Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2003, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 DV Fréttir Suöurkjördæmi: Konur sækja að ísólfi Gylfa Að minnsta kosti tvær konur sækja að ísólfi Gylfa Pálmasyni í þriðja sæti á lista Framsókn- arflokksins í Suð- urkjördæmi, þær Drífa Sigfúsdóttir og Helga Sigrún Harðardóttir. Á laugardag eftir rúma viku verður kosið um fram- boðslista flokksins. Að öllum líkindum mun Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sitja í fyrsta sætinu og Hjálmar Ámason i öðru. Ekki er líklegt að viðlika samstaða verði um þriðja sætið og er um fyrstu tvö sætin. í Sunnlenska fréttablaðinu í gær neitar Árni Magnússon, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins, því ekki að leitað hafi verið til hans um að taka sæti á listanum. Hann telur þó vafasamt að hann taki áskoruninni. „Það eru nokkrir sem sækjast eftir þriðja sætinu og ég er þar á meðal. Ég er búinn að kanna vel stöðu mína hér í heimabyggð og var á fundi með um 100 stuðningsmönnum mínum í gær- kvöld. Þar fann ég að stuðningur við mig hér í heimabyggð er mikill, öfugt við það sem sumir hafa haldið fram,“ sagöi ísólfur Gylfi Pálmason við DV í gær. -NH EFTA-kostnaðurinn: ísland á nokkra möguleika „Þessi upphæð ESB er náttúrlega út úr öllu korti og þeim dettur ekki einu sinni sjálfúm í hug aö þetta sé raunhæf krafa. Nálgun þeirra er að EES-ríkin eigi Eiríkur B. að gefa jafn mikið Einarsson. °S önnur ríki í ESB og þetta er bara viðmiðunin sem þeir leggja af stað með,“ segir Eirikur Bergmann Einarsson, prófessor í stjómmála- fræði við Háskóla íslands, um þær framlagskröfur sem framkvæmda- stjóm ESB lagði fram til EFTA-ríkj- anna í fyrradag. Kröfurnar samsvara því að framlög EFTA myndu 38-fald- ast og samkvæmt því ættu íslending- ar að greiða 3,8 milljarða í sjóðina ár- lega í stað 100 milljóna áður. En Eiríkur segir að ísland eigi nokkra möguleika í þeirri flóknu stöðu sem upp er komin. „Ég lít þannig á að það sé hægt að ná saman. íslensk stjómvöld ættu t.d. að nýta tækifærið nú og setja þá mótkröfu við auknar greiðslur í þró- unarsjóði ESB að koma á fullri frí- verslun á öllu EES-svæðinu,“ segir Eiríkur en bætir við að ef íslensk stjómvöld haldi til streitu afstöðu sinni um að ekki komi til greina að stórauka framlag íslands í þróunar- sjóðinn virðist málið komið í alvar- legan hnút. „Ef ekki tekst að finna pólitíska lausn á deilunni þá setur það EES- samninginn í uppnám.“ -vig Viðbrögð ASÍ við könnun SA á atvinnulífinu: Vandinn langtum meiri en viö héldum Að meðaltali hyggjast fyrirtæki fækka starfsfólki um 1,55% á næstu tveimur tU þremur mánuðum, sam- kvæmt könnun Samtaka atvinnu- lífsins sem gerð var í desember sl. Þetta er talsverð breyting frá síð- ustu mælingu sem SA gerðu í júní, en þá hugðust fyrirtæki að meðal- tali fækka fólki um 0,8%. Áform eru uppi um fækkun fólks í flestum greinum, utan ferðaþjónustu þar sem fyrirtæki hyggjast fjölga fólki um 0,3%. Mest hyggjast fyrirtæki í útgerð og flskvinnslu fækka fólki, eða um 4%, en fyrirtæki í iðnaði og í verslun og þjónustu hyggjast fækka fólki um 2%. Fjármálafyrir- tæki hyggjast fækka um 0,5% og raf- verktakar um 0,3%. Fyrirhuguð fækkun fólks í sjávarútvegi getur m.a. átt rætur að rekja til niður- skurðar aflaheimilda, einkum í þorski, og til sameininga í greininni