylkingar í Kópavogi. Heimir Sindrason tannlæknir er 58 ára á að- fangadag. Heimir þykir góður í sínu fagi en þekkt- astur er hann líklega fyrir tónlist- ina. Hann hefur gert mörg lög við ljóö Tómasar Guðmundssonar, m.a. þegar hann var í dúóinu Heimir og Jónas fyrir ótalmörg- um árum. M agasm Nafn: íris Kristjánsdóttir. Aldur: 31 árs. Maki og böm: Ein og alsæl! Starf: Sóknarprestur í Hjallaprestakalli, Kópavogi Uppáhaldsjólamatur: Svínakótelettur, sérmatbúnar a la mamma. Fallegasti staður á íslandi: Hraunið á Reykjanesi. Eftirlætisstaður erlendis: London. Hvað einkennir öðru fremur prestsstarfið á þess- um tíma árs: Líf og gleði í kirkjunni. Leikskóla- og skólaböm úr sókninni koma í heimsókn og gleði og spenna skín úr augum þeirra. Hátíðlegir aðventu- og jólatónar hljóma í kirkjunni og koma manni í jóla- skapið. Hvað gerir þú í frístundum: Nota tækifærið til að slaka á og næra sálina. Hvað flnnst þér bitastæðast í jólabókaflóðinu: Bók um Adolf Hitler, söguleg úttekt - áminning úr fortíð- inni getur haft áhrif á framtíðina. Hvaða þjóðþrifamáli á íslandi þarf fyrst af öllu að kippa í liðinn: Fólk þarf að gera sér grein fyrir raun- veruleika fátæktar á íslandi. Það er til fátækt fólk á Is- landi og það er verkefni allra landsmanna að rétta út hönd til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Hvemig getum við fundið kristindóm í hvunndeg- inum: Með því að leyfa boðskap Krists að hafa áhrif á okkur - ekki aðeins með því að hlusta heldur sýna trú okkar í verki í þjónustunni við Guð og náungann. Gleymir fólk jólaboðskapnum í kaupgleðinni: Að gefa gjafir er fallegur siður sem á rætur að rekja til sögunnar um vitringanna er gáfu Jesúbaminu gjafir. í dag gefum við okkar nánustu gjafir til að sýna þeim hversu kær þau eru okkur. Ef við eyðum úr hófi, ef gjöfin verður mikilvægari en hugurinn sem henni fylgir, þá erum við jú að gleyma okkur. Og það ber að varast. Út frá hverjum munt þú leggja í stólræðum þínum um hátiðamar: Ég legg út frá orðum jólaguðspjalls- ins í 2. kafla Lúkasarguðspjalls og 1. kafla Jóhannes- arguðspjalls. Notaðu tækifærið og lestu þá kafla vel! Lífsspeki: „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ -sbs _____________________________________________J Hvað einkennlr öðru fremur prestsstarfið á þessum tíma árs? „Líf og gleði einkennir það. Börn úr sóknlnnl koma í helmsókn og gleði og spenna skín úr augum þeirra,“ segir sr. íris Kristjánsdóttir sóknarprestur í Hjallakirkju í Kópavogi. Tómas Þor- valdsson, fv. útgerðarmaður í Grindavík, er 83 ára 26. des- ember. Hann var fram- kv.stjóri Þor- bjamarins í Grindavík í áratugi og var lengi í forystu SÍF, enda sjálfur umsvifa- mikill í saltfiskframleiðslu. Einnig hefur Tómas mikið starfað að slysavamarmálum. Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi er 73 ára 21. desember. Ung- ur starfaði hann á vegum Sambandsins en sneri sér síðar að bókaútgáfu. Öm og örlygur var forlag hans og gaf út mörg stórvirki og metnað- arfull verk. Og enn er Örlygur að og gefur út nokkrar bækur fyrir þessi jól. Kjartan Jó- hannesson sendiherra er 63 ára 19. des- ember. Haim er verkfræðingur, hóf ungur stjómmálaaf- skipti í Alþýðuflokknum, sat á þingi 1978 til 1989 og var ráðherra um skeið. Síðar lá leiö hans í ut- anríkisþjónustuna og hefur m.a. verið framkvæmdastjóri EFTA. Guömundur Birkir Þor- kelsson, skóla- meistari á Húsavík, er 54 ára 21. desem- ber. Birkir er Laugvetningur og kenndi lengi við Menntaskól- ann þar, uns hann söðlaöi um og gerðist skólameistari nyðra. Þá hefur Birkir mikið starfað í félög- um hestamanna og er sjálfur hestamaður af lífi og sál. Herdis L. Storgaard hjúkrunar- fræðingur er 19 ára á jóla- dag. Á síðustu árum hefur Herdís oft og víöa komiö fram og bent á ýmsar hættur sem bömum em búnar í þeirra nán- asta umhverfi. í þessum efnum hefur hún í raun unnið brautryðj- endastarf og ekki síöur þjóðþrifa- verk. Óskar Pét- ursson, bif- vélavirki á Ak- ureyri, er 49 ára á jóladag. Atorka með listfengi gætu verið einkenn- isorð hans; er manna klárastur í bilaviðgerðum og jafnframt er Óskar einn besti söngvari lands- ins. Hann er einn Álftagerðis- bræðra sem fagurlega syngja - og einnig einsöngvari. Alltaf er Ósk- ar léttur í lund sem sjálfsagt bæt- ir sönginn. Bjarni Haröarson, blaðamaður á Selfossi, er 41 oi á jóladag. Hann hefur verið í blaða- harki í árarað- ir og í ellefu ár gefiö út Sunn- lenska fréttablaðið. Þá er hann jafnframt sérfræðingur í draugum og huldufólki og hefur gefið út bók um þau efni. vegu þína - segir Iris Kristjánsdóttir sóknarprestur i Hjailasókn Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.