og hagræðingar þeim samfara. Enn eru þaö stærri fyrirtækin, með yflr 40 starfsmenn, sem virðast öðrum fremur ætla að fækka fólki, en hið sama kom fram í mælingum SA í júní 2002 og í júní og desember 2001. Þetta veldur nokkrum áhyggj- um hjá SA, því reynslan kennir að allajafna eru það stærri fyrirtækin sem eru leiðandi í aðlögun að sveifl- um í efnahagslífmu, en smærri fyr- irtækin eru gjarnan undirverktakar hjá þeim stærri og selja þeim vörur og þjónustu. Fimmtungur stærri fyrirtækjanna boðar hópuppsagnir, þ.e. tíu starfsmanna eða fleiri. Líkt og í síðustu mælingu SA, i júní 2002, mælist nú minni eftirspum eftir starfsfólki á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali hyggjast nú fyrirtæki með starfs- svæði á landsbyggðinni fækka fólki um 1,9%, en fyrirtæki á höfuðborg- arsvæðinu hyggjast fækka fólki um 0,6%. Fyrirtæki með starfssvæði á landinu öllu hyggjast fækka fólki um 1,8%. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, segir að könnunin sé gerð til þess að fylgjast með þróun atvinnu- lífsins. Niðurstaðan komi ekki mjög á óvart en fyrirtæki séu þó svart- sýnni á þróunina en búast hefði mátt við en á síðasta ári var gert ráð fyrir að haustið 2001 væri at- vinnuleysið líkegt til að tvöfaldast fram yfir síðustu áramót, sem gekk eftir. „Sérstaklega fannst okkur stjórn- endur peningamála seinir að átta sig á því í hvað stefndi. Það er áhyggjuefni. Það virðist að stjórn- endur stærri fyrirtækja leggi áætl- anir fyrir sér lengra fram í tímann en þau minni og taki meira mið af efnahagsumhverfinu, séu meiri út- verðir ástandsins," segir Ari Ed- wald. Gylfi Ambjörnsson, skrifstofu- stjóri ASÍ, segir það koma á óvart að umfangið sé svona mikið, eða 1,55% sem sé gríðarlega mikið, og meira en þeir héldu. ASí hafi hins vegar óttast að dökkt væri fram undan á vinnumarkaðnum. -GG DV-MVND HAFDÍS ERLA Gangamunninn Vinnuvélar eru mættar á athafnasvæöi Landsvirkjunar viö Axará noröan Vatnajökuls, þar sem undirbúin er aöalframkvæmd Kárahnjúkavirkjunar. Iðnaðarráðherra bjartsýnn á niðurstöðu stjórnarfundar Alcoa í dag: Austfirðir breytast í dag - líklegt að Alcoa bíti á agnið, segir Steingrímur J. „Austfirðingar bera í brjósti miklar væntingar gagnvart álveri. Það fann ég vel sjálf þegar ég var fyrir austan í gærdag. Því má vænta að fólk eystra fylgist vel með frétt- um þegar líða tekur á daginn," sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra í samtali við DV í morg- un. Allt gengið eðlilega Stjórn bandariska álfyrirtækisins Alcoa fundar í dag og mun þar taka lokaákvörðun um hvort á þess veg- um verði ráðist í stóriðjufram- kvæmdir við Reyðarfjörð. Fyrir fram er búist við að niðurstaða fundarins verði jákvæð og að næsta gulltryggt sé að í framkvæmdir verði farið. Búist er við fregnum af niðurstöðu fundarins kl. 17 í dag. Valgerður Sverrisdóttir segist _____j_________ L— Stelngrímur J. Valgerður Sigfusson. Sverrisdóttlr. vera bjartsýn á niðurstöðu fundar- ins. „Það er engin ástæða til annars. í viðræðum stjómvalda við Alcoa hefur allt gengið eðlilega fyrir sig og samskipti við fyrirtækið hafa verið góð,“ sagði Valgerður. Hún kvaðst aukinheldur hafa trú á því aö málið gæti farið nokkuö greiðlega í gegn- um þingið, það er heimildarfrum- varp vegna þessarar miklu fjárfest- ingar. Þrír stjórnmálaflokkar styddu málið - og væri tryggur meirihluti því fyrir hendi. Bjóða kostakjör Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, segir að margt bendi til þess að niðurstaða fundarins í dag verði ákvörðun um framkvæmdir. Sé enda líklegt að Alcoa bíti á agnið sé til dæmis tekið tillit tU þeirra kosta- kjara í orkuverði sem íslensk stjórnvöld bjóði. Segir Steingrímur þetta enn frekar vekja með sér spumingar um efnahagslega skyn- semi þessara framkvæmda, sem þess utan séu óverjandi með um- hverfissjónarmið í huga. Nær hefði verið að efla atvinnu og byggð á Austurlandi með öðrum og nærtæk- ari aðgerðum, sem þess utan gætu þá nýst á landsvisu. -sbs mmiŒM: i Bætt líöan Lyfið Glivec hefur gefið góða raun í meðferð hvítblæðissjúklinga. Lyfið hefur sárafáar aukaverkanir og hefur stórbætt líðan sjúklinga. Þaö besta við umrætt lyf er þó það að það ræðst einvörðungu gegn krabbameinsfrumum en lætur heil- brigðar frumur í friði. mbl.is sagði frá. Kaupmáttur aukist Gunnar Páll Páls- son, formaður VR, kynnti í gær stefnu- mótun í kjaramál- um en félagið und- irbýr nú næstu kjarasamninga. Formaðurinn kynnti hugmyndir um að félagið setti sér markmið í kjaramálum til næstu tíu ára. Hann sagði það m.a. fela i sér markmið um að kaupmáttur félagsmanna myndi aukast 30% á tímabilinu. Lungnabólga herjar Alls var 171 greindur meö lungna- bólgu í desember. Það er að sögn Þórðar G. Ólafssonar yfirlæknis það mesta sem hann hefur séð. Nýliðinn desember var sem kunnugt er sá hlýjasti síðan mælingar hófust en að sögn Þórðar þarf lungnabólga ekki að tengjast köldu veðri. RÚV sýnir HM Leikir íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknatt- leik í Portúgal verða sýndir í Ríkis- sjónvarpinu. Fyrsta viðureign ís- lenska liðsins verður 20. janúar en þá mætir liðið Áströlum. Styttist í undirskrift Samningaviðræður Einkavæðing- amefndar og S-hópsins vegna sölu á tæpum helmingshlut í Búnaðar- banka íslands munu vera á loka- stigi. Jafnvel er búist við aö samn- ingurinn verði undirritaður á morg- un eða næstu daga. Pressumáliö tekið upp Farið verður fram á að svokallað Pressumál verði aftur tekið upp fyr- ir dómstólum eftir úrskurð sérfræð- inga um að málverk, sem sögð voru eftir Sigurð Guðmundsson, séu fölsuð. Tveir blaðamenn Pressunn- ar, Kristján Þorvaldsson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, voru dæmdir í hæstaréttir til að greiða fjársektir vegna þess að þeir héldu því fram að verkin væru fólsuð. Blaðamanna- félag íslands hefur falið lögfræðingi sínum, Atla Gíslasyni, að reka mál- ið. -aþ 122^ helgarblaö Hver er Ingi- björg Sólrún? 1 Helgarblaði DV er ítarleg póli- tísk nærmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra sem mikill pólitískur styr stendur um þessa dagana. Reynt er að skyggnast í pólitísk- an bakgrunn henn- ar og leitað álits samferðamanna til þess að svara því hverjar hennar hugsjónir í rauninni eru. í blaðinu er einnig rætt við Guð- mund Jónsson gítarleikara, hug- myndasmið söngleiksins um Sól og Mána. DV ræðir við Jóhannes Ge- orgsson sem ætlar að fljúga ódýrt með íslendinga og Guðrúnu Stellu Gissurardóttur sem gekk úr kjör- nefnd Sjálfstæðisflokksins i Norö- vesturkjördæmi. Blaðið fjallar um megrun, veitir veisluráðgjöf og rifj- ar upp daginn sem gengið var á Heröubreið í fyrsta sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.